Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 10
FLUGMÁLASTJ ÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðiö hefur verið að velja nemendur til náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrjun nóvember 1989. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðl- isfræði verða haldin í september n.k. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúd- entsprófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flug- málastjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykjavíkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt staðfestu af- riti af stúdentsprófsskírteini og sakavottorði. Flugmálastjóri RBIönduós - atvinna Forstöðumaður barnaheimilis Forstöðumaður við barnaheimilið Barnabæ óskast frá og með 1. október 1989. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri í síma 95-21481 eða forstöðumaður Barnabæjar í síma 95-24453. Bæjarstjóri FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu eru lausar til um- sóknar kennarastöður í stærðfræði, og kennslu erlendra tungu- mála (ensku, dönsku og þýsku). Við Iðnskólann í Hafnarfirði er laus kennarastaða í eitt ár í verk- legum tréiðngreinum. Þá er framlengdur umsóknarfrestur um stöðu dönskukennara við Framhaldsskólann á Laugum og stöðu kennara í íslensku við Framhaldsskólann á Húsavík. Á Húsavík veitir yfirkennari nánari upplýsingar í síma 96-41440. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 24. júlí n.k. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vesturland Sumarferð í Flatey Sumarferð kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður far- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júlí til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgarnesi: Birna s. 71544, Grundarfirði: s. 66619. kjördaamisráðs —— AÐ HAFA NÆGAN TÍMA.. A næsta áratug mun aðeins helmingur vinnuaflsins hafa fast starf með höndum; hinn helmingurinn verður í hlutastörfum eða engri vinnu. Hvað á fólk að gera við allan þennan tíma? Viðtal við André Gorz André Gorz heitir franskur fræði- maður sem verið hefur mjög virk- ur í umræðum evrópskra vinstri- manna um áratuga skeið. Hann hefur oft farið lítt troðnar slóðir í ritum sípum og komið mönnum á óvart. Árið 1980 gaf hann út rit sem hann nefndi Verkalýðsstétt- in kvödd en í henni lýsti hann því yfir að atvinnuleysið sem herjað hefur á Vesturlöndum undanfar- inn áratug og rúmlega það sé varanlegt og að óraunhæft sé að vonast eftir því að ná fullu at- vinnustigi aftur. Fyrir skömmu birtist viðtal við Gorz í breska vikuritinu New Statesman & Society þar sem hann er spurður hvort hann sé enn við sama heygarðshornið. Full vinna er grimmdar- leg uppfinning „Það er ég vissulega, þe. ef með fullu atvinnustigi er átt við að sérhver þegn þjóðfélagsins skuli vinna fulla vinnu ár hvert frá því skóla lýkur og þangað til hann fer á eftirlaun. Astæðuna hafa bandarískir hagfræðingar gefið en hún er sú að hagvöxturinn byggist nú fyrst og fremst á því að framleiða æ meir, hvort sem er af vörum eða þjónustu, með æ minna vinnuafli. Þess vegna er gersamlega óraunhæft að ætla sér að auka atvinnu með því að örva fjárfestingar. Þjóðríki sem ætlar sér að halda sínum hlut í heimsmarkaðnum - já, og sínum eigin heimamarkaði - verður að fjárfesta í nýrri tækni sem sparar bæði vinnuafl og fjárfestingar. Það er því borin von að þeir sem nú eru atvinnulausir komist aftur í vinnu, þe. fulla vinnu til frambúðar. Enda er full vinna allt lífið einhver grimmilegasta upp- finning kapítalismans. Nær væri að jafna út þeim störfum sem eru þjóðfélagslega nauðsynleg þann- ig að allir geti unnið þrjá daga í viku eða 30 vikur á ári en hljóta samt sinn skerf af þeim auði sem framleiddur er.“ Stundum er því haldið fram að þjónustustörf geti komið í stað þeirra starfa sem tapast í fram- leiðslunni. Þessu er Gorz ósam- mála og telur slíkan hugsunarhátt bera vott úrkynjunar. „Þeir sem benda á þessa leið út úr vandanum eru í raun að reka áróður fyrir harla ógeðfelldri samfélagsgerð sem byggir á gífur- legu misrétti. Þar eiga þeir sem framleiðslan hefur ekki þörf fyrir að selja vinnuafl sitt þeim sem hafa komið sér bærilega fyrir. Þetta myndi færa okkur aftur á síðari hluta 19. aldar þegar einn af hverjum sex vinnandi mönnum vann við þjónustu í heimahúsum. Þetta væri að kalla yfir sig svipað ástand og ríkir í Suður-Afríku.