Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.07.1989, Blaðsíða 12
Sigurður Ásgeirsson rafvirki: Já, er það ekki nokkuð öruggt? Það mun þó það varla hafa nokk- ur áhrif á mitt starf. ■■SPURNINGIN™ Hefur þú trú á að far- menn fari í verkfall á næstunni? (spurt í Sundahöfn) Haraldur Gunnarsson rafvirki: Ég hef nú lítið hugleitt það en það verður kannski minna að gera hjá mér ef svo fer. Rafn Gunnlaugsson verkstjóri: Já, ég býst viö því, þó ég þori ekkert um það að segja fyrir víst. Verkfallið myndi kalla á aukið álag hjá mér. Elías Sveinsson gámaskrifari: Já, ég hef trú á því en það hefur ekki mikið að segja fyrir okkur. Við stöndum okkar vaktir þótt lítið verði að gera en eftir verkfallið yrði hins vegar meiri yfirvinna. Þú færö örugglega lambakjöt á lágmarksveröi næstu daga Það er ekki skrýtið þótt besta lambakjötið hafi selst upp í sumum verslunum þegar saman fara gæði og lágt verð. Þótt kjöt berist daglega í verslanir, nægir það ekki enn sem komið er. En við ráðum bót á því. Snyrt og sneitt um allt land Unnið er af fullum krafti við snyrtingu og pökkun um allt land. Eftir 10-15 daga verður enginn hörgull á völdu í verslunum. Við minnum á að kjöt í flokkum þungra dilka er ekki lengur með í tilboðinu. Það fer ekki milli mála hvað þú kaupir Þú getur fengið allt kjötið í sneiðum eða lærið í heilu lagi, tilbúið á grillið, pönnuna, í ofninn eða pottinn. Kjötið er sérstaklega og sneitt. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS Aukafita og einstakir hlutar skrokksins sem nýtast þér illa - eins og huppurinn, klof- fitan, bringubitinn og banakringlan - eru fjarlægðir. Banakringla Bringubiti Einstakír hlutar, sem nýtast þér illa, eru fjarlcegðir. Kjötið er selt í glærum pokum sem auðvelda þér að kanna innihaldið og velja það í samræmi við smekk. 6 kg á aðeins 2.190 k'r. Verðið á „lambakjöti á lágmarksverði" er samræmt þannig að sama verð gildir í öllum verslunum. Verð á lambakjöti í 1. flokki er aðeins 365 kr/kg og í úrvalsflokki 383 kr/kg. Það er gott að bera glóðarsósu (barbeque) á grillsneiðamar rétt áður en peer eru fullsteiktar. Sigtryggur Hilmarsson nemi í sumarvinnu: Já, já, ég býst við því. Mér líst svo sem ágætlega á það þar sem það skiptir ekki miklu máli fyrir mig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.