Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 15
Starfsmenn leikhússins nýliðið starfsár. I nóvember 1981 birti Vísir forsíðufrétt með flennifyrirsögn: „LEIKARAR SKILA BARA HÁLFRI VINNUSKYLDU - Harkaleg gagnrýni ríkisendur- skoðunar á starfshætti og skipu- lag t>jóðleikhússins.“ Efni frétt- arinnar var skýrsla sem „lak“ og leiddi í ljós mikla vannýtingu á starfsmönnum hússins, skort á eftirliti með mætingu, of mörg stöðugildi (85,7 leyfð en voru 106 í raun), leiða og þreytu meðal starfsmanna. Hljómar kunnuglega? Tíminn birti daginn eftir svar Sveins Ein- arssonar þáverandi leikhús- stjóra: „Ekki dósaverksmiðja heldur listrænn vinnustaður,“ var það eina sem hann hafði um mál- ið að segja. En Tíminn hafði líka komist yfir skýrsluna og vitnaði meira: misjafnlega tekist um val á verkefnum, skipulagi æfinga og framkvæmdaratriða og leik- stjórnar hafi verið ábótavant, fjárhagsáætlanir ekki byggðar á starfsáætlunum. í nóvember 1988 birti Morgun- blaðið fréttaskýringu eftir Agnesi Bragadóttur um Ævintýri HofT- manns. Agnes dvaldi í grein sinni einkum við kostnað á uppfærsl- unni sem hún áætlaði eftir heim- ildum sínum að væri yfir 30 milj- ónir. En í síðari hluta greinarinn- ar veltir hún vöngum yfir hvers- vegna ekki séu tiltækar ná- kvæmar tölulegar upplýsingar um sviðsetningu sem frumsýnd var mánuði áður og vitnar þá í Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra skrautsýningarinnar: „Það hefur nú reynst ákaflega erfitt að fá upplýsingar um kostnað við sýn- ingar í Þjóðleikhúsinu, jafnvel fyrir leikstjóra. Ég held hreinlega að Þjóðleikhúsið færi ekki þannig bókhald að hver sýning sé gerð upp fyrir sig að öllu leyti." Og þingkonan heldur áfram og segir, „að í bókhaldinu sé gerð grein fyrir efniskostnaði yfir árið á trésmíðaverkstæði, saumastofu osfrv. en ekki hvaða kostnaður fylgi hverri sýningu. Hún segir það komi erlendum listamönnum oft á óvart, þegar þeir taka að sér verkefni í Þjóðleikhúsinu, að ekki er starfað samkvæmt kostn- aðaráætlun. Því sé jafnerfitt fyrir hönnuðina og leikstjórana að gera sér grein fyrir kostnaðin- um.“ Hvað þá með leikhússtjórn- ina? spyr ég bara. En Þórhildur er praktísk kona og kemst að niðurstöðu: „Ég held að það sé afar mikill ókostur að ekki er til kostnaðaráætlun að vinna eftir," segir hún. Þetta eru ekki ný tíðindi. Þegar Prinsessan á bauninni var sett upp sællar minningar 1979 og kostnaður við það „flop“ kom til umræðu í fjölmiðlum, bar skrif- stofustjóri einmitt fyrir sig bók- haldskerfi hússins, þannig væri ekki reiknað í Þjóðleikhúsinu. Sú var þó tíðin, að þar voru gerðar kostnaðaráætlanir um sýningar. En líklega hefur bókhaldstækni fleygt svo fram síðan að þess þyk- ir ekki þurfa. Og svo er Gísli Al- freðsson „ósáttur" við ályktun fjármálaráðherra að vandi húss- ins sé „stjórnunar og rekstrar- legur“. Ef það er rétt að Þjóðleikhúsið starfi ekki samkvæmt nákvæmum stofnkostnaðar- starfskostnaðar- og rekstarkostnaðaráætlunum, og þær færðar upp jafnóðum, þá er ég ekki hissa á því stjórnleysi sem veldur nær 50% kostnaði