Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 11
og véla sem verða æ fullkomnari. Með því móti er verið að beina þjóðfélaginu inn á braut vanþró- unar.“ Helmingur án fastrar vinnu Viðmælanda Gorz finnst þessi röksemdafærsla ekki falla að gagnrýni hans á samtök faglærðra og hálaunaðra verkamanna sem Gorz hefur kallað aristókrata verkalýðsstéttarinnar. „Það er rétt að mér er ekkert of vel við verkamenn sem láta breyta sér í forréttindahóp og auðfúsa þjóna fjármagnsins. Samkvæmt könnun sem þýskt stéttarfélag hefur látið gera eru allar horfur á að innan skamms telji þessi forréttindahópur á að giska fjórðung vinnuaflsins. Annar fjórðungur verður ófag- lært verka- og skrifstofufólk sem er í föstum störfum en helmingur vinnuaflsins verður í hlutastörf- um eða hefur vinnu af og til. Þessi hiuti mun einkum sinna þjónust- ustörfum eða sem undirverk- takar, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi. Með öðrum orðum þá verður helmingur vinnuaflsins að láta sér það lynda til frambúð- ar að hafa ekki fasta vinnu." Vinnan ekki lengur mál málanna - Hvenær sérðu fyrir þér að þetti verði að veruleika? „Á næsta áratug. En í raun er þetta orðið að veruleika sums staðar. Ef við lítum á Bretland þá fjölgaði þeim sem ekki eru í fullu starfi - vinna hlutastörf eða í ígripum - úr 6 miljónum í 8 milj- ónir á árunum 1980-87. Þeir eru nú þriðjungur vinnuaflsins og ef við bætum við þeim 10-14% sem eru atvinnulaus á hverjum tíma sést að nærri því helmingur vinn- uaflsins er kominn út á jaðar vinnumarkaðarins. Líf þessa fólks snýst ekki lengur um launa- vinnuna. Þeir sem vinna undir 25 stund- um á viku eða innan við hálft árið hafa ekki sömu afstöðu til vinn- unnar og sá sem gegnir föstu starfi. Starfið veitir mönnum lífsfyllingu og þá tilfinningu að tilheyra samfélaginu. Slíkt fólk er að komast í minnihluta. í Vestur-Þýskalandi hafa verið gerðar athyglisverðar kannanir á viðhorfum fólks til vinnunnar. Þær sýna að 46% þeirra sem eru í fullu starfi vilja ekki að vinnan hafi truflandi áhrif á líf sitt. Þetta hlutfall er hærra meðal þeirra sem eru undir þrítugu og hefur hækkað verulega frá því á sjö- unda áratugnum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir það að 80% að- spurðra telja starf sitt áhugaverð- ara nú en fyrir nokkrum árum. Þeir leita sér lífsfyllingar annars staðar en í vinnunni; félagsþroski þeirra verður til alveg óháð starf- inu. Ég nefni þetta vegna þess að ég tel það mikinn misskilning hjá vinstrihreyfingunni að leggja höfuðáherslu á kröfuna um að fullt atvinnustig verði endur- heimt. Eins og kanadískur verka- lýðsleiðtogi, Charles Levinson, ritaði eitt sinn þá er „höfuðmálið ekki full vinna heldur full laun“. Að mínu viti ætti enginn að þurfa að vinna fulla vinnu, fólk ætti að ráða vinnutíma sínum sjálft." Afnám kynferðis- legrar mismununar - En það er staðreynd að meirihluti þeirra sem gegna hlut- astörfum eru konur sem auk þess þurfa að sinna heimilisstörfum og hafa oft styttri frítíma og búa við meira álag en karlmenn. „Mikið rétt, flestir þeir sem eru í fullu starfi eru karlmenn og kon- ur eru í miklum meirihluta meðal hlutavinnufólks. Þetta