Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 11. júlí 1989 119. tölublað 54. órgangur Húsnœðisstofnun Stjómvöld taki í taumana HjörleifurGuttormsson: Skylda ríkisstjórnar að látafara ofan í saumana á úthlutun Húsnœðisstofnunar. Brýntað svœðisskipta stofnuninni og tryggjajafnan réttmilli landshluta. SighvaturBjörgvinsson: Félagslega húsnœðiskerfið á að nota til að leysa vanda landsbyggðarinnar Eg tel það vera skyldu stjórnvalda að fara ofan í saumana á þessari úthlutun stjórnar Húsnæðisstofnunar áður en hún kemur til fram- kvæmda, sagði Hjörleifur Gutt- ormsson í samtali við Þjóðviljann í gær og tekur þar með undir þá gagnrýni sem fram hefur komið að með þessaii úthlutun sé verið að hygla höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar. Af þeim 696 íbúðuin sem ráðgerðar eru í félagslega íbúðakerfinu, verða þrjár af hverjum fjórum byggðar í Reykjavík og á Reykjanesi. Hjörleifur sagði að þessi ákvörðun væri reginhneiksli. Hún staðfesti frekar þá skoðun sína að rétt væri að breyta lögum um Húsnæðisstofnun og svæðis- skipta henni þannig að í hverji kjördæmi væri ákveðin miðstöð sem færi yfir og undirbyggi mál sem vörðuðu hvert svæði og tryggði þannig að þau nytu réttar síns í úthlutun fjármagns. - Það er alveg óviðunandi að þessi mál séu alfarið í höndum stjórnar sem er nær eingöngu skipuð mönnum af Reykjavíkur: svæðinu, með því tengslaíeysi við landsbyggðina sem það býður upp á, sagði Hjörleifur. - Þessi ákvörðun, sagði Hjör- leifur, - gengur þvert á þá þörf sem er fyrir aukið framboð fé- lagslegs húsnæðis á þeim stöðum sem hafa raunverulega vaxtar- möguleika í atvinnulegu tilliti úti á landi. Það er enginn að biðja um byggingar húsnæðis þar sem ærið framboð er á húsnæði. En það byggir enginn eignarhúsnæði úti á landi núna vegna þess misvægis sem er á verðgildi íbúðarhúsnæð- is á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og hins vegar á landsbyggð- inni. Vilji menn beina straumnum annað en til Reykja- víkur verður að tryggja búsetuna úti á landi. Þar verður bygging félagslegs íbúðarhúsnæðis að koma til, sagði Hjörleifur. Þingflokkur Alþýðuflokksins fjallaði um úthlutunina ígær. Sig- hvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, sagði að loknum þing- flokksfundinum, að fram hefði komið menn teldu að nota ætti félagslega húsanæðiskerfið til að leysa vanda landsbyggðarinnar. - í ljósi afgreiðslu Húsnæðis- stofnunar virðist ekki svo vera, sagði Sighvatur. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins kemur saman til fundar á morgun en þar mun úthlutunin verða rædd. Hjörleifur sagðist ganga að því vfsu að aðrÍT þing- menn flokksins væru ekki aðeins hissa heldur einnig reiðir og undrandi á úthlutuninni. Félagsmálaráðherra fékk í gær greinargerð frá Húsnæðisstofnun um forsendur úthlutunarinnar. Ráðherra hefur óskað eftir frek- ari upplýsingum. Sighvatur vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrr en ráðherra hefði fengið þær upp- lýsingar í hendur. -hmp/rk Ferðamenn Auðnin heillar Erlendirferðamenn streyma tillandsins. Fjöl- mennt á tjaldstœðinu í Laugardal Þeir voru vel búnir þessir svissnesku ferðalangar sem voru á tjaldstæðinu í Laugardal. Ferðinni var heitið í Landmanna- laugar og það var engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir kulda og vætu. Mynd: Jim Smart. Eins og venjulega á þessum árs- tíma er krökkt af erlendum ferðamönnum í landinu og marg- ir þeirra gista á tjaldstæðinu í Laugardal áður en haldið er út á land. Að sögn Árna Péturssonar starfsmanns á tjaldstæðinu í Laugardal eru óvenju margir þar nú, eða 3-400 manns og langflest- ir eru þýskir. Aðspurður sagði Árni að flestir kvörtuðu yfir verði á matvælum og svo veðrinu. Ferðalangarnir væru þó vel bún- ir, en spyrðu mikið um veður- spána, hvar