Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 3
ísafjörður Bið á kjarabótinni Vöruval: Höfum aðeins fengið innan við þriðjung þess kjöts sem hefur verið pantað. Þórhallur Arason: Búiðað kippa þessu í liðinn. 130 tonn seld af 500-600 tonnum Frá því farið var að selja lamba- kjöt á tilboðsverði höfum við fengið ákaflega lítið af því hingað vestur eða innan við þriðjung þess sem ég hef pantað. Þannig að við höfum ekki setið við sama borð og aðrir landsmenn og óhætt að segja að kjarabótin hafi verið lengi á leiðinni hingað, sagði Ben- edikt Kristjánsson kaupmaður í Vöruvali. Að sögn Þórhalls Arasonar starfsmanns vinnuhóps landbún- aðarráðuneytisins er búið að kippa þessu í liðinn og á næstunni mega ísfirðingar eiga von á að geta keypt lambakjöt á tilboðs- verði að vild sinni í matvöruversl- unum bæjarins. Byrjað er að saga niður kjöt fyrir Vestfirðinga á Þingeyri, Flateyri og Bolungar- vík, auk þess sem það er einnig gert á Hólmavík á Ströndum. Þórhallur sagði að fyrstu vik- una hefðu selst um 130 tonn af lambakjöti á tilboðsverði af þeim 500-600 tonnum sem ætlað er að selja. Búist er við að það dugi fram undir verslunarmannahelgi. Fram að þessu hefur eftirspurnin eftir kjötinu verið meiri en fram- boðið en úr þessu ætti að komast jafnvægi þar á, en markmiðið og forsendur þessa söluátaks á lambakjöti var og er að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að kjötinu. -grh Húsnœðisstofnun Útdeiling óákveðin Sigurður Guðmundsson: Fréttaflutningur sjónvarpsins villandi og rangur. Fjöldi íbúða í einstaka landshluta enn óákveðinn. Eðlilegtað ekki sé lánað jafn mikið á einstaka staði ár hvert Mér Jþykir leitt að æsifrétt í ríkissjónvarpinu, sein ég er vægt til orða tekið ekki viss um að hafí verið rétt í öllum atriðum, skuli valda slíku uppnámi, sagði Sigurður Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar, aðspurður um viðbrögð ýmissa aðila við ákvörðun Húsnæðisstofnunar um lánveitingar tii félagslegra íbúðabygginga. Húsnæðisstofn- un hefði ekki þá og hefði ekki enn, gefíð út upplýsingar um út- deilingu lána eftir landshlutum. Viðbrögð einstakra aðila byggðu á hæpnum fréttaflutningi sjón- varpsins og ótta sveitarfélaga í kjölfarið. Sigurður sagði Húsnæðisstofn- un hafa gefið eftir bestu getu upp- lýsingar í aðalatriðum. Ekkert hefði farið út frá stofnuninni um íbúðafjölda í hvert byggðarlag fyrir sig. Þau viðbrögð sem fram hefðu komið yrðu rædd á stjórnarfundi stofnunarinnar í dag, og síðan yrði hafinn undir- búningur að framkvæmdalána- samningum við sveitarfélög og aðra aðila sem fá lán frá Húsnæð- isstofnun. Það kom fram hjá Sigurði, að stofnunin ynni að gerð yfirlits á veitingu framkvæmdalána und- anfarin 2-4 ár. „Ég vona að hægt verði að sýna það yfirlit öðru hvoru megin við helgina," sagði Sigurður. Hvað varðaði mismun úthlut- ana á milli landshluta og sveitarfélaga, sagði Sigurður ekki óeðlilegt að Húsnæðisstofnun lánaði mismikið til einstakra byggðarlaga, eftir aðstæðum hverju sinni. -hmp Verðmerkingar Hertar reglur nauðsynlegar Neytendasamtökin hafa sent verðlagsyfirvöldum bréf þess efnis að endurskoðaðar verði gildandi reglur um verðmerking- ar, vegna tilkomu strikamerking- arinnar svokallaðrar. Strika- merkingin getur haft í för með sér að verðskyn neytenda dofni, því vörur verða ekki lengur verð- merktar hver og ein. Þetta getur einnig orðið til þess að ósamræmi skapist á milli hillumerkingar annarsvegar og verðs við af- greiðslukassa hins vegar. Sú hef- ur orðið raunin á Norðurlöndun- um. Með strikamerkingum verður ekki nauðsynlegt að verðmerkja hverja vöru fyrir sig, því verð vörunnar verður ekki stimplað á kassa eins og hingað til hefur ver- ið, heldur verður