Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. júlí 1989 120. tölublað 54. árgangur Atvinnuástandið Aukningin öll hjá konum Félagsmálaráðuneytið:Atvinnulausum konumfjölgaðiíjúníuml6%á meðan körlumfœkkaði um4%álandsvísu. Eftir landshlutumfjölgaði atvinnulausum mestáhöfuðborgarsvœðinu enfœkkaði mestá Austurlandi. 1900 manns að meðaltali án atvinnu íjúníeða 1,4%. Jóhanna Sigurðardóttirfélagsmálaráðherra: Skuggalegartölur. Býður ígrun aðmikiðséum ófaglœrtfólk á skrá. Hefverulegar áhyggjur af atvinnuástandinu Það eru skuggalegar tölur sem birtast um atvinnuástandið í landinu sem koma fram í þessari skýrslu og fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af, enda lít ég svo á að menn þurfi að búa sig undir að það geti orðið framhald á þessari þróun þegar nær dregur haust- inu. Þetta virðist aðallega vera í verslun, veitingastarfsemi og ýinsiiiii öðrum þjónustugreinum auk verksmiðja þar sem konur vinna mikið og mér býður í grun að þarna sé mikið um ófaglært fólk sem ég hef verulegar áhyggj- ur af, sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði um tæp 3 þúsund eða 7% í júní frá mánuðinum á undan og er aukningin öll hjá konum sem fjölgaði á skrá um 16% meðan körlum fækkaði um 4% á lands- vísu. í fyrsta skipti í ár eru fleiri konur á skrá á höfuðborgarsvæð- inu en karlar. í öðrum landshlut- um er mun meira um atvinnu- lausar konur en karla nema á Vestfjörðum og á Austurlandi. Petta kemur fram í yfirliti vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins um atvinnuástandið í Akureyri Hömuilegt slys Kona ogþrjú bbrnfórust þegarjeppisemþau voru farþegar í valt í Birtingakvísl síðdegis á sunnudag Kona og þrjú börn fórust síð- degis á sunnudag þegar jeppi sem þau voru farþegar í valt í Birt- ingakvísl á Sprengisandi. Öku- maður jeppans og hjón sem voru í öðrum jeppa komust af og eru á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Sjö manns frá Akureyri fóru á tveimur jeppum á laugardag inn á hálendið til að kanna ásigkomu- lag þess til ferðalaga og hafði hópurinn fengið undanþágu til ferðarinnar. Þegar ekkert hafði spurst til fólksins var farið að ótt- ast um það og í gærmorgun fann flugvél frá Akureyri það við Birt- ingakvísl, en hópurinn var á heimleið þegar slysið varð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmenn frá Akur- eyri komu á vettvang í gærmorg- un og flutti þyrlan hina slösuðu í bæinn. Ökumaður jeppans sem valt sýndi mikið harðræði við bjögunartilraunir og hafði fólkið ekki þrek til að láta af sér vita. Ekki er vitað um tildrög þessa hörmulega slyss og hafa skýrslur ekki enn verið teknar af þeim sem komust af. Ekki er hægt að birta nöfn hinna látnu að svo stöddu. -grh juni. Samkvæmt yfirlitinu voru skráðir 42 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu í júní, 25 þús- und hjá konum en 17 þúsund hjá körlum. Þetta svarar til þess að rösklega 1900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum en það jafngildir 1,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Á sama tíma í fyrra voru hins vegar aðeins skráðir rösklega 12 þús- und atvinnuleysisdagar á landinu sem jafngildir 0,4% af mannafla. Eftir landshlutum fjölgaði skráðum atvinnuleysisdögum mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 3 þúsund daga en næst mest á Suðurnesjum um 1200 daga. Hins vegar dró mest úr atvinnu- leysi á Austurlandi en þar fækk- aði skráðum dögum um 1600 í júní. Síðasta virka dag í mánuðin- um voru 2100 manns á atvinnuleysisskrá á landinu, sem vinnumálaskrifstofan telur