Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 4
FERÐABLAÐ Pálmi Hannesson Umgengni ferðamanna Vegir og áfangastaðir eru heimili ferðamannsins, sameigin- leg heimili allra þeirra, er ferða sinna fara, hversu ólíkt sem er- indum þeirra er háttað. Um- gengni á þessu heimili sem öðrum fer eftir þrifnaði og þegnskap heimilisfólksins, og á þar hver mikið undir öðrum, þótt ef til vill beri fundum þeirra aldrei saman á förnum vegi. Á síðari árum hefur umferð aukist mjög bæði í byggðum og óbyggðum, eins og kunnugt er. En samfara þessu hefur tekið að brydda á því nokkuð svo, að um- gengni á áningarstöðum og ann- ars staðar með vegum fram væri verri en fyrr. Nú er það eitt höf- uðeinkenni íslenskrar náttúru, hversu fegurð hennar er fersk og hrein. Það hlýtur því að vera hryggðarefni öllum þeim, sem unna náttúrunni og ferða sinna fara, ef þessir staðir velkjast og spiliast vegna hirðuieysis og menningarskorts nokkurra þeirra manna, er um þá ganga. Sem betur fer, eiga menn hér ekki óskilið mál, og eru þeir vit- anlega fleiri, sem hafa sinnu á því að iáta ekki eftir sig ófögur um- merki, þar sem þeir hafa áð eða átt næturstað á ferðum sínum. En til þess eru vítin að varast þau, og skulu hér nefnd nokkur dæmi þess, er mér hefur þótt miður fara í þessu efni. Fyrir nokkrum árum kom ég með félögum mínum austan Landmannaleið. Við höfðum átt langa dagleið og hugðum því gott til gistingar við Landmannahelli, því að veður var svalt og þungbú- ið. En þegar að hellinum kom, brá okkur illa í brún. Þar hafði sýnilega komið margt ferða- manna og látið eftir sig ummerki, eins og þeir höfðu manndóminn til. Á balanum við sæluhúsið varð fingri naumst niður drepið fyrir Árið 1943 skrifaði Pálmi Hannesson náttúrufræðingur og rektor Menntaskólans í Reykjavík þarfa hugvekju um samneyti lands og lýðs í Ár- bók Ferðafélags íslands. Rit- smíð þessi var prentuð að nýju árið 1975 í fyrra bindi Fósturjarðar, úrvali ritsmíða Pálma, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út. Þótt ferðamenn hafi söðlað um til hins betra í skiptum sínum við fósturmoldina á umliðnum árum er fólki hollt að íhuga áminningarorð Pálma hvort heldur það leggur í langferð eða skottuferð. matarleifum og hvers konar kámi. Kaðalspottar og spýtna- rusl, hálmur, flöskubrot, appels- ínubörkur og svo auðvitað niður- suðudósir, öllu þessu ægði saman á þann furðulega hátt, sem hirðu- leysið eitt fær eftir sig láttó, og allt hafði það sína sögu að segja um menningarsnauða vegfarendur. Og ekki tók betra við, þegar komið var inn í sæluhúsið. Þar var allt fullt af kassadóti, hálmi og bréfarusli, allt óhreint og atað. Sýnilega höfðu einhverjir ferða- menn skilið þar eftir nokkuð af farangri sínum og skilist illa við. Áður fyrr var öðruvísi umhorfs við Hellinn, og á ég margra stunda að minnast, er ég hef unað þar við frið og veraldarfirð hinna hljóðlátu fjalla. Þá sást hvorki silfurpappír né flöskubrot kring- um kofann, engar gapandi kæfu- dósir, ekkert, sem minnti á um- ferð manna, nema vindgrá bein á stöku stað. Þó er ekki svo að skilja, að þá hafi verið næsta fá- ferðugt um þessar slóðir. En þeir, sem lögðu þar leið sína, voru tíð- ast vanir ferðamenn og létu sig ekki henda það að ganga illa um. Hér hafði brugðið mjög til hins verra á fáum árum. En á þeim tíma höfðu bílferðir tekist austur að Hellinum. Og bfllinn hafði sýnilega flutt með sér þetta farg- an allt: blaðadræsur, spýtnarusl, flöskubrot og umfram allt það hirðuleysi, sem ekki eirði fegurð þessa fjallareits. Það hafði borist upp hingað líkt og illkynjaður faraldur frá hinum fjölbyggðu stöðum. Verksummericin sýndu sig. Það setur ætíð að mér illan grun, er ég rekst á hjólför á fjöll- um. En hirðuleysið er svo sem ekki bundið bflunum einum. Það kemst leiðar sinnar bæði gang- andi og ríðandi, ef því er að skipta. - Austur við Veiðivötn er dálítill kofi, sem 7)arna/coí heitir. Landmenn eiga kofann og hafast þar við í veiðiferðum og fjár- leitum. Ferðamenn