Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Flótfti frá raunvemleikanum Birna Pórðardóttir skrifar Aö kvöldi 3. júlí var viðtal í sjónvarpinu við Helen Caldicott, ástralska lækninn sem hér dvaldi fyrir skemmstu. Er ég hlustaði á viðtalið fór ég að velta fyrir mér ástæðum flóttastefnunnar sem kemur svo oft berlega í ljós hjá mörgum yfirlýstum friðarsinnum - ekki síst varð flóttastefnan augljós á dögunum þegar upp- hlaupssveitir Bandaríkjahers voru að æfa tólin suður á Miðnes- heiði. Flóttastefnan felst í því að segj- ast vilja frið allsstaðar - en passa sig á því að nefna aldrei það sem næst okkur er. Flóttastefnan felst í því að segj- ast vera á móti her allsstaðar - en passa sig á því að nefna aldrei eingöngu Bandaríkjaherinn hér. Flóttastefnan felst í því að vera á móti hernaðarbandalögum al- mennt - en passa sig á því að nefna aldrei sérstaklega and- stöðu við aðild íslands að Nató. Flóttastefnan felst í því að standa eins og strútur með haus- inn grafinn í sandinn til að flýja veruleikann. Áðurnefnd Helen Caldicott talaði fyrir fullu Þjóðleikhúsi þann 19. júní sl. - flestir áheyrendur voru konur, enda kvenréttindadagur og konunni boðið hingað sérstaklega í tilefni þess af ýmsum kvennasam- tökum. í Þjóðleikhúsinu eggjaði hún konur lögeggjan: Rísið upp gegn herstöðvum Bandaríkjahers hér á landi! Þær eru segull til þess eins að draga að mögulega kjarnorku- árás. Herstöðvarnar eru ógnun við framtíð barna ykkar! Losið ykkur undan ofurveldi Banda- ríkjanna! Segið landið úr Nató! Losnið undan alltsjáandi augum CIA - bandarísku leyniþjónust- unnar! Og salurinn klappaði - fullt Þjóðleikhús klappaði! Hún var spurð: Er vit í því að ætla að herstöðva- og Natóand- stæðingar geti komið einhverju á framfæri innan Nató, eða geti fengið þaðan einhverjar upplýs- ingar er máli skipta? Og Helen Caldicott svaraði: Verið ekki svona barnaleg: Innan Nató eru allir mataðir á því sem henta þyk- ir. Ákvarðanirnar eru teknar í Bandaríkjunum - fyrst og fremst hjá stóru vopnaframleiðendun- um og þeim sem eru á þeirra snærum! Þið hafið ekkert að sækja innan Nató! Losið ykkur við Nató! Og salurinn klappaði! Ég hugsaði með mér: Nú verð- ur gaman - það verður aldeilis ekki skortur á fólki sem mun mótmæla heræfingunum næstu daga. Loksins skilur fólk um hvað málið snýst. Og ég sá fyrir mér allar þessar konur vaðandi fram- það þyrfti meira en banda- rískt varalið til að stöðva þær! Ætlar þú að koma á fundinn við bandaríska sendiráðið á morgun? var Helen Caldicott spurð. Og hún svaraði: Svo fremi sem mér verður ekki ráðstafað annað. Og enn klappaði salurinn! Og það var lóðið. Á meðan herstöðvaandstæðingar heima- varnaliðsins mótmæltu fyrir framan bandaríska sendiráðið þann 20. júni, þá var Helen Caid- icott ráðstafað í kokkteilboð til Steingríms Hermannssonar, trú- lega hefur hún haft dágott fylgd- arlið með sér, fylgdarlið kvenna sem klöppuðu kvöldið áður er hvatt var til virkrar baráttu. Alltént létu konurnar sem klöpp- uðu hvað mest og prísuðu Helen Caldicott fyrir kvenlegt vit og kvenlega áræðni, ekki sjá sig í að- gerðum heimavarnarliðsins. Hvorki fyrir framan sendiráðið né heldur suður á Miðnesheiði. Fyrst var það ráðherrabústaður- inn og fyrsta kvöldið sem heima- varnarliðið safnaði liði gegn heræfingum þótti heppilegra að efna til kvennaguðsþjónustu. Þetta er flóttastefna. Það er flóttastefna þegar Kvennalistakonur ganga með rósir á milli ráðherra og eru gasa- lega harmi slegnar yfir heræfing- unum, en þora samt ekki að taka þátt í aðgerðum gegn hernum og hernaðarbandalaginu sem stend- ur að baki