Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég leysi húsnæðismálin Ég er stundum aö tala við þá bræður og frændur mína Gísla, Eirík og Helga, eins og þið hafið stundum orðið vör við. Það gengur yfirleitt bærilega enda eru þetta allt saman Sjálfstæðismenn eins og ég. Við erum sammála og samstíga um flesta hluti. Nema hvað mey skal að morgni lofa. Þeir sátu hjá mér Gísli og Helgi þegar fréttir fóru að streyma inn um þetta peningabruðl Húsnæðisstofnunar til félagslegra íbúða eins og það heitir, en það eru íbúðir sem reistar eru fyrir fólk sem nennir ekki að safna sérfyrir húsi eins og ég. Eiríkur var hinsvegar einhversstaðar að eyða peningum í sólarlöndum. Ég sagði: Gaman gaman: nú klofnar Krataflokkurinn eina ferðina enn. Sighvatur vill meiri peninga í dreifbýlið. Karl Steinar og Jón Baldvin vilja að allt fari í letihaugana hér í Fteykjavík. En það kom bara á daginn, að þeim var ekkert skemmt þessum körlum. Gísli er útgerðarmaður og í sveitastjórn fyrir vestan og hann sagði: Það kemur fyrir að kjöftugum ratast satt á munn og Hvatur hefur hér rétt fyrir sér. Ég er náttúrlega á móti svokölluðu félagslegu húsnæði af prinsípástæðum, en fyrst verið er að setja aura í það þá verðum við að fá þá. Annars er ekkert byggt hjá okkur. Djöfuls rugl er þetta Gísli bróðir, sagði Helgi, en eins og þið munið kannski rekur hann mublufabrikku hér í bænum. Úti á landi er fullt af óseljanlegu húsnæði og síðan á að dauðrota þá vönkuðu með því að byggja þar niðurgreiddar íbúðir svo allt annað húsnæði verði ennþá óseljanlegra og íbúarnir átthagafjötraðir eins og rússneskir bændur. Og svo þykist þú vera frjálshugsandi maður, helvískur. Þú ert að vísu bróðir minn Helgi, sagði Gísli, og blánaði soldið í framan, en þú skalt fá að heyra það samt, að þú ert hagsmunagróða- pungur sem vilt hafa þenslu og spennu hér á höfuðborgarsvæðinu af því þú hefur sambönd til að troða þessum forljótu eldhúsinnréttingum þínum inn í saklausa verkamannabústaði! Svona byrjuðu þeir og héldu lengi áfram og þegar þeir voru farnir að kalla hver annan fæðingarhálfvita og laumukommúnista, þá setti að mér hroll því ég skildi að fleiri geta klofnað í svona málum en Kratar. Svo ég brá á það ráð að leggja heilann skjótt í bleyti og þegar ég hnykkti honum upp úr bleytunni hafði ég hugmynd alskapaða sem gerði þennan æsing allan óþarfan og hlálegan storm í vatnsglasi. Það á ekki að byggja íbúðir, sagði ég. Á ekki hvað? spurðu þeir, og gleymdu hvor öðrum eins og ég hafði líka vonast til. Það á ekki að byggja í dreifbýlinu, sagði ég. Reykjavíkurfasisti! æpti Helgi og greip gipsuglu frá afaog ætlaði að henda í mig. Elsku frændur, sagði ég. Við búum við þær aðstæður þegar ósam- ræmi er milli hreiðurgerðar mannsins (húsasmíða) og starfsmöguleika hans (atvinnutækifæra). Það verður of mikið af húsum þar sem er of lítil vinna. Og of mikil vinna þar sem er of lítið af húsum. Og af hverju geta menn ekki fylgt þeim markaðslögmálum sem við trúum á og elt vinnuna? Það er af því þeir eru ófrjálsir