Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Atvinnu- leysi Þegar menn hafa verið að skamma verðbólguna og út- skýra hana, hafa þeir einatt nefnt það sem einn þátt í að magna hana að hér hefur verið „umframefíirspurn eftir vinnuafli" eins og það ei; orðað. Þessi fræga „þensla á vinnumarkaði" hefur leitt til þess að ráðstafanir til að frysta kaup hafa ekki náð fram að ganga, launaskrið svonefnt hefur tosað upp tekjur manna hér og þar, hvað sem form- legum kjarasamningum leið. Þetta launaskrið á sér fyrst og fremst stað í einkageiranum en smitar út frá sér þegar starfsmenn ríkis og bæja komast að raun um að þeir hafi dregist aftur úr hinum eins og það heitir - þeir fara í hart, gera verkfall. Og svo koll af kolli. [ þessum lýsingum hefur manni stundum fundist að hinir hagfróðu og stjórnsömu hefðu reyndar ekkert á móti því, að hér væri eitthvert atvinnuleysi, ekki mikið kannski en nóg til þess að auðveldara væri að setjast á verðbólguna. En slíkt viðurkenna menn vitanlega ekki opinberlega. Nú liggur það í augum uppi að þegar menn eru að því spurðir, hvort þeir vilji heldur verðbólgu eða atvinnuleysi þá segja þeir: hvorugt. En ef áfram væri haldið með spurningar þá er eins víst að menn skiptust í fylkingar eftir stétt og pólitískri hugsun um það hvorn kostinn þeir teldu illskárri. Þeir sem til hægri standa, þeir sem fyrirtæki eiga og stjórna, þeir sýna atvinnuleysi miklu meira umburðarlyndi en verð- bólgunni. Hagsmunir þeirra og hugsunarháttur vísa þeim þá leið. Um helgina var í Morgunblaðinu samantekt um atvinnu- leysi, sem í maímánuði náði til um 1,4 % vinnandi manna. Það þykir ekki stórt hlutfall í nálægum samfélögum og í samantektinni kom það reyndar fram, að menn væru ekki vissir um það, hvort atvinnuleysi væri umtalsvert. Aftur á móti kom vel fram í máli ýmissa viðmælenda blaðamanns- ins, að fátt óttast fólk meira en atvinnuleysi til langframa. Og að fátt er eins lamandi og niðurbrjótandi og að vera dæmdur úr leik í þjóðfélaginu með þeim niðurlægjandi hætti sem atvinnuleysi er. í þessari samantekt - og víðar að sjálfsögðu - hefur það svo komið fram að menn óttast mjög vaxandi atvinnuleysi með haustinu. Þó ekki væri nema vegna þess hve langt menn eru nú komnir með að fullnýta sinn fiskveiðikvóta. í þeim efnum gerist þá hið sjaldgæfa, að menn geta ekki beinlínis kennt um þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Reyndar kemur það mjög sjaldan fram í umræðum um ríkisstjórnina, að þær margskömmuðu millifærsluleiðir sem hún hefur farið til að halda hjólum atvinnulífs gangandi sem víðast um landið - þær hafa þó þýtt það, að atvinnuleysi er í landinu jafnlítið og raun ber vitni. Og svo er annað feimnismál: hver hefur tekið að sér að reikna það út, hvað það þýddi í auknu atvinnuleysi ef tillögur Sjálfstæðisflokksins um að leggja niður „millifærslu- og uppbótasjóði" næðu fram að ganga? Morgunblaðið hefur hamast nokkuð gegn forystu- mönnum verklýðshreyfingarinnarfyrir það, að þeir séu alltof prúðir í samskiptum sínum við ríkisstjórnina, gott ef þeir taki ekki þátt í „blekkingaleik11 hennar eins og það heitir. Að hinu hefur enginn spurt, hvort sæmilega kurteisleg samskipti verklýðshreyfingar og ríkisstjórnar tengist ekki einmitt þessu hér: að það sem ríkisstjórnin hefur helst verið að bauka stefnirgegn atvinnuleysi? íöðrum