Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Rush í Pnllandi Vonbrigði með efnahagshjálp Bushfagnað í Gdansk. Walesa kœrirsig ekki um ný lán heldur vestrœnar fjárfestingar að upphœð 10 miljarðar dollara gyj úgur og margmenni tók höfðinglega á móti George Bush Bandaríkjaforseta þegar hann kom til hafnarborgarinnar Gdansk, vöggu Samstöðu, í gær. Þar hét hann á Pólverja að láta drauma sína um lýðræði og efna- lega velmegun rætast. Á að giska 20 þúsund manns voru saman komin á Samstöðu- torgi við Lenínskipasmiðjuna í gær til þess að heyra og sjá Bush. Fólkið söng og hrópaði slagorð þegar Bandaríkjaforseti eggjaði Pólverja lögeggjan að bæta lífs- kjör sín og sór að Bandaríkja- menn myndu ekki snúa við þeim baki. Síðla í gærdag hélt Bush síð- an frá Póllandi og sem leið lá til Ungverjalands. Þótt samkoman á Samstöðu- torgi hafi tekist með ágætum er engum vafa undirorpið að heim- sókn Bush olli ýmsum, einkum forystumönnum Samstöðu, nokkrum vonbrigðum. í gær gaf hann til dæmis ekki með nokkru móti í skyn að hann hefði séð sig um hönd frá því í fyrradag þegar hann hét Pólverjum rúmum 100 miljónum dollara í efnahagsað- stoð auk annarrar fyrirgreiðslu. Sú upphæð þykir t.a.m. Lech Walesa allt of lág. Bush ítrekaði að stjórn sín myndi hjálpa Pól- verjum til þess að standa á eigin fótum, meira gæti hún ekki gert. Áður en samkoman hófst við Lenínskipasmiðjuna snæddi Bandaríkjaforseti hádegisverð með Walesa. Þar vakti Sam- stöðuleiðtoginn máls á þeirri ósk sinni að vestrænir aðiljar fjár- festu í Póllandi fyrir 10 miljarða dollara á næstu árum. „Við kærum okkur kollótt um frekari lán. Við óskum hinsvegar eftir náinni efnahagssamvinnu sem aðiijar verðu 10 miijörðum bandaríkjadollara til,“ sagði Wa- lesa að loknum fundi þeirra Bush. „Hann er áfram um fjár- festingar og að grundvöllur verði lagður að öflugu einkafram- taki...mér fannst mál hans at- hyglisvert", sagði Bush. Isömu mund og Bush sté upp í flugvélina sem flutti hann til Ung- verjalands kvaddi sovéskur vara- utanríkisráðherra, ívan Abómov að nafni, sér hljóðs í Moskvu og lýsti yfir ánægju sinni með ferða- lag Bandaríkjaforseta. Reuter/ks George Bush, frá einu landi til ann- ars. Sovétríkin Glæpum fjölgar ört Sovétmenn hyggjast ganga íAlþjóðalögregluna Götuglæpum fjölgar svo ört í Sovétrikjunum að þeirra vegna hefur glæpum fjölgað um þriðjung á fyrri helmingi þessa árs miðað við fyrstu 6 mánuði ársins sem leið. Herma stjórnvöld þar eystra. Innanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Vadím Bakatín, efndi til fréttamannafundar og skýrði frá þessum válegu staðreyndum í gær. Hann sagði gjörvallt Iög- reglulið ríkisins skipað 700.000 mönnum og kostaði 3,3 miljarða rúblna (307,4 miljarða króna) að haida því úti ár hvert. Engu að síður dygði það ekki til þess að stemma stigu við glæpafaraldrin- um. Bakatín sagði nauðir reka til þess að Sovétmenn gengju til liðs við Alþjóðalögregluna, Interpol, því skipulögð glæpastarfsemi í Sovétríkjunum tengdist æ meir samskonar starfsemi erlendis. „Við höfum enga ástæðu til þess að gleðjast því árangurinn af baráttu okkar gegn glæpastarf- semi er rýr,“ sagði Bakatín. „Frá ársbyrjun og fram í júnflok var 1,1 miljón glæpa framin í Sovét- ríkjunum sem er 32% aukning frá fyrri hluta ársins sem leið.