Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 3
FERÐABLAÐ ki bara að þessu til að græða Svo er það síðast en ekki síst að benda á hve vel Laugarvatn er í sveit sett að því leyti að þaðan er mjög stutt að fara á marga fallega staði. Margir eru hér um kyrrt í nokkra daga vegna þess hve stutt er að fara að Gullfossi og Geysi, til Þingvalla, í Þjórsárdal, að Heklu og í Skálholt. Fólk fer jafnvel héðan að morgni í Kerl- ingarfjöll og snýr aftur að kvöldi.“ Hér eru sögufrægir staðir. Er eitthvað um að fólk komi hingað gagngert til að vitja þeirra? „Já, aðeins. Þá kemur það oft- ast úr Skálholti þar sem því hefur verið greint frá afdrifum Jóns Arasonar og sona hans, Björns og Ara. Þeir voru sem kunnugt er höggnir þar 1550 en þegar Norð- lendingar sóttu líkin fluttu þeir þau hingað og þvoðu hér við litla laug sem nefnist Vígðalaug og er rétt hjá gufubaðinu. Þar eru enn sex steinar sem líkin voru lögð á. Þeir völdu þessa laug vegna þess að hún var vígð strax eftir að ís- lendingar tóku kristna trú árið 1000 og hér létu Norðlendingar skírast þá.“ Svo við vendum okkar kvæði I kross og víkjum að þér sjálfri. Hve lengi hefur þú starfað hér? „Ég hef verið hótelstýra frá byrjun. Ég er fædd hér og uppal- in, foreldrar mínir bjuggu hér og faðir minn var hér kennari í 40 ár. Þetta er fyrsta Edduhótelið. Þor- leifur Þórðarson var forstjóri Ferðaskrifstofunnar þegar því var hleypt af stokkunum. Ég hafði verið nemandi hans og hann hringdi í mig og bað mig að koma hingað með dóttur sinni. Við opnuðum hótelið og síðan ætlaði ég bara að vera við þetta í hálfan mánuð en ílentist og sé ekki eftir neinu því hér er gott að vera. Síðan hef ég komið og verið í tvo og hálfan mánuð á hverju ári.“ ks Menntaskólinn á Laugavatni og heimavistin á vinstri hönd. Á sumrin er þar rekið elsta Edduhótel landsins. ur og aftur. Og ég veit um einn mann sem kemur hingað á hverju ári, séra Emil B j örnsson, en hann var hér í skóla á fjórða áratugn- um. Hann sagði mér eitt sinn að hann yrði bara að koma hingað á hverju ári frá því hann lauk námi hér þv£ það væri eitthvað sem tog- aði í hann. Og þetta hef ég heyrt marga segja. Ég veit ekki hvað það er en það er einsog maður fái einhverja orku hérna og manni líður vel. Nú, fyrir hinn almenna ferða- mann er ýmislegt hér. Það er til dæmis þessi landsþekkta blauta gufa sem menn vilja ólmir baða sig í. Lítill kofi var byggður yfir hver og það hefur mjög róandi og afslappandi áhrif á fólk að tylla sér inní hann um stund. Segl- brettin verða æ vinsælli með hverju árinu sem líður og árabát- arnir vekja alltaf lukku. Það eru hestar leigðir út hér inní Miðdal og hér eru margar mjög fallegar fjallgönguleiðir, bæði inní Miðd- al og vestur að Þingvöllum. Hótelstýran með sinn matsveininn til hvorrar handar. Sigurberg Jóns- son, Erna Þórarinsdóttir og Hafsteinn Daníelsson. Mynd: ks. skapnum og setja farangurinn í þurrkarann. Þetta fólk mætti ekki í kvöldmatinn fyrr en nokk- uð var komið framyfir miðnætti." Hvað er það helst sem Laugar- vatn býður ferðamanni uppá og laðar fólk að staðnum? „Það er nú svo að þegar fólk er búið að vera hérna um einhvern tíma þá langar það alltaf aftur að koma. Þetta er mín reynsla. Þetta er t.d. fólk sem verið hefur hér lengur eða skemur við nám. Margt af því vill koma hingað aft- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Laugarvatn Ferðasaga feröafælu Frásögn afþví þegar Boggi blaðamaður lagði land undirfót meðfríðu föruneyti og reyndi sitthvað nýtt Það hefur mikið til síns máls fólkið sem fullyrðir að heima sé best og fer aldrei spönn frá