Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 6
AÐ UTAN Sem dæmi um ótrúlega grósku hér í Nýju Suður-Wales mætti kannski nefna að upp úr stofu- gólfinu hjá mér vex iðjagrænn stöngull - bambus - og virðist ætla að verða prýðilegasta stofu- skraut. Annars er tekið að kólna í veðri, enda talar fólk um vetur- inn og dúðar sig af kappi. Flestir fara í þykkar peysur. Yfirhafnir eru næsta fátíð fyrirbæri og nán- ast hvergi gett ráð fyrir að hengja slíkt, þannig að álpist maður í frakka eða úlpu, verður maður að drösla henni með sér. Hitastigið fer niður í ein 9°C á daginn og á nóttunni verður jafnvel frost. Vetrartískan er í búðargluggunum, (þ.e.a.s. Ástr- alir eru 1-2 árum á eftir fslend- ingum), og stöku erlendar trjá- tegundir fella laufin, annars er allt grænt og ég er hálfráðvillt. Hvernig má það vera að veturinn sé kominn og í gær tíndi ég mand- arínur af trjánum? Gleymdu nú vetrar- gaddinum sára... Þó merki ég kuldann tiltakan- lega innandyra í köldum vistar- verum og íbúðarhúsum og klæði mig kappsamlega - í laumi þó, því að hvernig getur íslendingi verið kalt og það innandyra?! Ástralir nota alls kyns raf- magnsofna, af öllum stærðum og gerðum, rafmagnsábreiður ofan á dýnunum í rúmunum, mörg lög af ullarteppum og jafnvel eins konar sæng þar ofan á. Arineld- urinn er þó það besta og miklu skemmtilegra að horfa í bláa, gula og rauða logana en á sjón- varpið. Um að gera að fara út í skóg og tína sprek í eldinn. Víða er það þó svo yfir þessa köldu mánuði að stærsti ofninn er hafður í einni vistarveru, gjarnan stóru eldhúsi, og þar dvelur fjöl- skyldan uns hún skríður í upphit- að rúmið. Þó er vissara að taka þessa vermandi ábreiðu úr sam- bandi áður en maður dettur út af, vilji maður ekki vakna eins og ristuð brauðsneið. Ekki veit ég hvað prinsessan á bauninni hefði sagt um þennan rúmfatnað. Á morgnana þarf svo að sýna þá hetjudáð að fara í sturtu í ísköldu baðherbergi og hef ég Iokkað sjálfa mig upp úr rúminu með því að hugsa um heitt kaffi eða te og góða tónlistardagskrá sem ævinlega er í ABC FM stereo á morgnana eða „Ævintýri sí- gildrar tónlistar“ eins og það heitir í umsjá Karls Haas. Nú er úti veður vott... Nú rignir hér í Narrabri þegar enginn hefur minnsta áhuga fyrir slíku þar sem nýbúið er að sá og of mikil væta eyðileggur upp- skeruna. Síðustu tvo sólarhringa hefur rignt um 70 mm. Rigningin kemur eins og hvít þoka og minnir á hustrigningarnar heima nema hvað þrumur og eldingar fylgja oft í kjölfarið. Vegir hafa víða spillst og margur bóndinn sjálfsagt átt andvökunótt. En þetta var allt saman útúrdúr, ég ætla að segja ykkur frá för minni til Adelaide. „Beinn og breiður vegur“... Frá Melbourne til Adelaide er 8 klukkustunda greiður akstur. Adelaide er stærsta borg fylkisins Suður-Ástralía og einna fegurst þeirra borga sem ég hef séð hér í álfu. Allt er iðjagrænt, sólin skín og Adelaide hæðirnar, skógi vaxn- ar. Þær bera þó enn merki skógareldanna 1983 þegar barist var við eldana nótt sem dag. Oft eru þessar hæðir gulbrúnar af þurrki svo þetta er frekar óvenju- legt. Suður-Ástralía ræktar meira en helming þeirra grape-aldinna sem notuð eru til víngerðar í allri Ástralíu og er fræg fyrir góð borðvín. Adelaide var áður fyrr borg kirkna, vínekra og víngerð- ar en er nú borg lista og listahá - tíða - og kirkjurnar standa enn. Og glóir vín á skál... ískaldur bjór hefur löngum verið aðaldrykkur Ástrala en þar sem margir innflytjendur frá Evr- ópu kusu fremur vín með matn- um en bjór, tóku Ástralir að framleiða mikið úrval ágætis og ódýrra borðvína. Suður af Adelaide er hérað oft kallað McLaren Vale, eftir aðal- borginni þar, og er frægt fyrir frá- Mathinna: Dapurleg örlög frumbyggjanna. bært portvín og borððvín. (Ástr- alir drekka gjarnan portvfn svip- að og við drekkum koníak eða líkjör og eru hinar fjölbreyttustu tegundir af portvfni á boðstól- um.) Þarna er hægt að ferðast um, smakka og kaupa vín. Sumir kaupa 6 eða 12 flöskur af ein- hverri tegund chardonnays eða sauvignon blancs af mismunandi árgerðum og geyma í 5-10 ár. (6 flöskur af hvítvíni kosta u.