“ Bakatín hafði enga skýringu á reiðum höndum þegar frétta- menn inntu hann eftir orsökum þessarar óheillaþróunar en gat þess að þyngst vægi fjölgun götu- glæpa eða um 84 af hundraði. Þar af hefði vopnuðum ránum fjölg- að um hvorki meira né minna en 109 af hundraði. Reuter/ks Fjalla-Karabakh Tveir vegnir Enn slœr í brýnu með Armenum ogAzerum Tveir menn hafa fallið og tutt- ugu særst hið minnsta í átökum Armena og Azera að undanförnu I héraðinu Fjalla-Karabakh, landeyjunni í lýðveldinu Azer- bajdsjan i Sovétríkjunum sem að mestu er byggð Armenum. Þetta kom fram f frétt frá Tass í gær. Fréttastofan hermir að her- sveitir innanríkisráðuneytisins og varaliðar fastahersins hafi verið sendir á vettvang til þess að bera klæði á vopnin. Þeir muni verða um kyrrt á átakasvæðunum, gráir fyrir járnum og albúnir þess að stilla til friðar skerist í ödda á ný. Tass sagðist svo frá að hópur Armena hefði setið fyrir tveim Azerum í úthverfi þorpsins Kirki- dzhan árla í gær og skotið þá til bana jafnskjótt og þeir komu í augsýn. Félagi þeirra særðist al- varlega. Ennfremur særðust 19 hermenn þegar heimatilbúinni sprengju var varpað að þeim þar sem þeir voru í óða önn að dreifa hópi grjótkastara. Að minnsta kosti 90 manns féllu á árinu sem leið í átökum Armena og Azera. Bitbeinið var þá sem nú héraðið Fjalla- Karabakh. Reuter/ks England Laurence Olivier látinn (1907 Hann birtist á sjónvarpsskjám íslendinga sem Hamlet, Lér, RíkarðurlII, HinrikV, Sjœlokk, og ótal margir aðrir, hugar- fóstur Shakespeares og annarra helstu skáldmœringa heimsbókmenntanna Leiðir þeirra lágu saman á ný þrátt fyrir allt sem á undan var gengið. Lér svikinn og sturlaður leggur hendur um háls jarlinum af Glostri sem ekki sneri baki við honum og galt fyrir trúnaðinn með missi augna sinna. Sir Laurence Olivier og Leo McKern. Laurence Olivier, eða Lord Oli- vier, einhver rómaðasti leikari sem uppi hefur verið, lést í gær, 82 ára að aldri. Olivier hafði átt við vanheilsu að striða um nokk- urt skeið og var hættur að leika á sviði og í kvikmyndum. Síðustu mánuðina helgaði hann barátt- unni fyrir varðveislu menja um Rósarleikhúsið í Lundúnum en það er trú manna að þar hafi sjálfur William Shakespeare leikið listir sínar forðum daga. Olivier var hinn mesti vinnu- þjarkur enda var afrekaskráin orðin næsta löng áður en hinsta vinnudegi lauk: 121 aðalhlutverk á sviði, 58 í kvikmyndum og 15 í sjónvarpsleikritum. Hann hreppti Óskarsverðlaun í tvígang og var aðlaður 1947. Honum lét jafnvel að leika Óþello (og þótti einhver besti túlkandi hans á vor- um dögum) og þýskan lækni og nasista sem haldinn var kvala- iosta (Maraþonmaðurinn). Hann var yngstur þrímenninganna sem lögðu enskt leikhús að fótum sér og voru aðlaðir fyrir list sína, hin- ir voru Sir Ralph Richardson (sem er látinn) og Sir John Gielg- ud. Laurence Kerr Olivier átti ættir að rekja til húgenotta, franskra mótmælenda, sem hrökkluðust til Englands undan ofsóknum kaþólskra yfirdrottna. Hann var í heiminn borinn þann 22. maí 1907, í smábænum Dork- ing rétt sunnan Lundúna. Olivierhóf leiklistarnám 17 ára gamall og tveimur árum síðar var hann orðinn fastráðinn leikari í höfuðborginni. Enn liðu tvö ár uns hann sló í gegn, það var í leikritinu „Haraldi“ eftir Tenny- son