æfingunum. Það er flóttastefna að þora ekki að lýsa yfir samstöðu með þeim sem af einurð hafa haldið uppi merki raunverulegrar frið- arbaráttu hér á landi en það eru Samtök herstöðvaandstæðinga. Það kann að þykja fínna að sitja vel puntuð inní Þjóðleikhúsinu og klappa erlendum, skemmti- lega mælskum fyrirlesara lof í lófa, heldur en að standa á götum úti eða ganga vegleysur og móa með lopaklæddum herstöðva- andstæðingum hrópandi: ísland úr Nató - herinn burt! Eða stafar flóttastefnan kann- ski bara af venjulegum pempíu- skap hins venjulega íslenska smá- borgara sem ekki má til þess hugsa að kannski verði Mogginn fúll, kannski verði almenningsá- litið fúlt, kannski verði einhver sem þekkir einhvern fúll? Skrifað 4. júlí 1989. „Flóttastefnan hjá mörgum yfirlýstum friðarsinnumfelst í því að segjast vilja frið allsstaðar - en passa sig á því að nefna aldreiþað sem nœst okkur er. “ MINNING Hinzta kallið hefur ómað Birni vini mínum Stefánssyni. Elju- maðurinn mikli var eðlilega í önn sinni miðri, þegar kvaðningin kom. Hann unni sér auðvitað ekki hvfldar fremur en endranær, þó að aðvarirnar væru ærnar um að varlega skyldi farið. Brottför- in bar merki ævidagsins alls. Hann var alltaf að, árrisull með afbrigðum, ofurkapp fylgdi at- höfnum, en þó var ávallt reynt að skila öllu sem allra bezt. Kveðjuorðin nú verða færri en ég vildi um þennan þekka dreng gleði og góðra verka. En gengna fylgd og farsæla kynningu skal þó þakka við leiðarlok. Það var eins með Björn og marga af hans kynslóð, að staðið var meðan stætt var, samvizku- semin var ævinlega sett efst, það að inna allt af hendi óðar og um var beðið. Greiðvjrkni hans var við brugðið og margoft fékk ég að njóta hennar, þegar kyndingin hjá mér brást þegar verst stóð á. En Björn spurði ekki um tíma- setningu, þegar eitthvað amaði að hjá nágrönnunum og þegar alh var komið í lag og ylurinn teygði sig á ný um alla kima, þá var enginn ánægðari en Björn. Og erfitt var að semja um Stefánsson Reyðarfirði Fæddur 11. marz 1917 - Dáinn 3. júní 1989 nokkur verkalaun. Þannig var þessi bóngóði bjartsýnismaður, sem alltaf gekk að hverju tæki og tóli með orðunum: Þetta er hægt að laga. Hvort sem hann var bif- reiðastjóri og ók erfiða vegu á ekki alltof góðum fararskjótum eða fékkst við lagfæringar af ólík- legasta toga við örðugar aðstæð- ur var ævinlega um það hugsað helzt og fremst að komast sem lengst, laga sem bezt, greiða um leið annarra götu, leggja þar lið sem þess var þörf. Björn var hinn trausti og trúi þegn, og það gekk enginn gegn ákveðnum skoðunum hans án þess að verða þess var. Þeir sem ólust upp í eldskírn kreppunnar hertust margir vel og vitnuðu um það með ævi sinni allri. Á Eskifirði var andrúmsloftið sérstakt, andstæðurnar miklar og óvíða átti verkalýðurinn betri vit- Starfsmenntunarstyrkir til náms í Noregi og Svíþjóð Lausir eru til umsóknar fáeinir styrkir sem norsk og sænsk stjórnvöld veita á námsárinu 1989-90 handa (slendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Noregi er 20.400 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr., miðað við styrk til heils árs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,150 Reykjavík, fyrir 20. júlí n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 5. júlí 1989. und um stöðu stéttar sinnar og leiðirnar út úr ógöngunum. Hrifning Björns af leiðtogum eskfirzkrar alþýðu var einlæg og sönn og trúr var hann verkaiýðs- hyggju og jafnréttishugsjón þeirra róttækustu allt til enda. Þegar ég var í forystu verka- lýðsfélags heima um árabil þá var ævinlega jafngott að leita til Björns um liðsinni. „Þú