Þjóðviljinn - 13.07.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 13.07.1989, Page 1
Fimmtudagur 13. júlf 1989 121. tölublað 54. örgangur Ríkisábyrgð 106 miljónir vegna gjaldþrota Félagsmálaráðuneytið: Ekkert lát ágjaldþrotum. 80-90 miljónir allt síðasta ár. 20-30 miljónir1987 og 1,5 miljón 1984. Svonefnd ,Jrakkaskipti(( tíð írekstri veitingahúsa og hugbúnaðarfyrirtcekja. Galli á lögum um stofnun hlutafélaga Fyrstu sex mánuði ársins hefur ríkissjóður orðið að greiða starfsmönnum gjaldþrota fyrir- tækja 106 miljónir króna en allt síðasta ár námu þessar greiðslur 80-90 miljónum króna. Til sam- anburðar má geta þess að 1987 námu þær 20-30 miljónum og érið 1984 aðeins 1,5 miljón króna. Að sögn Oskars Hallgrímsson- ar forstöðumanns vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins virðist ekkert lát vera á gjaldþrotum fyrirtækja um þess- ar mundir og eru þau úr öllum greinum atvinnulífsins. Mikið er um gjaldþrot fyrirtækja í ýmsum þjónustugreinum en einnig úr undirstöðuatvinnugreinum landsmanna eins og fiskvinnslu. Þá eru dæmi um það að sömu aðilar komi oftar en einu sinni við sögu gjaldþrota og mun það eink- um vera í rekstri veitingahúsa og einnig hjá hugbúnaðarfyrirtækj- um. Óskar sagði að sem betur fer væru þetta undantekningartilfelli en þó væri því ekki að neita að hann hefði séð sömu nöfnunum bregða fyrir oftar en einu sinni. í tilvikum sem þessum setur við- komandi eigandi gjaldþrota fyrir- tækis nýtt á fót á meðan hið fyrr- nefnda er enn til meðferðar hjá skiptaráðanda og er það kallað að hafa „frakkaskipti“ meðal framtakssamra einstaklinga í fyrirtækjarekstri. Dæmi eru um að nýja fyrirtækið hafi farið á hausinn áður en meðferð á þrota- búi þess fyrrnefnda er lokið. Óskar sagði að það væri auðvitað galli á lögum um stofn- un hlutafélaga að sami aðili gæti sett á stofn hvert fyrirtækið á fæt- ur öðru þrátt fyrir að hann ætti að baki óuppgert gjaldþrot og það væri síðan ríkissjóðs að standa straum af þeim launakostnaði sem viðkomandi hefði stofnað til þann tíma sem ævintýrið stóð yfir. Að öllu jöfnu hefur vinnu- málaskrifstofa félagsmálaráðu- neytisins fjórar vikur til stefnu til að greiða starfsmönnum gjald- þrota fyrirtækja þau laun sem þeir eiga inni hjá viðkomandi fyr- irtæki eftir að skiptaráðandi þess hefur lokið sinni vinnu og skilað inn til ráðuneytisins sínum niður- stöðum. í fióknum gjaldþrota- skiptum þar sem mikið er um ág- reiningsefni geta þó liðið nokkrir mánuðir áður en starfsmenn fyrirtækisins geta átt von á að fá laun sín greidd. -grh Fœðingarheimilið Lokað á annab'ma Fœðingarheimilið lokað Í5 vikurfrá24.júlí. Mikið álag á Landspítalanum. Geturkomið niður á öryggi móður og barns að gefur auga leið að þegar Fæðingarheimilinu og skurð- stofum við sjúkrahús í nágrenni Reykjavíkur er lokað þá eykst þunginn á deildinni hjá okkur. Það cr allt fullt hjá okkur núna og hefur verið töluvert mikið að gera, sagði Edda Jónasdóttir, deildarstjóri á sængurkvenna- deild Landspítalans. Edda sagði að óánægja ríkti meðal starfsfólk deildarinnar vegna þessara sparnaðarráðstaf- ana og þess aukna álags sem því fylgir og benti á að ljósmæður hefðu sent frá sér ályktun vegna þessa á síðasta aðalfundi og segir í henni að niðurskurðurinn geti komið niður á öryggi móður og barns á annasömustu tímunum. Edda sagði að óvíst væri hvort konur færu fyrr heim á meðan lokun Fæðingarheimilisins stæði yfir en núna fara þær heim á 5. degi nema þær óski eftir því að fá að fara fyrr. Undanfarin ár hefur Fæðingar- heimilið í Reykjavík verið lokað hluta úr sumri og núna verður lokað frá 24. júlí til 4. september, auk þess sem rúm á einni hæð voru rýmd í vor, um leið og skurðstofunni var lokað, og að sögn Huldu Jensdóttur forstöðu- konu er óvíst hvenær sá hluti heimilisins verður opnaður aftur. Það sem af er þessu ári hafa fæðst 1412 börn á Landspítalan- um en spár fyrir fæðingar í Reykjavík og nágrenni á tímabil- inu júlí til september eru frá 238 