þ.b. 2.200 kr. og þætti víst ekki mikið heima á Fróni.) Coonawarra er einnig rómað vínræktarsvæði en nöfn á frábær- um rauðvínum eins og cabernet sauvignon eða cabarnet shiraz segja víst fslendingum lítið. Fyrir nokkrum árum tók - franskur kampavínsiðnaður Sydn- eybúa með trompi og selj a þeir svo margar miljónir af kampa- vínsflöskum að Ástralía er allt í einu komin í hóp þeirra tíu þjóða sem mest flytja inn af kampavíni. Þetta er dálítið merkilegt þar sem flaska af frönsku kampavíni kost- ar sjaldan minna en 800 krónur en hægt er að fá ágætt, innlent kampavín á 200 krónur. - Kampavínið þykir Áströlum sér- lega gott að drekka á heitum sumarnóttum! - Nú hefur sjálfur forsætisráðherrann, Bob Hawke, farið þess á leit við þjóðina að hún hætti að kaupa freistandi hluti handan um haf vegna sívax- andi erlendrar skuldasúpujjann- ig að nú er engin afsökun, Ástral- ir verða að drekka eigin fram- leiðslu. Ástralska kampavínið skyldi nú ekki bara vera betra en það franska! Sennilega þarf óper- an í Sydney að breyta auglýsingu sinni: „Hvar annars staðar í heiminum er hægt að fá ástralska sjávarrétti, franskt kampavín, þýska óperu og kolumbískt kaffi?“ Myndir á sýningu í Adelaide sá ég frábæra sýn- ingu sem fer til allra fylkja Ástral- íu og heitir „Áströlsk list í 200 ár, 1788-1988“. Þarna voru fyrst og fremst málverk en einnig teikn- ingar, Ijósmyndir, keramik, silf- urgripir og síðast en ekki síst ný og gömul verk frumbyggjanna sem loks núna á 9. áratugnum eru viðurkennd af almenningi sem listaverk (þótt um 1940 væru til listunnendur sem viðurkenndu það). Þarna voru mörg verk list- akvenna og innflytjenda af öðr- um kynstofni en þeim enska. Flest þessi listaverk áttu það sam- eiginlegt að segja sögu Ástralíu, lýsa landslagi og náttúru álfunnar Sólveig Einars- dóttir skrifarfrá Ástralíu gefa til kynna hvert stefni og benda í átt til framtíðar. Frægustu málverkin eru áreið- anlega verk málaranna McCubb- ins, Roberts og Streetons. Stór, áhrifamikil og þjóðernisleg verk sem tengdust 100 ára afmælinu 1888 og stuðluðu, að áliti margra Ástrala, að sameiningu nýlendn- anna 1901. Eftirprentanir þess- ara verka eru algengar, svipað og e.t.v. Fjallamjólk Kjarvals á ís- landi. Að bæði eldri og nýrri verk hinna svörtu frumbyggja skuli vera með íþessari merkilegu sýn- ingu stuðlar að þeirri virðingu sem hvítir menn eru teknir að bera fyrir einstæðri menningu frumbyggjanna almennt. Skyldu frumbyggjarnir vera að sigra hugi sigurvegaranna líkt og Grikkir sigruðu forðum hina fornu Róm- verja? Ekki er síður heillandi að kanna bakgrunn listaverkanna, sem mörg hver eiga sér sérstæða sögu. Rauður kjóll og geislandi augu Líf og dauði frumbyggjastúlk- unnar, Mathinnu, er táknrænn fyrir örlög frumbyggja Tasmaníu eftir að Bretar settust þar að í upphafi nítjándu aldar. Vatns- litamynd enska málarans, Thom- asar Bocks, (sem málaði fjöl- margar andlitsmyndir af frum- byggjum), af Mathinnu árið 1842, þá 7-8 ára gamalli, er töfr- andi augu þessarar litlu stúlku geisla af lífi og gleði. Mathinna fæddist á Flinders Is- land, dóttir ættarhöfðingja sem hrakinn haföi verið af landi sínu. Þeir frumbyggjar, sem lifðu flutningana af, urðu að taka sér evrópsk nöfn, bera evrópsk klæði og borða evrópskan mat. Þeir máttu ekki einu sinni skera hár sitt að eigin geðþótta og urðu að búa með öðrum ættbálkum hvað sem hefðbundnum siðum og venjum leið. Mathinna var tekin mjög ung frá foreldrum sínum og látin búa hjá enskum fjöl- skyldum. Foreldrar hennar létust 1837 og 1840 tæplega fertug að aldri. Um skeið dvaldi Mathinna á heimili landsstjórans, fékk kennslu og var álitin mjög vel gef- in. En fjölskyldan fór frá Tasm- aníu 1943 og þá lá leiðin í skóla fyrir munaðarleysingja (Queens Órphan School) þar sem Mat- hinna dvaldi til 16 ára aldurs. Á myndinni er Mathinna í rauðum kjól með svart belti og geislandi augun eru hnetubrún. - Þegar Mathinna var 21 árs að aldri fannst lík hennar á götunni, hún hafði kafnað, ölvuð, í leðjú og vatni strætisins. Áströlsk birta Meistaraverk Charies Conders (1868-1909) „Sumarleyfisdagur í Mentcone“ (nálægt Melbourne) í október 1988 býr yfir ljóðrænum töfrum. (Stærð 46,2x 60,8 cm). Birtan sýnir árstímann og er ný af nálinni, áströlsk, áður hafði ensk hefð ráðið tilbrigðum. Myndin er vel byggð upp og gætir japanskra áhrifa og vekur dálítið skemmti- legar spurningar. Hvers vegna sækir ekki konan með rauða hatt- inn fremst á myndinni sólhlífina sína sem hefur fokið burt? Er hún e.t.v. að bíða eftir því að annar Framhald á bls. 9 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.