Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 20
PISTILL EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON Afstæðis- kenningin Ég hef oft heyrt eitthvað í lík- ingu við svohljóðandi ummæli: „Á gott og slæmt, rétt og rangt, er ekki til neinn algildur mæli- kvarði; um slíka hluti er hver og einn æðsti dómari, en fyrir sjálfan sig einan; í þessum efnum er að- eins um sjónarmið að ræða, ekki um satt og ósatt.“ Mér virðist afstaða af þessum toga vera útbreidd, í einhverri mynd nánast viðtekin meðal ungs fólks. Þetta þykist ég ráða af ýmsu, m.a. af ritgerðum stúdenta við Háskóla íslands sem ég sé fjölmargar á ári hverju. Það skal þó tekið fram að þessi afstæðis- og sjálfdæmishyggja birtist í mis- hreinni mynd, og mér virðist líka að fæstir þeir sem aðhyllast hana í orði geri það í raun. En þessi þankagangur þykir víst eigi að síður bæði frjálslyndislegur og lýðræðislegur, enda er hann eitt af því sem sameinar strauma frjálshyggju og nývinstri- mennsku. Hann þykir jafnvel vís- indalegur líka, því að um sið- ferðileg verðmæti yfirleitt verði ekki komist að hlutlægum, vís- indalegum niðurstöðum, heldur hljótum við í þeim efnum að láta okkur nægja það sem kallað er „mitt persónulega mat“, og telja svo hausana. Meinið er að þessi afstæðis- hyggja um verðmæti er ekkert af þessu. Það frjálslyndi sem ein- hvers er um vert krefst þess eins af okkur að við látum vera að ofsækja þá sem við erum ósam- mála og séum tilbúin að hlusta á rök þeirra; lýðræði veit ég ekki almennilega hvað er, en ég er viss um að ég get aðhyllst lýðræði án þess að viðurkenna að sérhver skoðun sé eiginlega jafn góð og hver önnur. Hvað vísindin varð- ar, þá er það tilbúningur að ein- hver óbrúanleg gjá sé á milli vís- indalegrar hugsunar og þeirrar sem hæfir siðferði og verð- mætum. Rúmsins vegna get ég ekki rökstutt þessar staðhæfingar mínar hér og nú, en bið lesendur mína að hugleiða þær eigi að síður. En ekki er nóg með að afstæð- ishyggjan standi ekki undir því að kallast frjálslyndisleg og lýðræð- isleg. Sé hún tekin alvarlega er hún jafnvei háskaleg þeim verð- mætum sem hún þykist styðja. Sá sem heldur henni fram afvopnar sjálfan sig og aðra í allri rökræðu og gagnrýni, sem er forsenda al- vöru lýðræðis. Sú tegund um- burðarlyndis sem er fylgifiskur hennar gerir öll mál ómerk, allt tal um eitthvað sem einhverju gæti skipt að snakki um ekki neitt. Verðmætin sem um er að tefla verða að órökræðanlegum smekksatriðum eða einkatrú. Þetta umburðarlyndi býður heim skoðanakúgun - ef ekki einhvers harðstjóra, þá skoðanakúgun meirihlutageðþótta á hverjum tíma sem er settur á stall og talið óviðurkvæmilegt að setja út á hann. „Fólkið vill þetta,“ segja menn, „hver þykist þú vera að ætla að hafa vit fyrir almenn- ingi?“ En getum við þá sagt nokkuð algilt um gott og illt, göfugt og lágkúrulegt, réttlátt og ranglátt? Þetta er að sjálfsögðu mikið efni. Látum nægja að staðhæfa hér að verðmæti sem þessi eru að minnsta kosti rökræðanleg. Þeg- ar við tölum um þau í alvöru eins og allir menn gera - afstæðis- hyggjumenn líka, þótt þeir séu þá ósamkvæmir sjálfum sér - þá nálgumst við þau eins og þau séu hlutlæg fremur en huglæg: við finnum þau fremur en búum þau til, þau ráða afstöðu okkar til mála fremur en ráðast af henni. Og þetta er ekki afstaða sem við höfum frelsi til að hafna, heldur er þetta fólgið í merkingu orð- anna sem við notum til að láta verðmætin íljósi. Það ertildæmis ekki boðlegt svar við spurningu um ranglæti dóms að segja: „hann er ranglátur bara af því að mér finnst það,“ eða „hann er ranglátur af því 95% þjóðarinnar telja að hann sé það.“ Það er jafn óboðlegt og svarið „það eru 50 km til Þingvalla af því að mér finnst það“ er við spurningunni „af hverju eru 50 km til Þing- valla?“ Fyrirbyggjum hugsanlegan misskilning: láti meirihluti fólks í ljósi ákveðinn vilja í mikilvægu máli að undangengnum rök- ræðum, þá verður fólk að eiga þess kost að láta þennan vilja ná fram aðganga. (Undantekningar eru að vísu til: grundvallarrétt- indi sem öllum á að tryggja sama hvað meirihlutanum þóknast.) En mér virðist fullkomlega mögulegt að þessum sama meiri- hluta skjátlist um efnið. Það eitt að eitthvað er þorra fólks þókn- anlegt er ónothæf rök fyrir mál- staðnum sem um er að ræða. Þetta ætti auðvitað að vera fullkomlega ljóst, en svo virðist þó ekki vera. Eða hversu oft heyrist ekki hamrað á því að fólk- ið vilji þetta eða hitt, þegar verið er að rökræða einhverja kosti, eins og þetta skipti einhverju máli í sjálfu sér í rökræðunni? Hvort málstaðurinn er góður