Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Lapplandi. Andmælandi var dr. Michael Hutchings frá Sussex há- skóla í Englandi. Sænska Rann- sóknaráðið hefur veitt dr. Ingi- björgu rannsóknastöðu í plöntu- vistfræði. Hún mun taka þátt í starfi alþjóðlegs samstarfshóps er vinnur að rannsóknum á vistfræði plöntustofna á íslandi, í Lapp- landi og Suður-Georgíu. RÚV gerir hreint fyrir sínum dyrum Samningar hafa tekist milli fjár- málaráðuneytisins og forráða- manna Ríkisútvarpsins hvernig staðið verður að því að greiða 84 miljóna launaskuld stofnunar- innar sem safnast hefur upp hjá ráðuneytinu fyrstu sex mánuði ársins. Að sögn Harðar Vil- hjálmssonar, fjármálastjóra RÚV, gerir stórfelld hækkun af- notagjalda 1. mars sl., stofnun- inni kleift að greiða þessa skuld niður það sem eftir lifir ársins. Ummæli Ólafs Ragnars Gríms- sonar, fjármálaráðherra, þess efnis að ekki yrði lengur liðið að opinberar stofnanir færu fram úr ramma fjárlaga ár eftir ár, eins og gerst hefði með RÚV og Þjóð- leikhúsið og því þyrfti að taka þessum stofnunum tak hvað varðaði fjármálalega stjórnun, hafa mælst illa fyrir meðal fyrir- svarsmanna beggja stofnana. Hörður Vilhjálmsson sagði að svo sannarlega hefði verið tekið á útgjaldahlið RÚV og jafnvægi náðst í rekstrinum. Slakri fjár- málastjórn væri ekki um að kenna að erfitt hefði reynst að halda rekstrinum innan ramma fjárlaga á undanförnum árum. Heldur ætti þar alla sök að máli samdráttur í auglýsingatekjum og vanefndir stjórnvalda á hækk- Aðaldælingar syngja í Grimsby Karlakórinn Hreimur frá Aðaldal söng á dögunum fyrir starfsfóik dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby, en kór- inn hefur verið á söngferðalagi um England að undnaförnu. I frétt staðarblaðs í Grimsby segir að söngur kórsins hafi vakið mikla hrifn- ingu nærstaddra. Stjórnandi Hreims er Bretinn Robert Faulkner. un afnotagjalda samkvæmt fjár- lögum. Gflsi Alfreðsson Þjóð- leikhússstjóri sagði að skýring- anna á umframfjárþörf leikihúss- ins á undanförnum árum væri að rekja til þess að fjárþörf sam- kvæmt fjárhagsáætlunum hefði ekki verið mætt við fjárlagagerð. Prestastefna sett Klerkar landsins eru mættir til prestastefnu 1989 að boði herra Péturs Sigurgeirssonar, biskups. Stefnan var sett í gær í Garðabæ og stendur í þrjá daga. Þetta er síðasta prestastefna sem Pétur stýrir en hann lætur af embætti 1. júlí nk. Aðalmál prestastefnu að þessu sinni er safnaðaruppbygg- ing í bráð og lengd. Prestastefn- unni verður slitið í Bessastaða- kirkju á morgun að loknu heimboði til forseta íslands. Þorláks saga utgefin á ný Út er komin Þorláks saga hins helga, Skálholtsbiskups 1178- 1193 og verndardýrlings kaþ- ólskra manna. Bókin er gefin út í tilefni af heimsókn Jóhannesar Páls páfa hingað til Iands 3.-4. júlí sl. Bókin hefur að geyma elstu gerð Þorláks sögu ásamt Jar- teinabók og efni úr yngri gerðum sögunnar. Asdís Egilsdóttir hafði umsjá með útgáfunni, en útgef- andi er Þorlákssjóður, sem hefur þann tilgang helstan að efla starf- semi á sviði kristilegra menning- armála. Spánarkonungur væntanlegur Spænsku konungshjónin, Juan Carlos og Soffía, eru væntanleg hingað til lands 5. júlí nk. í boði forseta fslands og staldra þau við í tvo daga. Meðan á dvöl hinna tignu gesta stendur verður haft