Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 12
Illa fenginn auður A sama tíma og íbúar margra þriðjaheimsríkja búa við neyð og sjálf ríkin eru að sligast undir skuldum, safna valdhafar þeirra miljörðum á miljarða ofan á leynireikninga í svissneskum bönkum Sviss er meðal ríkustu landa heims og lífskjör þar með því besta sem þekkist á jörðu hér. Þjóðarbúskap sinn hafa lands- menn stundað af meiri dugnaði og klókindum en flestir aðrir geta státað af og þeim kemur víða að auður í garð. Eitt af því sem nefna má í því sambandi eru leynireikn- ingarnir frægu í bönkunum þar. Heimsathyglin hefur undan- farið með meira móti beinst að þessum stálöruggu fjármála- stofnunum vegna málareksturs yfirvalda á Filippseyjum og í Bandaríkjunum gegn Ferdinandi og Imeldu Marcos, sem lengi ríktu yfir fyrrnefnda landinu, fóru með fé ríkisins eins og þau ættu það sjálf og sendu það ekki síst á banka í Sviss. Þeim hjálp- legur við það var Adnan Kas- hoggi, saúdiarabískur vopnasali og glaumgosi og að sögn einn ríkasti maður heims. Núverandi Filippseyjastjórn vill fá þessa peninga heim aftur, en ólíklegt er að henni verði að þeirri ósk. Marcoshjónin hafa þó að minnsta kosti orðið fyrir vissu ónæði út af ránsfeng sínum, en fæstir margra svipaðra valdhafa, er komið hafa álíka illa fengnu fé á svissneska banka, hafa yfir slíku að kvarta. Síðustu mánuðina áður en Somoza einræðisherra í Níkaragva stökk úr landi undan sandinistum kom hann um 500 miljörðum dollara úr landi á bankareikninga í Sviss - með dyggilegri aðstoð bandarískra banka. Engar líkur eru á að Bandaríkjastjórn fari að hjálpa Níkaragvastjórn að endurheimta það fé, sem Níkaragva þó sann- anlega á með réttu. „Baby Doc“ Duvalier á Haiti ruplaði sitt ve- sæla ríki af engu minni ósvífni meðan hann sat að völdum og einnig hann sendi miljarða í hörðum gjaldeyri í svissneska banka. Enn einn góður viðskiptavinur svissneskra banka er Mcbutu Sese Seko forseti Zaire, er yfir því landi hefur ríkt í næstum aldarfjórðung. Þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir býr mikill hluti landsmanna við sult, en þótt Mo- butu hafi þannig reynst miður vel AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEFÐ VERÐTRYGGEJRA SPARISKÍRTEINA RÍWSSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-1. fl.A 10.07.89-10.01.90 kr. 342,35 1986-1 .fl.A 3 ár 10.07.89-10.01.90 kr. 235,98 1987-1.fl.A2ár 10.07.89-10.01.90 kr. 189,97 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. júlí 1989 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 3.724,40 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1989 til 10.júlí 1989aðviðbættumverðbótumsem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2540 hinn 1. júlí nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxlamiða nr. 7 ferfram gegnframvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1989. * Reykjavík, 3.0. jýní 1989 SEÐLABANÚIÍSLANDS Adnan Kashoggi, vopnasali og einn rík- ustu mannaheims (hér eru með honum filmstjarnan Farah Fawcett og önnur vin- kona), hefur orðið fyrir ónæði nokkru út af því að hann hjálpaði Marcoshjónunum við að koma fúlgum sín- um á örugga reikninga í Sviss. sem stjórnandi, hefur hann verið þeim mun atorkusamari við að auðga sjálfan sig. Zaire er á kúp- unni í efnahagsmálum eins og flest önnur Afríkuríki, skuldar erlendis yfir sjö miljarða dollara. Sagt er að Mobutu eigi eitthvað svipað inni á einkareikningum er- lendis, einkum í Sviss, þar sem hann býr raunar öðrum þræði - í 32 herbergja villu í Savigny skammt frá Lausanne. Þar að auki er hann stórauðugur að fast- eignum í Belgíu. Meðal annarra áþekkra við- skiptavina svissneskra banka má nefna íranskeisarann sáluga, Múhameð Reza Pahlavi, og Stro- essner einræðisherra í Paragvæ, sem nýverið var steypt af stóli eftir langt úthald. Einræðisherrar þriðja heimsins leita sem sé mjög til banka þessara með fé sitt, venjulega miður vel fengið, og veldur því ekki einungis ágirnd þeirra og vöntun á ærlegheitum, heldur og ótti við að missa völdin - og þar með „starfið" - einn góð- an veðurdag, eins og reyndar kemur fyrir marga þeirra. En fleiri eru breyskir í þessum efnum en einræðisherrarnir. Mexíkó skuldar um 100 miljarða dollara erlendis, en það riki gæti verið skuldlaust ef fjármagns- flótti af því tagi, sem hér um ræðir, hefði ekki komið til. Sama gildir um Argentínu, þar sem á- standið í efnahagsmálum er nú þannig, að heldur við upplausn fullkominni. Sviss nýtur hinsvegar góðs af þessu innstreymi fjármagns og raunar eru miklar líkur á því að mikið af því hverfi aldrei úr landi þaðan. Einræðisherrar, aðrir stjórnmálamenn og fleiri, sem koma meira eða minna illu fengn- um auði sínum í svissneska banka, fara að því með ýtrustu leynd. Margir þeirra deyja án þess að hafa látið nokkurn vita af leynireikningum þessum, eða þá án þess að láta eftir sig nokkra pappíra, sem sanni eignarrétt, þeirra á þessum eða hinum reikn- ingnum í Bern eða Zúrich svo ótvírætt sé. í slíkum tilfellum eignast hlutaðeigandi banki pen- ingana. „Svissnesku bankarnir munu halda þessu fjármagni næstu 500 árin og ráðstafa því að vild,“ er haft eftir einum lögfræð- inga Marcosar. Stern/-dþ. BÍLASTÆÐASJOÐUR Stæöasjálfsali var settur upp á lóöinni Austur- stræti 2 mánudaginn 25. júní 1989 og er fyrir 37 númeruð stæöi á ióðunum Austurstræti 1 og 2. Gjaldið er 50 kr. á klst., en hámarkstími er2 klst. Gatnamálstjóri ’y ; wi 4 M IUMFERÐAR Iráð O CrUNI KLÚBBUR 17! Er kveikt á perunni? Klúbbur 17 óskar eftir hugmyndum aö merki fyrir samtökin og slagorð, sem nota má í áróðri fyrir bættri umferðarmenningu. Klúbbur 17 er samtök áhugafólks, 17-20 ára, um bætta umferðarmenningu og fækkun slysa meðal ökumanna. Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar. Hugmyndum skal skila fyrir 15. júlí n.k., merktum dulnefni, á skrifstofu RKÍ á Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 26722 •'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.