Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 11
Að muna eftir sjálfum sér Ég hef áöur komið inn á það í þessum greinum mínum hversu mikilvægt það er að muna eftir sjálfum sér, bæði beint og óbeint. í síðustu grein fjallaði ég um sambúð og frelsi og í framhaldi af því ætla ég nú að fjalla sérstak- lega um þá nauðsyn að muna eftir sínum eigin þörfum og fullnægja þeim. Þegar sú upplifun af ófrelsi í sambúð, sem ég ræddi um síðast, er farip að herja á hugann, er mikilvægt að muna eftir því að fullnægja þeim þörfum sem lúta manni sjálfum sem persónu. Þessi frelsisskerðing tengist nefnilega fyrst og fremst þeirri upplifun að vera hluti af stærri heild, eitt af hjólunum undir fjöl- skylduvagninum. Hjólið fer ekki langt án vagnsins. Þörfum gleymt Einstaklingur, sem lifir einn og óháður, sér í flestum tilfellum ágætlega um að fullnægja sínum þörfum fyrir félagsskap, athafna- þörf, sköpunarþörf, og þörf fyrir athygli og virðingu annarra. Hann sér yfirleitt einnig ágætlega um að styrkja „sjálfið“ (egóið) með því að hugsa vel um líkama sinn, líta vel út, líkamlega og klæðalega. Hann passar einnig upp á að lífið sé hæfilega spenn- andi, með tiltölulega mörgum óvæntum uppákomum, sem brjóta „rútinu" hversdagsins. Það, sem hins vegar alltof oft ger- ist er sambúð hefur staðið í ein- hvern tíma, er að einstaklingar fara að gleyma þessum þörfum, eða setja jafnaðarmerki milli þarfa sambandsins og sinna eigin þarfa. Þær þarfir, sem upp koma til að viðhalda sambandinu, bæði innan sambandsins og eins þær þarfir, sem „sagt er að séu sam- bandi nauðsynlegar“, verða svo ríkjandi að persónulegar þarfir víkja. Þá er stutt í upplifun af ófrelsi og heftingu sem er þá gjarnan tengd makanum og hon- um kennt um. Eins og ég ræddi um síðast, upplifa bæði kynin þessa heft- ingu, þó með mismunandi hætti sé. í þjóðfélagi vesturlanda hefur nú um nokkurt skeið verið alið þó nokkuð á sektarkennd hjá báð- um kynjum, og hún er ákaflega vel til þess fallin að skapa heft- ingu og ófrelsi. Hér er ég að tala um annars vegar umræðu um ómannúðlegt, of strangt og vald- bundið uppeldi á börnum fyrri tíma og umræðu um að karlmenn séu „sjálflægir" (egósentrískir) og hugsi of lítið um heimilið, börnin og konuna. Séu karlrembusvín. Þar sem uppeldi barnanna lendir enn þann dag í dag að mestu leyti á konunni, lendir sektarkenndin vegna barn- auppeldis fyrst og fremst á henni. Að gleyma sjálfum sér. Alltof margar konur láta stjórn- ast af þessari sektarkennd og binda sig yfir börnum sínum, finnst ekki koma til greina að láta þau í pössun, finnst þær þurfi alltaf að vera til staðar fyrir þau. Þær þurfi að lesa og fylgja eftir þeim aragrúa kennslubóka um barnauppeldi, sem gefnar hafa verið út til þess að segja til um hvernig uppeldi „á að vera“. Þetta gerir það að verkum að þær fara að líta svo á að það taki ákveðinn tíma að koma börnum á legg og fram að því þurfi þær að fórna sér. „Ég get gert þetta þeg- ar barnið er orðið 6-7 ára.“ Þær gleyma að það þarf ekki svo mikið til, til þess að geta skroppið í heimsókn, róluvellir eru oft á næsta horni og hægt að skreppa í bæinn eða í erobik o.s.frv. Al- gengt er einnig að þær gleymi að styrkja sjálfið og hugsa um út- litið. Ásökunin um karlrembuna hefur fyllt marga karlmenn sekt- arkennd. Þeir „verða“ að koma beint heim úr vinnu, verða að geta gefið konunni möguleika á að sinna sjálfri sér, með því að vera heima þegar þeir eru ekki að vinna og verða að muna eftir að kaupa blóm öður hvoru fyrir kon- una. Þegar heim er komið vita þeir ekki nákvæmlega hvað það er, sem þeir eiga að gera þar fyrir utan að þeir eiga jú að vaska upp eftir matinn. Þegar svo konan skilur ekki að nú hafi hún frelsi