Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Varaflugvöllur Út með hemaðar- hagsmuni Jóhannes Snorrason, fyrrver- andi yfirflugstjóri Flugfélags íslands og seinna Flugleiða, vill að Alexandersflugvöllur í Skaga- firði verði endurbættur sem fyrst, þannig að hann megi þjóna milliiandafluginu sem varaflug- völlur. Hann segir litlar endur- bætur þurfa á vellinum og hann sé kjörinn varaflugvöllur jafnt í inn- anlandsflugi sem millilandaflugi, bæði hvað varðar fjarlægð frá flugvöllum sunnanlands og veðurfar. Ekki eigi að blanda saman öryggismálum í íslensku farþegaflugi og æflngaflugvelli fyrir NATO. í samtali við Pjóðviljann sagði Jóhannes, að fráleitt væri að ætla að æfingaflugvöllur sem kostaði 11 miljarða og byggður væri af NATO, yrði látinn standa ónot- aður þangað til hugsanlegt stríð brytist út. Slíkur flugvöllur yrði fjölþjóðaflugvöllur, notaður til æfinga af fleiri aðildarþjóðum NATO en Bandaríkjunum. „Ef stjórnvöld vilja byggja hernað- arflugvöll á þessum upprennandi friðartímum, verða þau að gera það upp við sig,“ sagði Jóhannes. En hann vildi ekki blanda slíkum flugvelli saman við öryggismál í almennu farþegaflugi. Steingrímur J Sigfússon sam- gönguráðherra hefur þvertekið fyrir að varaflugvöllur verði byggður hér á landi á vegum NATO. Hann sagði Þjóðviljan- um, að tvær kannanir sérfróðra manna hefðu leitt í ljós, að væn- legast væri að fullgera Egilsstaða- flugvöll sem varaflugvöll. Gert væri ráð fyrir að hann gæti komist að fullu í gagnið 1992-1994. Hins vegar miðaði nauðsynlegum endurbótum á Akureyri vel og lyki þeim að öllum líkindum á þessu ári. Ráðherra sagði Alexanders- flugvöll vel koma til greina sem einn af nokkrum varaflugvöllum í framtíðinni. Lengingarmögu- leikar hans við núverandi stað- setningu væru þó takmarkaðir vegna viðkvæms friðlands við völlinn. í framtíðinni myndu menn hins vegar hlæja að þeim hugmyndum sem sumir hefðu uppi um NATO-flugvöll, þegar flugmenn gætu valið um þrjá eða fjóra nothæfa varaflugvelli. Jóhannes sagði margslungin öfl liggja að baki hugmyndum um varaflugvöll sem byggður yrði af NATO. Sumir vildu fá allt hjá öðrum en ekki leggja neitt af mörkum sjálfir. En slíkt þyrfti oft að gjalda hærra verði með öðrum hætti. Áform væru uppi um endurbætur á Egilsstaðaflugvelli og flugvellinum á Húsavík og hann vildi frekar hafa fjóra vara- flugvelli sem íslendingar hefðu byggt sjálfir, en einn sem byggð- ur væri af NATO. „Ég er ekki að hugsa um „business" í þessu sam- bandi heldur öryggi," sagði Jó- hannes. -hmp Gangandi sem akandi vegfarendur í Reykjavík eiga í mörgum tilvikum erfitt með að komast leiðar sinnar vegna mikilla framkvæmda sem Rafmagnsveitan og Hitaveita borgarinnar standa fyrir þessa dagana. Mynd: Jim Smart. Reykjavík Mikil framkvæmdagleði Viðgerðir og endurbœtur setja svip sinn á götur bæjarins. Rafmagnsveitan að leggja háspennulínu og miklar gatna- og hitaveituframkvœmdir við Miklatorg Frá Barónsstíg og vestur á Meistaravelli er Rafmagns- veita Reykjavíkur að leggja há- spennulínu milli dreifistöðva. Þessar framkvæmdir hafa ekki farið fram hjá vegfarendum um þennan hiuta borgarinnar enda hefur mikið