Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 12
"■SPURNINGIN™ Borðar þú minna af kart- öflum nú en áður? Bjarnveig Gísladóttir húsmóöir Nei, ég borða ekki minna af þeim, en ég elda þær öðruvísi. í staðinn fyrir að sjóða þær bara nota ég margskonar matreiðsluaðferðir. Sjöfn Magnúsdóttir starfar við verslun Já, ég borða mun minna af þeim vegna þess að það er svo margt annáð meðlæti til í dag. Alls kyns grænmeti sem ég nota í staðinn. Alþýðutrúin segir frá því að hundar taki upp á þeirri ósvinnu að bíta gras einmitt um það leyti sem hundadagarnir standa. Hundadagar Hannes Jónsson húsasmiður Nei, alveg jafn mikið. Mér finnst engin ástæða til annars. Valdís Vilhjálmsdóttir bankastarfsmaður Já, mun minna. Kartöflurnar í dag eru svo lélegar. Páll Guðbergsson dúklagningarmeistari Nei, það er alveg sama neysla hjá mór. Hundar leggjast á beit Hundadagar hefjast í dag. Þjóðtrúin gerir ráðfyrir að þá skipti veðri. Páll Bergþórsson veðurfrœðingur: Valtaðleggja hald sitt á slíkt Hundadagar hefjast í dag. Alis- kyns þjóðtrú er tengd hunda- dögunum, s.s. að þá gerist hund- ar grasbítar. Jafnframt er það lífseig trú margra að við þessi tímamót verði snögg umskipti á veðurfarinu, vætutíð láti undan fyrir sól og heiðríkju eða hið gagnstæða. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur sagði í samtali við Þjóðvilj- ann, að þetta væri gömul og gild trú, en menn væru ekki alveg vissir í sinni sök hvenær umskipti yrðu á veðurfarinu upp á dag. Samkvæmt þessu ætti þeirri væt- utíð, sem ráðið hefur ríkjum vestan- og sunnanlands að und- anförnu, að linna og sömuleiðis þurrviðrinu og blíðunni á austan- verðu landinu. - Þetta er eins og hver önnur trú, upprunnin úr stjörnuspeki fyrir nokkur hundruð árum, sagði Páll. Ekki væri unnt að greina neinar breytingar á veður- farinu fyrst um sinn, en þar kæmi á móti að breytilegt væri hvenær hundadagar hæfust. Samkvæmt dagatali sem gilti fyrir um 70 árum byrjuðu hundadagar seinna en nú, eða 23. júlí. í bókinni Saga daganna eftir Arna Björnsson þjóðháttafræð- ing, er greint frá því að júlímán- uður hafi verið nefndur maðka- mánuður af þeim Guðbrandi Þorlákssyni biskup og Arngrími Jónssyni lærða, en það heiti hafi náð yfir um sex vikna skeið - heitasta tíma sumarsins. Nafngiftina segir Árni vera sótta til Forngrikkja sem settu sumar- hita í samband við hundastjörn- una Síríus, er tók að sjást á morg- unhimni um þetta leyti. Tvær alþýðuskýringar eru einnig til um hundadaganafngift- ina. Onriur er sú að hundar hafi um þetta leyti árs tekið upp á þeirri ósvinnu að bíta gras. Hin skýringin er sú að hundfiskar, betur kunnir sem höfrungar í dag, söfnuðu á sig spiki um þenn- an tíma og fitan rynni fyrir augu þeirra svo þeir syntu í blindni upp á land og væru því auðvinnan- legir. Nú tengja menn líkast til hund- adagana öðru fremur við sögu- legt tímabil í fslandssögu 19. aldar, nefnilega hundadagastjórn Jörundar er tók sér konungs- nafnbót og „ríkti“ hér frá 25. júní til 27. ágúst. Það var ekki að sökum að spyrja með íslending- inn sem gaf honum viðurnefnið hundadagakonungurinn fyrir vikið. Hvort gamlar „kerlingabækur" um þátt hundadaganna í gangi veðurfarsins ganga eftir þetta sumarið verður að koma í ljós. Alla vega er víst að margur mað- urinn sunnan- og vestanlands yrði umskiptunum feginn, en ekki er þar með sagt að Austlend- ingar kynnu slíkum skiptum vel. hmp/rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.