til að fara út og er löngu búin að gleyma að það sé hægt, þá er auðveldast að setjast fyrir framan sjónvarpið á meðan konan kem- ur börnunum í rúmið og sitja svo þar fram eftir kvöldi. Síðan er upplagt að fá sketarkennd yfir því að vera kallaður „sjónvarpsgláp- ari“. Öll höfum við persónulegar þarfir sem ég nefndi í upphafi og afarmikilvægt er að muna eftir þeim og geta rætt þær í sambúð- inni, þannig að við vitum að leyfi- legt er að setja börnin í pössun og hvað það er sem við ætlumst til að gert sé í staðinn fyrir það sem við setjum út á, sbr. útásetningar um sjónvarpsgláp. AUGLYSINGAR HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk á heilsugæslustöðvar í Reykjavík, sem hér segir: Við Heilsugæslustöðina í Fossvogi - sjúkra- liða í 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 696780. Við Heilsugæslustöðina Breiðholti III - Asp- arfelli 12 - sjúkraliða í 50% starf til sumarafleys- inga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 75100. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 6. júlí 1989. AUGLÝSINGAR DAGVIST BARNA Forstöðumenn Dagvist barna auglýsir stöður forstöðumanna við dagheimilið Kvarnarborg og dagheimilið Laugaborg lausar til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Allar nánari upplýsingar gefa umsjónarfóstrur og framkvæmdastjóri í síma 27277. Prentsmiðja Þjóðviljans hf. AÐALFUNDUR Framhaldsaðalfundur Prentsmiðju Þjóðviljans hf. verður haldinn miðvikudaginn 5. júlí kl. 18.00 að Síðumúla 6. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin FjóröungssjukrahéTsiö !3EJ á Akureyri Hjúkrunarfræðingar - stjórnunarstarf Staða deildarstjóra á Gjörgæsludeild F.S.A. er laus frá október 1989 - maí 1990 vegna barnsburðarleyfis. Umsækjendur skulu hafa reynslu í gjörgæslu- hjúkrun og æskilegt er að þeir hafi sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun og/eða stjórnun. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Upplýsingar veitir Svava Aradóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 96-22100-274 alla virka daga kl. 13.00-14.00. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Auglýsing frá atvinnutryggingasjóði útflutningsgreina Vakin er athygli á að umsóknir sem berast sjóðnum eftir 10. júlí nk. verða ekki teknar til umfjöllunar fyrr en eftir 10. september nk. Sömuleiðis er bent á að vegna sumarleyfa verður starfsemi í lágmarki 17. júlí til 7. ágúst nk. Þá er nýjum umsækjendum um lán hjá sjóðnum bent á að með umsókninni er nú nauðsynlegt að fylgi milliuppgjör á þessu ári Stjórn sjóðsins AUGLÝSINGAR Hil REYKJKMIKURBORG HHj ....- - ** MT Acuc&vi Stödun Staða hafnarstjóra Reykjavíkurborgar er aug- lýst laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. ágúst 1989. Umsóknum ber að skila til undirritaðs og er umsóknarfrestur til 14. júlí nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, 28. júní 1989 Davíð Oddsson MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ Vinnuaðstaða kennara - lyfta Tilboð óskast í breytingar og endurbætur á húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðal annars skal stækka glugga á útveggjum kjallara í suðurálmu skólans, endurnýja lagnir og setja upp lyftustokk. Verkinu skal skila í nokkrum áföngum: Skila skal fyrsta hluta þess 28.8.1989 en verk- lok á verkinu í heild verða 22.4. 1990. Útboðsgögn verða afhent til föstudagsins 7. júlí gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsið verður væntanlegum bjóðendum til sýnis dagana 3, 4 og 7. júlí milli kl. 9 og 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudag- inn 11. júlí 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, simi 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.