rassi. Undirritaður er í hópi þeirra manna sem ann best sínu hlut- skipti útafliggjandi með bók í hendi eða hljómplötu á gramma- fóninum og hefurtil skammstíma haft ímugust á ferðalögum. Fer alla jafna helst ekki út fyrir miðbæ Reykjavíkur. Kannski er maður sem ekki hefur farið út fyrir land- steinana í 14 ár miður vel til þess fallinn að hafa umsjón með Ferðablaði Þjóðviljans. Þegar það spurðist þar að auki hér inn- anhúss í Síðumúla 6 að téður manngarmur hefði ekki brugðið sér út fyrir borgarmörkin í háa herrans tíð fóru að renna tvær grímur á vinkonur hans á auglýs- ingadeildinni, samverkamenn og hæstráðendur við útgáfu auka- blaða. Þær sýndu hinsvegar ótrúlegt snarræði og komu mál- um svo í kring að Ferðaskrifstofa íslands bauð blaöamanninum að dvelja yfir helgi á Edduhóteli hvar á landi sem hann kysi sjálfur. Að sjálfsögðu mætti hann hafa fjöl- skylduna með sér! Boð þetta bar brátt að, um nónbil á föstudaginn, og svar varð að berast svo gott sem um hæl. Eftir að hafa borið málið undir betri helminginn lét blaða- maður slag standa og þáði boðið. Hvert hann kysi að halda? Að Laugarvatni. Hvers vegna þang- að? Fyrir því voru tvær gildar ástæður. í fyrsta lagi hafði blaðamaður komið þangað áður, fyrir réttum 20 árum í fylgd móður sinnar, og því var ekki jafn mikil hætta á því að staðurinn kæmi honum jafn gersamlega á óvart og aðrir Edduhagar. Og í öðru lagi þá eru Edduhótelin á Laugarvatni nær Reykjavík en önnur slík. Sem sé eins stutt ferðalag og mögulega varð komist af með einsog í pott- inn var búið. Á Laugarvatni eru tvö Eddu- hótel, í Húsmæðraskólanum og Menntaskólanum. Við dvöldum á því síðarnefnda. Þar var viður- gjörningur til stökustu fyrir- myndar, matur mikill og góður, starfsfólkið kátt og lipurt og kyrrð og ró í svefnskálum. Allt var það harla gott. Veður var og með miklum ágætum. Við renndum í hlað að kveldi föstudags eftir stórslysalaust ferðalag. Snæddum ágætan kvöldverð og gengum þvínæst til náða. Sjálf Jónsmessunótt gekk um garð björtum fótum og mjúk- um en við urðum þess ekki vör, sváfum draumlaust og gleymdum að baða okkur uppúr dögginni. Árla var risið úr rekkju á Jónsmessumorgni. Dagurinn var fríður sýnum og lofaði góðu, sól skein í heiði og úr trjáþykkninu við rætur Laugarvatnsfjallsins barst fagur fuglajarmur. Enda fór svo að áður en sól gekk undir hafði blaðamaður komið ótrú- lega miklu í verk, séð og upplifað reiðinnar býsn í fyrsta sinn. Fyrir hádegi fór hann að Gullfossi og Geysi í fyrsta skipti. Geysir var svo sem ekki mikið að glenna sig en þeim mun meira fjör í litla bróður hans, Strokki, sem spýtti og blés í gríð og erg. En telji maður sig eiga allskostar við ellimóðan Geysi verður maður hinsvegar ósköp lítill karl and- spænis Gullfossi. Af öðrum nýjungum sem á Jónsmessu söfnuðust í fáskrúð- uga ferðaflóru blaðamanns eru þessar helstar: Fyrsta bátsferðin á Laugarvatni. Fékk að róa í fyrsta sinn og féll útbyrðis milli báts og bryggju í fyrsta skipti. Olli krampahlátri Laugvetninga. í fyrsta skipti á ævinni voru engar síðbuxur til skiptanna. Slys þetta kom í veg fyrir að farið yrði í gufubað í fyrsta skipti á lífsleið- inni, á hestbak í annað sinn og á seglbretti í fyrsta sinn. Að kveldi þessa ljúfa dags fór blaðamaður í stórfiskaleik með dóttur sinni, skipti um bleyju á syni sínum, skálaði í rósavíni við konu sína og tók viðtal við gest- gjafa sinn og matmóður, Ernu Þórarinsdóttur. í rauðabýtið á sunnudegi brunaði vísitölufjöl- skyldan svo í bæinn og voru allir limirnir hæstánægðir með helg- arsprangið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.