taka hann stundum traustataki, enda mun Ferðaþjónusta bænda hefur uppá sitthvað að bjóða sem trauðla fæst hjá öðrum. afmæli stjórnarbyltingarinnar miklu og spóka sig um Versali Loðvíks 14. getur valið næstbesta kostinn: Versali við Sprengi- sandsveg norðan Þórisvatns (að vísu eru vegir þangað ófærir enn samkvæmt nýju fjallvegakorti en það verður vonandi komið í lag fyrir 14. júlí.). Helsta tromp Ferðaþjónustu bænda er svonefndur Veiðiflakk- ari. Valin hafa verið 27 siiungs- Ferðaþjónusta bænda Sveitasæla og veiðiflakk Gistiflakkarinn getur ferðastmilli Látrabjargs og Versala, vappað um heimaslóðir séra Snorra Björnssonar og bernskuslóðir Þórbergs Þórðarsonar Ferðaþjónusta bænda var stofnuð á öndverðum átt- unda áratugnum en var í skötulíki lengi framan af eða um áratugs- skeið. Uppúr 1980 fór fyrirtækinu að vaxa fiskur um hrygg, gisti- bæjum fjölgaði og útgáfa kynn- ingarbæklinga hófst, og sér ekki fyrir endann á þeim vexti enn. Hjá Ferðaþjónustunni fengum við jþær upplýsingar að gróskan hefði verið sériega mikil síðustu 2-3 árin, bæjum fjölgað frá ári til árs í samræmi við aukna eftir- spurn ferðamanna, innlendra sem erlendra. Til dæmis má nefna að í fyrrasumar var hægt að kaupa sér næturgreiða á 98 bæj- um en nú eru þeir orðnir 112 tals- ins. Þjónustan spannar landið þvert og endilangt. Menn geta gist að Breiðuvík á fjörðum vest- ur sem aðeins er steinsnar frá Látrabjargi, rifjað upp sagnir af Snorra klerki Björnssyni að Húsafelli eða fetað í bernskuspor Þórbergs Þórðarsonar að Hala í Suðursveit. Blankur mörlandi af konungakyni - einsog þeir eru nú flestir - sém ekki hefur ráð á því að sækja Frakka heim á 200 ára og laxveiðisvæði, ýmist í alfara- leið eða á fáförnum slóðum, mis- góð og misdýr. Veiðiflakkarinn kaupir greiðslumiða, 10 hið minnsta (300 kr. miðinn), og hleypir síðan heimdraganum. Ein stöng, einn dag, kostar frá 1 miða og uppí 27. Gistiflakkarinn er skyldur veiðiflakkaranum nema hvað hann skilur stöngina eftir heima. Gistiflakkarinn hefur einnig fest kaup á blokk með greiðslumiðum en þeir eru fyrir 7 eða fleiri nátta gistingu á sveitabýlum. ks það heimilt, ef sæmilega er um gengið. Marga góða gistingu hef ég þegið þar í Tjarnakoti, og slíkt hið sama munu fleiri mæla. En stundum hefur svo farið, að þar var allt annað en glæsilegt um að litast, þegar Landmenn komu að kofanum á haustin. Inni sem úti iágu dósir með úldnum matar- leifum, bréfaruslið um allt og glerbrot, svo að naumast var óhætt að fara þar um með hesta. Einhverju sinni höfðu ferðamenn notað kofann fyrir hesthús, sennilega nóttum saman, því að þar var hrossatað á gólfi og upp um rúmbálkana, og er slíkt næsta grálega gert. Fyrir nokkrum árum áttu ferðamenn leið um Kerlingar- skarð á Snœfellsnesi. Gerði þá að þeim illviðri, svo að þeir þóttust eigi einhlítir um ferðir sínar og tóku það til ráðs að láta fyrir ber- ast í sæluhúsi, sem þar ér á skarð- inu. En er að var komið, reyndist húsið heldur kuidalegt, dymar galopnar og snjóskafl fyrir innan. Áttu þeir því ekki annars úrkosti en að halda áfram yfir fjallið, þó að í tvísýnu væri teflt. Einhver vegfarandi hafði skilið húsið eftir opið, sennilega í góðu veðri, en það hirðuleysi hans hefði hér mátt valda dauðaslysi, ef ekki hefði annars notið við. Þetta dæmi sýnir glögglega, hversu ferðamenn eiga oft og einatt mikið undir því, að vel sé gengið um sæluhús á fjallvegum. Mörg- um þeim, sem hnýsast í þessa kofa á sumardag, hættir til að halda, að þeir séu að litlu nýttir, en nafnið hafa þeir þó af því, að þeir hafa oft og mörgum sinnum veitt hröktum manni húsaskjól og snúið dauðasút í sælu hvíldar og lífsvonar. Þeir, sem ferðast hafa um hinar fjölfamari leiðir hér á landi, munu hafa veitt því athygli, að þar getur víða að líta hin venju- legu ummerki hirðulausra veg- farenda, flöskur og glerbrot, bréfarusl, matarleifar og dósir af ýmsum gerðum. Eins og gefur að skilja, ber mest á þessum ósóma þar, sem flestir standa við, og er