Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 5
„Bandarísk heilbrigðisyfir- völd telja, að í Bandaríkjunum hafi 1,0-1,5 milljónir manna tekið veiruna. í árslok 1987 höfðu a.m.k. 0,5 milljónir manna tekið veiruna í Evrópu að mati farsóttarfræðinga, sem fylgjast með alnæmi í löndum álfunnar... tiltæk gögn benda til, að 2-3 milljónir manna hafi tekið veiruna í Af r- íku... í heimi öllum ekkifærri en 5 milljónir manna.“ Svo segir í Scientific American, október-hefti 1988. í því birta kunnir vísindamenn 10 rit- gerðir um alnæmi og verður þeirra getið hér að nokkru. Ferill sjúkdóms Fimm miljónir manna hafa tekið alnæmisveiru 1. Fyrstu ritgerðina rita Robert C. Gallo og Luc Montagnier. Hefja þeir mál sitt á þessum orð- um: „Ekki er meira en áratugur síðan það var útbreidd skoðun, að í þróuðum löndum væri ekki mikil hætta af smit-sjúkdómum. En í þeim væri enn við að etja vanda, af völdum vanheilsu, svo sem krabba-, hjarta- og hrörnunar-sjúkdóma. Sú trú brast á öndverðum níunda ára- tugnum, þegar alnæmi kom upp. Þar var á ferðinni skæður sjúk- dómur. Honum olli flokkur sýkla, - retro-veira, - sem fyrsta sinni höfðu fundist í fólki þá fá- einum árum áður. Farsóttin var hrikalegs eðlis, en vísindin brugðust skjótt við. Á tveimur árum, frá miðju ári 1982 til miðs árs 1984, voru ferli far- sóttarinnar rakin, einangruð var ný veira - veira tæringar ónæmis (-kerfis) manna, HIV - útbúið blóðpróf smits og gengið úr skugga um ásóknarmörk veirunnarímannslíkamanum... í sumu tilliti hafa vísindin þó ekki haft við veirunni. Engin lækning eða bóluefni bjóðast enn, farsótt- in gengur fram, retro-veirur, sem sjúkdómnum valda, verða með mönnum um langan aldur.“ Meðal annarra orða skal þess getið, að um miðjan áttunda ára- tuginn höfðu þegar fundist retro- veirur, sem sjúkdómum valda í mönnum. Robert C. Gallo og samstarfsmenn hans í Bandaríkj- unum einangruðu hina fyrstu þeirra 1980, HTLV-1. Sýkir hún eina gerð hvítra blóðkorna og veldur hún þannig hvítblæði einu, sem mest er um sums staðar í Japan, Afríku og Karabía-hafi. Þessir sömu vísindamenn einang- ruðu 1982 aðra retro-veiru, ná- skylda hinni fyrri, sem nefnd var HTLV-2. Berast veirur þessar manna á milli við kynmök, með blóði og frá móður til barns. Fyrstu tilfelli af alnæmi voru greind 1981 á meðal ungra kyn- villtra karla í Bandaríkjunum. í hinum sjúku eyddist ein gerð hvítra blóðkorna, T-frumur, nán- ar tiltekið fruman T-4, svo að fljótlega var eftir tekið, og þvarr þá viðnám þeirra gegn sjúkdóm- um. Álitið var, að veira ylli sjúk- dómi þessum Gátu Gallo og sam- starfsmenn hans því til, að hún væri náskyld HTLV-1, en annað kom á daginn. f París beindist at- hygli Luc Montagnier og sam- starfsmanna hans á Pasteur- stofnuninni í ársbyrjun 1983 að veiru, sem í hinum sjúku „óx“ í einni gerð hvítra blóðkorna, T-4 frumum. í frumeindarafsjám sást, að hún var allólík HTLV-1, en alllík retro-veirum í hestum. Var veiran einangruð. Og í október 1983 færði Luc Mont- agnier sönnur á, að hún ylli al- næmi. Var veiran nefnd HIV. HIV er örsmá, aðeins fáeinar eða tvær sameindir, og rita tveir bandarískir vísinda menn, Will- iam A. Haseltine og Flossie Wong-Staal, um sameindalíf- fræði veirunnar. Upp úr ritgerð þeirra verður aðeins tekin ein málsgrein. „Sýking af völdum alnæmi- veirunnar tekur á sig margar myndir. Fyrst í stað ... fjölgar veiran sér ört, og kemur hún fram í vökva kringum heila og mænu og í blóðrás. Sótthiti, útbrot, lík inflúensu-einkennum, og stund- um (óþægindi) í taugakerfi geta fylgt á eftir fyrstu öldu HIV- fjölgunar. Síðan, innan fárra vikna, verður snögglega miklu minna um veiruna í heilamænu- vökva og upphafleg sjúkdóms- einkenni hverfa... Frá 2 upp í 10 árum frá upphafi einkennalausa skeiðsins tekur veiran aftur að fjölga sér snögglega og sýkingin fer á lokaskeið sitt.