Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 29. júní 1989 113. tölublað 54. árgangur Hagvirki Lífeyrisiðgjöld í vanskilum 30 miljóna skuld við lífeyrissjóðifjögurra stéttarfélaga. Lífeyrissjóðsgreiðslur í vanskilum allt að hálft annað ár aftur. Stéttarfélög hóta innheimtuaðgerðum. Hagvirki daufheyristþráttfyrir frest Hagvirki skuldar lífeyrissjóð- um tugi miljóna króna auk þess sem fyrirtækið skuldar verkalýðsfélögum félagsgjöld og gjöld í sjúkra- og orlofssjóði. Þessar skuldir ná allt að einu og hálfu ári aftur í tímann. Samtals skuldar fyrirtækið um 30 miljón- ir króna í lífeyrissjóði fjögurra verkalýðsfélaga í Reykjavík og Hafnarfírði og er Þjóðviljanum kunnugt um að þessi félög hafi komið saman í þessari viku til skrafs og ráðagerða og kanna hvort rétt sé að fara í sameigin- legar innheimtuaðgerðir. Hjá Félagi byggingariðnaðar- manna í Hafnarfirði fengust þær upplýsingar að Hagvirki skuldaði félaginu öll opinber gjöld frá síð- Þegar sólin skín kætast ungir sem gamlir og komast í sólarskap. vætutíðar. Annað gat ekki glöggt „smartaugað" greint í miðbæ Blómarósir gerast léttklæddar og ungir sveinar varpa af sér drunga Reykjavíkur í gær. Ljósm.: Jim Smart. Tekjukóngar ríkisins 303 miljónir til 100 manna Arslaun 100 einstaklinga hjá ríkijafngilda árslaunum 550 „sóknarkvenna“. Hópinn fyllaháembœttismenn úrstjórnsýslu, lœknar og einstaka stjórnmálamaður Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins þágu hundrað tekjuhæstu einstak- lingar í störfum hjá ríkinu á síð- asta ári í laun um 303 miljónir króna. Það jafngildir því að hver um sig hafí haft rúmar þrjár milj- ónir í árslaun, eða ríflega þreföld laun miðlungs aflamanns í kenn- arastétt og um fímmföld laun ,rsóknarkonu“. Flokk þeirra tekjuhæstu fylla forsvarsmenn opinberra fyrir- tækja, embættismenn úr stjórnsýslukerfi, læknar, ein- staka stjórnmálamaður, einn framhaldsskólakennari og að- stoðarskólameistari og forseti lýðveldisins. Að meðaltali höfðu sex skrif- stofustjórar í þjónustu ríkisins hæst árslaun eða ríflega þrjár og hálfa miljón króna að meðaltali hver. Aðrir sem fylla flokk þeirra sem höfðu meira en þrjár miljón- ir að meðaltali er einn framhalds- skólakennari, tveir sendiherrar, sjö ráðuneytisstjórar, efna- hagsráðgjafi síðustu ríkisstjórn- ar, tveir prófessorar, sjö yfir- læknar sem einnig eru prófessor- ar, tíu yfirlæknar, 16 sjúkrahús - læknar, 20 yfirmenn ríkisstofn- ana, 15 flugumferðarstjórar, flugstjórar og flugvirkjar, fjórir yfirverkfræðingar eða tæknifræð- ingar og fimm yfirmenn löggæslu og dómarar. Fjórir einstaklingar ná ekki að fylla þriggja miljón króna flokk- inn, en það er forseti fslands, þá- verandi forsætisráðherra, alþing- ismaður sem einnig er hgskóla- kennari og aiðstoðarskólameist - ari. Þessir allir eru með ár- stekjur á síðasfa ári rétt innan við þrjár miljónir. Athygli ber að vekja á því að hér er um meðaltalstölur að ræða fyrir hvern flokk starfsheita, þannig að laun einstaklinga innan hvers flokks um sig geta verið mismunandi, - hærri eða lægri. Þá er rétt að ítreka að inn í árs- launum lækna eru teknar með greiðslur frá Tryggingastofnun, en þær eru reiknaðar til helminga sem laun og kostnaður. Til marks um stærðargráðu þessara launagreiðslna til tekju- kónga ríkisins má geta þess að launagreiðslurnar í heild eru tæp- lega þrisvar sinnum hærri en framlög ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum síðasta árs til samans til Þjóðminjasafnsins, Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Landsbóka- safnsins, Vísindasjóðs og Menn- ingarsjóðs, um helmingi hærri heldur en framlög til Landgræðsl- unnar og Skógræktarinnar og sama upphæð og Framkvæmda- sjóður lánaði til fiskeldis á síðasta ári. -rk ustu áramótum. 13. júní sl. sendi félagið fyrirtækinu bréf þar sem krafist var greiðslu á þessum skuldum fyrir 21. þessa mánaðar, ella yrði farið með skuldina í inn- heimtu. Enn hefur ekkert svar borist frá Hagvirki þó rúm vika sé síðan fresturinn rann út. „Ég lýsi furðu minni á þeirri óráðsíu sem virðist ríkja í fyrir- tækinu hvað varðar skil á greiðslum sem Hagvirki hefur tekið af sínu starfsfólki," sagði Gretar Þorleifsson, formaður Fé- lags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Grétar sagði að fyrirtækið hefði alltaf trassað að standa skil af gjöldum til félagsins og sagði það nær einsdæmi af fyrirtæki af þessari stærðargráðu. „Svona framkoma varðar við refsilöggjöf því þetta er hreinn og klár þjófnaður þar sem hér er um að ræða fé starfsfólksins og því gjörsamlega ótæk framkoma," sagði Grétar. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur staðfesti í samtali við Þjóðviljann að ekki væri allt með felldu varð- andi skil Hagvirkis á greiðslum á lögboðnum gjöldum til félagsins. „Þessi mál mættu vera í betra á - sigkomulagi hvað Hagvirki varðar og reyndar fleiri. Eg get aðeins sagt það að málið er ekki enn komið í hendur á lögfræðingum,“ sagði Gretar, en um 40 félags- menn TR vinna hjá Hagvirki. -rk/sáf Fornleifar Fundinn írski bmnnur í gær fann eldri maður, upp alinn á Hellissandi, Sæmundur Magnússon, svonefndan írska brunn, sem menn höfðu sagnir um að væri í landi Gufuskála. Eldra fólk taldi sig muna eftir þessum týnda brunni og sextán tröppum niður í hann og stórt hvalbein yfir. Hans hefur oft ver- ið leitað - meðal annars gerði sá mæti fræðimaður Lúðvík Krist- jánsson leit að honum - en án ár- angurs. En á þriðjudag gengur Sæ- mundúr sem fyrr frá segir að stað skammt vestur af gamla bæjar- stæðinu á Gufuskála og segir: Hér er írski brunnur! Gekk það eftir - þegar farið var að grafa ofan af fundu menn hvalbeinið. Ýmis örnefni önnur tengd írum eru þar um slóðir og hafa þótt bera vitni fornri búsetu Papa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.