Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 5
_ Bankasameining Samið við auðvaldið Bullandi óánœgja innan verkalýðshreyfingarinnarmeð bankasameininguna ogþátt Alþýðubankans. Reglugerðum lífeyrissjóða verið breytt. Heimildfyrir kaupum á allt að 5% hlutafjárí fyrirtækjum Með þessari bankasameiningu er verið að semja grímulaust við helsta peningaauðvaldið hér- lendis og með því að taka þátt í þessum leik er verkalýðshreyfing- in komin heldur betur langt af sinni leið, sagði Elías Björnsson formaður sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. í gær var skrifað formlega undir kaupsamning ríkisins við Alþýðu-, Verslunar-, og Iðnað- arbanka á kaupum þeirra á Út- vegsbankanum. Innan verkalýðs- hreyfingarsinnar er bullandi óá- nægja með bankakaupin og fyrir- hugaða sameiningu þessara banka. Finnst mörgum að Alþýð- ubankinn eigi ekki heima í félags- skap með þeim peningaöflum sem eru ráðandi í Iðnaðar- og Verslunarbanka. Athygli hefur vakið hin afdráttarlausa stuðn- ingsyfirlýsing sem formaður Dagsbrúnar hefur gefið banka- sameiningunni en jafnframt er vitað að innan stjórnar félagsins eru skiptar skoðanir um málið og eru margir í stjórninni á móti henni. Þá hefur Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýð- sfélagsins Jökuls líkt þessu við að ASÍ og VSÍ væru að sameinast í ein stór samtök. Jafnframt bendir Björn á þá staðreynd að þessi bankasameining brjóti alfarið í bága við stefnuyfirlýsingu ASÍ þess efnis að leita skuli samstarfs við samvinnuhreyfinguna varð- andi mál af þessu tagi. Svo virðist sem þungavigtar- menn innan verkalýðshreyfingar- innar hafi farið hamförum að undanförnu til að fá stjórnir hinna einstöku lífeyrissjóða til að breyta reglugerð þeirra þannig að eftirleiðis sé þeim heimilt að eignast allt að 5% í fyrirtækjum. Er leikurinn til þess gerður að líf- eyrissjóðirnir geti keypt hluta- bréf í hinum nýja banka. í dag er von á Ásmundi Stef- ánssyni forseta ASÍ til Vestmannaeyja til að fá forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar þar á band með bankasameining- unni. Ef að líkum lætur mun það ekki verða auðvelt viðureignar: - Ásmundur leitar uppi smáfugl- ana þegar hann þarf á okkur að halda en þess á milli heyrum við aldrei neitt frá honum, sagði Elías Björnsson. -grh Frá undirritun samninga um kaup bankanna þriggja á Útvegsbankanum á Kjarvalsstöðum í gær. Tekjukóngarnir Staðfesting á launamismun Ásmundur Stefánsson, ASÍ: Óeðlilega hár hluti skattteknanna rennur tilþröngs hóps manna. Launamismunurinn einnig meðal launamanna sjálfra að hlýtur að koma flatt upp á fólk hve margir í þjónustu ríkisins eru með hátt kaup - ótrú- lega há laun. Það rennur óeðli- lega stór hluti af skatttekjunum til fárra einstaklinga og þeirra starfa sem þeir sinna, sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bandsins við Þjóðviljann í gær í tilefni af framkomnum upplýs- ingum ijármálaráðuneytisins um að 100 einstaklingar í þjónustu rfldsins hefðu haft um eða yfir þrjár miljónir í árstekjur sl. ár, eða að jafnaði ríflega 250 þúsund krónur í mánaðarlaun. - Jafnframt kemur það ekki síður á óvart að tekjumismunur- inn í þjóðfélaginu er ekki bara hróplegur milli atvinnurekenda og launamanna, heldur meðal launamanna sjálfra, Ásmundur sagði að hins vegar væri erfitt að gera sér grein fyrir hvernig þessar tekjur væru til