Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 11
I DAG LESANDI Fæ útrás fyrir sljómmálin heima Hvað ertu að gera núna, Guð- rún? „Núna nota ég tíma minn í að sinna fjölskyldu og heimili og síð- ustu daga hef ég verið að ganga frá sölu á fyrirtækinu mínu sem ég hef rekið undanfarin ár.“ Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? „Pá var ég framkvæmdastjóri Póstmannafélags fslands og var ásamt öðru góðu fólki að vinna að bættum kjörum póstmanna á íslandi. Og þar að auki, eins og ég er að gera í dag, að sinna fjöl- skyldu og heimili.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ætli ég hafi ekki verið eins og aðrar stelpur á þeim tíma, eina stundina ætlaði ég að verða hjúkrunarkona en hina hár- greiðslukona. Svo hefur hug- myndin um að giftast og eiga börn verið til staðar. Ég man ekki eftir neinu sérstöku sem ég stefndi að sem krakki. Og það má kannski segja að ég sé enn að velta fyrir mér hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, því ég er nýbúin að selja fyrirtækið mitt og er á leiðinni út á vinnumarkaðinn aftur.“ Hver er uppáhaldstónlistin þín? „Það er léttklassísk músfk. Mozart er í miklu uppáhaldi.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Ég les mikið og svo hef ég óskaplega gaman af handavinnu, hef nú haft prjónaskap fyrir vinnu undanfarið. Svo sauma ég talsvert og sauma flest öll föt á sjálfa mig. Síðan fer ég í göngu- ferðir og á skíði." Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég var að ljúka við alveg ynd- islega bók sem heitir „Her mot- her‘s daughter" eftir Marlyn French. Sú bók spannar ævi þriggja kynslóða og eins og aðrar bækur Marlyn French er hún svo sönn, manni finnst maður þekkja sjálfan sig, mömmu sína, ættingja og vini á hverri síðu. Þetta er heillandi saga sem nær yfir langt tímabil og þær breytingar sem verða á högum kvenna, en engu að síður eru það alltaf sömu vandamálin sem við er að stríða. Hún er alltaf að fjalla um sam- skipti karla og kvenna. Þetta er yndisleg bók.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu? „Undanfarin ár hef ég unnið svo mikið og haft svo lítinn tíma til alls sem mig langar að gera, þannig að ég hef haft þá reglu að ég les aldrei nema eina bók í einu. Og þá les ég í rúminu þá bók, sem ég er að lesa í það og það skiptið. En stundum tek ég með mér blöðin, sérstaklega greinar sem ég hef lagt til hliðar og ætlað að lesa betur.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ég hef nú velt þessari töluvert fyrir mér, því ég hef svo oft séð hana lagða fyrir fólk. Mér hefur sýnst flestir svara því til að þeir myndu taka biblíuna, og ég er ekki frá því að ég myndi gera það líka, þó svo að þetta sé orðið nokkuð klassískt svar.“ Hver var uppáhalds barnabók- in þín? „Ætli það hafi ekki verið „Heiða“ og svo hafði ég líka mjög gaman af Pollýönnu.“ Hvaða dýr kanntu best við? „Ég þekki nú hunda langbest og myndi taka þá fram yfir önnur dýr.“ Hvað óttastu mest? „Ég held að ég óttist mest að eitthvað fari úr böndunum hjá ráðamönnum heimsins og að þeir kunni ekki að stjórna bví sem þeim er falið þannig að pað yrði k j arnorkustyr j öld. “ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Ég hef kosið Alþýðubanda- eins dýrara, en það endist lengur og betur.“ Hvað borðarðu aidrei? „Ég man ekki eftir neinu sem ég borða aldrei. Ég er meira að segja mjög fíkin í að prófa eitthvað nýtt og ég held að ég hafni engum mat.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Af þeim stöðum sem ég hef komið til held ég að ég myndi heillast af Ítalíu. En mig langar samt alls ekkert að búa þar. Til skemmri dvalar finnst mér Ítalía yndislegur staður, hvort sem maður skoðar stórborgina Róm eða minni bæi.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „í flugvél og í stórum lang- ferðabflum. Það er svo fallegt út- sýni í langferðabflum. Hverju myndirðu svara ef þú yrðir beðin um að verða forsætis- ráðherra? „Það væri nú vissulega freistandi að konu yrði boðið að takast á við þetta vandasama verk, væri tími til kominn." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Ef við náum tökum á efna- hagsvandanum, þá myndi ég vilja fylgja því með að hér sætu réttir aðilar við stjórn, það yrði jafnræði meðal þegnanna og þeir sætu við svipað borð hvað snertir laun og annan jöfnuð. Það yrði það velferðarkerfi sem við ósk- um, gott mennta- og heilbrigðis- kerfi." Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvað sé það ánægjulegasta sem ég hef gert á árinu.“ Hvað er það ánægjulegasta sem þú hefur gert á árinu, Guð- rún? „Það var þegar ég fékk að halda á barnabarni mínu og al- nöfnu undir skírn á sumardaginn fyrsta.“ ns. VIKUNNAR lagið svo lengi sem ég man, en einhvern tíma endur fyrir löngu kaus ég Hannibal. Ég hef aftur á móti aldrei kosið Sjálfstæðis- flokkinn." Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Það er svo mikil stjórnmála- umræða hérna á heimiíinu að ég fæ alveg útrás fyrir allt slíkt heima hjá mér, þannig að ég held ég vilji ekki skamma einn einasta." Er eitthvað sem þú ætlar ekki að missa af í bíó? „Ekki núna. Ég er búin að sjá allar myndir sem mig langar að sjá. Við erum geysilegt bíófólk og ef við höfum stund þá skreppum við í bíó.“ Er eitthvað í sjónvarpi sem þú missir ekki af? „Fréttir. Ég horfi á fréttir bæði á stöð 1 og 2. En í útvarpi? „Já, ég hlusta mikið á útvarp, byrja á morgunútvarpinu og svo hádegis- og kvöldfréttir. Svo er ég dálítið veik fyrir Þjóðarsál- inni“ Hvernig myndirðu leysa efna- hagsvandann? „Ég myndi fyrst taka á atvinnu- málum þjóðarinnar, gera upp- stokkun í landbúnaði og sj ávarút- vegi. Svo myndi ég taka banka- starfsemina til endurskoðunar og breyta fjárfestingakerfinu. Ég held að þetta séu þeir grundvall- arþættir sem þarf að taka á, ef við ætlum að leysa vandann." Hvaða kaflitegund notarðu? „Ég nota Merrild. Það er að- Guðrún K. Þorbergsdóttir, fyrrverandi verslunareigandi þJÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Hörð loftorrusta milli japanskra og sovéskra flugvéla, Japanir missa 25 vélar. 100 fulltrúar sitja stórstúku- þing. 59 undirstúkur og 48 barnastúk- ur starfandi í landinu. Reglan telur nú 9403 félaga. Síldarvonir hafa brugð- ist. Enginsíldígær. 28.JUNI miðvikudagur í tíundu viku sumars. 179dagurársins. Sólkemuruppí . Reykjavík kl. 03.00 og sest kl. 24.01. VIÐBURÐIR Björn Jónsson á Skarðsá dáinn 1655. Fæddur Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld, 1847. Vinslit Stalíns og Títós 1948. Dáinn Guðmundur Skarphéðinsson for- maður Verkalýðsfélags Siglufjarðar 1932. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 16.-22. júní er í Borgar Apóteki og Reykjavíkur Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........simi 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............sími 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vaktvirka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 ogeftirsamkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsu verndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvad fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, slmi 21500, símsvari. Sjálfsh jálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Siminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriöjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimm'udögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 26. júní 1989 kl. 9.15. \ \ Sala Bandaríkjadollar........ 58,28000 Sterlingsþund........... 90,65500 Kanadadollar............ 48,78400 Dönsk króna.............. 7,67600 Norskkróna............... 8,19520 Sænskkróna............... 8,81430 Finnsktmark............. 13,33030 Franskurfranki........... 8,80690 Belgískurfranki......... 1,42830 Svissn.franki........... 34.84600 Holl. gyllini........... 26,52530 V.-þýskt mark........... 29,88330 ftölsk líra............. 0,04123 Austurr. sch............ 4,24700 Portúg. escudo.......... 0,35700 Spánskurpeseti.......... 0,46770 Japansktyen.............. 0,41615 Irsktpund............... 79,67200 KROSSGATA Lárétt: 1 dysja4galdur 6 hvassviðri 7 tottaði 9 styrkja 12 hljóðfæri 14 tímabil15mathák16 reikar19yndi20gljúf- urs21 bor ; Lóðrétt: 1 stilla 3 hijóði 4hristi5slæm7kipp- korn 8 furða 10 fallegir 11 vélast 1S1ikt 17 fljót- : ið18bleytu Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 þrár4ýtar6 oft 7 viss 9 tóma 12 vit- ur 14 nía 15 eld 16 lágri 19unun20æðri21 riðla Lóðrétt: 2 rói 3 rosi 4 ýttu 5 aum 7 vingul 8 svalur10óreiða11 andlit 13tóg 17áni 18 ræl Miðvikudagur 28. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.