löndum hefurlang- varandi fjöldaatvinnuleysi leitt til þess að gróin verklýðs- hreyfing má þola harðar klofningsraunir, sem ekki eru tengdar flokkspólitík heldur ágreiningi milli „launasinna“ og „atvinnusinna". Með öðrum orðum: milli (Deirra sem eru í sterkastri aðstöðu til að krefjast hærri launa, hvað sem öðrum líður, og þeirra sem vilja láta það hafa forgang að tryggja fólki atvinnu, kveða niður atvinuleysisvofuna. Von- andi ber íslensk verklýðshreyfing gæfu til að taka stefnu „atvinnusinna" fram yfir aðra kosti í bráð og lengd. KLIPPT OG SKORIÐ Það kólnar í samfélaginu í forystugrein hér við hliðina er um það skrafað, að atvinnuleysi er að þoka sér upp á við á ís- lenskri umræðuskrá og hefðu flestir kosið að sjá aðra gesti á palli en óféti það. í fréttum um atvinnuleysi kem- ur það að sönnu í Ijós, að í maí- mánuði voru ekki „nema“ 1800 manns atvinnulausir eða innan við hálft annað prósent af vinn- andi fólki. Það þykir víst ekki mikið í samfélögum okkur skyldum - því fer sem betur fer mjög fjarri að við stöndum jafn illa í atvinnumálum og til að mynda lönd Evrópubandalags- ins, sem líkast til gera ráð fyrir 5-10 prósent atvinnuleysi sem föstum hryggjarlið í sinni tilveru. En þó atvinnuleysi sé ekki mikið hefur það strax mikil áhrif á allt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Atvinnuleysi hefur líka - í okkar dæmi að minnsta kosti - meiri áhrif en sem svarar fjölda þeirra sem á skrá komast. Við vitum að mjög víða er um samdrátt að ræða, möguleikar á ýmislegum yfirvinnutekjum skreppa mjög saman (sem er vitanlega hábölv- að fyrir alla þá sem skulda í hús- næði), sögur fara og af „öfugu launaskriði" sem er fólgið í því, að fólki er sagt upp og það síðan endurráðið án fyrri yfirborgana. Allt í einu ber svo við að öryggi ríkisstarfsmanna verður betri kostur en markaðsáhættur í einkageiranum: voru ekki fréttir að skýra frá því að aldrei hefðu fleiri sótt um kennarastörf en ein- mitt nú? Uppsagnir sem vopn atvinnurekenda Um leið og þetta allt gerist versnar andrúmsloft á vinnustöð- um - að minnsta kosti þar sem atvinnurekendur láta undan þeirri freistingu að sýna nú mann- skapnum hver hefur völd og ráð manna í hendi sér. Frá slíkri reynslu segir meðal annars í við- tali sem tengist skrifum um atvinnuleysi í síðasta sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Þar hefur trésmiður orðið og segir sínar farir ekki sléttar. Honum varð sundurorða við verkstjóra og var sagt upp „vegna sam- skiptaörðugleika" eins og það hét. Síðan rekur hann hvernig slík uppsögn virkar: „Það er ekki hægt að fá vinnu þegar manni hefur verið sagt upp vegna samskiptaörðugleika. Mér er umsvifalaust ýtt til hliðar. Og þegar ég ætlaði að fá atvinnuleys- isbætur kom í ljós að vegna þess hvernig uppsögnina bar að, væri álitamál hvort ég hefði rétt á bót- unum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fundað hefur verið um mín mál.... Ástandið á vinnumarkaðnum er orðið þannig að ef eitthvað ber á milli vinnuveitenda og starfs- manns er honum sagt upp. Ég veit nokkur dæmi þessa.