komnar - í 100 manna hópnum væru hópar sem ekki væri hægt að sjá í fljótu bragði að hefðu svo mikið umleikis hjá ríkinu vegna síns starfa að skýrðu út jafn háar tekjur og raun bæri vitni. í það minnsta gæfu launataxtarnir það ekki til kynna. Ásmundur sagði að líklegasta skýringin fyrir þessum himinháu launagreiðslum væru mjög um- fangsmikil nefndarstörf. - En þá vaknar spurning um það hvort slík nefndarstörf séu unnin utan vinnutíma eða koma þau niður á hinu fasta starfi viðkomandi. Ég get ekki betur séð af þessu en að ríkið standi að minnsta kosti jafnfætis almennum vinn- umarkaði hvað varðar launakjör yfirmanna, sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að æskilegt væri að upplýsingar sem þessar væru birtar reglulega og næðu til stærri hóps manna og sundur- greint væri hvernig tekjurnar væru til komnar. - Það hlýtur að vera gagnlegt fyrir alla að fá að rýna í slíkan pakka, sagði Ás- mundur. -rk Farmenn Sátta- fundur á mánudag? Yfirvinnubann á miðvikudag Búist er við að rikissáttasemj- ari boði til sáttafundar í deilu undirmanna á kaupskipum við viðsemjendur þeirra strax á mán- udag. Boðað yfirvinnubann á kaupskipum kemur til fram- kvæmda klukkan 17 á miðviku- dag 5. júlí. Formlega hefur þó deilunni ekki enn verið vísað til ríkissátta- semjara, en út af boðuðu yfir- vinnubanni telur sáttasemjari að framhald málsins sé í hans hönd- um. í gær gengu fulltrúar Eimskips á fund forystumanna VSÍ til að ráðfæra sig við hana um næstu leiki í stöðunni. En það er fleira að gera hjá ríkissáttasemjara en að huga að sáttum í deilu undirmanna við sjö kaupskipaútgerðir. Flugfreyjur voru á sáttafundi hjá honum í gær og í fyrradag var sáttafundur í deilu flugvirkja við sína viðsemj- endur án þess að niðurstaða feng- ist. Annar sáttafundur hefur ver- ið boðaður á mánudag. -grh Virðisaukaskattur Kynningarstarf framundan Óvíst enn hvort virðisaukaskattur verður í einu eða tveimur þrepum Virðisaukaskattur kemur í stað söluskatts um áramótin og hjá embætti Ríkisskattstjóra undir- búa menn umskiptin af krafti. Enn ríkir óvissa um það hvort virðisaukaskattur verður í einu eða tveimur þrepum. Að sögn Jóns Guðmunds- sonar, forstöðumanns gjalda- deildar hjá Ríkisskattstjóraemb- ættinu, er öll tölvuvinna langt komin og farið að huga að kynningar-ogfræðslustarfi. Aug- lýsingastofum hefði verið skrifað og þeim boðin þátttaka í kynn- ingarherferð. Mikið hefur verið rætt um að hafa virðisaukaskatt í tveimur þrepum og lét Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra þau orð falla í þingræðu í vor að vera kynni að slíkt kerfi yrði tekið upp hér á landi. Þá yrði lægra þrepið nauðþurftaskattur uppá 11% en 22% lögð á annað skattskylt, vörur og þjónustu. En til þessa þarf breytingu á lögum því þau gera aðeins ráð fyrir einþrepa skatti. Jón sagði ýms tormerki á því að taka upp tvíþrepa kerfi. Það væri miklu flóknara en einþrepa kerfi, kallaði á aukinn mannafla og byði heim „ónákvæmni í bók- haldi“. Niðurstöður rannsókna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem virðisaukaskattur væri á bilinu 20-23%, bentu ennfremur til þess að mun farsælla væri að rétta hlut alþýðu manna með að- gerðum einsog hækkun barna- bóta og elli- og örorkulífeyris eða millifærslum en upptöku tvíþrepa virðisaukaskatts. ^ ' Föstudagur 30. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.