Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Rltstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla: ®68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Verð: 140krónur Tveggja alda afmæli frönsku byltíngarinnar í dag er haldið upp á Bastilludaginn, tveggja alda af- mæli þeirra tíðinda sem menn hafa komið sér saman um að kalla upphaf frönsku byltingarinnar. Þeirrar sem skók hásæti Evrópu, veitti aðlinum ráðningu sem hann hafði unnið til og letraði á gunnfána sinn vígorðin frægu: frelsi, jafnrétti, bræðralag. Eins og vænta mátti er margt skrafað og skrifað um þessa byltingu á afmælisárinu. Vitanlega verða menn aldrei á eitt sáttir um túlkun hennar. En það er hægritím- anna tákn, að furðumikið fer nú fyrir þeim sem viija sem mest draga úr ágæti hennar. Eru menn þá mjög á þeim slóðum sem Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands fór inn á í sjónvarpsviðtali á dögunum: Byltingin er gerð að víti til varnaðar vegna þess að hún „étur börnin sín“, vegna þess að blóð rennur eftirslóð og síðan kemur bakslag, upp rís úr lýðræðiskröfunum miklu nýr einvaldui:, Napóleón, og ætlar að sameina Evrópu með hervaldi. í annan stað er sagt sem svo, að merkisskjöl í sögunni eins og mannréttindayfirlýsingin franska hafi ekki verið ný- mæli, í henni hafi komið saman fornar grískar kröfur og nýlegar amrískar. Það má margt finna að öllum merkum byltingum. Bandaríska byltingin gegn ensku forræði var gerð í nafni frjálslyndustu stjórnarskrár í heimi - en þeir landsfeður sem skrifuðu undir það að allir menn væru jafnir, þeir voru þrælahaldarar sjálfir, þrælahaldið var við lýði í hundrað ár eftir frelsisstríðið og það eimir eftir af því enn í dag. Franska byltingin kom ekki á neinum jöfnuði milli ríkra borgara og snauðrar alþýðu. Rússneska byltingin 1917 lofaði alþýðuvöldum yfir framleiðslutækjum en endaði í algörri valdeinokun forystusveitar byltingarflokksins og réttleysi þegnanna. Þessar og þvílíkar staðreyndar segja samt ekki nema hálfa sögu um þýðingu byltinga í sögunni. Byltingar eru ekki eftirsóknarverðar í sjálfu sér - þó ekki væri nema vegna þess blóðuga uppgjörs sem þeim fylgir. Þær skila þegnum byltingalanda ekki þangað sem þeim var lofað - að minnsta kosti ekki nærri strax. En þótt byltingar komi ekki á þeim breytingum, því réttlæti sem lofað var, þá er heimurinn annar eftir að þær voru gerðar. Bandaríska byltingin var m.a. upphaf að því, að evrópsk stórveldi gátu ekki lengur ráðskast með afganginn af heiminum að vild sinni. Franska byltingin var í senn stærstur áfangi á þeirri leið að afnema miðaldaforréttindi erfðastétta og brautryðjandi fyrir þeim réttarbótum sem smám saman sköpuðu það lýðræði sem okkar hluti heims nýtur margs góðs af. Rússneska byltingin setti á dagskrá áleitnar spurningar um alþýðuvöld sem ekki hafa fallið úr gildi: síðan þá er það ekki sjálfsagður hlutur að vinnandi menn sætti sig við það eitt að mega selja vinnuafl sitt á markaði, né heldur það að eignarhald á framleiðslutækjum geri lítið úr öllum öðrum rétti manna í samfélagi. Það er því ófrjó íhaldssemi að hamra á því að umhugs- un um frönsku byltinguna hljóti „að Ijúka upp augum manna fyrir blekkingum allra byltinga" eins og stóð í Tímanum í gær. Byitingar eru stóruppgjör við valdhafa sem oftast nær bera sjálfir höfuðábyrgð á byltingará- standi - og þær eru í hvert skipti merkilegur möguleiki fyrir alþýðu manna til að bæta sinn hlut með nokkrum hætti. ÁB 8 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júlí 1989 Helgarveðrið Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir, þrjár af nornunum, sem verða sex í sýningu Alþýðuleikhússins á Macbeth. Listrænt hundalíf Miðasala hafin á Hundadaga ‘89 Miðasala er nú hafín á Hunda- daga ‘89, listadaga þá sem Tónl- istarfélag Kristskirkju, Alþýðu- leikhúsið og Listasafn Sigurjóns gangast fyrir í Reykjavík í ág- ústmánuði. Reyndar hefst hátíðin í júlí, með hátíðarmessu í Kristskirkju kl. 10:30 mánudaginn 30. og sama dag kl. 16 verður formleg opnun Hundadaga og sýningar Kristjáns Davíðssonar á andlits- myndum í Listasafni Sigurjóns. Um kvöldið frumsýnir Alþýðu- leikhúsið síðan Macbeth í ís- lensku Óperunni, og er sýningin stærsta og fjölmennasta sýning leikhússins frá upphafi. Fjöldi annarra viðburða verð- ur á Hundadögum ‘89, og má þar nefna frumflntninp hér á landi í nýrri óperu eftir Karólínu Eiríks- dóttur, danskan gestaleik og fjölda klassískra tónleika auk jasstónleika Cab Kay í Listasafni Sigurjóns. Miðasala er í íslensku Óperunni og opin daglega kl. 16- 19, miðaverð á bilinu 900 til 1500 krónur og 20% afsláttur er veittur ef keyptir eru miðar á þrj á eða fleiri viðburði. LG Horfur a laugaraag og sunnudag heiðríkt léttskýjað hálfskýjað alskýjað skýjað Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri vestlægri átt og björtu veðri víða um land um helgina. Þó verður líklega skýjaðöðru hverju og ef til vill lítilsháttarsúld viðsuðvestur og vesturströndina. Geramá ráðfyrir næturþoku á stöku stað við norðurströndina. Hlýtt verður um allt land, hlýjast þó á Austur- og Suðausturlandi. Hiti verður þetta 11 til 18 stig. Tónafórn í Skálholti Sumartónleikar helgaðir J.S. Bach Þriðja tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholti verður helguð Jóhanni Scbastíani Bach. Verður Tónafórn hans og sónötur fyrir fíðlu og sembal flutt á upprunaleg hljóðfæri á þremur tónieikum yfír helgina. Tónafórnin verður flutt tvisvar, á Iaugardag og sunnudag kl. 15, og eru flytjendur þau Helga Ing- ólfsdóttir, sem leikur á sembal, Kolbeinn Bjarna- son á barokkflautu, Ann Wallström og Lilja Hjalt- adóttir á barokkfiðlur og Ólöf Sesselja Óskars- dóttir, sem leikur á gömbu. Sónötur fyrir fiðlu og sembal verða á efnisskránni á laugardaginn kl. 17, þær flytja þær Ann Wallström og Helga Ingólfs- dóttir. Við messu í Skálholtskirkju kl. 17 á sunndag flytja þær Ann og Helga síðan þætti úr tónleika- skrám. Áætlunarferðir í Skálholt eru frá B.S.Í. á sunnudögum kl. ll:30,ogafturtil Reykjavíkurkl. 17:40. Helga Ingólfsdóttir og Ann Wallström.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.