hnippir í mig“ eru orð sem ekki gleymast. Björn Stefánsson var fæddur á Eskifirði 11. marz 1917 og varþví aðeins sjötíu og tveggja ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Þórhildur Björnsdóttir og Stefán Guðmundsson. Systkinin voru fjögur og er aðeins eitt þeirra á lífi, Dagmar húsmóðir á Reyðarfirði. Hálfsystkin átti Björn fjögur. Hann byrjaði barnungur að vinna og þar sem faðir hans var að miklu óvinnufær sakir örorku, þá kom fljótt til kasta Björns að leggja sitt góða lið af mörkum til heimilisins. Snemma var haldið suður á vertíðir svo sem þá var venja og aldrei slegið slöku við. Hann festi ráð sitt 14. okt. 1944 er hann kvæntist Önnu Halldórs- dóttur frá Brekkuseli í Hróars- tungu, úrvalsmanneskju og mikilli húsmóður. Þau byrjuðu sinn búskap á Eskifirði en fluttu svo til Reyðarfjarðar 1952 og byggðu sér þar fallegt og vistlegt heimili. Björn réðst í bifreiðaútgerð ásamt Stefáni mági sínum Gutt- ormssyni, sem þeir ráku í félagi við Kaupfélag Héraðsbúa um tíma, en Björn seldi síðar sinn hlut og fór alfarið til Kaupfélags Héraðsbúa, fyrst sem bifreiða- stjóri en síðar sem þúsundþjala- smiður margvíslegra viðgerða og athafna, sem í þurfti að ganga hverju sinni. Kaupfélagið naut fórnfýsi hans, verklagni og vinnusemi allt til þess síðasta, en það gerðu ótal- margir aðrir sem lögðu leið sína til Björns til að biðja um aðstoð og þar mætti þeim ævinlega vinnufús vilji og verkadrjúg hönd. Það fór um margt vel á því að Björn ynni hjá samvinnufyrir- tæki, því hann vara einlægur sam- vinnumaður og lét engar gerningahríðir aftra sér frá að verja þann málstað. Eg rek ekki frekar farsæla starfssögu þó af ærnu væri að taka hjá svo vinnusömum manni. Sjórinn heillaði hann ævinlega og veiðar voru unun hans. Við þá unaðsiðju kom kallið. Þau Ánna og Bjöm eignuðust sjö börn. Þau eru: Stefán Guð- mundur, dó ungbam; Stefán bif- reiðastjóri Reyðarfirði, kvæntur Hjördísi Káradóttur; Halldór starfsmaður ísals Hafnarfirði, kvæntur Sigurjónu Scheving; Þórhildur húsmóðir Reyðarfirði gift Hafsteini Larsen vélvirkja; Ingileif húsmóðir Reyðarfirði gift Jóhanni Halldórssyni vélvirkja; Kristinn verkamaður Hvamms- tanga, kvæntur Sesilíu Magnús- dóttur og Björn fvar ókvæntur, býr í Reykjavík. Þetta er atorku- fólk hið bezta svo sem það á alla ætt til. Síðast er ég hitti Björn var hann glaður og hress í bragði sem alltaf áður, þótt alvarlegur heilsubrestur hefði sótt hann heim. Hann ræddi við mig um gang mála sem jafnan og var ekki myrkur í máli um þær afætur sem tröllríða íslenzku samfélagi, ís- lenzkri landsbyggð. Hreinskilinn og hreinskiptinn án allra öfga en glöggskyggni þess alþýðumanns sem alinn var upp í skugga krepp- unnar fór aldrei milli mála. Hann dæmdi menn af verkum og athöfn allri, ekki orðskrúði og yfirlýsingum. Og nú er hann allur og aðeins eftir að þakka honum samfylgdina, þakka honum fylgd við þann málstað sem mér er hug- umkærastur, málstað jafnréttis og félagslegra lausna. Góður drengur hefur kvatt mitt kæra samfélag eystra og minningin ein fær mildað þeim söknuðinn er honum unnu mest. Þeim eru færðar einlægar sam- úðarkveðjur okkar hjóna, sér- staklega hans indælu konu, Önnu Halldórsdóttur. Það var heiðríkja í svip Björns á góðum stundum gleði og verm- andi vona. Lífsstef hans var það helzt að vinna allt af alúð öðrum til gagns og heilla. Hann var heill í allri gerð, grómlaus var gleði hans, alúð fylgdi iðju hverri. Hann er kvaddur hinztu kveðju með kærri þökk fyrir mæta minning. Blessuð sé minning hans. Helgi Seljan Þriðjudagur 11. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.