benda til þess að almennt atvinnuleysi hafi aukist undir lok mánaðarins. Vinnumálaskrifstofan bendir þó á að hér gæti átt einhvern hlut að máli sú staðreynd að námsmenn leituðu í æ ríkari mæli til vinnu- miðlunarinnar á þessum tíma. Að sögn Óskars Hallgríms- sonar forstöðumanns vinnumála- skrifstofunnar virðist sem engin batamerki séu í sjónmáli þar sem enn er verið að segja upp fólki vegna endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri margra fyr- irtækja. „Það alvarlega í þessu öllu saman er að þessar háu tölur koma fram á mesta bjargræðis- tímanum," sagði Óskar Hall- grímsson. Samkvæmt yfirliti vinnumála- skrifstofunnar um atvinnu- ástandið voru skráðir 295 þúsund atvinnuleysisdagar fyrstu sex mánuði ársins á landinu öllu, sem jafngildir því að 2300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleys- isskrá á þessu tímabili, en það svarar til 1,8% af mannafla á vinnumarkaði. Til samanburðar voru skráðir 215 þúsund atvinnu- leysisdagar allt síðasta ár og 153 þúsund árið 1987. -grh Stjórn Neytendasamtakanna telur verð á nauðsynjavörum qegndarlaust okur vinstri Jón Magnússon, Jóhannes Gunnarsson og María E. Ingvadóttir. Mynd: og nauðsynlegt sé að stjórnvöld fari að taka á vandamálinu. A myndinni eru frá ÞÓM. Vöruverð Gífurlegur verðmunur Samanburðurá vöruverðiáíslandi og íDanmörku sýnir ótrúlegar niðurstöður. Kjúklingarrúmlegafjögurhundruðprósentum dýrariá íslandi Samanburður á verði nokk- urra vörutegunda hér á landi og í Danmörku sýnir svart á hvf tu hið mjög svo haa vöruverð sem viðgengst hér á landi, en skýring- ar á því virðast ekki liggja á lausu. Jóhannes Gunnarsson for- maður Ney tendasam takan na seg- ist ekki skilja þennan mun, sem í sumum tilfeUum er alveg ótrú- legur. Sem dæmi má taka verð á kjúklingum sem er rúmlega fjögur hundruð prósentum hærra hérlendis en í Danmörku. Neytendasamtökin fengu sent blað frá Danmörku, þar sem stór- markaður auglýsir verð nokkurra vörutegunda, en það skal tekið fram að um tilboðsverð var að ræða. Þrátt fyrir það gefur þessi verðmunur til kynna að vöruverð hér á íslandi er mun hærra en í nágrannalöndum okkar. Neytendasamtökin fóru á stúf- ana og könnuðu verð á samskon- ar vörum auglýsir og voru í dan- ska blaðinu og er íslenska verðið fengið úr fjórum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Niður- stöðurnar eru ótrúlegar, í sumum tilfellum er vöruverð á íslandi mörg hundruð prósentum hærra. Kjúklingarnir sem minnst var á kostuðu í dönsku versluninni 119 ísl. krónur kflóið, en kosta hér- lendis 629-641 krónu. Þetta er 429-439% munur. Þó skal tekið fram að verðið í Danmörku er miðað við 6 kjúklinga í poka. Eitt kg af pylsum kostar í Danmörku 216 krónur en 399-669 krónur á íslandi. Það er 85-209% munur. Lægsta pylsuverðið hérlendis var tilbóðsverð eins og í Danmörku. Ef dæmi er tekið af innfluttum vörum, t.d. Eldorado túnfiski, þá kostar 185 g af honum 39 krónur í dönsku versluninni, en 87-94 krónur hérlendis. Það er 123- 141% munur. Jóhannes Gunnarsson sagði að það væru atriði í sambandi við kjúklingaframleiðsluna sem skýrðu að hluta til þennan verð- mun, s.s. kjarnfóðurskattur, óhagkvæmni í rekstri og mikil af- föll. Að öðru leyti kynni hann ekki skýringar við þessum mun. Ekki væri um að kenna launa- kostnaði, því laun í Danmörku væru hærri en hér og á móti mat- arskattinum hér, kæmi virðis- aukaskattur í Danmörku. Tollar eiga ekki heldur að vera það háir að þeir skýri hið háa verð á inn- fluttum vörum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.