mér harla minnisstætt, hversu umhorfs er oft á sunnudagskvöld- um á sumrin við Grýlu í Ölfusi, Kerið í Grímsnesi, jafnvel hjá Geysi eða á sjálfum Þingvöllum. Og meðfram vegunum á báða bóga liggja flöskubrotin og dós- irnar og dunkarnir eins og hráviði og bera háttvísi vegfarenda þögult vitni, en illt. Allt er þetta ófagurt og hlýtur að vera til ömunar öllum þeim, sem hafa óbrjálaðan smekk og njóta vilja náttúrunnar í kringum sig. Og hestarnir, sem enn fara um veg- ina og oft verða að víkja úr götu fyrir bflunum, geta skaðað sig á flöskubrotunum, enda veit ég dæmi til þess. Eins og kunnugt er, fer sá siður mjög í vöxt, að menn liggi í tjöld- um að sumrinu einhvers staðar úti um sveitir eða jafnvel á fjöll- um uppi, og er vissulega gott til slíks að vita. Vitanlega velja þeir til þessa hina fegurstu staði, en þegar tjöldunum svo er svipt að lokinni dvöl, virðist mörgum lást að taka til eftir sig á tjaldstaðn- um, og má oft sjá ummerkin lengi. Fyrir utan flöskur og dósir eru þar steinar, sem tjaldbúarnir hafa tínt á skarirnar og skilið eftir. Stundum hafa þeir grafið skurði til þess að veita vatni frá tjaldinu, en ekki haft hirðu á að láta hnausana á sinn stað, þegar þeir fóru, svo að lengi síðan sér þessara mannvirkja merki. Á þennan hátt hefur mörgum fal- legum hvammi og bala verið spillt. Nú þykist ég vita, að einhverjir þeirra, sem þessar línur lesa, muni hugsa eitthvað á þessa leið: Það er aldrei nema satt, að um- gengni er víða ábótavant, en hvað á að gera af ótætis úrgangin- um, dósunum, glerbrotunum, matarleifunum og pappírsrusi- inu? - Þessu er skjótt að svara. Brennið því, sem brunnið getur, en grafið hitt í jörð, berið það í urð eða varpið því í vatn. Þrifnað- ur og þegnskapur eru úrræðagóð- ir félagar, er þeir leggjast á eitt. Ef skóflu vantar til þess að grafa gryfju, má notast við stóran hníf eða hylja sorpið undir holbakka við læk eða á, en sópa má gera sér úr hrisi eða lyngi. Hentugt væri, að ökumenn á langleiðum hefðu meðferðis væna bréfpoka, er þeir gætu hjálpað farþegunum um undir úrgang. Pokunum má svo fleygja í ár eða vatnsmikla læki. Eg gat þess í upphafi þessa máls, að ekki væru allir í eina sök seldir um þetta mál, enda er svo fyrir að þakka, að margir ferða- menn ganga svo um áningastaði, að komu þeirra sjást þar engin merki. Má þar fyrst nefna til hina eldri ferðamenn ýmsa, en þó engu síður skáta, farfugla og mörg íþrótta- og ungmennafélög, sem mættu vera til fyrirmyndar um þetta. Á þeim ferðum, sem farnar eru á vegum Ferðafélags íslands, er og gætt góðrar um- gengni, eins og að líkindum lætur, enda hefur félagið orkað hér drjúgum til bóta. Marga aðra mætti nefna til, bæði félög, stofn- anir og einstaklinga, og ber að virða viðleitni þeirra og þakka ekki síður en hitt er lastað, sem miður fer. Sú er og skoðun mín, að heldur hafi þokað fram á leið hin síðustu ár um þetta mál, og skal það ekki undan draga, að á síðastliðnu sumri kom ég enn að Landmannahelli, og þá var þar stórum betur um gengið en áður var, er ég kom þar síðast. En engu að síður er hér áfátt enn og þar mest, sem síst skyldi: á fegur- stu og fjöisóttustu stöðunum. Ég veit vel, að þessu veldur ekki virðingarleysi eða óbeit á náttú- runni, heidur hirðuleysi eitt, hirðuleysið og letin. En við hvor- ugt má hlíta, þar sem landið á í hlut. Fegurð þess er svo hrein og ung og ósnortin, að hún þolir hvorki kusk né kám. Og landinu verðum við að skila til þeirra kyn- slóða, er eftir okkur koma, jafnfögru eða heist fegurra en við tókum við því. Það er góður siður og sanngirnismál, að menn skilji ætíð við áninga- og áfangastaði eins og þeir kysu að koma að þeim sjálfir. Þegar sá dýrlegi dagur rennur, er við eigum aftur frjálsa för um landið allt, þá þarf víða hendi til að taka, margt að þrífa og færa til hins fyrra horfs, því að íslandi eru það minningar, en ekki manna- verk, sem endast. Árbók Ferðafélags íslands, 1943 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.