“ Ríkisvaldið er hreyfi- aflið, ekki markaður- inn Gorz er á því að tæknibyltingin muni breyta samfélögunum til frambúðar. En það ríkir ágrein- ingur um það hvernig hún verði best látin hafa sinn gang. íhalds- menn halda því oftast fram að því aðeins geti tæknibyltingin blóm- strað að hún fái að þróast óháð öllum markaðshindrunum á borð við ríkiseftirlit og áhrif stéttarfé- laga á kaup og kjör. Þessu svarar Gorz með því að benda á að tæknibyltingin sé ekki afkvæmi hins frjálsa framtaks eins og oft er haldið fram. „Þessi bylting hófst í Banda- ríkjunum og var afleiðing af rannsóknaverkefnum hersins og geimferðastofnunarinnar sem al- ríkisstjórnin kostaði. Sömu sögu er að segja í Japan þar sem ríkis- valdið hefur átt verulegan þátt í að örva tækniþróunina. Nýjung- ar eins og kísilflögur, örgjörvar, líftækni og kjarnorka hefðu ekki orðið til án rannsókna sem ríkis- valdið ýmist kostaði eða studdi verulega. í Evrópu sáu risafyrir- tæki á borð við Philips og Sie- mens sig nauðbeygð að leita til ríkisvaldsins um stuðning við rannsóknir á 16 megabæta kísil- flögu.“ Erfitt að græða á lífsnauðsynjum „Nú vil ég ekki afneita sköpunarmætti hins frjálsa fram- taks sem haldið er uppi af fólki sem getur skapað og fundið upp hluti. Slíkt fólk er aftur á móti oftast verkamenn, tæknimenn, vísinda- eða listamenn og eiga sjaldnast nægilegt fjármagn til að þróa hugmyndir sínar. Þeir fá ekki fjármagn frá bönkunum vegna þess að þeir geta ekki tryggt að það ávaxti sig með þeim hraða sem krafist er. Tökum dæmi af Evrópu þar sem blómstrar öflug framleiðsla á vélum og tækjum. Hún fer fram í hundruðum smærri fyrirtækja sem voru upphaflega stofnuð af iðnaðarmönnum eða tækni- mönnum sem nutu aðstoðar, jafnt tæknilegrar sem fjárhags- legrar, frá héraðs- eða ríkis- stjórnum. Frjálshyggjumenn tala alltaf eins og fjármagnið leiti þangað sem þörfin er mest fyrir það. Þetta getur staðist upp að vissu marki í þjóðfélagi þar sem al- mennur skortur er ríkjandi. En eins og málum er nú háttað á Vesturlöndum leitar fjármagnið þangað sem ágóðavonin er mest. Og það vill svo til að það gefur ekki mest af sér að fullnægja brýnustu nauðsynjum almenn- ings. Ágóðavonin er mest í fram- leiðslu á lúxusvarningi og dægur- flugum þar sem hægt er að skapa og stjórna þörfunum." Frjálshyggjan ávísun á vanþróun „Við getum tekið dæmi af þeirri Ieit sem nú stendur yfir að íækningu á alnæmi. Ef einhver fyndi upp lyf sem væri ódýrt, byggðist ekki á notkun flókinna efnasambanda og krefðist ekki mikilla fjárfestinga, þá hefði lyfj- aiðnaðurinn engan áhuga á því. Lyfjafyrirtækin sækjast eftir að græða duglega á miklum fjárfest- ingum. Enda er það skiptigildið og hagnaðarvonin sem ræður ferðum fjármagnsins, ekki nota- gildið og hagkvæmnin. Þess vegna hefur frjálshyggjan óhjákvæmilega í för með sér fé- Iagslega og efnahagslega hnignun eins og glöggt má sjá á Bandaríkj- unum, að ekki sé minnst á Bret- land. Það flýtir fyrir hnignuninni þegar dregið er úr áhrifum stétt- arfélaga á kjaramálin, horfið frá gerð heildarsamninga um launa- kjör og dregið úr kaupmætti. Þau þrjú ríki þar sem völd stéttarfé- laga eru mest og kaupmáttur hæstur eru Sviss, Vestur- Þýskaland og Svíþjóð. í þessum löndum er launakostnaður fyrir- tækja 30% hærri en í Frakklandi og 50% hærri en í Bretlandi. Samt sem áður er framleiðni og hagkvæmni í rekstri mest í þess- um löndum. Það er ekki hægt að ná hagkvæmni í rekstri með litl- um kaupmætti. Ef farið er inn á þá braut að lækka laun og kippa kjarasamningum úr gildi er at- vinnurekendum gert kleift að notast við ódýrt og ófaglært vinn- uafl í stað vel menntaðs vinnuafls 10 S»A - NÝTT HELGAR8LAÐ Föstudagur 14. júli 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.