Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 7
FERÐABLAÐ PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Ijm M B idvisi, þœglndl, þjonusta - alla daga vikunnar til Evrópu Drangey með dranginn Kerlingu í forgrunni. Drangey hefur löngum verið matarkista Skagfirðinga og olli það meðal annars litlum vin- sældum Grettis Ásmundarsonar þegar hann sat í Drangey, að ekki gátu aðrir með góðu móti nytjað eyna. Þeir eru margir ferðalanaarnir sem verður á glappaskot á leið sinni eftir hringveginum norður í land. Þegar menn hafa áð að Varmahlíð þá halda ótrú- lega margir áfram eftir hringveg- inum í átt til Öxnadals í stað þess að aka út fjörðinn og inn á Sauð- árkrók. Á Sauðárkróki er nefni- lega ýmislegt að finna fyrir ferða- menn, þrjú hótel, tjaldaðstöðu, sundlaug, útsýnisflug, níu holu golfvöll, hestaleigur og síðast en ekki síst að þá eru farnar þaðan ferðir í Drangey - perlu Skaga- fjarðar. Meðal þeirra sem taka að sér að sinna þörfum ferðamanna á Sauðárkróki er ferðaþjónustan Áning. Áning býður upp á hót- elgistingu í heimavist Fjöl- brautarskólans, 26 tveggja manna herbergi með eða án baðs. Áning tekur bæði á móti hópum og einstaklingum og skipuleggur ferðir um héraðið, með reyndum leiðsögumönnum. Boðið er upp á skoðunarferðir um söguslóðir Sturlungaaldar, enda gerðust í héraðinu fjölmarg- ir atburðir sem áhrif höfðu á Is- landssöguna, t.d. Flugumýrar- brenna og Örlygsstaðabardagi. Hólar í Hjaltadal, höfuðstaður norðurlands og biskupssetur í sjö aldir eru innan seilingar og er þar vel tekið á móti gestum. Lokið hefur verið við viðgerð á kirkj- unni að innan og viðgerð að utan er langt komin og er óhætt að segja að enginn verði svikinn á heimsókn á þennan fornfræga stað. Jón Eiríksson, Drangeyjarjarl sér um að ferja ferðamenn í Drangey, m.a.í samvinnu við Áningu. Jón er manna kunnug- astur í Drangey, enda hefur hann frá unga aldri farið í eyna að sækja björg í bú og hefur síðan haft hana á leigu til nytja í rúm þrjátíu ár. Jón þekkir eyjuna eins og handarbakið á sér og hafsjór fróðleiks um allt sem tengist sögu hennar og staðháttur og kann þá list að segja skemmtilega frá. Undirritaður fór í Drangeyjarför undir handleiðslu Jóns í glamp- andi sól og góðu veðri í síðasta mánuði og er var það lífsreynsla sem gaman er að hafa upplifað. Drangey er í senn fögur og hrika- leg, sjórinn í kring hreinn og tær og bjargfuglinn telur sennilega hundruð þúsundá. Á eynni dvaldi Grettir svo sem allir vita og má sjá þann stað þar sem talið er að þessi frægi útlagi hafi gert sér bólstað. Á eynni hefur verið reistur lítill skáli þar sem sigmenn hafa aðstöðu og rita Drangeyjar- farar gjarnan nöfn sín í gestabók sem þar liggur frammi. í Skagafirði er víða góð veiði- von í ám og vötnum og hægt að fá veiðileyfi gegn hóflegri þóknun og frjálst er að fara niður á Borg- arsand og renna þar fyrir silung. Hrossarækt stendur á gömlum merg í Skagafirði og óvíða jafn- mikið af jafngóðum hrossum og þar. Hestaleigur eru því víða og þeir sem gista hjá Áningu geta brugðið sér á bak með skömmum Eftir að upp á Drangey er komið fá margir léttan skjálfta í hnén þegar litið er fram af bjargbrún- inni, enda er víðast tugmetra fall lóðbeint niður í sjó. I þessum klettum spranga sigmenn upp og niður eins og ekkert sé sjálfsagð- ara. fyrirvara og kemur leiðsögumað- ur með hrossin upp að dyrum. Vilji menn reyna fyrir sér í golfi er níu holu golfvöllur á Móum, skammt fyrir ofan Sauðaárkróks- bæ og fallegar gönguleiðir eru upp með Sauðárgili. Hyggist ferðamenn hins vegar fara lengri leiðir fótgangandi má benda á að einn hrikalegasti fjallgarður landsins, Tröllaskagi liggur við bæjardyr Sauðárkróks. Skaginn liggur á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og liggja um hann margar þekktar gönguleiðir frá tímum biskupsstólsins á Hólum. Er hér aðeins fátt eitt tínt til af því sem Skagafjörðurinn hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn og af þessu má sjá að enginn þarf að vera svikinn ákveði sá hinn sami að bregða sér norður í Skagafj- örð. phh þessari dæld fyrir framan móbergshellu ertalið að Grettir hafi gert sér bæli. Þaðan er gott útsýni inn allan Skagafjörð. Jón Drangeyjarjarl íklæddur lopapeysu uppfræðir ferðamenn. ★ STÆRRI OG RÚMBETRI ★ STÆRRI BJÓL ★ HÆRRA UNDIR LÆGSTA PUNKT ★ FALLEGRIINNRÉTTING ★ NÝTT ÚTUT ★ NÝJAR LÍNUR ★ STÆRRI VÉL TIL AFGREIÐSLU STRAX Helgason ht Sœvarhöföa 2, sími 674000 Drangey og Skagafjörður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.