ofan af fyrir þeim með margvís- legum hætti, kynnisferðum, sýn- ingum og dýrindis veislufagnaði. Flogið verður með þau til Vest- mannaeyja þar sem þau munu m.a. skoða Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og fylgjast með frystingu, pökkun og söltun, þeim verður sýnd Stofnun Arna Magnússonar og sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjar- vals. Forsetaheimsókn til Kanada Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefur þekkst boð Iand- stjóra Kanada um opinbera heimsókn dagana 29. júlí til 8. ágúst. Nýfundnaland verður fyrsti viðkomustaður forseta. Þar verða m.a. skoðaðar minjar um landafundi norrænnna manna fyrir u.þ.b. eitt þúsund árum síð- an. Frá Nýfundnalandi gerir Vig- dís víðreist um Kanada og fer frá strönd til strandar. fslendinga- byggðir verða heimsóttar og 6. ágúst mun Vigdís heiðra Vestur- íslendinga á íslendingadeginum í Gimli sem haldinn verður hátíð- legur í hundraðasta sinnið. Fjölmiðlanám Kennsla á öllum stigum Þorbjörn Broddason: Brýnt að gerafjölmiðlafrœðslu betri skil í grunnskólum. Tillaga um háskólanám ífjölmiðlun að loknusérnámi Nefnd sem fjallaði um fjölmiðl- akennslu á öllum skólastigum skilaði nýverið niðurstöðum þar sem tillögur eru gerðar um til- högun náms í fjölmiðlun í grunn- skólum og framhaldsskólum auk þess sem settar eru fram tillögur um fyrirkomulag á námi í fjöl- miðlun á háskólastigi. - Það er orðið mjög brýnt að farið verði að gera fjölmiðla- kennslu í grunnskólum og fram- haldsskólum betri skil en gert hefur verið því að fjölmiðlar eru orðnir svo stór hluti af daglegu lífi fólks, sagði Þorbjörn Broddason formaður nefndarinnar. Nefndin leggur til að kennslu- efni og verkefni um fjölmiðla verði með kerfisbundnum hætti sett inn í skyldunámsefni efri bekkjar grunnskóla og fram- Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra gerði í gær formanni herráðs Bandaríkjanna grein fyrir hugmyndum íslensku ríkisstjórnarinnar um afvopnun á Norðurhöfum á fundi þeirra í Höfða. Herforinginn kvaðst ætla að koma þeim áleiðis til húsbónda síns í Hvíta húsinu. Utanríkisráð- herra sagði að fram hefði komið á fundinum að risaveldin hefðu þegar hafið undirbúning við- haldsskóla og boðið verði upp á þriggja þrepa valáfanga um fjöl- miðla i framhaldsskólunum. Lögð er áhersla á að skipaðir verði námsstjórar í fjölmiðla- fræðslu á þessum skólastigum, útgáfustarfsemi fræðsluvarps verði efld og fjölmiðlafræðsla öðl - ist fastan sess í almennri kenn- aramenntun og haldin verði endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi kennara. Nefndarmenn telja ekki rétt að sérhæfð kennsla í fjölmiðlun fari fram á fram- haldsskólastigi heldur leggja áherslu á að fjölmiðlafræðsla verði hluti af móðurmáls- og sam- félagsfræðikennslu auk þess sem hún getur komið við sögu í fjölda annarra greina sem kenndar eru á framhaldsskólastigi. Varðandi nám á háskólastigi ræðna um afvopnun í höfum í kyrrþey. Formaður bandaríska herráðs- ins er William C. Crowe flotafor- ingi og átti hann hér eins dags viðdvöl í gær á leið heim úr opin- berri heimsókn til Sovétríkjanna. Þeir Jón Baldvin ávörpuðu fréttamenn utandyra og voru á einu máli um gagnsemi viðræðna sinna. ks leggur nefndin til að tekið verði upp eins árs nám við félagsvísind- adeild Háskóla