verið grafið upp við Barónsstíginn, nærliggjandi göt- ur og í Hallargarðinum, út á Hringbrautina og að Meistara- völlum. Framkvæmdir þessar munu standa fram á haust. Fram- kvæmdir við gatnakerfi borgar- innar eru líka í fullum gangi núna en stærstu framkvæmdir á því sviði eru á svæðinu frá Miklatorgi og út að Bústaðavegi en lokið verður við þær framkvæmdið nú í haust. Að sögn starfsmanna gatnamáladeildar borgarinnar eru framkvæmdir á þeirra vegum og annarra ekki umfangsmeiri í ár er verið hefur undanfarin ár en ef til vill meira áberandi. í tengslum við gatnagerðar- framkvæmdir við Miklatorg er verið að endurnýja hitaveitukerf- ið. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er 23,8 miljónir. Þetta eru umfangsmestu endur- bæturnar hjá Hitaveitunni á þessu ári en verið er að endurnýja hitaveitustokk frá árinu 1943 sem nær frá Öskjuhlíð að Miklatorgi. Stokkurinn var kominn til ára sinna og orðinn meira og minna Úthlutun Húsnœðisstofnunar skemmdur. Siglfirðingar óhressir ísak Ólafsson: Skömm að ekki skuli koma nemalóíbúðir í kjördæmið ASigluflrði ríkir óánægja með úthlutun Húsnæðisstofnunar á lánum til félagslegra íbúða og segir ísak Ólafsson bæjarstjóri að viðbragða sé að vænta vegna hennar. Bæjarstjórinn segir skammarlegt að aðeins eigi að lána til 16 félagslegra íbúða í kjör-. dæminu öllu á þessu ári. En Siglfírðingar höfðu sótt um lán tU 18 íbúða fyrir árið 1989. í skýrslu Byggðastofnunar um íbúðaþróun segir, að íbúum Siglufjarðar hafi fækkað að með- altali um 14 manns- á árunum 1984-1988 og brottfluttir hafi verið 90 umfram aðflutta síðustu þrú árin. Með sama áframhaldi muni íbúum fækka um 20 manns á ári næstu ár. Það gildi um Sigl- ufjörð eins og ísafjörð og Bol- ungarvík; nánari rökstuðning þurfi fyrir byggingu kaupleiguí- búða í bænum. ísak Ólafsson sagði Þjóðviijan- um, að Siglfirðingar hefðu fengið lán til 6 félagslegra íbúða í fyrra. Sami rökstuðningur hefði fylgt umsóknum fyrir árið í ár og þeim íbúðum, en umsóknirnar voru sendar Húsnæðisstofnun með stuttu millibili. Hann sagði Hús- næðisstofnun ekki hafa farið fram á frekari rökstuðning fyrir umsóknunum. Bæjarstjórinn segir 70% íbúða á Siglufirði byggðar fyrir 1950, en í skýrslu Byggðastofnunar segir að hlutfall eldri íbúða sé 30%. ísak sagði tekjur Siglufjarðar- kaupstaðar af fasteignagjöldum þær lægstu sem þekktust í íslensk- um kaupstöðum. Lítið hefði ver- ið um byggingar einkaaðila á Siglufirði, aðeins tvær fjölskyldur byggðu í fyrra og ein árið þar áður. Enda gæti fólk ekki búist við að fá nema 50% af bygging- arkostnaði fyrir hús sín í endur- sölu. „Þetta er kjarni málsins,“ sagði ísak. Bæjarstjórn mun halda fund í næstu viku, þar sem staðan í húsnæðismálum verði á dagskrá. Atvinna er þokkaleg á Siglu- firði að sögn ísaks, þótt yfirvinna sé óþekkt um þessar mundir og tekjur því minni. Siglfirðingar hefðu staðið frammi fyrir skorti á húsnæði. Nú væru í smíðum 8 leiguíbúðir á vegum bæjarins, auk tveggja íbúða í verka- mannabústöðum og 4-6 kaupleiguíbúða. -hmp Af öðrum framkvæmdum Hitaveitunnar má nefna að verið er að leggja dreifikerfi við Skógarhlíð og endurbæta kerfið við flugvöllinn. Auk