lávarð. Hann kvæntist í fyrsta skipti (af þremur) árið 1930, leikkonunni Jill Esmond. Hjónabandið var misheppnað og fór skjótt í vask- inn þegar Olivier kynntist og féll fyrir bresku leikkonunni Vivien Leigh fimm árum síðar. Astarsamband þeirra fór ekki hátt en olli reginhneyksli þegar þau gerðu það uppskátt. Þau gift- ust svo árið 1940 þegar Leigh stóð á hátindi ferils síns, ári eftir frum- sýningu kvikmyndarinnar „Á hverfanda hveli“. Hjónabandiðstóð í 21 áren var ekki farsælt því lengst af þeim tíma átti Leigh við gc ðræn vanda- ■ mál að stríða. Þau skildu árið 1961. Sama ár gekk íann að eiga enn eina Ieikkonu, Joan PIow- right, sem lifir mann sinn. Olivier varð fjögurra barna auðið. Fyrsta eiginkonan ól honum son og sú þriðja son og tvær dætur. Olivier gaf út endurminningar sínar 1982, „Játningar leikara", og játar þar sitthvað sem mönnum kom í opna skjöldu. Á einum stað kemst hann svo að orði um kynlíf sitt að það sé næsta dauflegt á almennan mælikvarða sem stafi af því að hann virki kyn- orkuna í þágu Iistar sinnar. Það ráðslag hafi verið einn af horn- steinum velgengni sinnar. Á öðr- um stað viðurkennir hann að sér hafi aldrei þótt gaman að leika en hinsvegar ekki getað afborið lífið án þess. Óf langt mál yrði að telja upp öll þau hlutverk sem báru hróður Oliviers um heimsbyggðina í hálfa öld. Kvikmyndirnar Ham- let (fjögur Óskarsverðlaun, þ.á m. fyrir besta leik í aðalhlutverki) og Ríkarður III (kroppinbakur- inn ógeðfelldi), Sjælokk í „Kaup- manni í Feneyjum", James Tyr- one í „Dagleiðinni löngu inní nótt“ eftir bandaríska sk„.dmær- inginn Eugene O'Neill og saka- málasagnahöfundurinn Andrew -1989) Wyke í „Sleuth“ eða „Spæjaran- um“ þar sem þeir Michael Caine fóru á kostum. Og Olivier er ó- gleymanlegur í hlutverki Lés konungs en þann glæsta Ieiksigur vann hann þrátt fyrir og í hat- rammri glímu við alvarleg veikindi árið 1983. Þær kvik- myndir og leikrit sem hér eru tal- in upp eru aðeins Iítið sýnishorn en eiga það sammerkt að hafa verið sýnd í íslenska sjónvarpinu í gegnum árin. En þótt Olivier væri jafn af- kastamikill leikari og raun ber vitni lagði hann gjörva hönd á sitthvað fleira sem viðvék leikhúsinu. Skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari tók hann við rekstri Old Vic leikfé- lagsins við fjórða mann. Félag- arnir fimm lögðu grunninn að því sem seinna varð Breska þjóðleik- húsið. Árið 1963 varð Olivier fyrsti þjóðleikhússtjóri Breta og á næstu 10 árum var hann jöfnum höndum framkvæmdastjóri, leik- stjóri og leikari þrátt fyrir heilsu- brest. Öft var af honum dregið enda þjáðist hann sárlega af ýms- um sjúkdómum, svo sem krabba- meini og krónísku þrekleysi. Hann vann bug á krabbameininu en árið 1974 fékk hann vöðva- rýmunarsjúkdóm. Þegar Ólivier varð áttræður í hittiðfyrra lét umboðsmaður hans það boð út ganga að hann væri hættur að leika en myndi ó- trauður halda áfram að flytja ljóð í útvarp og sjónvarp. íslending- um er í fersku minni þátturinn „Það sem lifir dauðann af er ást- in“, ljóðastund með Laurence Olivier sem flutt var í sjónvarpi sunnudaginn 12. febrúar síð- astliðinn. Þetta var svo rammefl- dur þáttur að honum var rétt ól- okið þegar rafmagn fór af um gjörvallt ísland. ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.