Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 12
Hálendið Ovenju vont átferði Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlitsmaður: Einhver snjóþyngsta tíð í áratugaraðir og opnun hálendisvega a. m. k. hálfum mánuði á eftir áœtlun Astand fjallvega Condition of mountaín tracks Kortið var gefið út í fyrri viku en gildir þangað til á morg- un. Einsog sést eru vegir enn víða ófærir á hálendinu og sum- staðar í byggð. Uxahryggjaleið er lokuð sem og leiðin niður í Mjóa- fjörð, og hringvegurinn virðist vera lokaður á kafla í botni Berufj- arðar. Kortið fengum við hjá Vegagerð ríkisins og ræddum þar lítillega við Hjörleif Ólafsson vegaeftirlitsmann. Hjörleifur, er þetta ekki óvenju slæmt nú í sumar? „Þetta er, einsog komið hefur fram, eitthvert snjóþyngsta ár í ára- eða jafnvel áratugaraðir og snjór á hálendinu er með allra mesta móti. Og það er stutt síðan fór að hlána eitthvað sem heitir. Það má gera ráð fyrir því að vegir um hálendið verði í öllu falli hálf- um mánuði á eftir venjulegu ár- ferði. í venjulegu árferði opnast aðalfjallvegir einsog Sprengi- sandur og Kjölur svona um mán- aðamótin júní/júlí.“ Þið gefið vikulega út kort sem sýnir ástand fjallvega. Hvernig komið þið þessum upplýsingum á framfæri við almenning? Auglýs- ið þið í fjölmiðlum eða verður fólk sjálft að bera sig eftir þessum upplýsingum? „Þessum kortum er dreift á helstu ferðamannastaði, hótel, Áraskipið Farsæll, með rá og reiöa og öllum farviði, í Sjóminj- asafni Eyrarbakka. Forstöðu- maður þess og jafnframt hrepps- stjóri Eyrarbakkahrepps er Inga Lára Baldvinsdóttir. Mynd: Jim Smart. Suðurland Sagt til vega Ferðamálasamtök Suðurlands gáfu í fyrrá út nýja og stór- bætta ferðahandbók um svæðið sem spannar Árnessýslu, Rang- árvallasýslu og V.- Skaftafells- sýslu auk Vestmannaeyja. í bók- inni er ítarlegur kafli um hvert sveitafélag kjördæmisins ásamt fjölda fallegra litmynda og korta. Kaflann um Eyrarbakka skrif- ar Óskar Magnússon skólastjóri. Þar segir m.a.: „Að baki Hússins er tún óbyggt en austan þess á hægri hönd, þegar ekið er austur, stendur steinhús með háu risi. Þar er Sjóminjasafn Eyrarbakka til húsa. Safnið á margt merkra gripa sem tengjast sjósókn og sögu Eyrarbakka. Merkast muna þar er áraskipið Farsæll sem stendur þar inni með rá og reiða og öllum farviði." ks bílaleigur, ferðaskrifstofur, af- greiðslu Norrænu á Seyðisfirði og víðar. Menn eru beðnir um að hafa þetta uppihangandi þar sem ferðafólk helst sér þetta. Og þetta er sent öllum dagblöðum. Reyndar getur fólk fengið þessi kort hjá okkur en einfaldast er þó að hringja í upplýsingasíma Veg- agerðarinnar, 21000, og spyrja okkur og fá upplýsingar sem henta hverjum og einum.“ ks Þú tjaldar ekki til einnar nætur í tjaldi frá Skátabúðinni Skátabúðin býður ótrúlegt úrval af íslenskum og erlend- um tjöldum. Allt frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekking okkar í sölu og meðferð á tjöldum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín trygging. Við hjá Skátabúðinni viljum geta sagt að „þú tjaldir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. -skarak frammk SNORRABRAUT 60 SÍM112045

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.