Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.07.1989, Blaðsíða 7
SKAK Oirahríð á eimrígisborðinu fraega Jón L. Árnason vann fyrstuskákina íeinvígiþeirra Margeirs Péturssonar um íslandsmeistaratitlinn 1988 Margeir Pétursson og Jón L. Árnason leiddu saman hesta sína í annað sinnið í gær í einvígi um islandsmeistaratitilinn. Fyrstu einvígisskák þeirra félaga lauk með sigri Jóns L. en jafntefli varð í annarri. Jón L. hefur því forystu með 1 'l2 vinning á móti 1/2. Mynd Jim Smart. Margeir Pétursson og Jón L. Árnason hófu einvígið um ís- landsmeistaratitilinn fyrir árið 1988 í húsakynnum Utsýnar í Mjóddinni sl. sunnudag. Þeir eiga að tefla fjórar skákir. Jón L. Árnason vann fyrstu skákina til- tölulega auðveldlega í 31. leik eftir slaka byrjunartaflmennsku Margeirs. Með því að ná foryst- unni er hann strax kominn í sigur- vænlega aðstöðu. Margeir hefur þó fagnað betri árangri á skák- mótum þessa árs og er til alls lík- legur. Einvígi Jóns og Margeirs markar þau þáttaskil í skáksögu íslendinga að þetta er í fyrsta sinn sem stórmeistarar heyja einvígi um íslandsmeistaratitilinn. f ti- lefni af því fer baráttan fram á hinu sögufræga einvígisborði sem þeir Fischer og Spasskí notuðust við. Steinplatan fræga úr gabbró og líparíti sem þó var aðeins not- að í 1. skák einvígisins í Laugar- dalshöllinni verður vettvangur vopnaviðskiptanna í húsi Ut- sýnar. Þeir sitja í leðurstólunum frægu en eins og frægt varð lét Spasskí gegnumlýsa a.m.k annan þeirra þegar líða tók að lokum einvígisins því hann grunaði Bandaríkjamenn um græsku. Aðstæður í húsi Útsýnar eru allgóðar en loftræsting er léleg. Einar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands setti ein- vígið og síðan hófst skákin. Fljót- lega lenti Margeir í óyfirstígan- legum erfiðleikum, tapaði peði og varð síðan að láta drottning- una af hendi: Margeir Pétursson - Jón L. Árnason Nimzoindversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rc3-Bb4 4. e3-0-0 5. Bd3-d5 6. a3-Bxc3+ (Á heimsbikarmótinu si. haust lék Mikhail Tal 6. .. dxc4 gegn Margeiri sem svaraði með 7. Bxh7+. Skákinni lauk með jafn- tefli en Margeir hélt frumkvæð- inu lengst af.) 7. bxc-dxc4 8. Bxc4-c5 9. Re2- Dc7 10. Ba2 (Einnig kemur til greina að leika 10. Bd3 sem má svara með 10. .. b6 ásamt - Ba6.) 10. .. b6 11. 0-0 Ba6 (Skapar beinan þrýsting á mið- borðspeð hvíts.) 12. He1-Rc6 13. Rg3-Hfd8 14. Bb2-Ra5 15. e4 (Sama staða kom upp í skák Kiril Georgievs og Jóhanns Hjartar- sonar á móti í Linares í fyrra. Svartur náði mun hagstæðarí stöðu eftir 15. a4-Bxc4 16. Bc4- Rxc4 17. De2-Ra5. Leiðin sem Margeir velur er litlu betri.) 15. .. Bc4 16. Bc1? (Byrjun hvíts getur vart talist vel lukkuð en þetta er beinn afleikur og eftir hann á hvítur sér ekki viðreisnar von. Betra var t.d. 16. Df3.) 16. .. cxd4 17. cxd4-Bxa2 18. Hxa2-Dc4! (Hvíta staðan er að hruni komin. 19. Hd2 strandar 19. ... Rb3 o.s.frv. Margeir tapar því peði bótalaust.) 19. Hc2-Hxd4 20. Bd2 (Svarta staðan er auðunnin eftir 20. Hxc4-Hxdl 21. Hxdl-Rxc4.) 20. .. Da4 21. Dc1-Rb3 22. Hc+-He8! abcdefgh (Ofan á aðrar hörmungar verður hvítur nú að láta drottninguna af hendi. Svarta staðan er auðunn- in.) 23. Hxa8-Rxc1 24. Bxc1-f6 25. Be3-Hd! 26. Hxd1- (Ekki 26. Hxe8+ Kf7! og vinn- ur.) 26. ... Dxd1 + 27. Rf1-Dd7 b2Það kemur á daginn að hrókur- inn a8 sleppur ekki svo létt úr horninu.) 28. h4-Kf7 (Með hótuninni: 29. .. Ke7 og 30. .. Db7.) 29. Rg3-e5 30. h5-g6 31. f4-Db7 - og Margeir gafst upp því 32. Hd8 er svarað með 32. .. Dc7 ásamt - 33. .. exf4. Önnur skák einvígisins fór fram í gærkvöldi en þriðja skák einvígisins fer fram á morgun, miðvikudag, og hefur Margeir hvítt. Iðnaðarbankinn HLUTHAFA FLJNDUR Hluthafafimdur í Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 26. júM 1989 oghefstkl. 17:00. DAGSKRÁ: 1. Tillaga bankaráðs um staðfestingu hluthafa- fundar á samningi formanns bankaráðs við við- skiptaiáðhena um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa rikissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og að rekstur Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbankanum fyrir júlí 1990. Jafeframt vexði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða framkvæmd samningsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbank- anum, Lækjargötu 12, 2. hæð frá 19. júlí nk. Samningurinn, ásamt tillögum þeirn er fyrir fundinum liggja, verður hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík 5. júlí 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerlð skil tfmanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.