Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Ætlar þú að ferðast inn- anlands í sumar? Sigríður Kristjánsdóttir húsmóðir og ræstitæknir: Já, ég mun ferðast eitthvað smá- vegisísumarfríinu. Égernúsamt ekki búin að ákveða hvert ég fer. Hrafnhildur Sigurðardóttir starfar við heimilishjálp: Já, ég er að hugsa um að fara austur á firði í sumarfríinu. Kom- ast í sólina. Marta Jensdóttir verkefnisstjóri: Nei, ég er að byggja og verð því að vinna í sumar. Geir Harðarson nemi í H.Í.: Já, ég ætla að fara eitthvað út á land, en það er samt ekkert ákveðið. Mig langar að fara um verslunarmannahelgina, jafnvel út til Eyja. Ragnar Ragnarsson bifvélavirki: Ég er búinn að fara. Fór á Kirkju- bæjarklaustur og lenti í rigningu. Það vantaði alla sól þar. þJÓÐVIUINN Miðvikudagur 12. júlf 1989 120. tölublað 54. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Siglt um sundin blá. Kænusiglingar njóta sívaxandi vinsælda. Myndir B. Henry Guðmundsson. Siglingar íþrótt við allra hæfi Hólmfríður Kristjánsdóttir: Siglingar njóta vaxandi vinsœlda. Siglingamenn erufrá fjögurra ára aldri upp í nírœtt. íslandsmeistaramót í kænusiglingum á næsta leiti að er mikill misskilningur að siglingar séu fyrir fáa útvalda. Allir geta stundað þessa íþrótt, enda eru siglingamenn á öllum aldri frá fjögurra ára upp í ní- rætt. Menn sigla bara misvel, sagði Hólmfríður Kristjánsdótt- ir, félagi í siglingafélaginu Ými í Kópavogi. Hólmfríður segist hafa stundað siglingar í fjögur ár og segir að engan bilbug sé á sér að finna - hún muni sjálfsagt iðka siglinga- íþróttina áfram um ókomin ár. Siglingar þurfa ekki að vera dýrt sport frekar en menn vilja. - Vilji menn sjálfir eiga bát þá er stofnkostnaðurinn mikill. Nýr bátur er ekki undir 200.000 krón- um. Hins vegar geta menn leigt bát fyrir 100 krónur yfir daginn, sem tæplega getur kallast dýrt, sagði Hólmfríður. Framundan er íslands- meistaramótið í kænusiglingum sem fram fer á Skerjafirði um næstu helgi. Þar verður keppt í þremur flokkum, einum fýrir yngstu þátttakendurna, öðrum sem er fyrir unglinga og sá þriðji er fyrir þá sem telja sig vera út- lærða í siglingaíþróttinni. Keppendur verða 50 talsins og hafa þeir aldri verið fleiri. Þeir eru á aldrinum átta til 25 ára og koma víðsvegar að af landinu. Að þessu sinni hefur siglingafé- lagið Ýmir allan veg og vanda af mótshaldinu. Keppnin hefst á laugar- dagsmorgun kl. 10 en mótsslit verða á sunnudag kl. 16.30. - Þegar ég tók fyrst þátt í ís- landsmóti voru keppendur að- eins 12, sagði Hólmfríður, - svo virðist að siglingaíþróttin njóti sí- aukinna vinsælda. Félagamir í Ými eru núna hátt á annað hundraðið. Auk Ýmis eru starfrækt þrjú önnur siglingafélög á höfuðborg- arsvæðinu, eitt á Akureyri, eitt á Egilsstöðum og í undirbúningi er stofnun félags í Búðardal. Á suðvesturhorni landsins em helstu siglingasvæðin í Fossvogi og Skerjafirði en þangað sækja helst Reykvíkingar og Kópavogs- búar og Garðbæingar sigla helst í Amarvogi. _rk Birting Kemst stjómin til þroska? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera þegar hún er orðin stór? er yfirskriftin á opnum fundi sem Birting, nýlega stofnað félag Al- þýðubandalagsmanna í Reykja- vík og fleirí, boðar til á morgun á Hótel Borg kl. 17. Birtingarfólki finnst tímabært að ræða stöðu ríkisstjómarinnar um þær mundir sem fýrsta starfs- ár hennar er að renna sitt skeið á enda. Fram að þessu hefur stjórnin verið í einskonar björg- unarleiðangri og tekist þokka- lega að mati Birtingar, en meira þarf til svo unnt reynist að leysa þau risavöxnu verkefni sem blasa við í atvinnu- og efnahagsmálum. Málshefjendur á fundinum verða þau Kristín Ástgeirsdóttir, Guðmundur Ámi Stefánsson og Óskar Guðmundsson og tveir ráðherrar, þeir Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Hólmfríður Kristjánsdóttir: Það geta allir siglt. Menn sigla bara mis vel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.