Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Gríska ríkisstjórnin Misferli forveranna til rannsóknar Siðbótarstjórn til þriggja mánaða leggur til atlögu viðfjögur hneykslismál úr stjórnartíð sósíalista Samsteypustjórn íhaldsmanna og kommúnista hyggst láta rannsaka og komast til botns í fjórum hneykslismálum sem á einn e'ða annan hátt eru talin tengjast fyrrum ríkisstjórn sósíal- ista sem laut forystu Andrésar Papandreou. Að þvíloknu verður efnt til þingkjörs að nýju, líkast til í ofanverðum október. Þetta kom fram í máli Athan- assiosar Kanellopoulusar, máls- vara hins nýja forsætisráðherra Grikklands, hægrimannsins Tzannisar Tzannetakisar, í gær. Hann sagði að hin opinbera rann- sókn á meintu misferli háttsettra manna og jafnvel ýmissa ráð- herra úr röðum sósíalista tæki þrjá mánuði. Ríkisstjórnin nýja er skipuð 22 ráðherrum, 20 úr Nýja lýðræðis- flokknum er lýtur leiðsögn Kon- stantíns Mitsotakisar, og 2 úr röðum Bandalags vinstrimanna en oddviti þess er kommúnistinn Harilaos Florakis. Stjórnarsinnar skipa 173 sæti af 300 á grísku lög- gj afarsamkomunni. Nýja stjórnin hyggst sem sé svipta fyrrum ráðherra þinghelgi og láta draga þá fyrir lög og rétt og það sem meira er: hún hyggst fátt gera annað, í öllu falli er ekk- ert annað á verkefnalista hennar. Sem fyrr segir hyggst stjórnin beina orku sinni í að komast til botns í fjórum málum en þau eru í stuttu máli þessi: Bankahneyksli. 200 miljónir dollara af ríkisfé voru lagðar inn á reikninga í Krítarbanka sem var í eigu fjárglæframannsins Georges Koskotasar. Hann situr nú bak við lás og slá í Bandaríkjunum og bíður úrskurðar um það hvort hann verður framseldur til Grikklands eður ei. Hvorki meira né minna en 8 ráðherrar sósíalista urðu að láta af embætti þegar í ljós kom að þeir höfðu þegið morð fjár í vexti af þessum fjármunum ríkisins. Ólögleg umboðslaun. Árið 1985 keyptu Grikkir 40 franskar orrustuþotur af gerðinni Mirage 200 og 40 bandarískar af gerðinni F-16. Háttsettir sósíalistar í varn- armálaráðuneytinu sögðu gjaldið fyrir vopn þessi vera miljarð doll- ara en í raun var það nokkru lægra. Þeir stungu mismuninum í eigin vasa. Erlent korn. Sá leikur var stundaður af einhverjum framá- manna í röðum sósíalista að festa kaup á ódýru korni í Júgóslavíu og selja það síðan sem gríska vöru öðrum aðildarríkjum Evr- ópubandalagsins. 10 miljónir dollara voru greiddar fyrir korn- ið, þar með taldar niðurgreiðslur frá Brússel, en árið 1987 urðu Grikkir að gera svo vel og punga út með 2,5 miljónir dollara í sekt til Evrópubandalagsins. Umfangsmiklar símhleranir. íhaldsmaðurinn Konstantín Mitsotakis og kommúnistinn Harilaos Florakis handsala stjórnarsáttmálann: upprætingu spillingar og rann- sókn hneykslismála. Gríska fjarskiptafélagið er ríkis- rekið fyrirtæki og því hætt við ósæmilegum yfirgangi valdhafa. Enda þykir víst að það hafi verið misnotað af sósíalistastjórninni til þess að hnýsast í það sem frið- helgt á að vera í grísku samfélagi eða símtöl fólks. Fyrrum forstjóri Gríska fjarskiptafélagsins er Theofanis nokkur Tombras, gamall félagi Papandreous, en hann dúsir nú í dýflissu sökum aðildar að fyrstnefnda misferl- inu: Vaxtaveislunni miklu í Krít- arbanka. Reuter/ks Sovétríkin Rithöfundar hampa Solsénitsýn Bjóða honum í samtök sín og hyggjast gefa út Gúlageyjaklasann Félagar í Rithöfundasambandi Sovétríkjanna hafa ákveðið að bjóða hinum útlæga starfs- bróður sínum og landa, Alexand- er Solsénitsýn, inngöngu í samtök sín að nýju og skorað á þjóðþing- ið nýkjörna að veita honum ríkis- fang á ný. Þetta gerðist, að sögn vikurits- ins Moskvufrétta, á fundi sam- bandsins á föstudaginn var. Auk þessa var ákveðið á þessari sam- komu sovéskra rithöfunda að gangast fyrir útgáfu á Gúlag- eyjaklasanum, verkinu sem átti hvað mestan þátt í því að Solsén- itsýn sætti ofsóknum af hálfu stjórnvalda eystra og var að lok- um útlægur ger um miðbik fyrri áratugar. Rithöfundasamband Sovét- ríkjanna á nokkuð skrykkjóttan feril að baki. Það var sett á lagg- irnar á viðsjárverðum tíma í sov- éskri sögu, árið 1934, og hefur löngum gegnt því hlutverki að hampa rithöfundum sem Kreml- verjar hafa velþóknun á en út- hrópa fjendur þeirra. Solsénitsýn var rekinn úr þess- um félagsskap árið 1970 og blandast engum