þess er verið að endurnýja lagnir milli Snorra- brautar og Barónsstígs þar sem Rafveitan er einnig með fram- kvæmdir í gangi. Kostnaður við þessar framvæmdir verður um 3,2 miljónir. Hitaveitulagnir á þessu svæði er þær elstu í borg- inni, voru lagðar árið 1932. Á nokkrum stöðum í eldri hluta borgarinnar eru enn gamlar leiðslur sem kominn er tími til að endurnýja og verður það gert í áföngum á næstu árum. Þannig eru hitaveitulagnir innan Hring- brautar frá árunum 1943 til 1945 og lagnir í Kvosinni eru álíka gamlar en endurnýjun þeirra mun fara fram í tengslum við endanlegt skipulag í Kvosinni. •Þ Guðmundur Ingólfsson píanóleikari var meðal þeirra sem skemmtu Eg- ilsstaðabúum á djasshátíð mikilli sem haldin var þar um síðustu helgi. Fjöl- margir gestir mættu í Valaskjálf til að hlusta á djassistana. Mynd: Jón Ingi. Hjálparstofnun kirkjunnar á réttu róli Tekjur Hjálparstofnunar kirkjunnar námu í fyrra tæpum 30 miljónum króna og munaði þar mest um tekjur af jólatrés- söfnuninni er námu tveimur þriðju hlutum af tekjum stofnun- arinnar. Á aðalfundi Hjálpar- stofnunarinnar sem haldinn var fyrir skemmstu, var ákveðið að leggja fé í vara- og fræðslusjóð. Helstu verkefni Hjálparstofnun- arinnar á síðasta ári voru hjálpar- starf í Armeníu, Mósambik, Suður-Súdan, Víetnam, Zimba- bwe og Eþíópíu. Á þessu ári bæt- ist við hjálparstarf á Indlandi og sérstakt verkefni vegna sjálfstæð- is Namibíu. Þá hefur stofnunin einbeitt sér í síauknum mæli að fræðslustarfi og hafin er útgáfa á fréttablaði. Framkvæmdastjóri Hj álparstofnunar kirkjunnar er Sigríður Guðmundsdóttir. Húsnæðisstofnun endurskoði úthlutunina „Bæjarstjórn Egilsstaðabæjar lýsir furðu sinni á úthlutun Hús- næðisstofnunar ríkisins á lánum til félagslegra íbúðabygginga þar sem engu láni var úthlutað til Eg- ilsstaða þrátt fyrir öran vöxt bæjarfélagsins og augljósa þörf fyrir slíkar íbúðir," segir í ályktun bæjarstjórnar Egilsstaðabæjar sem samþykkt var á bæjarstjóm- arfundi í gær. I ályktuninni segir jafnframt að bæjarstjórnin krefj- ist þess að stjórn Húsnæðisstofn- unar taki úthlutunina til endur- skoðunar hið fyrsta. Ullarsölu- sameining í gær var undirritaður samn- ingur um samruna sölu- og mark- aðsdeilda ullarvörufyrirtækjanna Álafoss og Hildu í Bandaríkjun- um. Eigið fé hins nýja fyrirtækis verður 68 miljónir króna og skiptist jafnt milli fyrirtækjanna. Að sögn beggja aðila kemur þessi sameining til af því að nú er talið lag að gera veg íslenskrar ullar- vöru meiri í Bandaríkjunum en verið hefur að undanfömu, en þar kemur meðal annars til hækk- un bandaríkjadals. Ríkisstjómin hefur ákveðið að hið nýja fyrir- tæki fá 80 miljóna króna víkjandi lán hjá Iðnlánasjóði. Það þýðir að ekki er greitt af láninu nema þegar hagnaður er af rekstrinum. Mánaöarmynd Listasafns íslands Mynd júlímánaðar í Listasafni íslands er olíumálverk Júlíönu Sveinsdóttur: Frá Vestmanna- eyjum, Elliðaey. Málaði Júlíana myndina 1946. Júlíana fæddist í Vestmannaeyjum árið 1889 en hún lést 1966. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram alla fimmtu- daga kl. 13:30-13:45.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.