henni rennt í gegnum einskonar tölvu eða skanna sem les strikamerkið. í drögum að reglum um verð- merkingar sem Neytendasam- tökin hafa tekið saman, segir að nauðsynlegt sé að merkja hverja einstaka vöru með einingarverði og á hillukanti eða verðskilti skuli gefa upp samanburðarverð vör- unnar, þ.e. verð pr. kg. Einnig að samnotavörur skuli vera á sama stað og að á kassakvittun skuli koma fram auk einingarverðs, heiti vörunnar. Svo og að ef kaupandi sé krafinn um hærri greiðslu við kassa en verðmerk- ing segi til um, skuli viðkomandi fá hlutinn ókeypis. Þetta síð- asttalda atriði telja samtökin vel til þess fallið að veita verslunum aðhald, þ.e. að kaupmenn athugi að breyta verði vöru á réttum tíma. Þetta muni Iíka ýta á neytendur að fylgjast vel með vöruverði. ns. Offramboð á menntamönnum? Ástandið á vinnumarkaðnum undanfarnar vikur og mánuði hefur verið mönnum nokkurt áhyggjuefni. Fólk stendur uppi atvinnulaust og jafnVel fólk með mikla menntun og gott háskóla- próf fær ekki vinnu við sitt hæfi. Hvað veldur? Eflaust eru margar ástæður fyrir þessu ástandi. Það er sam- dráttur í þjóðfélaginu, miklar þrengingar í undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar, sjávarútvegin- um og gjaldþrot blasir við fyrir- tækjum í mörgum greinum. Fyr- irtæki á öllum sviðum atvinnulífs- ins hafa dregið úr starfsemi og sagt upp fólki. Vonandi batnar þó ástandið og þjóðfélagið kemst á réttan kjöl. En hvernig eru framtíðarhorfur fyrir menntað fólk, fólk með háskólapróf og fólk í námi? Sífellt fleiri fara í framhalds- nám og flestir halda áfram eftir stúdentspróf og fara í háskóla. Síðastliðið haust innrituðust rúmlega fjögur þúsund manns í Háskóla íslands og af þeim fóru langflestir í viðskiptafræðideild. Margir tala nú um að offramboð sé á menntamönnum og þá sérí- lagi á viðskipta- og hagfræðing- um. Sögur ganga af viðskipta- fræðingum sem ekki fá vinnu við sitt hæfi, heldur séu gjaldkerar í banka eða ritarar á skrifstofu. Um 90 viðskiptafræðingar út- skrifuðust úr H.í. í vor og það er ljóst að vinnumarkaðurinn getur engan veginn tekið við öllum þeim fjölda. Sömu sögu er að segja af öðr- um greinum. Lögfræðingar sem útskrifast fá ekki allir vinnu við sitt hæfi, heldur lenda í að vinna á skrifstofum í innheimtu. Hjúkr- unarfræðingar fá ekki vinnu vegna niðurskurðar hjá hinu op- inbera og ekki er um auðugan garð að gresja hjá verkfræðing- um, náttúrufræðingum eða jarð- fræðingum. Ungir guðfræðingar fá ekki brauð upp í hendurnar þegar þeir útskrifast. Það eru kannski helst sálfræðingar sem eitthvað fá að gera í þessu ofur- stressaða og taugaveiklaða þjóðfélagi. Umsóknir í kennarastöður við framhaldsskóla landsins hafa sjaldan verið fleiri en nú. Aldrei þessu vant þarf ekki að bíða langt fram eftir hausti eftir að fá kenn- ara til starfa, heldur er fjöldi um- sókna orðinn svo mikill að það verður að hafna mörgum. Sam- kvæmt upplýsingum úr mennta- málaráðuneytinu færist það sí- fellt í vöxt að fólk taki uppeldis- og kennslufræði í Háskóla fs- lands eftir BA eða BS-próf. Kennarastaðan er loks orðin eftirsóknarverð. Ástæða þess að fólk fer í auknum mæli í framhaldsnám er náttúrlega sú að þjóðfélagið breytist, er orðið flóknara og kallar á menntað fólk. Sér- menntun verður nauðsynleg öllum atvinnuvegum. Þó svo að þetta sé staðreynd, að sérmenntun sé nauðsynleg, svarar það varla þeirri spurningu hvers vegna 300 manns hefji nám í viðskiptafræði á hverju hausti. Af hverju fer allur þessi fjöldi í þetta nám? Hvað hefur þjóðfé- lagið að gera fyrir 100 nýja við- skiptafræðinga á ári? Svar við spurningunni um aðsókn í við- skiptafræði er sennilega að finna í hinni miklu „hægri“bylgju sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Ungt, hægrisinnað fólk sér líklega gróðamöguleika í nám- inu, sér fram á að geta stofnað fyrirtæki og grætt peninga. Eða komist að hjá góðu fyrirtæki og fengið góð laun. Viðskiptafræðin í BRENNIDEPLI hefur orðið að tískufyrirbæri og viðskiptafræðideildin er orðin að langstærstu deild háskólans. Aðilar á atvinnumiðlunarskrif- stofum í Reykjavík sem Þjóðvilj- inn ræddi við, voru sammála um það að mikið bæri á fólki með menntun í viðskipta- og hag- fræðigreinum. Ekki tækist öllum að fá vinnu við sitt hæfi, þannig að margir færu í störf sem að ein- hverju leyti tengjast menntun þeirra, s.s. skrifstofustörf ýmis- konar. Kristján Jóhannsson, for- maður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sagði að nú væri ástandið þannig að þeir sem út- skrifuðust með hæstu einkunn- irnar fengju auðveldlega vinnu. Einnig þeir sem fara erlendis í framhaldsnám og koma heim með sérþekkingu að einhverju leyti. Hinir lenda í lélegri störf- um. Til ráða fyrir þá sem nú eru Er framhaldsnám er- lendis eftir langskólanám hér heima leiðin að ör- uggri atvinnu? Offram- boð á menntamönnum virðist blasa við á íslandi. Hefur íslenskt þjóðfélag eitthvað að gera við 100 viðskiptafrœðinga á ári hverju? Er léleg við- skiptafrœðideild Há- skóla íslands ástœða stofnunar Viðskiptahá- skóla Verslunarskólans? að útskrifast telur Kristján væn- legast að fara erlendis. Leita út fyrir landsteinana og fara í nám sem gefur viðskiptafræðingum sérþekkingu sem nýtist hér heima. Þróunin er því að verða sú sama og hjá læknum. Lækna- kandídat sem útskrifast úr hásk- ólanum fær ekki starf við spítala nema sem aðstoðarlæknir. Kand- ídatar fara því langflestir í fram- haldsnám erlendis og koma heim sem sérfræðingar í einhverri grein læknavísindanna. Einnig eru mörg dæmi þess að þeir komi hreinlega ekki heim aftur, heldur komist í góðar stöður úti og setj- ist þar að í lengri eða skemmri tíma, eða þangað til staða hér heima losnar þar sem þeirra sér- þekking nýtist. Kannski að þetta eigi eftir að verða raunin með viðskiptafræðinga? Það er ekki nóg með það að um 300 stúdentar setjist á bekk í við- skiptafræðideild Háskóla ís- lands, heldur er í bígerð hjá Verslunarskólanum að setja á stofn Viðskiptaháskóla. Ástæða stofnunar þess skóla er sögð vera sú, að viðskiptafræðingar sem út- skrifast úr Háskóla íslands séu alls ekki hæfir til að takast á við þau störf sem þeim eru ætluð. Kennsla í viðskiptafræðideildinni sé stöðnuð og hafi ekki þróast með breyttum þörfum markaðar- ins og útskrifaðir viðskiptafræð- ingar séu ekki færir um að reka fyrirtæki. í Viðskiptaháskólan- um á að kenna samkvæmt öðrum formúlum en tíðkast í Háskóla ís- lands. Minni áhersla verður lögð á hina fræðilegu hlið námsins, en þeim mun meiri á hagnýtu hliðina og verklegu. Námið á aðeins að taka 2-3 ár, en nemendur fá BA- próf úr skóianum. Gárungar tala um viðskiptafræðinga með pungapróf. Menn eru þó ekki á einu máli um nauðsyn þessa Viðskiptahá- skóla og heldur ekki um hvernig ástandið verður með tilkomu hans. Sumir segja þetta afar já- kvætt framtak og gott, þarna komi skóli sem útskrifi fólk með sérmenntun, en aðrir eru nei- kvæðir. Segja þetta tóma vitleysu sem litlum tilgangi þjóni og engin þörf sé fyrir. Viðskiptafræðideild Háskóla íslands standi vel fyrir sínu og tilkoma þessa skóla auki bara enn frekar ásókn í við- skiptafræðimenntun og sé hún næg fyrir. Hverjir hafa rétt fyrir sér verð- ur tíminn að leiða í ljós. Hvort Viðskiptaháskólinn mun létta af Háskóla íslands, eða verða til þess að íslenskt þjóðfélag verði viðskiptafræðingaþjóðfélag kem- ur f ljós. ns. Fimmtudagur 13. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.