hugur um að það hafi verið gert vegna fyrirskipun- ar að ofan. Þetta markaði upphaf ofsókna gegn honum sem náðu hámarki þegar hann var rekinn úr landi og sviptur ríkisborgararétti árið 1974. Reuter/ks Noregur Ysta hægrið í stórsókn Margir fylgismenn Framfaraflokksins eru þó óákveðnir. Sundrung hœgri- og miðjuflokka gœti leitt til þess að jafnaðarmenn fœru með stjórn áfram eftir kosningar í haust, enda þóttþeir tapi sennilega miklu fylgi Talsverð ólga er í norskum stjórnmálum um þessar mundir. Atvinnuleysi er mikið, miðað við það sem gerst hefur þarlendis eftir heimsstyrjöldina síðari, þótt ástandið í þeim efnum hjá Norðmönnum sé að vísu gott á evrópskan, hvað þá heimsmæli- kvarða. Og við er að stríða fleiri vandræði í efnahagsmálum. Svo er það sú áleitna spurning hver afstaða Noregs til Evrópubanda- lagsins verði á næstunni, hvort sótt skuli um inngöngu í það hið snarasta eins og annað EFTA- ríki, Austurríki, hefur þegar gert, eða beðið með það enn um sinn eða þeim valkosti algerlega vísað á bug. Allverulegt rót virðist vera á pólitísku hugarfari almennings og ætlan kosningaspámanna er að kosningarnar til stórþingsins 11. sept. n.k. verði venju fremur spennandi. Spárnar, sem byggj- ast vitaskuld á skoðanakönnun- um, eru í stórum dráttum á þá lund að Framfaraflokkurinn svokallaði muni vinna stórsigur og hægriflokkurinn, jafnaðar- menn og miðflokkurinn allir stór- tapa. Meirihluti sá, er hægri- og miðjuflokkar hafa nú á þingi, kemur til með að stækka við kosningarnar, en þar eð ólíklegt er að flokkum þessum takist að koma sér saman um stjórnar- myndun, er hvað sennilegast að minnihlutastjórn jafnaðarmanna undir forustu Gro Harlem Brundtland sleppi við að þurfa að ómaka sig úr ráðherrastólunum. Nánar tiltekið spá skoðana- könnuðir því að Framfaraflokk- urinn muni rjúka upp úr þeim 3,7 af hundraði atkvæða, sem hann fékk í kosningunum 1985, í yfir 18 af hundraði atkvæða þann 11. sept. Með slíkum dúndursigri fengi flokkurinn um 25 þingsæti í stað tveggja sem hann hefur nú og yrði þriðji stærsti stjórnmála- flokkur lands og þings. Hinsveg- ar benda niðurstöður skoðana- kannana til þess að jafnaðar- menn fái aðeins tæp 33 af hundr- aði atkvæða í haust (fengu 40,8 af hundraði 1985) og hægriflokkur- inn tæp 22 af hundraði (á móti 30,4 af hundraði í síðustu kosn- ingum). Af miðjuflokkunum hafa kosningaspámenn það að segja að miðflokkurinn, sem áður hét bændaflokkur og hefur mest fylgi í sveitum og dreifbýli, muni fá herfilega útreið. Hinsvegar er gert ráð fyrir að hinn gamli frjáls- lyndisflokkur Venstre, sem má muna sinn fífil fegri og er eins og sakir standa ekki einu sinni á þingi, sé heldur að hressast og muni fá einhverja þingmenn kjörna á ný. Áður en stórþingið fór í sumar- frí tókst hægriflokknum, mið- flokknum og Kristilega þjóðar- flokknum að ná samkomulagi um stefnuyfirlýsingu í ekki færri en 22 greinum, og á hún að ieggjast til grundvallar myndun sam- steypustjórnar þessara flokka eftir kosningar. En það kál er ekki sopið, því að allar líkur eru á að flokkar þessir þrír þurfi stuðn- ing bæði Framfaraflokksins og Venstre til að geta myndað meirihlutastjórn. Ogútilokað er, að flestra mati, að miðflokkur- inn, kristilegir og Venstre taki nokkra samninga við Framfara- flokkinn í mál. Þessvegna er ein- na sennilegast að jafnaðarmenn fari með stjórn áfram. Framfaraflokkurinn, sem lýtur forustu duglegs áróðursmanns er Carl I. Hagen heitir, heyrir hinu ysta hægri til og er sókn hans í samræmi við árangur slíkra flokka í fleiri Vestur- Evrópulöndum undanfarið. í kosningunum til Evrópuþings ný- verið unnu þessháttar flokkar meira á hlutfallslega en nokkur önnur flokkablökk, miðað við næstu kosningar áður til þess þings. Ennþá eru þó tveir mánuðir til kosninga í Noregi og margt getur breyst á þeim tíma. Niðurstöður skoðanakannana benda m.a. til þess, að óvenjumargir norskir kjósendur hafi ekki að fullu gert upp hug sinn gagnvart stjórn- málaflokkunum. Sérstaklega er mikið fylgi á floti á milli hægri- flokksins og Framfaraflokksins, og telja skoðanakönnuðir að fyrrnefndi flokkurinn hafi vissa möguleika á að ná til sín næstu mánuðina drjúgum hluta þeirra kjósenda, sem í bráðina hallast frekar að Hagen. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.