Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR ✓ Ahrif Evrópu- bandalagsins eftir stofnun „innri- markaðar“ Gæði matvæla munu rýrna, stefnan í umhverfismálum mun taka mið af þeim ríkjum sem minnstar kröfur gera um umhverfisvemd, einstök ríki fá ekki að gera vel við flótta- menn og innflytjendur þótt þau vildu. Þetta og margt fleira kemur fram í yfirliti því sem hér birtist um áhrif „innri markaðar" Evr- ópubandalagsins og Jón Gunnarsson lektor hefurtekið saman. Samantektin byggir á plaggi frá hópi efasemdar- manna á Evrópuþingi (GRA- EL). Annar kafli úr plagginu birtist hér í blaðinu á fimmtudaginn var. framfylgt nokkurri þeirri stefnu í orkumálum, sem er samræman- leg fullbúinni löggjöf um um- hverfisnefnd. Áhrifin á samgöngur Afnám hafta er einnig megin- viðmiðun hér (og fer þetta nú að verða nokkuð tuggukennt). Af- nema skal hagræðissamsteypur flugfélaganna og flutningabfla- kvóta fyrir árslok 1992. í kjölfar- ið ætti samkeppnin að harðna. Það verður ódýrara að fljúga, og án efa eru það góð tíðindi fyrir vel birga viðskiptavini og fésýslu- menn, en naumast jafngóð frétt að því er varðar umhverfismál. Flutningar með vörubflum verða einnig ódýrari þegar samkeppnin vex. Verði ekki spornað við með neinum hætti, verður meiri varn- ingur fluttur um vegi en með járnbrautarlestum eða skipum. Frá sjónarmiði umhverfisvernd- unar er þetta vitaskuld ekki hin rétta stefna. Fremur þveröfugt. samvinnu. Verulegur ágreining- ur hefur risið af tillögum slíkra „klúbba“, jafnt í Framkvæmda- nefndinni sem í öllum stjórn- málahópum á Evrópuþinginu. Áhrifin á innf lytjendur og flóttamenn Afnám landamæragæslu innan EB hefur gert enn sárari vanda þann, sem snýr að innflytjendum og þeim, sem leita hælis sem flóttamenn. Að öðru jöfnu ættu innflytjendur frá öðrum ríkjum, sem eiga heimili sitt og starf innan EB, að njóta góðs af af- námi innri landamæra, rétt eins og borgarar í aðildarríkjunum. En stjórnmálaþróunin nú lofar ekki góðu að því er varðar þær 17 miljónir innflytjenda, sem nú eiga heima í löndum Evrópu- bandalagsins. Það eru aðeins örfá aðildarríki, sem líta svo á, að þessi „Evrópa alþýðunnar“ skuli einnig ná til innflytjenda. Yfirgnæfandi Erfiðar verður að vemda umhverfi sem og mannréttindi innflytjenda Gæði matvæla munu rýrna eftir því sem hraðinn eykst við hagræðingu matvælaframleiðslu og samræmingu staðla. f löndum innri markaðarins er hvarvetna unnið að aukinni hátæknivæð- ingu landbúnaðar. Það mun aftur leiða til þess að lands- og héraða- bundnir markaðir verða lagðir af. Ofan á bætist að við stórum land- búnaðarhéruðum blasir mann- flótti og auðn vegna þessarar stefnu. Um ágreiningsmál, eins og t.d. það, hvort hleypa skuli lífverum, búnum til á rannsóknarstofum, út í náttúruna, verður nú úr- skurðað af stjórn Evrópubanda - lagsins, þai eð ákvarðanataka ein- stakra ríkja skiptir naumast nokkru máli lengur eftir að öll innri landamæri hafa verið numin burt. Áhrifin á umhverfið Hætta er á að umhverfismál hljóti áþekka afgreiðslu og fé- lagsmálin. Hin síðarnefndu vekja vitaskuld meiri ugg, þar sem hluti þeirra í framleiðslukostnaði er oft á bilinu 30-50%. Atriði, sem varða umhverfismál, ná hins veg- ar sjaldnast meira en 10% af framleiðslukostnaði. Iðnaðarfyrirtæki geta engu að síður sniðgengið hin harðari ákvæði í umhverfislöggjöf norð- lægari EB-ríkja með því að flytja starfsemi sína til suðlægari svæða, þar sem löggjöf veitir þeim lítið aðhald. Vegna aukinn- ar samkeppni má vitaskuld greina ákveðinn þrýsting innan EB í þá veru að samræma löggjöf í umhverfismálum, en stefnu- mótun EB á því sviði er harla skammt á veg komin. Svo lengi sem einróma samþykkta er kraf- ist í Umhverfismálaráði EB, mun stefna EB þróast ámóta hratt og stefna þess ríkis, sem kýs að fara sér hægast hverju sinni. Vita- skuld geta aðildarríki með stranga umhverfislöggjöf ekki beðið svo lengi (og eiga ekki að gera það). Það er staðfestu Dan- merkur í Umhverfismálaráðinu