Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 6. júlí 1989 117. tölublað 54. órgangur Hvalfjörður Olíuúrgangur á glámbekk 300 tunnur með úrgangsolíufrá hernum geymdar niðri íflœðarmáli. Blaðafulltrúi hersins: Bíðaþess að verðafjarlœgðar. Siglingamálastofnun: Ekki kunnugt um málið. Óvenjulegur geymslustaður Um 300 tunnur fullar af úr- gangsolíu frá eldsneytis- birgðastöð Bandaríkjahers í Hvalfirði liggja á glámbekk niðri undir fjöruborði utan girðingar og bíða þess að ryðga í sundur meðan þær eru ekki fjarlægðar. Tunnurnar sem eru um 250 lítra olíuföt, eru geymdar undir ábreiðslu og þarf ekki mikið hnjask til svo að úr leki að sögn heimildarmanns Þjóðviljans í Hvalfirði. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi' hersins, staðfesti þetta í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Friðþórs er um að ræða botnfall úr eldsneytistönkum hersins og olíumengaðan jarðveg úr þróm, sem til skamms tíma hefur verið geymdur utan girðingar eftir að hafa legið innan olíustöðvarinnar í um tvö ár. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar hjá Siglingamálastofnun að þangað hefði engin vitneskja bor- ist um tilvist olíuúrgangsins niðri undir flæðarmáli, en stofnunin er eftirlitsaðli með mengunarvörn- um við strendur landsins. Eyjólfur Magnússon hjá Sigl- ingamálastofnun sagði að óneitanlega væri þetta óvenju- legur geymslustaður ef rétt reyndist. - Hins vegar ef tunn- urnar verða fljótlega fjarlægðar og eru í góðu ásigkomulagi þá er ekki voðinn vís. - Nokkrum hluta þessa ur- gangs hefur þegar verið pakkað í sérstakar umbúðir og fluttur á brott. Það er beðið eftir umbúð- um fyrir afganginn til að hægt sé að flytja hann á brott til eyðingar, sagði Friðþór, sem sagðist ekki geta sagt til um hvenær af því yrði. Sigurður Þráinsson, sjávarlíf- fræðingur hjá Náttúruverndar- ráði, sagði að erfitt væri að segja til um hvaða skaði væri skeður ef olían losnaði úr læðingi og hvort hún næði að berast í eldiskvíar sem væru við innanverðan fjörð- inn og yrdi fugli að fjörtjóni. - Náttúrlega er þetta ekki geymslustaður fyrir úrgang sem þennan, sagði Sigurður. -rk Farmannadeilan Yfirvinnu- banni frestað Sjómannafélag Reykjavíkur frestaði laust fyrir kvöldmatar- leytið í gær yfirvinnubanni undir- manna á kaupskipum sem hófst klukkan 17 í gær. Ákvörðun um áður boðaða þriggja sólarhringa vinnustöðvun í næstu viku stend- ur þó enn óhögguð. Að sögn Guðmundar Hall- varðssonar, formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur, var afráðið að fresta yfirvinnubanninu til 14. júlf þar sem sú staða var komin upp í samningaviðræðum við kaupskipaútgerðirnar að brugðið getur til beggja vona. Bolungarvík Fimm vikna gálgafrestur Við ítrekuðum kröfur heilbrigðisnefndar Bolungar- víkur að lagt verði bundið slitlag á Kanaveginn til að hindra frek- ari rykmengun af honum yfir vatnsöflunarkerfi bæjarins og gáfum utanríkisráðuneytinu fimm vikna frest til að ganga frá þeim iiiálum. Að öðrum kosti yrði veginum lokað 10. ágúst og stöðvast þá allar framkvæmdir við ratsjárstöðina uppá Bola- fjalli, sagði Kristinn H. Gunnars- son í Bolungarvík. í fyrradag á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna kom sjö manna sendinefnd frá utanríkisráðu- neytinu með Þorstein Ingólfsson forstöðumann varnarmála- deildar í broddi fylkingar til Bol- ungarvíkur til viðræðna við heimamenn hvað gera skuli til að Spænsku konungshjónin, Jóhann Karl I. og Soffía á tröppum forseta- bústaðarins á Bessastöðum ígær ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands. Veðrið var ekki uppá það besta, útsynningurog regnsloti sem virtist þó ekki spilla heimsókn þessara aufúsugesta sem dvelja hér á landi til næstu helgi. Mynd Jim Smart. koma í veg fyrir að ryk frá vegin- um berist í va'tnsöflunarkerfi bæjarins. Engin niðurstaða fékkst í viðræðum aðila en þess í stað var bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við utanríkis- ráðuneytið og varnarmálaskrif- stofu þess. Að sögn Kristins héldu emb- ættismennirnir því fram á fundin- um að þeim hefði aldrei borist samþykkt heilbrigðisnefndarinn- ar frá því ágúst í fyrra þar sem utanríkisráðuneytinu var gefinn frestur fram til 1. júlí í ár að ganga að kröfum heimamanna um bundið slitlag á Kanaveginn. Að öðrum kosti yrði honum lokað fyrir allri umferð. Starfsmaður heilbrigðisnefnd- arinnar er Einar Otti Guðmunds- son héraðsdýralæknir á ísafirði og aðspurður sagðist hann standa í þeirri meiningu að hafa sent áð- urnefnda samþykkt suður og vita ekki annað en hún hefði borist til réttra aðila. Einar Otti sagði veg- inn hafa verið lagðan allt of ná- lægt vatnsöflunarkerfinu og það væri umhugsunarefni hver hefði mælt hann út og staðsett hann á þessum stað. -grh Húsnœðiskerfið Búseti hafði ætlað sér að byggja 180 íbúðir á Reykjavflcur- svæðinu í ár en l'áll Gunnlaugs- son, formaður Búseta í Reykja- vík, segir að lítið verði úr fram- kvæmdum vegna seinagangs Húsnæðisstofnunar. Búseti hafi þegar þurft að gefa eftir 16 íbúðir í Hafnarfírði sem afhenda átti í ok'tóber næstkomandi og að öllum líkindum tapi Búseti út- hlutuðum lóðum í Kópavogi i þessari viku. Sigurður Guð- mundsson, forstjóri Húsnæðis- Seinkun ekki seinkun Búseti: Höfum ekkertgetað skipulagt okkur vegna seinagangs Húsnœðisstofnunar. Sigurður Guðmundsson: Ekki orðið neinar tafir. Umsóknir til afgreiðslu í dag stofnunar, segir engar taflr hafa orðið á afgreiðslu Húsnæðis- stofnunar. Búseti hafi farið offari í sínum málum. tbúðirnar í Hafnarfirði voru byggðar af verktaka sem Búseti ætlaði síðan að kaupa og miðla til félagsmanna. Páll sagði að greiða hefði átt lóðagjöld í Kópavogi 1. mars og þess vegna búist hann við því að Búseti missi lóðirnar í vik- unni. Fjármagnsskortur sé helsti vandi húsnæðiskerfisins og Hús- næðisstofnun viti aldrei hvaða fjármagn stofnunin hafi til um- ráða hverju sinni. Sigurður Guðmundsson sagði að Búseti eins og aðrir sem lagt hefðu inn lánsumsóknir fyrir 1. ágúst, hefðu þurft að bíða eftir afgreiðslu fjáriaga, sem ekki voru afgreidd fyrr en um jól. Síðan hefði þurft að bíða eftir af- greiðslu lánsfjárlaga, en þau voru ekki afgreidd á fyrr en 22. mars. Þá var fyrst kominn grundvöllur fyrir Húsnæðisstofnun til að af- greiða lánsloforð. Húsnæðisstofnun vann að því í allan vetur að undirbúa tillögur um úthlutun ársins. Tillögurnar hefði ekki verið hægt að sýna fyrr en lánsfjárlög voru afgreidd. Síð- an hefðu aðrar veigamiklar breytingar orðið á forsendum. Kvennalistinn hefði samið við stjórnvöld um 100 milljónir til viðbótar í félagslega húsnæðis- kerfið, og ASI hefði skömmu áður samið um 200 viðbótaríbúð- ir í félagslega kerfið. Þetta hefði allt átt sér stað í miðri áætlana- gerð Húsnæðisstofnunar. Eftir að þingi var slitið, kom í ljós að ígrunda þurfti betur fram- kvæmd samnings ASÍ og ríkis- stjórnar. „Það var ekki fyrr en seint í júní sem allir endar voru bundnir," sagði Sigurður. End- anlegar tillögur um úthlutun yrðu síðan lagðar fyrir stjórn Húsnæð- isstofnunar í dag. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.