Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 13
Stefán Benediktsson: íslensk náttúra gerir allt aðrar kröfur til þeirra sem að byggingaframkvæmdum standa en þekkist annars staöar. Mynd - Jim Smart förnum 50 árum. Þörfin fyrir lög- vernd var allt önnur þá en hún er í dag, og þó viö höldum enn fast við þá kröfu að menn kalli sig ekki arkitekta nema hafa há- skólapróf, leggjumst við ekki gegn því að menn noti viðskeytið arkitekt í starfsgreinum sem beinlínis eru hluti af byggingar- list, eins og til dæmis innanhúss- og landslagsarkitektar. Félög þessara starfsgreina starfa enn aðskilin, en ég held að arkitekta- skólinn eigi eftir að auka mjög samstarf þessara aðila, ef ekki sameina þá alveg í einhverjum samtökum sem kenna sig við ark- itektúr,- Hvernig var ástandið í þessum málum fyrir 50 árum? - Þá störfuðu mjög margir byggingameistarar að húsa- hönnun. Eftir tveggja áratuga þóf komust menn síðan að þeirri niðurstöðu að einungis arkitektar ættu að teikna hús, og að til þess að mega kalla sig það, yrðu þeir að hafa gengið í gegnum háskóla- nám. Það láðist bara að finna þessu samkomulagi þann stað í lögum sem þurfti, svo enn þann dag í dag mega ýmsir aðilar aðrir teikna hús. Það gilda um það ákveðnar reglur, en þó er enn til- tölulega stór hópur annarra tæknimamia sem hefur þetta leyfi. Ekki hvort heldur hvenær Hvenær heldurðu að arkitekta- skólinn verði að veruleika? - Ég vil litlu spá um það. Verð bara að vona að hann geti tekið til starfa sem fyrst, og vildi óska að það gæti gerst innan næstu þrig- gja ára. Undanfarið hefur verið meðbyr frá stjórnvöldum. Birgir ísleifur Gunnarsson stofnaði nefnd um þetta mál þegar hann var menntamálaráðherra, og sú nefnd skilaði niðurstöðu nú í haust, eftir að Svavar tók við. Sú niðurstaða var á þann veg að stofna ætti arkitektaskóla á ís- landi. Svavar afhenti þá niður- stöðu annarri nefnd, sem starfar að gerð frumvarps um listahá- skóla, og hefur hún gert tillögu að heimildarákvæði í lögum um stofnun arkitektaskóla í tengslum við Háskóla íslands og Mynd- lista- og handíðaskólann. - Það er líka beinlínis hægt að mæla eða finna að áhugi fólks á góðri hönnun fer vaxandi, og ég tel þessi jákvæðu viðbrögð stjórnvalda endurspegla það. Eg held að það sé ekki lengur spurn- ing um hvort stofna eigi skólann, heldur hvenær það verði. Frá sjónarmiði vísindanna er það í raun og veru út í hött að skegg- ræða um hvort gera eigi tilraun eða ekki. Umræðan snýst fyrst og femst um hvernig hún verði gerð og hvenær, og því tel ég góðar líkur á að hér verði kominn arki- tektaskóli fyrir aldamót. LG Föstudagur 14. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.