nær að sjálfsögðu engri átt. En slíkt ranglæti verður ekki afnumið fyrr en búið er að draga úr vinnu allra. Þegar vinnuvikan er komin niður í 30 stundir - sem er markmið verkalýðsfélaga í Vestur- Þýskalandi, Hollandi og á Ítalíu- þá er búið að kippa efnahags- legum forsendum undan kyn- ferðislegri mismunun í starfi. Og þróunin er í þessa átt. Æ fleiri feður fara fram á að vinnutími þeirra verði styttur eða biðja um launalaust leyfi til að geta sinnt bömum sínum betur. Fyrir þrem- ur árum var þetta hlutfall 12% í Bandaríkjunum, nú er það 26%.“ Auður = frjáls tími Spyrjandi leiðir nú talið að tím- anum, hugtakinu tími sem er mikið til umræðu í Evrópu um þessar mundir. Gorz bendir á að hugmyndin um að fólk sé auðugt ef það þurfi ekki að eyða mestum tíma sínum í vinnu eða áhyggjur af lífsafkomunni, þessi hugmynd sé jafngömul siðmenningunni. „En hún fellur ekki að rökum kapítalismans. Samkvæmt þeim er auður meira af öllu nema því að hafa ánægju af lífinu. Verka- lýðshreyfingin gerði sér snemma grein fyrir þessu og Marx lagði mikla áherslu á þessa hugmynd í ritum sínum. Hann segir á einum stað að auður sé það sama og frelsi, frelsi til að njóta lífsins og auðga andann og líkamann. Auð- legð mannsins er frjáls tími og ekkert annað, segir hann. Annar þýskur félagsvísinda- maður, Oscar Negt, hefur bent á að tíminn sé ekki frjáls meðan líf fólks er að langmestu leyti í ríg- föstum skorðum sem vinnuskipu- lagið setur. Frjáls tími eru ein- ungis þær stundir sem eftir eru þegar vinnunni er lokið. En þeg- ar menn vinna einungis 30 stundir á viku, fjóra daga, sjö daga af hverjum fjórtán eða tvær vikur í mánuði, þá öðlast menn færi á að búa sér til sjálfstæða tilveru sam- hliða vinnunni. í þessu samhengi er athyglisvert að kannanir sem gerðar hafa verið í ríkjum Evróp- ubandalagsins undanfarin 15 ár þar sem spurt er hvort fólk vildi frekar fá hærri laun eða meira af frjálsum tíma hafa alltaf leitt í ljós að örlítill meirihluti fólks kýs meiri tíma. Þetta er enn athyglis- verðara þegar haft er í huga að fólk hefur enga reynslu af því að skapa sér nýtt líf sem ekki lýtur lögmálum starfsins." Byltingin úr sög- unni? Umræðan berst um víðan völl en við grípum aftur niður í viðtal- ið þar sem viðmælandinn ber Gorz á brýn að hafa snúið við blaðinu og gefið byltinguna upp á bátinn. „Sennilega hefurðu nokkuð til þíns máls. En ég hef þó ávallt verið nokkuð tvíbentur í afstöðu minni til byltingarinnar. Eitt sinn setti ég fram kenningu um „byit- ingarkenndar umbætur" en hún gerði mig að umbótasinna í augum byltingarsinnanna og öfugt. Ég sagði sem svo að hægt væri að koma af stað byltingu með umbótum að því tilskildu að umbæturnar hrintu af stað rót- tækum breytingum. Ég er enn á þessari skoðun. Ef farið væri að huga að stefnuniörkun sem tæki til tímahugtaksins gæti það leitt til þess að skynsemishyggja kap- ítalismans liði undir lok. Það gæti einnig leitt til þess að samfélagið losnaði undan oki hagkerfisins." - Það þyrfti þó ekki að gerast. Svo gæti farið að fjármagnið léki enn verulegt hlutverk þótt minna væri en nú er. Ertu ekki að boða að hægt sé að afnema kapítalism- ann með þrjóskuna