til 247 börn í hverjum mánuði. Til samanburðar má nefna að mán- uðina apríl til maí fæddust um 200 börn í hvorum mánuði. í ág- ústmánuði verður fæðingardeild Landspítalans eina deildin sem sinnir fæðingum á þessu svæði. iþ Á Landspítalanum er sængurkvennadeildin full núna og séð er fram á enn meira álag þegar lokun Fæðingarheimilisins kemur til framkvæmda. Myndin er tekin í heimsóknartíma deildarinnar í gær. Mynd-Jim Smart Framhaldsskólakennarar Deilt um aukavinnu Ufar hafa nú risið með launa- dcild fjármálaráðuneytisins og Hinu íslenska kennarafélagi um launagreiðslur til framhalds- skólakennara fyrir aukavinnu sem þeir inntu af hendi í vor svo hægt yrði að Ijúka starfi fram- haldsskóla og útskrifa nemendur. Eggert Lárusson hjá HÍK segir það vera álitamál hvort kennarar komi til starfa um miðjan ágúst til að leggja haustpróf fyrir þá ne- mendur sem ekki skiluðu sér í vor. - Eftir því sem við höfum heyrt er megn óánægja meðal kennara með afgreiðslu launadeildarinn- ar. Ef málin verða ekki leyst fer allt í hnút í haust, sagði Eggert, en samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hafa kennarar í einhverj- um skólum komið saman til skrafs og ráðgerða um framhald- ið. - Við lítum svo á að ekki leiki vafi á því að ríkið eigi að greiða þetta. Við höfum fengið upplýs- ingar um það hvernig málin hafa verið afgreidd, en ekki hefur tek- ist að koma á fundi um það hvernig málið verði leyst, sagði Eggert. Eggert sagði að ágreiningurinn við launadeildina snerist einkum um fjögur atriði. í fyrsta lagi greiði launadeildin ekki fyrir kennslu nema hún hafi verið 16 tímar eða meira. í annan stað hefur ekki fengist greiðsla fyrir sjúkrapróf og endurtökupróf. í sumum skólum hefur ekki verið greitt fyrir fundi haldna utan dag- vinnumarka, um helgar og á kvöldin. - í fjórða lagi hefur ekki verið greitt fyrir námsráðgjöf eftir 25. maí sem var þó eðli máls- ins samkvæmt mjög nauðsynleg, sagði Eggert. Mismunandi er eftir skólum hvernig launadeildin hefur af- greitt framlagða reikninga fyrir aukavinnu kennara. Birgir Guð- jónsson, skrifstofustjóri launa- deildar, sagði í samtali við blaðið í gær að þegar hefðu um 80-90 af hundraði þeirra reikninga sem lagðir voru fram verið afgreiddir. Það sem eftir væri þyrfti nánari skoðunar við og yrði óskað eftir nánari sundurliðun á þeim reikn- ingum. Birgir vildi ekki kannast við að svikist hefði verið aftan að kenn- urum með afgreiðslu launa- deildarinnar. - Það var ljóst frá upphafi að það mátti skilja samkomulagið á ýmsan hátt. -rk Hlutabréfakaup Fiskveiðasjóðs Hrökkva skammt MargrétFrímannsdóttir: Akvörðun Fiskveiðasjóðs um hlutabréfakaup hrekkur skammt. Fjárþörf Harðfrystihúss Stokkseyrar 100 miljónir. Hjálpi ríkissjóður ekki upp á sakirnar blasir við lokun essi afgreiðsla Fiskveiðasjóðs hrekkur skamnit til að koma í veg fyrir að húsinu verði lokað. Við þurfum að fá skuldbreytingu yfir 100 miljónir og hlutabréfa- kaup Fiskveiðasjóðs eru aðeins lítið brot af þeirri upphæð, sagði Margrét Frímannsdóttir, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins og oddviti á Stokkseyri, en sjóðurinn hefur afráðið að kaupa hlutdeildarskírteini í Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar, sem og Fiskiðj- unni Bfldudal og Fiskiðjunni Freyju fyrir rúmar 16 miljónir króna. Margrét sagði að samkvæmt þessu yrði einnig að koma til að ríkissjóður keypti B-hluta skír- teini í þessum fyrirtækjum til þess að þau gætu hugsanlega rétt úr kútnum. Hún sagðist reikna með þvf að ríkisstjórnin myndi skoða og afgreiða málefni hvers fyrir- tækis um sig. Niðurstaða ætti að liggja fyrir. innan viku. - Ef það gengur ekki eftir er ekki neitt annað framundan en að loka húsinu og þá verður nán- ast algjört atvinnuleysi á Stokks- eyri, sagði Margrét, sem sagðist ekki vilja standa í sporum stjórn- enda þeirra fyrirtækja sem Fisk- veiðasjóður hefði synjað um hlutbréfakaup í. -rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.