Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 3
Reynir Aðalsteinsson, hinn þekkti knapi, reiðkennari og fararstjóri mætir til leiks á Harðarvelli um helgina og tekur þátt í skeiði. Hestamenn Ríða til fjár Hestamenn munu væntanlega fylgjast grannt með Silkiprents- mótinu svonefnda, sem haldið verður um helgina á Harðarvell- inum í Mosfellsbæ. Mót þetta er eina opna gæðingamótið sem haldið verður sunnan heiða, en margur hestamaðurinn kvartar undan því að mót hestamannafé- laganna séu undantekningarlaust lokuð, aðeins hægt að láta gæð- ingana skyrpa úr hófi á íþrótta- móti og þá helst í Reykjavík að vetrinum til. Silkiprentsmótið, sem Svein- björn Ragnarsson í Herði er for- göngumaður fyrir, verður sömu- leiðis eina mótið þar sem verð- laun sem meta má til fjár eru í boði: þrír farseðlar á Evrópu- meistaramót íslenskra hesta sem verður haldið á Jótlandi í næsta mánuði. Pessir farseðlar þrír hlotnast þeim sem efstir verða í A flokki og B flokki og í tölti. Sigur- vegari í barnaflokki fær vandað- an beislisbúnað að launum. Flestir bestu knapar landsins hafa tilkynnt þátttöku í mótinu og frægustu gæðingarnir verða teknir til kostanna. í skrána eru þegar komin nöfn eins og Snjall, Tryggur, Kjarni og Muni. Aðgangseyrir verður 800 kr., en ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. -GG Formannaskipti í stuttbuxna- deildinni Formannskjör hjá Sam- bandi ungra Sjálfstæðis- manna fer fram í næsta mán- uði og mun Árni Sigfússon ekki ætla að gefa kost á sér aftur. Formaður utanríkis- nefndar SUS, Davíð Stefáns- son, hefur hins vegar ákveðið að falast eftir embættinu en ekki hefur enn heyrst af hugs- anlegum mótframbjóðanda. Davíð þessi er ættaður frá Ak- ureyri, náskyldur skáldinu frá Fagraskógi. Hann hefur verið starfandi innan Sjálfstæðis- flokksins í langan tíma og nái hann kjöri mun hann verða yngsti formaður SUS tii þessa og jafnframt fyrsti lands- byggðarmaðurinn í því emb- ætti. Hann er í hópi þeirra hægrimanna sem nú fjöl- menna í stjórnmálafræði í Háskólanum og var reyndar einn af fáum í þeirri deild sem skáluðufyrirskipun Hannesar Hólmsteins í lektorsstöðu við deildina í fyrra. ■ Arkitektar æfir Svo kann að fara að upp- skera Davíðs Odssonar borg- arstjóra verði heldur rýr úr verðlaunasamkeppninni um hönnun dagvistarheimila sem lauk með mikilli skrautsýn- ingu á Kjarvalsstöðum á mánudaginn. í útboðsgögnu- num var gert ráð fyrir tillögum að 500 fermetra dagheimili ásamt tilboði í alla verkþætti við bygginguna. Borgin ákvað að ganga að tilboði lægst- bjóðanda, sem þó komst ekki á verðlaunapall bestu til- lagna. Arkitektum finnst sér vera freklega misboðið og teymdir á asnaeyrunum í samkeppnina. Ekki bætir úr skák að í tilboðinu sem borgin ákvað að taka hljóða teikning- arnar aðeins uppá 400 m2 hús í stað 500 eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hafa arkitektar á orði að launa Davíð rauðan belg fyrir gráan og hundsa næstu samkeppni sem borgin býður til. ■ Graðhestur með kvenheiti Á tímum málræktarátaks fer ekki hjá því að íslenskumenn hnjóti um klaufalegt orðfar eða vitlaust mál. Einn slíkur hafði samband við blaðið og skýrði frá því að í síðasta tölu- blaði Eiðfaxa, tímarits um hestamennsku, væri sagt frá stóðhesti sem nokkrir Austfirðingar hefðu komið sér upp og væri sá nefndur Verð- andi. Austfirðingarnir hafa flaskað illa í þessu tilviki, því Verðandi er kvenkynsheiti - eða muna menn ekki eftir systrum hennar, þeim Urði og Skuld? ■ Siðleysi Davíðs Hin mikla ólga sem er þessa dagana meðal slökkvi- liðsmanna í Reykjavík vegna afleysingamanns sem hefur verið ráðinn er vel skiljanleg. Maðurinn uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett hafa verið og féll þar að auki í tveimur fögum þegar hann var á námskeiði í slökkviliðinu fyrir 6 árum. En ráðningin er skiljanleg í Ijósi þess hver stendur á bak við hana. Nefni- lega borgarstjórinn, Davíð Oddsson. Afleysingamaður- inn er sonur afleysingabíl- stjóra Davíðs og hann langaði í slökkviliðið, og Davíð var ekki lengi að redda hlutunum. Sagt er að hann hafi hringt í Rúnar slökkviliðsstjóra sem síðan sendi bréf til borgarráðs þess efnis að fá að ráða manninn. Leyfið var fúslega veitt. Það er svo spurning hvort verið sé að þjóna hags- munum Reykvíkinga eða ein- hverra annarra þegar ráðið er pólitískt í slökkvilið Reykjavík- ur ■ NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 GOTT LOFT EYKUR VELLÍÐAN Alittréverk: Innréttingar, innihurðir, loftaplötur sem aldrei eiturefnalausar þarfaðmála loftaplötur Sérlega ódýrar skoskar eldhúsinnréttingar TRÉVERK Byggingamarkaður Vesturbæjar Símar 28600 og 28693 BBUWIBðllllállElHflnDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055 Lokað í dag föstudaginn 14. júlí, vegna flutnings á skrifstof- um Brunabótafélags íslands af Laugavegi 103 að Ármúla 3. Viðskiptamenn eru beðnir að hafa samband í síma 696000 ef brýna nauðsyn ber til. Mánudaginn 17. júlí opnar Vátryggingafélag íslands h.f. að Ármúla 3 - sími 605060. Brunabótafélag íslands Sérfræðingur Starf sérfræðings (sálfræðings, félagsráðgjafa, sérkennara), hlutastarf, erlausttilumsóknarvið Sálfræðideild skóla, Fræðsluskrifstofu Reykja- víkurumdæmis, Austurstræti 14. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Umsóknir sendist til fræðslustjóra með upplýs- ingum um nám og fyrri störf. Fræðslustjórinn í Reykjavík Barnaskólinn á Selfossi Staða yfirkennara við Barnaskólann á Selfossi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. júlí. Uoplýsingar gefur formaður skólanefndar, Sig- ríður Matthíasdóttir í heimasíma 98-22409 og vinnusíma 98-21467. Skólanefnd Sandvíkurskólahverfis Tilkynning til lau naskattsg rei ðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. júlí n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Móöir okkar Steinunn Gróa Sigurðardóttir frá Seyðisfirði sem lést að morgni hins 6. þ.m. verður jarðsett í dag kl. 13.30 frá Fossvogskirkju Sigurður Dagnýsson Ólafía Dagnýsdóttir Guðrún Lilja Dagnýsdóttir Björk Dagnýsdóttir Hlynur Dagnýsson Vigfús Dagnýsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.