“ Ör útbreiðsla 3. Um útbreiðslu alnæmi í heimi öllum rita fjórir vísinda- menn, Mann, Chin, Piort og Qu- inn, og er hinn fyrstnefndi for- stöðumaður alnæmi-eftirlits Al- þjóðlegu heilbrigðisstofnunar- innar. Mál sitt hefja þeir á þess- um orðum: „Allt frá því að sjónir festi fyrst á alnæmi-farsóttinni 1981, hafa á tilvist hennar (á stundum) verið bornar brigður og möguleg útbreiðsla hennar verið ferlega vanmetin. Farsóttin er enn á upphafsskeiði sínu og erfitt er að segja endanlegt um- fang hennar fyrir, en nú er komið í ljós, að alnæmi er meiri ógnun við heilsu manna um heim allan en dæmi eru um.“ Síðar segja þeir: „Bandarísk heilbrigðisyfirvöld telja, að í Bandaríkjunum hafi 1,0-1,5 milljón manna tekið veiruna. í Evrópu telja farsóttar- fræðingar, sem fýlgjast með al- næmi í löndum álfunnar, að í árs- lok 1987 hafi a.m.k. 0,5 milljón mannagengið með veiruna ... til- tæk gögn benda til, að 2-3 milljónir manna í Afríku hafi tekið veiruna. Að Kanada og Suður-Ameríku við bættum munu ekki færri en 5 milljónir manna í heimi öllum hafa tekið veiruna." Útbreiðsla alnæmi er þannig mest í Afríku. „í mörgum bæjum í Kongó, Ruanda, Tanzaníu, Ug- anda, Zaire og Zambíu hafa 5- 20% fólks í aldursflokkum á virku kynlífsskeiði þegar tekið veiruna. Útbreiðsla veirunnar á meðal vændiskvenna er allt frá 27% í Kinshasa í Zaire upp í 66% í Nairobi í Kenya og 88% í Butare í Ruanda. Nær helmingur allra sjúklinga á stofum sjúkrahúsa í borgum þessum hefur tekið HIV. Þá ganga líka 10-25% kvenna á barnsburðaraldri með veir- una...“ Þeir Max Essex og Phyllis Kanti, sem starfa við læknahá- skólann í Harvard, ræða í sinni grein í Scientifíc American get- gátur um uppruna alnæmi veirunnar. Þar segir frá því að árið 1985 hafi tekist að einangra veiru í sjúkum macaque-öpum frá Asíu. Sú nefnist SIV og í ljós kom að margt var skylt með henni og HlV-veirunni sem veldur alnæmi í mönnum. Vísindamenn veltu því eðlilega fyrir sér, hvort af dreifingu apaveirunnar SIV feng- ist ábending um uppruna alnæmi- sveirunnar í mönnum. Um þetta leyti höfðu menn fregnir af því að í Mið-Afríku væri HlV-sýking og alnæmi búin að fá uggvænlega mikla útbreiðslu og margir fræði- menn töldu, að alnæmisfarsótt hefði gosið upp í Mið-afríku áður en sjúkdómsins var vart í öðrum hluta heims. Af þessum sökum öllum fóru vísindamenn að rannsaka afríska apa af ýmsum tegundum. Það var aðeins í villtum grænum öpum sem SlV-veiran var algeng (fannst í 30-70% tilfeila). Samt sem áður bera þessir apar engin merki alnæmis, og það er enn ráðgáta hvers vegna apaveiran SIV skaðar ófrjálsa macaque-apa frá Asíu, en gerir villtum grænum öpum í Afríku engan miska. Afr- ísku aparnir virðast hafa þróað með sér viðbrögð sem kæmi í veg fyrir að lífshættulegur sýkill ynni á þeim. í greininni segir ennfremur: Simpansar eru einu dýrin, sem á tilraunastofum verða sýkt með HIV, einangruðum úr alnæmis- sjúklingum. Samt sem áður virð- ist veiran ekki valda banvænum sjúkdómi í simpönsum eins og í fólki. Við veltum fyrir okkur, hvort verið gæti, að simpansar hefðu einhvern veginn áunnið sér viðnám gegn alnæmi-veirunni. Ef þeim hefur tekist það, getur ástæða þess verið sú, að þeir hafi fyrrum haft þróunarreynslu af einhverjum ættingjum HIV- ættingja, sem kynni að hafa verið forveri HIV í þróuninni?.