menn. Þeir eru bundnir i báða fætur við FASTEIGN. Eign er góð, en fasteign vond, því fótur vor er fastur þá fljúga vill önd, eins og skáldið kvað. Og hvað svo? spurðu þeir Gísli og Helgi. Við breytum fasteign í flökkueign, sagði óg---- Ha? spurðu þeir. Jamm. Við hefjum mikla framleiðslu á íbúðum á hjólum og þessir félagslegu peningar geta vel farið í að fjölga þeim ef þið endilega viljið. Sveitarstjórnir úti á landi sjá til þess að til séu lóðir og vatnslagnir og skólplagnir, og svo koma vinnufúsar hendur akandi á sínum hjólhús- um og tengja sig. Ég veit, ég veit, þið ætlið að segja að Islendingar vilji hafa rýmra um sig en í hjólhýsi. En það má setja saman gott hús úr þrem eða fjórum eöa fimm hjólvögnum. Og það mætti skapa mikinn iðnað við að smíða svona einingar. Og allar flugur væru rotaðar í einu höggi. Það kæmist á samræmi milli atvinnuframboðs og búsetu, og menn væru lausir úr ófrelsi og áþján fasteignarinnar, sem annaðhvort kostar alltof mikið eða alltof lítið! Þeir mundu meira að segja eignast sumarbústað í leiðinni. Fram bræður til sóknar, safnið ekki steinsteypu sem alkalí nagar og frostið sprengir, en safnið frelsi á hjólum og lífsþroska með fjölbreytni í búsetu! RÓSA- GARÐINUM NÚ FER ÉG ALVEGí RUSL Madonna er moldrík en getur ekki kastað upp. Þessar stórkostlegu fréttir koma fram í nýlegri bók í Amer- íku sem hefur að geyma viðtöl við fjölda frægra manna og kvenna. DV ER GUÐ RÉTTLÁTUR ? Síðustu fjörtíu árin hefur Fran- cesco Aragona kannað innviði mafíumeðlimanna.Segir hann þá oft vera með þykkar slagæðar, biluð nýru, magasár, ófrjóa og geðsjúka. DV HEFUR HVER SÉR TIL ÁGÆTIS NOKKUÐ En ég fullyrði í eitt skipti fyrir öll að siglingamálastjóri er hvorki glæpamaður né annað verra. Morgunblaðið NÚ ERU GÚD RÁN DÝR Verða loðdýrin rándýr í ríkis- kassa? Fyrirsögn í Tímanum EKKI ER ÞAD HÉR Líf er á öðrum stjörnum. Fyrirsögn í Morgunblaöinu VIÐ HÖFUM RÉTTLÆTIÐ OKKAR MEGIN Evrópumótið í brids: ísland vinnur sterku liðin en tapar fyrir þeim veiku. Fyrirsögn í Morgunblaöinu EROS ER ALMENN- INGSVÖGNUM ÖFLUGRI Ólíkt skemmtilegra að sitja aft- an á reiðhjóli þar sem myndarleg stúlka situr við stýrið en að setjast inn í strætisvagn. Morgunblaöið FRJÁLSIR ERU ÞEGNAR DAVIÐS Þegar loks er komið sumar þá fjölgar hjólreiðamönnum á göt- um borgarinnar og komast bara furðu langt. Morgunblaðið LOKS FUNDUST SÖKUDÓLGARNIR Hagsmunagæslumenn verða ekki dregnir til ábyrgðar, því að þeirra hlutverk er að hafa fé af skattgreiðendum. Embættis- menn verða ekki dregnir til ábyrgðar því þeir voru studdir af eyðsluglöðum byggðastefnu- mönnum stjórnmálanna. Stjórn- málamennirnir er létu þjóðfé- lagið borga hafa verið endur- kosnir og verða endurkosnir. Ábyrgð fjárglæfranna hvflir á kjósendum. Leiðari í DV hagsmuna- ÁREKSTRUM FJÖLGAR Hundaeigendur benda á að Reykjavíkurborg þurfi að leggja fram stórfé til að þrífa kattahland og skít. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júlí 1989 DV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.