að þakka, að ráðið heimilar nú einstökum aðildarrfkjum að setja sér strangarí löggjöf í þessum málum innan eigin landamæra. En engu að síður þrýsta vinnu- r veitendur í norðlægari aðildar- ríkjunum á um það að slaka á kröfunum, þar sem umhver- fislöggjöf er þróuðust (einkum Danmörku, Hollandi og Vestur- Þýskalandi). Þeir segja, að slík löggjöf veiki samkeppnisstöðu þeirra og hafa í hótunum: „Við verðum þá að flytja okkur suðúr eftir“. Ahrif á orkumál Tilslakanir á orkumarkaði við lok ársins 1992 verða umhverfinu til verulegrar ógnar. Þá verður t.d. unnt að flytja út „ódýrt“ raf- magn frá frönskum kjarnorku- verum til Vestur-Þýskalands. Þá stefnu Þjóðverja að veita kola- námi og kolaiðnaði opinberan styrk, verður þá torveldara að verja. Öll höft skulu numin af orku- mörkuðum við árslok 1992. Eftir það verða opinberar styrkveit- ingar bannaðar. Samkeppni um ólíka orkugjafa á markaði mun þá ráðast af verðlaginu einu og innri landamæri EB verða ekki lengur til hindrunar. í Cecchini- skýrslunni er gert ráð fyrir að kol muni þá verða 50% ódýrari í Vestur-Þýskalandi. Nú afmarkast orkumarkaðir af landamærum þjóðríkja og stefna einstakra ríkja ræður miklu um eðli þeirra og gerð. Auk þess eru til ófá stórfyrirtæki, sem lúta stjórn örfárra, eins og t.d. Shell og BP í Bretlandi og Hollandi. Að líkindum er hér að finna ástæðu þess að fjármálaráðherrar þessara ríkja reyna í sífellu að draga á langinn mótun sameigin- legrar orkustefnu, enda þótt þeir lofi að öðru leyti þá kosti, sem „1992“ muni hafa í för með sér. En Framkvæmdanefndin hef- ur, enn sem komið er, ekki einu sinni látið frá sér fara svo mikið sem drög að því, hvernig nema skuli höft af orkumarkaðnum. Og vitaskuld þarf fyrst að komast að niðurstöðum um samræmingu óbeinnar skattheimtu, vegna þess að í henni felst skýringin á hinu geysiólíka verðlagi á orku- gjöfum. Og eigi í alvöru að nema öll höft af orkumarkaðnum innan EB, er erfitt að sjá fyrir sér hvernig einstök aðildarríki geti Ahrif á hernaöarmál Almennt á það hér við að að- ildarríki Evrópubandalagsins geti keppt sín á milli um þær pant- anir, sem einstök varnarmála- ráðuneyti kunna að setja fram. Eins hefur verið ákveðið að beita þessari viðmiðun þegar um er að ræða framkvæmdir á almennings vegum. Hugarfarið, sem hér dylst að baki, er vafasamt; látið er sem vopnaframleiðsla sé leg- gjandi að jöfnu við hvern annan iðnað. Frakkland, Bretland, Þýska- land og Ítalía veita nú forgang eigin hergangaiðnaði. Smærri að- ildarríki kaupa vopnabúnað sinn einatt frá Bandaríkjunum. Hér á hið sama við og um orkumálin: Engin drög eða tillögur frá Fram- kvæmdanefndinni liggja fyrir enn. Vitaskuld hafa menn rætt um það í u.þ.b. tvö ár nú í hinum pólitísku „hemaðarklúbbum“ EB, hvernig nýta megi gögn og gæði Evrópubandalagsins betur til rannsókna á sviði hergagna- framleiðslu og til skipulagningar meirihluti aðildarríkja vill færa hin ströngu ákvæði um vega- bréfsáritun, sem nú gilda um borgara Tyrklands og ríkja Norður-Afríku yfir á borgara annarra ríkja utan EB. Mun væg- ari ákvæði mun gilda um borgara Norðurlanda. Þetta leiðir í Ijós, svo að ekki verður um villst, þá kynþáttafordóma sem eru kjarn- inn í þessari stefnu. Sé flótta- manni neitað um landvist í einu aðildarríki, er honum strax visað frá og synjað um hæli í hvaða öðru aðildarríki sem vera skal. Þetta atriði torveldar vitaskuld sérhverju aðildarríki að koma á framsæknari löggjöf um mál flóttamanna. Afnám innri landamæra hefur einnig í för með sér aukna sam- ræmingu og samvinnu í baráttu gegn hryðjuverkum og fíkniefna- sölu. Umburðarlynd löggjöf eins ríkis að því er varðar fíkniefni, eins og t.d. í Hollandi, sætir nú hörðum þrýstingi frá öðrum að- ildarríkjum, sem sett hafa mun strangari lög. Eftir 1992 verður það því undir hlutaðeigandi ráð- herra komið hverju sinni, hvort stætt reynist á slflcri umburðar- lyndri löggjöf. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.