Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. júnf 1989 112. tölublað 54. árgangur Söluskattur Erfiðar fæðingarhríðir ÓlafurRagnarGrímssonfjármálaráðherra: Hertum innheimtuaðgerðumfylgja erfiðarfœðingarhríðir. Hagvirki gefmn fresturfram ímiðjanjúlítil að gera skil. Aðalsteinn Hallgrímsson: Hagvirkifœr ekkibankaábyrgð Olaf'ur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, gaf út reglu- gerð í gær, sem felur í sér að Hag- virki og tvö önnur fyrirtæki fá frest til að gera upp vangoldnar söluskattsskuldir, þar til ríkis- skattanefnd hefur afgreitt mál fyrirtækjanna. Um hádegisbil í gær gaf Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, í skyn að Hagvirki gæti hafið störf á ný, ef fyrirtækið aflaði bankaábyrgða fyrir skuldum sínum. Aðalsteinn Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri Hagvirkis, segir að könnun fjármálaráðuneytisins hafi leitt í Sjós að Iðnaðarbankinn, viðskipt- abanki Hagvirkis, fengi ekki bankaábyrgð. Á blaðamannafundi sem fjár- málaráðherra hélt í gær, sagðist hann ekki vita hvort Hagvirki eða Utanríkisráðuneytið Einstök fúkyrði Kalt stríð á milli utanríkis- og sjávarútvegs- ráðuneytisins útafskýrslu veiðieftirlitsins Svo virðist sem kalt stríð ríki nú á tnilli utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins út af innanhússkýrslu tveggja starfs- manna veiðieftirlitsins þar sem þeir gagnrýna harðlega úthlutan- ir utanríkisráðuneytisins á gám- afiski. í skýrslu sem þeir Stefán Gunn- laugsson forstöðumaður við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins og Marías Þ. Guð- mundsson starfsmaður hjá Fisk- ifélagi íslands hafa sent frá sér út af skýrslu veiðieftirlitsins segir ma. „að menn geta verið ósam- mála um ákveðin vinnubrögð, en að það þýði að starfsmenn eins ráðuneytis ausi starfsmenn eða úthlutunarmenn annars ráðu- neytis slíkum fúkyrðum og hér er gert er einstakt... Hún er með öllu ósæmileg, þar sem hún inni- heldur óstaðfestar dylgjur og mannskemmandi orðbragð." Að mati þeirra Stef áns og Mar- íasar er ástæða þeirrar ófræging- arherferðar sem ráðuneytið og þeir hafa orðið fyrir út af skýrslu veitieftirlitsins sem merkt var sem trúnaðarmál, að Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ lak efni hennar til fjölmiðla. „Augljóst er hverjum manni sem til þekkir af hvaða hvötum þessar árásir eru sprottnar. LÍÚ skal fá vald í hendur hvað sem það kost- ar til að ráðskast með umræddar leyfisveitingar á svipaðan hátt og þeir stjórna ísfiskútflutningi með fískiskipum, þótt hvergi sé að finna í lögum eða reglugerðum að þau samtök eigi að sinna því verkefni." -grh önnur fyrirtæki gætu fengið bankaábyrgðir fyrir skuldum sín- um. En á fundinum kynnti ráðherrann nýja reglugerð um innheimtu söluskatts. Hún felur í sér að fyrirtæki sem skotið hafa ágreiningi sínum til Ríkisskatta- nefndar, geta lagt fram banka- tryggingar fyrir skuldinni, sem feli í sér að fyrirtækið geri ekkert sem rýrt geti möguleika ríkis- sjóðs á fullri innheimtu síðar. Ólafur sagði eðlilegt að nýjar inn- heimtuaðferðir ættu erfiðar fæðingarhríðir. Fyrirtækin Hagvirki, Tré- smiðjan Borg á Húsavík og Þor- valdur og Einar í Vest- mannaeyjum, voru öll með sín mál á lokastigi hjá ríkisskatta- nefnd. Ákveðið hefur verið að niðurstaða liggi fyrir í málum þeirra fyrir 14. júlí og fá þau að starfa áfram þangað til, án þess að greiða söluskattsskuldir sínar. En þann dag verða fyrirtækin að gera