Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 9
Merkileg og tímabær útgáfa Ritverk Jónasar Hallgrímssonar gefin út í heild sinni, breytt og betrumbætt Þessa dagana er að koma út heildarútgáfa ritverka Jónasar Hallgrímssonar. Það er bókafor- lagið Svart á hvítu sem gefur út, en ritstjórar eru þrír, Sveinn Yng- vi Egilsson, Páll Valsson og Haukur Hannesson. Ritsafnið er bæði vandað og stórt og er í 4 bindum. Nýtt Helgarblað hitti að máli einn ritstjórann, Svein Yng- va Egilsson og spurði hann um tildrög þessarar útgáfu: „Vinnan við þessa útgáfu hófst haustið 1987, en þá var hálf öld liðin frá fyrstu heildarútgáfu rit- verka Jónasar, sem Matthías Þórðarson þjóðminjavörður stóð að. Sú útgáfa var löngu uppseld og ófáanleg með öllu, svo okkur fannst tímabært að gefa Jónas út á ný.“ Þessi útgáfa er um margt ólík öðrum útgáfum á ritum Jónasar, því í þessari er meira stuðst við frumtexta Jónasar sjálfs, en ekki við prentanir sem aðrir hafa stað- ið að. Hvers vegna var það gert? „Þannig er að kvæði Jónasar hafa alltaf verið gefin út með hliðsjón af frumútgáfu Konráðs Gíslasonar og Brynjólfs Péturs- sonar sem voru vinir skáldsins. Sú útgáfa kom út árið 1847, tveimur árum eftir dauða Jónas- ar, og gerð kvæðanna þar er að mörgu leyti frábrugðin því sem er í frumprentunum frá dögum Jón- asar og í þeim eiginhandarritum sem hafa varðveist. Menn hafa því alltaf haft hliðsjón af útgáfu Konráðs og Brynjólfs, en við á- kváðum að fara aðra leið sem okkur fannst réttari, sem var sú að taka meira mark á Jónasi sjálf- um og fara eftir þeim frumprent- unum sem hann gekk frá þegar Sveinn Yngvi Egilsson, einn þriggja ritstjóra heildarútgáfu ritverka Jónasar Hallgrímssonar. Mynd: Jim Smart. eitthvað bar á milli.“ Vinnan við þessa útgáfu hefur staðið í tæp tvö ár og verið afar mikil. Það gefur auga leið að við ákvörðun ritstjóranna að fara frekar eftir frumritum Jónasar en annarra, hafa þeir þurft að kafa og grúska í handritum og eins og Sveinn sagði „að leita af sér allan grun“. En þótt þeir noti frum- texta og -handrit er ritverkið með nútíma stafsetningu, en ýmsar orðmyndir sem Jónasar notaði eru látnar halda sér. Sem fyrr segir er ritsafnið í 4 bindum og heitir hið fyrsta „Ljóð og lausamál", annað „Bréf og dagbækur", það þriðja „Náttúr- an og landið“ og fjórða „Skýring- ar og skrár“. Þrjú fyrstu bindin eru því með texta Jónasar en hið síðasta er skýringabindi með nafnaskrá og skýringum ýmis- konar. í fyrsta bindinu eru kvæði Jón- asar í aldursröð, og síðan kvæði sem honum hafa verið eignuð. í því eru líka skáldskaparmál, ræður og ritgerðir. í öðru bindinu eru, eins og nafnið ber með sér, bréf Jónasar og dagbækur. Þar sjást ýmis bréf sem ekki hafa ver- ið prentuð áður, til dæmis nokkur bréf til náttúrufræðikennara hans, Forchhammer að nafni og einnig nokkur bréf til skóla- stjórnarinnar í Kaupmannahöfn sem varpa ljósi á nám Jónasar. Svo og bréf sem útgefendum hef- ur ekki þótt ástæða til að prenta áður, einhverra hluta vegna. Dagbækurnar sem þýddar eru af Hauki Hannessyni og birtast í þessu bindi eru nú í fyrsta sinn þýddar í heild sinni, en Jónas skrifaði þær flestar á dönsku. í þeim er að finna lýsingar á ís- landsferðum hans árin 1837 og 1839-42. Þá ferðaðist hann um landið og vann að hinni miklu ís- landslýsingu sinni, sem honum tókst þó aldrei að ljúka. í þriðja bindinu eru náttúru- fræðiskrif Jónasar, svo sem eld- fjallasaga, en íslensk gerð hennar er nú prentuð í fyrsta sinn hér- lendis og svo drög að íslandslýs- ingunni. í bindinu er líka dýra- fræði ýmiskonar og fyrsta endur- prentunin af Stjörnufræði Urs- ins, sem þykir merk fyrir nýyrð- asmíði Jónasar. í fjórða bindinu eru svo skýringar, unnar af rit- stjórum, og ýmis gögn tengd Jón- asi, til dæmis áður óbirt skóla- gögn. Einnig er bæði nafna- og staðaskrá. I bindinu eru líka greinar eftir ýmsa mæta menn. Þorgeir Þorgeirsson læknir skrif- ar um dauða Jónasar, Arnþór Garðarsson prófessor skrifar um dýrafræðinginn Jónas og Sigurð- ur Steinþórsson prófessor skrifar um jarðfræðinginn Jónas. Svo eru þýðingar Þorsteins G. Ind- riðasonar á dönsku lausamáli Jónasar. ns. Föstudagur 30. júní 1989 jNYTT HELGARBLAÐ - StÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.