Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 9
' FERÐABLAÐ bara öðruvísi en áður. Nú, annar þáttur í okkar starf- semi á sumrin er náttúrlega rekst- ur sæluhúsanna og umsjón með þeim tjaldsvæðum á hálendinu sem Ferðafélagið hefur tekið að sér. Við verðum með starfsfólk á sex hálendisstöðum yfir hásum- arið, í Þórsmörk, Landmanna- laugum, Nýjadal og Hvera- völlum. Á þessum stöðum öllum eru stór og góð sæluhús og tjald- svæði í nágrenni þeirra. Viðhald, endurbygging og rekstur húsanna á þessum stöðum er mjög veiga- mikill þáttur í starfi Ferðafélags- ins á hverju ári. Ennfremur verð- um við með gæslufólk að Álfta- vatni og ætlum að reyna að vera með gæslufólk á Hvítárnesi. Hve margir starfa hjá Ferðafé- laginu? „Það starfa fjórir á skrifstof- unni. Síðan eru og verða níu manns á okkar vegum í sæluhús- um. Og svo eru náttúrlega far- arstjórarnir allir en þeir eru svona á að giska 60-70 talsins. En þeir eru fyrst og fremst áhuga- menn, fá dagpeninga en ekki aðr- ar greiðslur. Loks má nefna brú- arsmiði en helsta verkefni þeirra í sumar verður að ganga frá brúnni yfir Syðri-Emstru sem ekki náðist að ljúka við í fyrrahaust.“ Hvað eru félagsmenn margir? „Félagsmenn eru svona átta þúsund og tvö, þrú hundruð og eru búsettir vítt og breitt um landið. Það eru Ferðafélags- deildir á tíu stöðum á landinu sem starfa sem sjálfstæð félög. Styrk- ur Ferðafélagsins til þessara deilda er helmingur andvirðis Ár- bókar hverju sinrii. Þessar deildir eiga tólf sæluhús sem eru staðsett á Norður- og Austurlandi. Sumar þessara deilda eru mjög virkar og í flestum er eitthvert líf.“ Nú kemur Árbókin út í 62. skipti. Eru eldri árgangar enn fáanlegir? „Árbókin hefur komið út hvert einasta ár frá því félagið var stofnað árið 1927. Árbækurnar Iýsa landinu eiginlega öllu, eins- og það leggur sig. Það eru misstór svæði tekin til umfjöllunar í hverri bók og þeim er lýst mis ítarlega. Allir árgangar eru fáan- legir en stór hluti í ljósprentaðri útgáfu. Þessar bækur eru mjög ódýrar, kosta frá 200 krónum og uppí 2.400 sú nýja í lausasölu en 2000 krónur til félagsmanna.“ Finnst þér ferðamönnum hafa farið fram eða aftur í umgengni við ísland á undanfornum árum? „Mér finnst hafa orðið stökk- breyting til hins betra á umgengni ferðamanna á síðustu árum. Þeir ganga mikið betur um núna og það er viðburður sé rusl skilið eftir á stað þar sem hópur ferða- manna hefur haft viðdvöl eða snætt nesti sitt. Eins er mikill munur á hve fólk hefur nú opnari augu fyrir gróður- og landvernd almennt, heldur en var fyrir nokkrum árum. Það er ekki sambærilegt.“ Útivist Höfuðáhersla á Þórsmörk KristjánM. Báldurssonhjá Utivist segir allt af létta um sumarstarf félagsins Ferðafélagið Útivist var stofnað þann 23. mars árið 1975. Markmið þess er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi, m.a. með því að skipuleggja úrval lengri og skemmri ferða um ísland. Höfuðáhersla er lögð á útiveru og gönguferðirfrem- ur en langakstur í bíl. Þannig komast Útivistarmenn sjálfir að orði um félagsskap sinn. Útivist hefur bækistöðvar í Gróf- inni 1 í hjarta gömlu Reykjavíkur og þar heldur Kristján M. Bald- ursson um tauma. Við tókum hann tali fyrir skemmstu. Hvað er helst á döfinni hjá ykk- ur Útivistarmönnum í sumar? „Já, það má kannski fyrst geta þess að við erum með starfsemi allt árið, bæði styttri ferðir á sunnudögum og helgarferðir. Síðan erum við með lengri ferðir á sumrin og að sjálfsögðu er starf- semin mest þá. Á dagskránni eru 20 lengri ferðir á hina ýmsu staði. Það eru ýmist rútuferðir eða bakpoka- ferðir eða ferðir á ákveðinn tjalddvalarstað sem síðan verður miðstöð fyrir margar skemmri ferðir. Flestar lengri ferða okkar eru á Hornstrandir, við leggjum mesta áherslu á þær og sú fyrsta verður farin nú 5. júlí. Síðan rekja þær sig hver af annarri og sú síðasta verður farinn um Versl- unarmannahelgina. Síðan bryddum við uppá ýms- um nýjungum í sumar. Til dæmis um þær er ferð 13.