umfram tekjur, heldur mest á því fullkomna ábyrgðarleysi sem ráðuneyti fjármála og mennta sýna gagnvart lögunum og uin- bjóðendum sínum. Verkefnaval og áhorfendur Fjórði hornsteinn leikhús- reksturs er verkefnavalið. Það ræðst af því fjármagni sem þú hefur milli handanna ti) að byrja með og áætlun þinni um tekjur af sýningum á tilteknu tímaskeiði. Hverjum ætlar þú að sýna verk X? Eldri borgurum? Hvar? Á ell- iheimilum og í félagsmiðstöðv- um, eða í sal fyrir 660? Hvað er markhópurinn stór? Hvernig er raunhæft að ná til hans? Og eins er með unglingana. Og með börnin. Skarann sem vill bara sjá gamanleik með Ladda eða Sigga Sigurjóns. Fólk sem vill nýja eða gamla söngleiki. Áhorfendur sem vilja „alvarlega Iist“. Og á endanum verður leikhússtjórnin að velja og hafna. f hvað á að setja peningana? Hvað er raun- hæft að áætla að hægt sé að fylla aðalsal Þjóðleikhússins oft og á hvaða vikudögum með sýningu Y? Hverju þarf að kosta til á markaðsetningu, fyrirtækjasölu, áskrift, afsláttarmiðum, beinni sölu um síma? Hvaða leikara þarf í þau verkefni sem eru brýnust? Hvaða erindi eru brýnust í ieikrit- um sem koma til greina.? Hvernig er unnt að tryggja að leikarahópurinn hafi samfellda vinnu svo þar eigi sér ekki stað sóun? Það er hræðilega erfitt verkefni að reka leikhús. Og þrautin þyngst er að finna „rétt verkefni. Þjóðleikhúsið hefur um ára- tugaskeið fylgt stefnu sem vill gera öllum til hæfis. Sú stefna trúi ég að hafi endanlega beðið skip- brot, ekki einungis í fjármála- legu, heldur líka í listrænu tilliti. Og þegar það skipbrot er bókfest í nefndafargani ráðuneytanna sem sett er til höfuðs nokkrum embættismönnum „til að endur- skoða lögin“ eða „fjárhagsvand- ann“ eða „skipuleggja eðlilegt viðhald sem hefurgleymst í fjöru- tíu ár“, þá liggur manni við að spyrja yfirstjórn Þjóðleikhússins að ógleymdu þjóðleikhúsráði: Eruð þið ekki bara fyrir? Treystið þið ykkur til að bera ábyrgð á þessu lengur? Eða er það máski samdóma álit allrar yfirstjórnar hússins að hún beri enga ábyrgð á hruni Þjóðleik- hússins? Endurbyggingin Fyrsta skipun Svavars í nefndarþrenningunni var and- svar við skýrslu Húsameistara um ásand hússins. Sú skýrslugerð var tvískipt og unnin á liðnu ári. Ein- hverra hluta vegna beindist at- hygli manna fyrst að aðstöðu áhorfenda í húsinu, en hefur ekki verið unnin tæmandi úttekt á að- stöðu starfsmanna. Ljóst er að viðhald hússins hefur um langt árabil verið trassað. Nú áætla menn að það kosti okkur þúsund miljónir að koma húsinu í lag. Þjóðleikhúsið er að öllu leyti merkilegt hús. Það er byggt í stíl sem náði hámarki sínu í Þýska- landi á tímum þriðja ríkisins og er að innri gerð undarlegur bastarð- ur. í grunn er það sígild nítjándu aldargerð af sal sem byggði á rammasviði án nokkurs fram- sviðs eða mottu eins og það er kallað. Uppúr 1910 fóru að koma fram tilhneigingar til að bæta slík svið, byggja þau fram í salinn til að koma til móts við aukið leikrými, meiri nálægð við áhorf- endur Þess má sjá merki í sýning- um Þjóðleikhússins að menn hafa ekki áttað