Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 11
FERÐABLAÐ Hraustir menn geta hæglega gist í tjöldum og hyggist þeir gera það eru tveir leikir í stöðunni: að kaupa og að leigja. Hjá Tómstundahúsinu fást tjöld af ýmsu tagi. Einstæðingur eða smávaxið par gæti fengið sér létt göngutjald með yfirsegli á tæpar tólf þúsund krónur. Slíkt tjald fyrir 3 kostar 16.900 en fyrir fjóra 23.000. Vilji menn hinsveg- ar fordyri líka kostar þriggja manna tjald 22.400 en fjögurra manna 27.000. Það kostar 2000 kr. að leigja tveggja manna tjald í 3 sólar- hringa hjá Tjaldleigu BSÍ. 3-4 manna tjald kostar 2500 kr. í 3 sólarhringa en 5 manna kr. 3200. Þar er ennfremur hægt að fá staði í þjóðbraut eða því sem næst þar sem starfrækt er Edduhótel: Laugarvatn, Hvolsvöllur, Kirkjubæjarklaustur, Höfn í Hornafirði, Hallormsstaður, Ak- ureyri, Húnavellir og Reykholt í Borgarfirði. Gistivinir Eddu greiða mis- mikið fyrir nóttina og veltur verð- lagið á keyptum þægindum og friðsæld. Ódýrast er svefnpoka- pláss eða kr. 500. Næturgreiði í 2ja manna herbergi kostar 1.450 kr. en fylgi baðherbergi í kaupun- um er verðið kr. 2.050 á mann. Einkaherbergi kostar kr. 2.200 en fylgi baðherbergi kr. 3.000. Auk gistirýmisins er boðið uppá morgunverðarhlaðborð á Eddu- hótelum á kr. 500 á mann. Upplýsingamiðstöð ferða- mála er til húsa að Ingólfs- stræti 5. Þar er hægt að afla sér upplýsinga um nær allt sem ferðalangi stendurtil boða hér innanlands, starfs- fólk er boðið og búið að greiða úr vanda hvers og eins og ennfremurliggurþarframmi aragrúi bæklingaog pésafrá ferðafélögum og ferðaskrif- stofum, sérleyfishöfum, hótel- um, Farfuglaheimilum og Ferðaskrifstofu bændao. fl. o. fl. ingferðin? svefnpoka leigða á kr. 800 í 3 daga, tjalddýnur kosta 500 kr. í 3 daga og bakpokar 700-950 kr. í 3 daga. Farfuglar og Edda 18 Farfuglaheimili eru nú starf- rækt víðsvegar um landið. Gist- ingu á þeim má panta á Farfugla- heimilinu að Laufásvegi 41 og kostar nóttin kr. 790. Svo dæmi séu nefnd eru starfrækt 2 Farfugl- aheimili í Reykjavík og 2 á Akur- eyri, 1 í Reykholti í Biskupstung- um og í Vestmannaeyjum, 1 að Breiðuvík og 1 á Seyðisfirði o.sv.frv. Ferðaskrifstofa íslands starf- rækir 16 Edduhótel víðs vegar um landið í sumar. Til glöggvunar fyrir hringfara má nefna nokkra Edda gerir mönnum afsláttar- tilboð tvö tímabil í sumar. Annað er að renna út, gilti frá 10.-30. júní, en hitt verður í gildi dagana 10.-31. ágúst. Það er á þá lund að kaupi maður 4 eða fleiri nætur samtímis á þessu skeiði kostar nóttin 1.080 kr. í tveggja manna herbergi með handlaug. Dvelja má 4 nætur á einum stað eða ferð- ast á milli Edduhótela. Alls kost- ar þá 2ja manna herbergi í 4 næt- ur 4.320 á mann en 6.500 á mann sé gist í einkaherbergi. Sé hringfarinn dekurbarn sem hvorki nennir að standa í útrétt- ingum né horfa í hvern eyri þá kaupir hann sér „Hringferð Is- lendinga“, 10 daga ferð dagana 22. júlí-31. júlí á vegum Ferða- skrifstofu íslands. ks Benzín- og olíustöð ESSO, OLÍS, SHELL við Aðalgötu, Stykkishólmi Sími 93-81254 og 93-81286 ALHLIÐA FERÐAMANNAVERZLLN SALA Á BENZÍNI OG OLÍUM ALLSKONAR FERÐAVÖRUR HAMBORGARAROG ÝMSIR SMÁRÉTTIR. ÖL, SÆLGÆTI, ÍS, HEITAR PYLSUR OG FL. FERÐAMENN! VERIÐ VELKOMNIR „Þórshöfn er einskonar meðaltal af norsku strandþorpi og íslenskum kaupstað, og líkist hinum síðarnefnda þó meira,“ skrifaði eitt sinn færeyski rithöfundurinn Jörgen-Frantz Jacobsen. Færeyjar Fýsilegur ferðakostur Ekki ofnærri og ekki offjarri heimahögunum Þeir sem ekki láta sér nægja að ferðast um fósturjörðina þegar ferðahugurinn kemur í þá og verða að halda suður á bóginn að nema ný lönd halda að sjálf- sögðu til Færeyja og ekki feti lengra. Færeyjar hafa uppá margt að bjóða og einkum og sér í lagi fyrir mörlandann. í fyrsta lagi eru þær ekki fjær átthögunum en svo að hann heldur hnakkakertu höfði og óskertri öryggistilfinningu. Hann verður ekki að gjalti einsog hætt er við að hendi í mjög fram- andi umhverfi, t.d. í Portúgal eða Svíþjóð. Þjóðin minnir um margt á hann sjálfan, frændur og frænk- ur, afa og ömmur. Tungumálið er ekki fjarskylt ástkæru og ylhýru móðurmáli hans og landslagið er hrikalegt, fagurt og stórkarlalegt, einsog heima á ísafirði eða austur á Höfn. En þrátt fyrir þetta er ótal margt í Færeyjum sem kemur ís- lendingi nýstárlega fyrir sjónir og veldur litbrigðum í heimssýn hans. Eyjarnar átján eru því fyrirtakskostur hyggist menn hleyþa heimdraganum og halda utan án þess þó að leita langt yfir skammt. ks ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Pú kemst skjótt og greiðlega á áfangastað innanlands með því að ferðast fljúgandi. Með öryggið að leiðarljósi greiða Flugleiðir götu þína og bjóða áætlunarílug til ÍO staða á landinu. ísamvinnu við önnurflug- félög og sérleyfishafa áttu síðan kost á tengiferðum til alls 42 staða. Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn - taktu flugið. Með Flugleiðum. AHar nánari upplýsingar á sölu- skrifslofum Flugleiða, hjá umboðs- mönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR INNANLANDSFLUG AUK/SlA k110d20-336

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.