-16. júlí inná Sprengisand, til Skagafjarðar þar sém haldið verður útí Drangey og að lokum verður ekið heim um Kjalveg. En kannski verðum við að fresta þeirri ferð um svona viku vegna þess að hugsanlega verður Sprengisandur ekki opn- aður fyrr en eftir miðjan júlí. Við bjóðum uppá nýjan hálendis- hring; Snæfell, Kverkfjöll, Mý- vatn. Og ennfremur má nefna síðsumarsferð á Norðausturlandi sem farin verður um miðbik ág- ústmánaðar. Norðausturhornið hefur fram að þessu verið fremur útundan í okkar ferðaáætlunum og hyggjumst við bæta úr því með Breiðholt - Kópavogur Látið kunnáttumennina smyrja bílinn á smurstöðinni ykkar. SMURSTÖÐ ESSO Stórhjalla 2, Kópavogi sími 43430 Snjólfur Fanndal. m þessari ferð. Svo erum við með ýmislegt fleira á boðstólum, bæði sígildar gönguferðir milli Land- mannalauga og Þórsmerkur og svo minna þekkta leið milli Eld- gjár og Þórsmerkur sem þó er ekki síður áhugaverð. f helgarferðum leggjum við að sjálfsögðu mesta áherslu á Þórsmörkina. Og þar bjóðum við ennfremur uppá sumarleyfisdvöl í tveimur góðum skálum í Básum. Þar er öll aðstaða einsog best verður á kosið í óbyggðum og er sífellt verið að betrumbæta hana, bæði fyrir gesti í skálunum og eins fyrir tjaldgesti. Hið nýjasta í þeim efnum er viðbygging við stærri skálann er hýsir eldhús og borðstofu, akkúrat fullbúin fyrir sumarið. Skálarnir tveir rúma 95- 100 manns í svefnpokagistingu." Umsvif Útivistar eru all mikil og félagsmenn hljóta því að vera nokkuð margir? „Félagsmenn eru núna um 1850. Þeir skipta sér ekki niður í deildir því þeir eru flestir búsettir hér í suðvesturhorninu þótt einn- ig séu félagar út um hinar dreifðu byggðir landsins. Árgjald Úti- vistar 1989 er 1900 krónur og innifalið í því er ársrit félagsins. Fimmtándi árgangurinn er rétt óútkominn, kemur í byrjun júlí með fjölbreyttu ferðaefni, alls níu greinum, og fjölda litmynda. Ein stærsta greinin fjallar um gönguleiðir um Akranes. Það er góð umfjöllun um Drangey, Kristján M. Baldursson. Mynd: Jim Smart. svæði uppmeð Þjórsá að vestan sem nefnist Gljúfurleit og stór- merkileg grein um jarðfræði Goðalands eftir Jón Jónsson jarðfræðing. Það hefur lítið sem ekkert birst á prenti um jarðfræði Þórsmerkursvæðisins en Jón hef- ur unnið að rannsóknum á því síðastliðin tvö ár og niðurstaða þeirra er m.a. þessi grein um Goðalandið.“ Hvernig stóð á því að Útivist var stofnuð á sínum tíma? Þótti mönnum Ferðafélagið ekki fullnægja ferðaþrá sinni? „Þetta er nokkuð sem flestir eru búnir að gleyma þótt stund- um sé imprað á því. Nú það voru ástæður fyrir því sem snertu þá- verandi framkvæmdastjóra Ferð- afélags íslands og ágreining hans og þáverandi stjórnar. Það var ekki neitt sem snerti ferðaáhersl- ur sem olli því að Útivist var stofnuð, enda eiga félögin margt sameiginlegt þótt samkeppnin sé öllum holl. Hún ýtir á að menn komi með nýjar hugmyndir og leggi sig meira fram. Það sem Útivist hefur lagt áherslu á er að hafa fjölbreytta ferðamöguleika og bjóða uppá aðrar leiðir en FÍ og nýja staði.“ ks c- Lækjargötu 8. Sími 71562 Siglufiröi Pylsur - gos sælgæti - tóbak Allur venjulegur sjoppuvarningur 2 billiardborð Opið á sumrin frá kl. 11:30 - 23:30 Kjúklingabitar - samlokur alla daga hamborgarar - pítur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.