besta veðrið væri og þeir færu svo þangað. Margir virðast koma aftur og aftur, og sagðist Árni kannast við sömu andlitin sem hefðu komið ár eftir ár. Sumir hefðu komið á hverju ári frá 1973. Á tjaldstæðinu var hópur Svisslendinga að tygja sig til ferð- ar og voru þeir á leiðinni í Land- mannalaugar. Þeir ætla að vera hér f þrjár vikur og byrja ferðina í Landmannalaugum og fara það- an í viku göngu. LeiðsögUmaður hópsins sagðist hafa komið hing- að til lands þrisvar sinnum áður og það sem heillaði mest væri hin mikla auðn á hálendinu. Fannst það yndislegt að geta gengið dögum saman án þess að hitta fólk. Ferðamennirnir voru greini- lega vel búnir undir íslenskt veðurfar og kuldinn var þeim ekkert áhyggjuefni. Það sem helst var kvartað yfir var verð á mat. Að vísu komu þeir með ein- hvern mat með sér og það er víst töluvert algengt að ferðamenn geri það. Veigra sér greinilega við að gda hér matvælakaup. ns. Helgarregnið Ovanalega mikið Úrkoma á Vatnsskarðshólum meiri en meðal- úrkoma í Reykjavík íjúlímánuði öllum Frá klukkan 18 á laugardaginn til sama tíma á sunnudag mældist úrkoma á Vatnsskarðs- hólum 58 millimetrar sem er mesta úrkoma sem mælst hefur þar. Til samanburðar má geta þess að meðalúrkoma í Itey kjavík í júlímánuði öllum er 48 milli- metrar. Líklegu hefur úrkoma á Kvískerjum i Óræfum verið enn meiri en ekki reyndist unnt að fá nákvæmar tölur þaðan. Á Kirkjubæjarklaustri mældist úrkoma 35 millimetrar á sólar- hring f rá laugardegi til sunnudags og í Kvígindisdal fyrir vestan var úrkoman 36 millimetrar á sama tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er þetta óvenjumikil úrkoma á þessum árstíma en ekkert einsdæmi og metið á Vatnsskarðshólum er varla marktækt þar sem mælingar þar hafa ekki verið gerðar nema í 10 ár. Ferðalangar í tjöldum lentu í nokkrum hrakningum vegna rigningarinnar, einkum þar sem talsverður vindur fylgdi úrkom- unni. Þannig urðu um 1000 gestir á útihátíð í Tálknafirði að leita aðstoðar björgunarsveitar við að bjarga tjöldum sem fuku upp og flytja sig inn í skóla bæjarins. Sömu sögu má segja af 100 manna hópi sem var samankom- inn á ættarmóti á Suðureyri við Tálknafjörð. iþ Flugleiðir Flugfreyjur í vericfallsham Kemur tilframkvœmda 18. og 19.júlíhafi samningar ekki tekist. Viðrœður ekki hafnar við Arnarflug Flugfreyjufélag íslands hefur fyrir hönd flugfreyja hjá Flug- leiðum boðað til tveggja sólar- hringa verkfalls 18. og 19. júlí hafi samningar ekki tekist við fyr- irtækið fyrir þann tíma. Komi til verkfalls mun bæði innanlands- og millilandaflug Flugleiða stöðv- ast. Um helgina slitnaði upp úr sáttatilraunum ríkissáttasem j ara. Hann hefur ekki boðað til nýs samningafundar. Að sögn Sigurlínar Scheving talsmanns flugfreyja, eru helstu kröfur þeirra á hendur Flug- leiðum að f á greiðslur fyrir aukna þjónustu sem innt er af hendi um borð í flugvélum félagsins, 7% grunnkaupshækkun auk til- færslna á launaflokkum. Að- spurð sagði Sigurlín kröfugerð flugfreyja vera heldur hærri en samið var um í samkomulagi ASÍ og VSÍ í vor. Athygli vekur að einungis er boðað verkfall hjá Flugleiðum en ekki hjá Arnarflugi. Ástæðuna fyrir því sagði Sigurlín vera þá að samið væri við flugfélögin sitt í hvoru lagi, auk þess sem þau vildu ekki semja saman né sitja við sama borð þegar samið væri við starfsmenn þeirra. Þá væri einnig á það að líta að viðræður voru ekki enn hafnar um kaup og kjör flugfreyja sem starfa hjá Arnarflugi. Sigurlín sagði að flugfreyjur hefðu lagt fram nýtt tilboð við samninganefnd Flugleiða um helgina en þeir hefðu kosið að slíta viðræðum og núna væri bolt- inn hjá þeim. í Flugfreyjufélagi íslands eru um 250 flugfreyjur; þar af starfa um 230 hjá Flugleiðum og 20 hjá Arnarflugi. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.