Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Innheimta söluskatts Eitt er þaö sem almenningur kvartar einna mest yfir í hvunndagsumræöu um landsmál og þaö er þetta: hve vel „sumir“ sleppa viö innheimtu á ýmsum sköttum og skyldum. Mönnum finnst það eitt beiskasta misrétti sem þeim er gert aö smakka á, aö þeir sjálfir hljóta aö greiöa skatta skilvíslega meöan aörir, og þá fyrst og fremst ýmsir þeir sem landið eöa fyrirtækin eiga, komast upp meö aö draga lappirnar í skatt- greiöslum meö ýmsum ráöum, ef þá ekki beinlínis skjóta sér undan ábyrgö og skila í sameiginlega sjóöi okkar allra ekki einu sinni þeim peningum sem þeir hafa þegar innheimt af neytendum meö söluskatti. Fyrr og síöar hafa fjármálaráðherrar veriö kraföir sagna um það, hvað og hvenær þeir ætluðu aö gera eitthvaö í málinu eins og þaö heitir. En menn hafa lengi beöiö eftir svörum við þeirri spurningu. Til dæmis aö taka: næstliöin fjögur ár fór Sjálfstæðisflokkurinn meö embætti fjármálaráð- herra og þar meö yfirstjórn skattheimtu. Ekki uröu menn varir við það að ráðherrar flokksins þyröu að æmta eða skræmta yfir vanskilum á söluskatti. Veit enginn til þess að þeir hafi blakaö auga til aö framfylgja þeim lögum og reglu- geröum sem til eru og eiga að aö tryggja þá skattheimtu; sem er í rauninni mikilvæg forsenda fyrir því aö þegnum landsins finnist þeir sitja við sama borð. Þegar nú Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra brýt- ur blaö í skattasögu og heröir innheimtu á söluskatti svo sem lög vilja og leyfa, þá hefja hægriblööin og formaður Sjálf- stæöisflokksins upp skaöræðisvein. DV segir aö ráöherra taki lögin í sínar hendur og beiti þvingunum og lögreglu „til aö koma umfangsmikilli starfsemi á kné“ - og verður ekki betur séö en þetta sé gert af illmennsku einberri. Þorsteinn Pálsson heimtar aö slíkur fjármálaráöherra sé rekinn. Deilur um lagaflækjur er tengjast söluskatti hjá einstökum fyrir- tækjum eru svo notaöar til aö reyna að eyðileggja þarflegt og löngu tímabært framtak í skattheimtu í almenningsálitinu. Það hefur ekki tekist. Þaö var vafalaust skynsamlegt viö- bragð í stöðunni sem upp var komin að opna aftur hjá fyrirtæki eins og Hagvirki - blátt áfram vegna þess aö vita- skuld vilja menn í lengstu lög komast hjá því aö flókinn ágreiningur um tiltekin skattheimtumál bitni á starfsfólki sem ekki hefur til saka unnið. Og almenningur kann vafalaust vel aö meta bæöi þaö, aö horfið er frá því ráðleysi sem einkenn- di ráðsmennsku Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu - og svo þaö aö framtak fjármálaráöherra og hans manna skilar greinilega árangri. Eins og fram kom í fréttum í gær: fyrstu vikuna innheimtust 205 miljónir króna en 48 miljónir í vikunni áöur en aðgerðir hófust - innheimta eins mánudags stökk úr 1,6 miljónum í 22 miljónir. Lokað var hjá 198 fyrir- tækjum fyrstu viku aðgerðanna en 142 þeirra hafa verið opnuð á ný. Þetta eru vitanlega mjög jákvæð umskipti. Þegar ritstjóri DV, fyrrum þingmaður Sjálfstæöisflokksins, hamaðist sem mest gegn framtaki fjármálaráðherra í leiöara á mánudaginn var sagði hann m.a. sem svo: „Sumir fjár- málaráðherrar hafa litiö á sig sem þjóna fólksins og nýtt sér vald sitt til aö veita almenningi og fyrirtækjum undanþágur gagnvart valdboöi og einstrengingslegum reglugerðum". Hér kemur skýrar fram en víðast hvar annarsstaðar söknuð- ur Sjálfstæðisflokksins eftir hinum Ijúfu fyrirgreiöslutímum þegar „okkar maður" veitir undanþágur frá „reglugerðum" - eins og þeim sem eiga að tryggja að hver og einn leggi sitt af mörkum til sameiginlegra þarfa. Þeir tímar eru nú liönir - og koma vonandi ekki aftur. ÁB KLIPPT OG SKORIÐ Standa ekki í friðarstykkinu Elín G. Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Kvennalistans, skrifar kjallaragrein í DV í fyrradag sem nefnist „Mæður sameinumst gegn mengun, hermangi og kjarnorkuvá". Adrepu sína byrj- ar hún á ágætu skoti á ríkisstjórn- ina og þá flokka sem í henni sitja fyrir það, að þeir skuli ekki standa í sínu friðarstykki. Um leið og ráðherrar mæli margt fal- lega um afvopnun og friðarvið- leitni leyfi þeir umfangsmiklar heræfingar Bandaríkjamanna hér á landi. Skotið er vissulega ekki út í bláinn og hafa nokkur svipuð reyndar komið héðan úr Þjóðviljanum eins og sjálfsagt er. Leikið tveim skjöldum? Elín G. Ólafsdóttir beinir, í nánari útfærslu, ádrepu sinni einkum til Alþýðubandalagsiná. Ástæðan er sú, að sá yfirlýsti her- stöðvaandstöðuflokkur situr í ríkisstjórn sem heræfingar leyfir. Og um leið flytur einn af fulltrú- um Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn Reykjavíkur tillögu um friðlýsingu Reykjavíkurhafnar fyrir