Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 9
Regnboga- strákur Litla ieikhúsið sýnir á leikfor: REGNBOGASTRÁKINN eftir Ólaf Gunnarsson. Ljóð eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lög eftir Gunnar Þórðarson. Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson. Leikmynd og búningar: Eyvindur Er- iendsson. Leikendur: Alda Arnardóttir, Emil Gunnar Guðmundsson, Óiafia Hrönn Jónsdóttir. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Lítil og snotur sýning fyrir börn var frumsýnd í Gerðubergi fyrir tæpum tveim vikum. Það er hóp- ur ungra leikara undir forystu Eyvinds Erlendssonar sem stend- ur að sýningunni um regnboga- strákinn, tröll sem skiptir um ham og er í raun ung stúlka í álögum. Það er Ólafur Gunnarsson sem heldur á pennanum og hefur hér sótt á ný mið og er mættur í leikhúsið. Sætir sýningin tíðind- um fyrir þær sakir því Ólafur er hugmyndaríkur höfundur og leikur hans er fallega samansett- ur, fjörlega skrifaður og leiðir börnin á fornar slóðir, en efnið er meðhöndlað á nýstárlegan máta og krefst snjallra sviðsrænna lausna. Það er því fengur að þess- um leikþætti. Leiknum fylgja fá- ein sönglög eftir þá félaga Óla Hauk og Gunna Þórðar og eru leiknum til prýði. Sýningin er sniðin sem farand- leikur og getur farið víða, leik- munir eru skrautlegir og litfagrir. Búningar, brúður og leikmynd, allt er það gert af litlum efnum en ágætu hugviti og eru sviðs- og hamskipti leyst á einfaldan og snjallan máta. Sýningin er barns- leg án þess að skjóta yfir markið, gerir kröfur tií ímyndunarafls áhorfenda og kemur þeim á óvart í hugkvæmni sögunnar sem tengir saman heim náttúru, ævintýra tröllasagna og neysluveröld barn- anna á mölinni. Hefur Ólafi tek- ist einkar vel upp í þessum litla ævintýraleik. Sýningin leið hinsvegar nokk- uð fyrir aðbúnaðinn í Gerðubergi og þarf nauðsynlega dökkt bak- tjald, svo leikmyndin njóti sín. Hún er þokkalega leikin, Ólafía og Emil eru kraftmikil í sínum hlutverkum, en Alda mun daufari. Þannig hefur nú bæst við nýr stuttur leikur fyrir yngstu kyn- slóðina og mætti vel hugsa sér hann í stærri umbúnaði og þá sem hálfdrætting með öðrum stuttum leikþætti fyrir börn. íslensk barnaleikrit hafa þann einkenni- lega sið að birtast einu sinni og koma ekki aftur og er það miður. Vonandi verða sýningar Litla leikhússins á leikför um landið vel sóttar því börnum og full- orðnum er ágæt skemmtun að sýningunni. Emil Gunnar Guðmundsson leikari í hlutverki sínu í Regnbogastráknum eftir Ólaf Gunnarsson. Föstudagur 14. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.