eina að vopni? „Ég get vel unað við það að fjármagnið leiki verulegt hlut- verk en minna en nú er raunin. Það er einmitt í því sem afnám kapítalismanserfólgið. Við verð- um að gera greinarmun á kapítal- ismanum annars vegar, sem beygir allt samfélagið undir kröf- ur verðmætaaukningarinnar, og lögmálum fjármagnsins hins veg- ar en án þeirra væri hagfræðileg hugsun svipt inntaki sínu. Ég sé enga aðra leið til að reka fyrirtæki af einhverju viti öðru en eftir að- ferðum kapítalískrar stjórnunar. Þessa staðreynd hafa öll sósíalísk ríki mátt horfast í augu við. En það að reka fyrirtæki á sem hag- kvæmastan hátt þarf ekki að þýða að allt hagkerfið sé kapítalískt. Að sjálfsögðu er við því að bú- ast að kapítalistarnir bregðist heiftúðugir við öllum tilraunum til að draga úr völdum þeirra. Ég er oft spurður af vinstrimönnum hver eigi að brjóta andstöðu þeirra á bak aftur. Ég er ekki á því að hún verði brotin á bak aft- ur í fyrirsjáanlegri framtíð. En ég held að á þvf séu góðar líkur að hún bresti undan vaxandi þrýst- ingi frá almenningi sem öðlast æ betri innsýn í gangverk samfé- lagsins. Hver hefði til dæmis trú- að því fyrir tíu árum að kjarnork- uver yrðu smám saman lögð nið- ur í Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi og á Ítalíu? Hvaða afl gat stökkt slíku iðnaðarstórveldi á flótta? Það gerðist nú samt.“ Áhyggjur forstjóranna „Almenningur hefur verulegar áhyggjur af útrýmingu fjöl- margra dýra- og jurtategunda, eyðingu regnskóganna og óson- lagsins, loftslagsbreytingum, mengun grunnvatnsins og efna- mengun frá landbúnaði. Það er að verða til nýtt bandalag vinstri- manna og þeirra sem nefna má íhaldsmenn á gildismat. Stjórn- endur stórfyrirtækja eru ekki, sem einstaklingar, ónæmir fyrir þessum röddum. Við vitum að sumir þeirra spyrja sjálfa sig hvern fjárann þeir séu að gera, hvernig samviskan verði þegar þeir nálgast endalokin og hvernig barnabörnin muni hugsa til þeirra. Þetta má ekki vanmeta. Breytingar í menningarlífi, ný viðhorf og hugmyndir búa yfir miklum innri krafti sem jafnvel getur orðið ofan á þótt hann stangist á við sérhagsmuni hvers og eins. Með þessu er ég ekki að segja að stjórnendur stórfyrirtækja séu líklegir til þess að snúast skyndi- lega og í stórum hópum á sveif með umhverfisvemdarsinnum og jafnaðarmönnum. En ég held hins vegar að mörgum þeirra myndi létta ef þrýstingur frá al- menningi og löggjafanum neyddi þá til að þjóna öðrum markmið- um en því að ná hámarkságóða með því að eyðileggja heilsufar, framtíð og lífskjör almennings. Ég held því ekki að hreyfiafl sam- félagsins sé fólgið í stóram stjórnmálaflokkum eða stéttarfé- lögum - þótt þessi öfl séu vissu- lega mikilvægir valdapóstar - heldur í einstaklingum á borð við bandaríska neytendapostulann Ralph Nader sem ég hef alltaf haft miklar mætur á. Slíkir menn hrinda af stað hreyfingum með því að höfða til lífshagsmuna okkar, réttlætiskenndar og sið- gæðisvitundar. Ég veit ekki hvað varð um Nader. Það síðasta sem ég heyrði af honum var að hann væri orðinn sannfærður sósíal- isti...“ -ÞH þýddi og endursagði. Föstudagur 14. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.