kjarnaknúnum skipum og herskipum með kjarnavopn. Þetta finnst Eiínu G. Ólafsdóttur mikil ósamkvæmni og segir að Alþýðubandalaginu hefði verið nær að beita sér innan ríkisstjórn- arinnar gegn heræfingunum. Skoðum þetta betur. Ásökun Elínar um ósam- kvæmni er skiljanleg en ekki endilega pottþétt. Alþýðubanda- lagið hefur sem betur fer verið sjálfu sér samkvæmt í áróðurs- stríði, upplýsingastríði og tillögu- stríði um kjarnorkuvopnalaust ísland - hvort sem um var að ræða að ganga eftir því að herstöðin sjálf væri kjarnorkuvopnalaus eða þá herskip í Reykjavíkur- höfn. (Hér er um að ræða þá langvinnu glímu sem margir þekkja við þá „þokustefnu“ bandarískra hernaðaryfirvalda að vilja hvorki játa né neita fyrir- spurnum um staðsetningu kjarn- orkuvopna). Heræfingarnar á Miðnesheiði eru svosem lítt til fagnaðar, en þær eru þó ekki kjarnorkuvá. Hvað er mögulegt í politík Ekki vitum við betur en þing- menn og ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafi mótmælt her- æfingunum og viljað fá þær út úr heiminum. Var því ekki til svarað að þær hefðu verið ákveðnar og samningsbundnar fyrir löngu? Hvernig sem það var: „að beita sér innan ríkisstjórnarinnar“ með róttækari hætti en gert var í þessu máli hefði þá væntanlega þýtt að hóta að slíta stjórnarsamstarfinu vegna heræfinganna. Það var reyndar ekki gert. Og þá geta menn spurt sig að því hvort þeir vilji taka undir þann dóm Elínar G. Ólafsdóttur í fyrrnefndri grein að þar með hafi ráðherrar Al- þýðubandalagsins verið að „selja sannfæringu sína og lífstrú fyrir baunadisk". Grein Elínar G. Ólafsdóttur tekur þá stefnu að taka á sinn hátt undir boðskap ástralska friðar- sinnans Helen Caldicott, sem tel- ur að eftir að karlar og þeirra flokkar hafa brugðist í friðarmál- um séu konur og þeirra samstaða eina von mannkynsins. Elín segir m.a. að Kvennalistinn taki undir orð hennar og skori á allar konur að gera slíkt hið sama. Gott og vel. Þá væri ekki úr vegi að spyrja Kvennalistakonur sem svo: ef þið gerið tilkall til forystu í íslenskri þátttöku í því að „snúa mannkyninu af tortímingar- braut“ - þýðir það þá, að þið vilj- ið gera það að ótvíræðu stefnu- skrármáli að herinn amríski skuli burt héðan? Hefur Kvennalistinn haft uppi slíkar kröfur í við- ræðum sem hann hefur tekið þátt í um stjórnarmyndun? Er Kvennalistinn reiðubúinn til að láta herstöðvarmál ráða úrslitum um afstöðu sína til stjórnarþátt- töku? Hvai vill ákærandinn? Mig minnir að þegar slíkar spurningar voru uppi hafðar áður hafi Kvennalistakonur svarað sem svo, að þær vildu reka þessi mál á öðrum forsendum en flokk- arnir hefðu gert til þessa. En það var því miður heldur óljóst hvað það þýddi í raun og veru - annað en að Kvennalistakonur hefðu andúð á hernaðarbrölti hvers- konar, sem enginn efast um að þær hafi. Þegar t.d. Alþýðu- bandalagið er sakað um tvöfeldni vegna þess að það sitji í ríkis- stjórn þrátt fyrir yfirlýsta and- stöðu við herstöðvapólitíkina, þá finnst manni tími til kominn að ákærandinn svari því skýrt, hvað hann telji sína hreyfingu eiga að gera í svipaðri stöðu. Allir vita að í samsteypustjórnum fær enginn allt fram sem hann vill - menn geta kallað þá málamiðlun „að selja sig fyrir baunadisk" ef vill (og gera það venjulega í stjórnar- andstöðu) - en engin pólitísk hreyfing sem á sér fylgi til lang- frama losnar við þann höfuðverk að þurfa að meta saman plúsa og mínusa í málefnaskrá mögulegrar ríkisstjórnar. Nema hún þá vilji lýsa því yfir í hreinskiptni að það sé alls ekki hlutverk hennar að taka þátt í ríkisstjórn - sem getur verið fyllilega virðingarverð af- staða, einkum ef við hana er kannast. Enn eitt: í grein sinni heldur Elín G. Ólafsdóttir því fram að Alþýðubandalagið hafi „aldrei beitt sér í raun gegn hermangi á íslandi þegar það hefur verið í að- stöðu til þess í ríkisstjórn." Þetta er sem betur fer rangt. Alþýðu- bandalagið hefur í ríkisstjórnar- samstarfi beitt sér gegn auknum umsvifum hersins og lokað fyrir nýjar hernaðarframkvæmdir. Þess ber að geta sem gert er. Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórl: Árni Bergmann. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), ÞorfinnurÓmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvœmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðlr: Erla Lárusdóttir Útbrelftslu-og afgreiðslustjóri: Ðjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síftumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausaaölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaö: 140 kr. Áskrlftarverð á mánuðl: 1000 kr. 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. júnf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.