íslands í samstarfi við heimspekideild og lagadeild og námið standi þeim til boða sem hafa BA-próf, BS-próf eða sambærilega menntun og að jafn- framt hafi starfandi blaða- og fréttamenn sem náð hafa 26 ára aldri og hafa 5 ára starfsreynslu rétt á inngöngu í deildina. Lagt er til að námið verði 45 einingar og að hluti þess felist í verklegri þjálfun á fjölmiðli. - Við teljum að með þessu móti fáum við fjöibreyttari og hæfari hóp fólks út úr fjölmiðlanáminu heldur en ef nemendur rynnu beint inn á sérhæfða fjölmiðlanámsbraut frá próf- borði framhaldsskólans, sagði Þorbjörn. Undanfarin ár hefur Háskólinn boðið upp á áfanga í fjölmiðlafræði, bæði hagnýta og fræðilega og sagði Þorbjörn að tillögur nefndarinnar gerðu ráð fyrir því að námið byggðist að verulegu leyti á því sem þegar hefur verið mótað. - Okkur er ekkert að vanbúnaði að byrja í haust eins og nefndin leggur til og það er í raun mjög lítill kostnaður sem þarf að leggja út í, því flest af því sem til þarf er til staðar í Háskólanum en mun nýtast á nýj- an hátt, sagði Þorbjörn. Nefndin var skipuð af menntamálaráðherra 11. janúar s.l. og skilaði lokaskýrslu 23. júní. f henni áttu sæti auk Þor- bjarnar Höskuldur Þráinsson, Lúðvík Geirsson, Sigrún Stefáns- dóttir, Örn Jóhannsson, Inga Sólnes og Marteinn Sigurgeirs- son. •Þ Heimsókn Herrádsformaður heim með skilaboð Yfirmanni Bandaríkjahers greintfrá óskum Islendinga um afvopnun á Norðurhöfum Harrí Holkerí, forsætisráðherra Finnlands, veifar starfsmönnum Hag- virkis sem heiðruðu hann með lófataki. Ekki fór á milli mála að mót- mælum þeirra var beint til annarra. Holkerí/Steingrímur Ræddu umhverfi og viðskipti mhverfismál og vígbúnaður í höfum, Efta og Evrópubanda- lag, hvalveiðar og viðskipti Finna og íslendinga voru til umræðu á fundi forsætisráðherranna Harr- ís Holkerís og Steingríms Her- mannssonar í ráðherrabústaðn- um í gær. Á fundi með fréttamönnum. skömmu fyrir hádegið gerðu þeir grein fyrir viðræðum sínum. Steingrímur kvaðst hafa lagt áherslu á nauðsyn viðræðna um afvopnun á höfum og lýst yfir ánægju með þá ákvörðun Finna á leiðtogafundi Eftaríkja fyrir nokkru að fallast á fríverslun með fisk. Hann sagði okkur íslend- inga geta lært mikið af Finnum í efnahagsmálum. Holkerí upplýsti að eingöngu 0,1% af heildarinnflutningi Finna kæmi frá íslandi og væri mál til komið að auka það hlut- fall. Hann kvaðst og bera fullt traust til leiðsagnar íslendinga innan Efta. ks Kópavogskonur rækta skóg Kvenfélagasamband Kópavogs stendur fyrir skógræktarkvöldi fyrir félagskonur á fimmtudags- kvöld kl. 20. Ætlunin er að hlúa að plöntum á gróðurreit félagsins við Einbúann, sem er gegnt sam- komuhúsinu Breiðvangi í Mjódd. Að sögn Sigríðar Jónsdóttur hjá Kvenfélagasambandinu gróður- settu félagskonur fyrst plöntur við Einbúann árið 1985 og er þar að vaxa upp hinn myndarlegasti trjálundur. Dr. Ingibjörg Svala Jónsdóttir Doktor í plöntuvistfræði Ingibjörg Svala Jónsdóttir Iíf- fræðingur lagði fram ritgerð til varnar í plöntuvistfræði við Há- skólann í Lundi í júní. Ritgerðin fjallar um stofnvistfræði stinna- starar, klónun og beitarþol. Stinnastör er útbreidd á norð- lægum slóðum og er mikilvæg beitarplanta. Ritgerðin byggir á rannsóknum á Islandi og í 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.