sig á þessari þversögn í hönnun sviðsins, leikurinn sækir æ meir fram í salinn, leikmyndir eru nánast komnar í kjöltu þeirra sem sitja á fyrsta bekk. Æ færri sýningar eru settar upp inni í svið- inu. Innra sviðsrýmið er í raun hannað fyrir eina sýningu í einu, þótt þar hafi verið rekið leikhús um árabil sem hefur tvær til fjórar sýningar í gangi í einu. Þar er fal- inn einn ágallinn á rekstarstefnu leikhússins, kostnaður er óheyri- legur við skipti á leikmyndum og í raun engin aðstaða til slíks fyrir- komulags. Ekki er Ijóst á þessu stigi hvað byggingarnefnd hússins hyggst fyrir í fyrsta áfanga endurbygg- ingar og má benda kurteislega á að hér er slíkt mál á ferðinni að nefndinni væri sæmandi að halda blaðamannafundi og leyfa fjöl- miðlum að fylgjast með framþró- un málsins. Stóri ksoturinn við salinn er hinsvegar fjöldinn sem hann rým- ir. Hljómburður er Ijómandi í salnum, sjónlínur á innsviðið ágætar, lýsingaraðstaða á þann hluta sviðsins fín, þótt húsið sé langt á eftir í ljósabúnaði. Meiri vandi er með lýsingu á mottuna og verður að byggja Ijósará yfir salinn miðjan til þess að bæta hana. í heldur stuttaralegri opinberri umræðu endurbyggingu hússins hafi komið fram tvö sjónarmið sem vert er að geta. Gísli Alfreðs- son telur enga framtíðarlausn aðra en nýbyggingu, nýtt stórt nútímaleikhús. Þarf vart að ræða þá hugmynd. Hitt sjónarmiðið vill leysa vanda hússins með smærri sviðum, þótt engar raun- hæfar eða þróaðar hugmyndir hafi birst um þau efni. Húsið vantar tvö minni svið, bæði með möguleikum á færanlegum svið- um og áhorfendasvæðum uppá þrjú hundruð og eitthundrað sæti í hvorum sal. Framtíðarskipulag byggingar, reksturs og laganna sem stofnun- in verður að starfa eftir, rnun ráð- ast á næstu misserum. Reynir þá mikið á framsýni stjórnvalda og ábyrgð stjórnmálamanna, sátt- fýsi til að finna þessum málum skynsamlegan og eðlilegan far- veg. En ekki síst reynir á leikhús- fólk í landinu. Lausn á vanda leikhússins verður ekki fundin á lokuðum fundum félaga, ráða og nefnda. Hún verður fundin með opinberri umræðu, hreinskilni, skoðanaskiptum, og viljanum til að breyta. Fleipur, persónu- níð og rógur Því hefur nefnilega heyrst fleygt margort að innra skipulag leikhúsa á íslandi komi engum við nema fastráðnum starfs- mönnum leikhúsanna. Beitt skoðanaskipti skaði ímynd hús- anna og eyðileggi aðsókn. Þetta er rangt og siðlaust viðhorf. Leikhúsin í landinu eru eign al- mennings, sveitarfélaga, ríkisins. Og hvert mál sem varðar þeirra heill er mál almennings. Öll gagnrýni á stefnuleysi, blindu og getuleysi þeirra sem um stundars- akir ráða ferðinni í Þjóðleikhús- inu varðar því almenningsheill. Enda er það fólkið í landinu sem borgar brúsann. Leikhúsin eru fyrir fólk. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1977-2. fl. 10.09.89-10.09.90 kr. 6.431,67 1978-2. fl. 10.09.89-10.09.90 kr. 4.108,81 1979-2. fl. 15.09.89-15.09.90 kr. 2.678,58 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Föstudagur 30. júnl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.