Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Hefur veðrið áhrif á skapið hjá þér? Gunnar Gunnarsson sjómaöur: Já, já. Ef maður er úti í rigningu verður maður blautur og leiðin- legur, en líður betur í góðu veðri og hita. Guðrún Einarsdóttir myndlistamaður: Já það gerir það en ætti kannski ekki að gera það. Þetta land er eins og það er og ætti því ekki að koma manni á óvart veðurfars- lega. Maður á að nýta sér öll veður. Bjarni Gíslason stundakennari H.í: Mér finnst veðrið hafa frekar lítil áhrif á skapið í mér. Mikill hiti er samt óþægilegur. Dagmar Valdimarsdóttir starfsstúlka: Já, gott veður kemur mér í gott skap og það er þyngra yfir mér í vondu veðri. Jóhanna Finnbogadóttir húsmóðir: Ég verð öll miklu kátari þegar sól- in er á lofti og mig langar alltaf til að lesa í rigningu. þJÓÐVILIINN Fimmtudagur 29. júní 1989 113. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Vestmannaeyjabœr 70 ára Mikil hátíð og gleði Fjölbreytt afmælishátíð sem stendurfram á laugardag. Burtfluttir Eyjamenn þyrpast heim Vestmannaeyjabær á 70 ára af- mæli um þessar mundir og þessa dagana er í gangi hátíðar- dagskrá með fjölbreyttu efni. Hátíðin var sett á Stakkagerðis- túni sl. laugardag. Að sögn Arnaldar Bjarna- sonar bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum, hefur hátíðin tekist afar vel, margir góðir gestir komið til Eyja og þeim Eyjamönnum bor- ist margar gjafir í tilefni afmælis- ins. Á laugardeginum hafi verið Þá hefði verið opnuð sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur í til- efni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hennar. Vestmann- eyingar hefðu fengið í gjöf muni sem höfðu verið í eigu Júlíönu, svo sem vefstóll og íslenskur skautbúningur sem hún saumaði sjálf. Arnaldur sagði að þessa virku daga færðist allt í hversdagslegra horf, en sýningar eru margar í gangi og allar opnar. Þegar nær liði helgi tæki allt að glæðast á ný og lokapunktur afmælisvikunnar er næstkomandi laugardagur. Þá fer að færast fjör í leikinn, því margar popphljómsveitir munu troða upp. Þar koma fram Stuð- menn, Mezzoforte og Centaur og bæjarfulltrúar ætla að grilla ofan í svanga afmælisgesti. Þess má geta að í tilefni afmælisins hefur forlagið Fjölsýn endurútgefið Vestmannaeyjabær skömmu eftir aldamót, rétt áður en bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Ekki mjög líkur þeim bæ sem er í dag. Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús H. Johnsen, rithöfund og fyrrver- andi bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum. Bókin kom fyrst út árið 1946 en hefur verið ófáanleg í langan tíma. Að sögn Arnaldar hefur verið talsvert um að burtfluttir Eyja- menn hafi notað tækifærið og komið í heimsókn. Bærinn er því troðfullur af fólki, en Eyjamenn eru nú frægir fyrir flest annað en ógestrisni, og eru fúsir að taka á móti flestum þeim sem vilja koma í heimsókn. Fólk uppi á landi er hvatt til að notfæra sér þetta tilefni til að sækja Eyja- menn heim, og skoða merka sögu eyjunnar. ns. Lúðrasveitamót Sambands ís- lenskra lúðrasveita sem hafi prýtt mikið þennan setningardag og væru Eyjamenn lúðrasveitunum þakklátir. Síðastliðinn sunnudag kom forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir í heimsókn ásamt utan- ríkisráðherra og hans frú og voru að sögn Arnaldar sérstaklega heppin með veður, glampandi sól og hiti var þann daginn. Forset- inn vígði gróðurreit upp við Helgafellsrætur þar sem Eyja- menn eru að hefja ræktun ásamt Skógrækt ríkisins. Vigdís plant- aði þar þremur birkitrjám sem hún tileinkaði börnum í Vest- mannaeyjum og ókomnum kyn- slóðum. Þá plöntuðu bæjarfull- trúar hver sinni plöntunni og er hugmyndin að þeir geri það að árlegri athöfn. Eftir gróðursetninguna fór for- setinn að skoða hafnarsýningu og sagði Arnaldur að Vigdís hefði haft mjög gaman af því, vegna þess að þar eru teikningar eftir föður hennar, sem áður fyrr hafði starfað mikið við höfnina sem verkfræðingur. Enn í dag stæðu merkileg mannvirki við höfnina sem hann hefði átt þátt í að skapa, og þau hefðu valdið þátta- skilum varðandi brimvörn og þvíumlíkt. Þessi mynd er af bænum fyrir gos. Húsin fremst til vinstri fóru að mestu undir hraun, sem teygði sig yfir mikinn hluta bæjarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.