“ Stétt gegn stétt Það segir sig sjálft, að þegar uppsagnir verða með þessum hætti vopn í höndum atvinnurek- enda og menn eiga það kannski undir persónulegum kostum eða duttlungum hvers og eins, hvort þeim er beitt eða ekki, þá eru menn á hraðri leið frá þeirri sælu mynd af íslensku þjóðfélagi, þar sem „stétt er með stétt,“ sem Sjálfstæðisflokkurinn þreytist seint á að reyna að halda til streitu. Slík þróun minnir reyndar á að hagsmunaandstæð- ur eru meiri í samfélaginu en menn vilja kannasí við og að ýms- ar forsendur stéttabaráttu er við lýði, þótt það sé með öðrum hætti en áður var. Atvinnurekendur sameinist! Það heyrist líka öðru hvoru í atvinnurekendum sem eru eitthvað að byrsta sig og blása í lúðra í sinni stéttarbaráttu. Til dæmis skrifaði Halldór Jónsson forstjóri Steypustöðvarinnar eld- heita baráttugrein fyrir sína stétt í Morgunblaðið fyrir skömmu og fór í smiðju til sjálfs Karls Marx þegar hann setti saman fyrirsögn- ina: „Atvinnurekendur allra landa: Sameinist!“. Þar eggjar hann sína stéttarbræður lög- eggjan, hvetur þá að rísa upp gegn feiknarlegu ofnki verklýðs- hreyfingarinnar, sem hann segir vera á góðri leið með að sölsa undir sig auð landsins með því að sópa fé í sína lífeyrissjóði. Hall- dór dæsir þunglega og segir um þetta og önnur ósköp: „í þessu umhverfi eiga okkar atvinnufyrirtæki að starfa, skatt- pínd og hremmd af hugsjónalega fjandsamlegu ríkisvaldi sósíal- ista“. (Merkilegt annars þetta: í ver- klýðshreyfingunni hafa menn til- hneigingu til að líta svo á, að ríkisvaldið sé jafnan fjandsam- legt launafólki - og nú er það lýst alveg sérstakur fj.andmaður at- vinnurekenda: Mun hér ekki fundinn loksins sá hafur Biblíu- ættar sem allri synd heimsins er á komið?). Nema hvað. Halldór Jónsson heldur áfram að spenna sinn boga og það svo hátt að öll viðmiðun ruglast gjörsamlega: hann er allt í einu búinn að gera atvinnurek- endur að gyðingum á leið í gask- lefa - sem þýðir náttúrlega ekki annað en það, að þeir hjá ASÍ eru einskonar SS-sveitir, kaldrifjaðir fjöldamorðingjar. Gjafir eru yður gefnar! I grein forstjórans segir: „Raddir heyrðust mér um það við áðurnefnt tækifæri, að nú sé kominn tími til þess að atvinnu- rekendur hætti að láta leiða sig eins og gyðinga í gasklefana. Fyr- irtækin verði að rísa upp meðan þau eiga snefil eftir af sjálfum sér og snefil af sjálfsvirðingu. Beita sömu aðferðum og fjárplógar verkalýðsfélaganna, lokunum og rekstrarbönnum til þess að ná fram rekstrarskilyrðum fyrir at- vinnuvegina". Var einhver að halda því fram að menn hefðu ekki um neitt að rífast lengur? Hver var það? Var það kannski sá sem hélt því fram að eðlilegast væri að vísa þeim smádeilum sem upp koma öllum til Sjálfstæðisflokksins, sem væri hinn „eðlilegi" samnefnari þjóð- félagsins? Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Aörir blaöamenn: Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafur Gíslason. SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorf innur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrlf8tofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8lnga8tjóri: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Erla Lárusdóttir Útbreiöslu-og afgreiöslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaöur: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritatjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Veröílau8a8Ólu:90kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrlftarverö ó mánuöi: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Fimmtudagur 6. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.