“ Ekki er gott að vita hvort menn geta lesið af þessu þá huggun, að með tíð og tíma geti mannfólkið komið sér upp viðbrögðum sem gerir því mögulegt að lifa með alnæmisveirunni HIV. Hitt er vit- að, að í leitinni að uppruna HIV hefur fundist í Vestur-Aríku í mannfólki önnur veira, nú kölluð HIV-2 og er hún skyldari apa- veirunni SIV en HIV-1. Og rann- sóknir benda til þess að fólk í Vestur-Afríku, sem tekið hefur HIV-2 eigi mun síður hættu á að fá alnæmi en einstaklingur sem hefur fengið HIV-1. H.J. tók saman Tímarit Tíu ára afmæli sagna Sagnir, tímarit um söguleg efni, er komið út í tíunda sinn og er mjög til afmælisárgangsins vandað. Sagnir 10 eru, sem fyrri árgangar, afrakstur vinnu sagn- fræðinema við Háskóla íslands og ber starf þeirra vitni um þá grósku sem er í sagnfræði hér á landi. í tilefni 10 ára afmælis Sagna er birt flokkuð skrá yfir efni blaðs- ins frá upphafi. Þar má sjá hinar ýmsu rannsóknir á viðfangsefn- um sögunnar, enda hafa sagn - fræðinemar fjölbreytt áhugasvið og eru frumlegir í verkefnavali. Sagnfræðingar hafa í æ ríkari mæli tekið að rannsaka viðhorf manna til umhverfisins og hvern- ig forfeður okkar upplifðu sam- tíma sinn. Voru þeir sáttir við fyrirsjáanlegar breytingar, eða reyndu þeir að hamla á móti þeim? í Sögnum í ár er afstaða til margskonar málaflokka athug- uð. Sagnir er tímarit þar sem mikill metnaður er lagður í að miðla sagnfræðilegum fróðleik á að- gengilegan hátt til hins almenna lesanda. Þeir sem áhuga hafa á að gerast áskrifendur og fá fyrri árganga er bent á að snúa sér til Félags sagnf- ræðinema pósthólf 7182, 127 Reykjavík. Sagnir fást í lausasölu í helstu bókaverslunum og hjá Sögufé- laginu Garðastræti 13 b. 30 íslenskir rithöfundar Þetta em verstu ólög r | gær var sagt hér í blaðinu frá ýfírlýsingu þrjátíu (ekki tut- tugu eins og misritaðist í fréttinni) íslenskra rithöfunda um nýfelld- an dóm yfír Halli Magnússyni blaðamanni. Hér fer á eftir texti yfírlýsingarinnar í heilu lagi: Þann 20. júní síðastliðinn var felldur í Sakadómi Reykjavíkur dómur yfir Halli Magnússyni blaðamanni, vegna skrifa hans um framkvæmdir í Viðeyjar- kirkjugarði. Dómurinn var kveð- inn upp á grundvelli 108. greinar hegningarlaga, sem virðist til þess fallin að forða embættis- mönnum frá gagnrýni, réttri sem rangri. í tengslum við umrætt mál hefur vararíkissaksóknari boðað að þessari grein skuli nú í fram- tíðinni beitt í ríkari mæli. í tilefni af þessu viljum við undirritaðir íslensir rithöfundar lýsa því yfir að við teljum þetta ákvæði hegningarlaganna vera hin verstu dlög, og alls ekki sam- rýmast nútímakröfum um mannréttindi oig tjáningarfrelsi. Jafnframt því sem við mótmæl- um svo hættulegri atlögu að mál- frelsi sem téður dómur er, skorðum við á Alþingismenn að sjá svo um að þessi lagagrein verði felld úr gildi. Miðvikudagur 28. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.