Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 10
FERÐABLAÐ Sumarleyfi í Þórsmörk Ódýrt sumarleyfi j fallegu umhverfi í Básum. Gistiaðstaðan í Útivistarskálanum er eins og best gerist í óbyggðum. Dvalið á milli ferða. Brottför föstudagskvöld, sunnudags- og miðvikudagsmorgna. Fjölskylduafsláttur. Ennfremur helgar- og dags- ferðir. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Gróf- inni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst! UTIVIST Hótel Noröurljos Raufarhöfn Við bjóðum gistingu og góðar veitingar allan daginn. Komið og njótið sumarsins í hinni nóttlausu voraldar veröld. Hægt er að ferðast með bíl... Aðýmsuerað hyggjafyrir óvanan ferðalang. A að taka rútu eða fara á hestbaki, gista í tjaldi eða á Edduhóteli? Hvað kostar hr Margur hyggst leggja land undir fot a næstunni og fara hringinn í kringum há- lendisóbyggðir ættjarðarinn- ar, eða m.ö.o. „fara hringinn". Séu einhverjir í þeim hópi alls ófróðir um slíkt ferðalag og hafi þeir ekki grænan grun um hvernig búa á sig undir það, hvers sé þörf og hvað hlutirnir kosti þá iesi sá hinn sami þessa samantekt sem jöfnum höndum er fróðleg og auglýs- andi. Telji lesandi í einhverju ábótavant í greininni þá hefur höfundur sér það til afsökunar að hafa aðeins einu sinni farið í hringferð um landið: með Friðriki Þór Friðrikssyni í Háskólabíói vorið 1984. ...á hestbaki Fararskjótinn Kjósi ferðalangur að aka í eigin bifreið þá gæti hann að því að allt sé í góðu standi, ekki síst „head- pakkningin“ (sem klikkaði hjá undirrituðum á Borgarfjarðar- brúnni um árið, vansællar minn- ingar). Hann átti sig ennfremur á því að leiðin frá Reykjavík til Reykjavíkur, án hliðarspora, ...með rútu ...eða á reiðhjóli. spannar um það bil 1400 kíló- metra. Að sögn þeirra sem gerst þekkja til brennir meðalbfllinn 8 lítrum af bensíni á 100 kflómetra kafla úti á þjóðvegum sé ekki áð í tíma ogótíma. Lítrinn af blýlausu bensíni kostar ekki nema 50 krónur (þökk sé Ólafi R.). Af þessu leiðir að brennsluútgjöld hringferðar um landið á farartæki sem brennir 93 oktana blýlausu bensíni er á að giska kr. 5600 sé sjaldan numið staðar, ekið á jöfnum hraða og engar króka- leiðir farnar. En taki menn bíl á leigu þá veri þeir ekki fastheldnir um pyngj- una! Hjá Bflaleigu Flugleiða geta menn valið milli þriggja fjöl- skyldubifreiða, Ópel Corsa, Ford Siesta og Toyotu Corolla. Sólar- hringsgjald er 1.920 kr. og síðan bætast við kr. 19,20 við hvern ek- inn kílómetra. Sem sé: Aki menn „hringinn" á þremur sólarhring- um á bflaleigubfl sem eyðir 8 blý- lausum bensínlítrum á hundraðið lítur dæmið svona út: 3 sólar- hringar: kr. 5760, 1400 kflómetr- ar: kr. 26.880 og bensín kr. 5600. Alls= 38.240. Dýr myndi Hafliði allur! Nú fer því fjarri að ökuskírteini sé í allra vösum. Sé þannig farið um þig, lesandi góður, þá áttu all nokkurra ferðakosta völ annarra en fólksbifreiðarinnar. Rútan er einn. Hjá Bifreiðastöð íslands er hægt að festa kaup á hringmiða á kr. 8.000. Þá halda menn með áætlanabifreið frá Reykjavík í austur eða norður og heilhring en snúa ekki til baka nema að greiða fyrir það sérstaklega. Ferðalangi er heimilt að koma við þar sem honum þóknast og vera eins lengi á ferðalaginu og honum þóknast. Einnig er hægt að kaupa svo- nefndan tímamiða hjá BSÍ, hringferð með útúrdúrum (ma. til Snæfellsness og ísafjarðar) sem tekur frá einni viku uppí fjór- ar. Vikuferð kostar kr. 9.400 en fjögurra vikna ferð kr. 17.900. Innifalinn er afsláttur á sigling- agjöldum með ferjum einsog He- rjólfi og Akraborg, tjaldstæðum, svefnpokaplássum Edduhótela og Ferðaþjónustu bænda. Auk þessa er hægt að leigja sér hest, reiðhjól og bfl með bfl- stjóra. Hestaleigur taka að sögn 15 dollara á klukkustund eða kr. 870. Þeir hjá Borgarhjóli, Hverf- isgötu 50, veittu þær upplýsingar að það kostaði 750 kr. að leigja sér fjallahjól í sólarhring hjá þeim en þriðjungi minna, kr. 500, fyrir venjulegt reiðhjól. Og ekki þarf neinn að velkjast í vafa um það að leigubfll hringinn í kring- um ísland er flestum lands- mönnum fjárhagslega ofviða. Gisting í tjaldi Nú, nú, einhversstaðar verða vondir að vera nætursakir. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi og skal hugað að nokkrum hér. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.