Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 28
Steingrímur, Guðrún eða Jóhannes I Ólaf Stephensen í sæti for- manns. Þeir sem urðu undir í slagnum munu að ollum lík- indum ekki styðja Árna. Þá | hefur Árna einnig tekist að I !baka sér óvinsældir hjá hásk- ólaíhaldinu, en hægri menn I eru sterkir innan Háskólans um þessar mundir. ■ i Ihaidskonur Þótt enn séu þrjú ár í næstu forsetakosningar þá eru menn farnir að spá í spilin því nokkuð Ijóst er að Vigdís Finnbogadóttir mun ekki gefa kost á sér eitt kjörtímabil- ið í viðbót. Steingrímur Her- mannsson er oftast nefndur sem frambjóðandi og mun hann ekki fráhverfur því. Ljóst er að hann mun fá mikinn stuðning utan við Framsókn- arflokkinn því pólitískir and- stæðingar framsóknar munu áfjáðir í að losa Steingrím úr pólitíkinni. Konur munu þó ekki á því að gefa forsetastól- inn aftur til karla á baráttu og hefur Guðrún Agnarsdóttir verið nefnd í því samhengi. Þá eru sanntrúaðir íhaldsmenn ekki par hrifnir af Steingrími né heldur Guðrúnu og hafa þeir verið að spá í að bjóða fram Jóhannes Nordal. ■ Prófkjörsskjálfti hjá íhaldi Þótt enn sé ár í sveitastjórna- kosningar er kominn próf- kjörsskjálfti í Sjálfstæðisflokk- inn í Reykjavík. Staða Árna Sigfússonar þykir ekki eins sterk og talið var. Hann þykir ekki lengur sjálfsagður arftaki Davíðs sem foiystumaður íhaldsins f borginni. Ástæðan er framganga hans þegar for- maður SUS var kjörinn á sín- um tíma en þá fékk hann helming ungliöa upp á móti sér. Þá mun Árni hafa gengið harkalega fram innan Heimdallar þegar hann studdi Þá er mikill spenningur meðal kvenna í Sjálfstæðisflokkn- um. Þær Helga Jóhanns- dóttir og Anna K. Jónsdóttir berjast um hituna og mun for- ysta Sjálfstæðisflokksins hafa sérstakt dálæti á Önnu. Jóna Gróa ertalin hafaframið pólit- ískt harakírí með framgöngu sinni innan Verndar. Staða Katrínar Fjelsteð er talin sterk. Þá mun Guðrún Zo- ega, fyrrverandi aðstoðar- maður Friðriks Sóphus- sonar sem iðnaðarráðherra, talin standa vel af vígi. ■ Hvað dvelur Braga? Landsfrægt er orðið viðtalið sem ónefnt tímarit tók við Braga Steinarsson vararík- issaksóknara þar sem hann lýsti því yfir að timi væri kom- inn að stöðva hina meintu rit- sóða og ærumorðingja sem: hann telur að vaði hér uppi átölulaust. Þegar hefur fyrsta aftakan farið fram þegar ákæruvaldið fékk Hall Magnússon blaðamann dæmdan sekan fyrir að láta á prent skoðun sína á ónefnd- um staðarhaldara í Viðey. Það sem hins vegar hefur vakið athygli manna upp á síðkastið afhverju vararíkis- saksóknari hefur látið átölu- laust þann fúkyrðaflaum og mannorðskemmandi fullyrð- ingar sem farið hafa á milli starfsmanna utanríkisráðu- neytisins og þess sem finna má i frægri innanhússskýrslu tveggja starfsmanna veiðieft- irlits sjávarútvegsins um stjórnun og úthlutun leyfa á útflutningi fersks fisks með gámum. Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að viðkom- andi eru allt opinberir starfs-' menn í opinberu skítkasti. Skyldi málið horfa öðruvísi við ákæruvaldinu ef þarna hefði átt hluti að máli óbreyttur borgari þessa lands? Það skyldi þó aldrei vera, eða hvað? ■ Frjálst hermang íslenskir Aðalverktakar greiða enga skatta til ríkisins, hvorki söluskatt né aðra skatta. í „varnarsamningi" rík- isstjórna íslands og Banda- ríkjanna er kveðið á um skatt- frelsi hersins og allra fram- kvæmda honum tengdum. Hins vegar greiða íslenskir Aðalverktakar arð til ríkisins samkvæmt eignarhlutdeild ríkissjóðs. Á síðasta ári var arður ríkisins 100 miljónir króna. Vegna þessa safrin- ingsákvæðis voru engir skattar greiddir af fram- kvæmdum við flugstöð Leifs Eiríkssonar, enda flugstöðin framkvæmd tengd hernum. ■ INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. júlí 1989 er níundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 9 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 416,60 Vaxtamiðimeð 10.000,- kr. skírteini kr. 833,20 __________Vaxtamiói með 100.000,- kr. skírteini_kr. 8.332,20_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1989 til 10. júlí 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2540 hinn 1. júlí nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 9 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1989. Reykjavík, 30. júní 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS INNRÉTTINGAR 2000 hf. Mikið úrval harðviðarinnréttinga fyrir eldhús, baðinnréttingar og fataskápar. Gerum verðtilboð þér að kostnaðar- lausu Síðumúla 32, sími 680624 v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.