hreint fyrir sínum dyrum. í samtali við Þjóðviljann sagði Aðalsteinn Hallgrímsson stöðu Hagvirkis ekki góða, eftir rúm- lega 100 milljóna tap í fyrra og slæman vetur. Fyrirtækið ætti ekki þær 153 milljónir sem inn- heimta ætti í söluskatt. Á blaðamannafundinum í gær sagði Ólafur Ragnar, að hinar hertu innheimtuaðgerðir hefðu þegar sannað gildi sitt. í fyrstu viku aðgerðanna hefðu 205 milljónir innheimst í stað 48 milljóna vikuna áður. Á öllu landinu hefði 198 fyrirtækjum verið lokað en 142 þeirra hefðu gert upp og verið opnuð aftur. Ólafur sagði þessar aðgerðir ekki • tímabundnar. Aðeins hefði verið byrjað á stærstu skuldurum og nýjum innheimtuaðferðum yrði beitt áfram. -hmp Sjá baksíðu ¦Pr Starfsmenn Hagvirkis mótmæla aðgerðum skattayfirvalda gegn Hagvirki, fyrir utan Ráðherrabústaðinn í gær. Hagvirki Lögfræðilegt túlkunaratriöi I söluskattslögum segir að vinna við mann virkjagerð sé undanþegin söluskatti. Samkvœmtreglugerð gildirþaðbara um vinnu manna. AðalsteinnHallgrímsson: Sitjum ísúpunniefniðurstaðan ímálinu verðurokkuróhagstœð Deilumál það sem komið hefur upp varðandi verktakafyrir- tækið Hagvirki snýst um það hvort fyrirtækinu beri að greiða söluskatt af framkvæmdum við Sultartangastíflu og við Kvísla- veitu. Hagvirkismenn bera fyrir sig 7. gr. söluskattslaga frá árinu 1960 en þar segir m.a.: „Eftirtalin starfsemi og þjón- usta er undanþegin söluskatti: 1. Vinna við húsbyggingar og aðra mannvirkjagerð svo og vinna við endurbætur og viðhald slíkra mannvirkja." í lok 7. gr. segir að ráðherra kveði nánar á um það, hvað falli undir undanþáguákvæði greinar- innar. Jón Guðmundsson hjá sölu- skattsdeild ríkisskattstjóra sagði að þó ekki væri kveðið á um það í lögum næði þessi undanþága ekki til vélavinnu og að söluskattur af vinnu með vélum hefði verið inn- heimtur allt frá árinu 1960 þegar lögin voru sett. Til þess að taka af öll tvímæli hefði verið kveðið á um þetta í reglugerð frá fjármála- ráðherra árið 1982. í reglugerð- inni segir orðrétt: „Vinna manna við húsbygging- ar og aðra mannvirkjagerð svo og við endurbætur og viðhald slíkra mannvirkja. Á þetta við um hver- skonar mannvirki og skiptir ekki máli hver lætur vinnuna í té. Undanþágan tekur eigöngu til vinnu á byggingarstað." Jón sagði að þarna kæmi ský- laust fram að undanþágan næði ekki til vélavinnu. Aðalsteinn Hallgrímsson einn af eigendum Hagvirkis er ekki á sama máli. Hann segir að ekki sé hægt að ryðja lögum burt með reglugerðum. Hann segir að það sé samdóma álit lögfræðings fyrirtækisins, endurskoðenda þess, lögfræðings Iðnaðarbank- ans og fleiri aðila sem fyrirtækið hefur leitað ráða hjá. „Okkar ráðgjafar segja okkur hafa rétt fyrir okkur," sagði Að- alsteinn. Aðalsteinn sagði að ef niður- staða ríkisskattanefndar yrði sú að fyrirtækinu bæri að greiða þessa meintu söluskattsskuld þá myndi það áfrýja málinu til hæstaréttar. Sl vor fór fram útboð í verká- fanga í Blöndu og þótt Hagvirki væri ekki með lægsta tilboðið fékk fyrirtækið einn verkþátt þar. Þá var talað um að í tilboði Hag- virkis væri ekki gert ráð fyrir að Landsvirkjun þyrfti að greiða söluskatt ofan á tilboðsverðið en hjá þeim aðila sem var með lægsta tilboðið var fyrirvari um slíkt. En ef ykkur verður gert að greiða söluskatt af framkvæmd- unum við Blöndu sem og öðrum virk j an af ramk væmdum ? „Þá sitjum við í súpunni," sagði Aðalsteinn. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.