eða slæmur, ætti skilið að ná fram að ganga eða ekki, veltur ekki á því hversu margir aðhyllast hann, heldur á verðleikum hans sjálfs. Það er ein afleiðing afstæðishyg- gjunnar, eða kannski öllu heldur ein hlið hennar, að farið er að nota almenningsálit eða meiri- hlutaval sem hinn eina brúklega mælikvarða á verðmæti. Þetta fer þeim sem vilja koma markað- slögmálum yfir alla hluti kannski ekki illa, en félagshyggjumenn ættu ekki að daðra við slíkar hug- myndir eins og þeir gera nú marg- ir hvterjir. Það kemur ekki heim og saman. Mannfyrirlitning getur birst í ýmsum myndum. Ein þeirra er sú sem einræðisstjórnir sýna með valdbeitingu og geðþóttaákvörð- unum. Önnur birtist í því svokall- aða umburðarlyndi sem ég hef gert hér að umtalsefni. Það eru nefnilega þeir sem slíkt umburð- arlyndi iðka sem fyrirlíta fólk: þeir afneita skynsemi þess. Þeir skeyta ekkert um sálarheill náunga síns. Þéir virða það í fólki sem mestu varðar ekki einu sinni viðlits. Þeir játast forræði for- heimskunarinnar. legt og langar til að hafa það inni hjá sér, og blandast þar saman þeir sem láta einungis stjórnast af sjónarmiðum fagurfræðinnar, og hinir, sem hafa það í huga að verkið geti hækkað í verði og því borgi sig að kaupa það nú. Þeir sem kaupa list á sama hátt og aðrir kaupa verðbréf, það er að segja eingöngu með gróða- sjónarmið í huga án nokkurrar hugsunar um útlit verksins, eru óþekkt stærð. Eitthvað mun vera um slíkt, en enginn veit hve mikið. Sama er að segja um þá sem kaupa til að sýna öðrum að þeir hafi efni á þessu, sem sagt sem einhvers konar stöðutákn, enginn veit hvar þá er að finna eða hvort þeir eru yfirleitt til. Heyrst hefur að nýríkir leggi slíkt fyrir sig nú um stundir og fjárfesti þá í gömlu meisturunum, en allt er það óstaðfestur orðrómur og kannski gróusögur. Algengara mun vera að fólk sleppi því að kaupa mynd sem því líst á vegna þess að hún sé líklega slæm fjárfesting, í það minnsta annað hér á landi, alveg sérís- lenskt og einstakt fyrirbrigði. Menn fara nefnilega á listaverka- uppboð til að gera reyfarakaup, rétt einsog þegar farið er á upp- boð hjá Tollinum eða á sölu óskilamuna. Þar eru íslendingar sér á báti, því frá útlöndum berast þær fréttir að á uppboðum lendi verk sem margir hafa áhuga á að gefa mikið fyrir. Þar mætist menn til að bítast um bestu bitana og verðið þeytist þar af leiðandi upp úr öllu valdi, en af slíku höfum við ekkert að segja hér á landi um þessar mundir. Ræður þar ef til vill nokkru að erlendis mæta á uppboðin forríkir listaverkasalar og kaupahéðnar, en hér mætir fólk til að athuga hvort það geti ekki fengið fallega mynd á vegg- inn fyrir lítinn pening. Á uppboðunum lenda ekki dýr verk gömlu meistaranna, fjár- sterkir aðilar Iáta helst ekki sjá sig þar, um þau gilda sömu lögmál og um hverja aðra útsölu. Til að mynda hendir að þar seljist verk frístundamálara, kannski keypt á fjörutíu til sextíu þúsund á sínum tíma, á tvö til þrjú þús- und krónur. Fagurfræði eða gróði Kaupendur listaverka eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Þó munu stofnanir vera mest áber- andi um þessar mundir. Öðrum kaupendum má skipta í safnara, annars vegar þá sem safnað hafa listaverkum árum saman og kaupa sér eina og eina mynd sem vantar í safnið, og þá gjarnan eftir gamlan meistara, og hins vegar þá sem veðja á þá sem yngri eru. Nokkuð stór hópur kaupenda kaupir sér listaverk vegna þess að þeim finnst það fal- Hún er víst útlensk þessi. Ætli nokkur ærlegur Islendingur líti við henni? Myndir Ásgríms eru meðal þess eftirsóttara á íslenskum listaverkamarkaði. þegar verðið er komið upp fyrir tuttugu þúsund. Listamaður einn sagðist nýlega hafa orðið áheyrandi að samræðum nokk- urra sýningargesta sinna, þar sem fólk var að velta fyrir sér hvort það borgaði sig að kaupa eftir hann mynd. Hvort það væri ekki það sama og fleygja peningunum út um gluggann. Niðurstaða um- ræðunnar fylgir ekki sögunni enda óþarfi, en hún bendir til þess að fólk láti sig arðsemi þeirra listaverka sem það kaupir ein- hverju skipta, og sjálfsagt í níu af hverjum tíu tilfellum þegar um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða. Dæmi eru um það að fólk hafi þust á sýningar til að kaupa um leið og opnað var, þótt ekki sé það algengt. Þannig var með fræga sýningu Kjarvals hér á árum áður, og annað og nýlegra dæmi er af sýningu Louisu Matt- híasdóttur í Gallerí Borg fyrir um tveimur árum. f báðum tilfellum gilti sú regla að fólk kom ekki til að skoða myndir heldur til að kaupa, og er hverjum frjálst að velta fyrir sér hvaða sjónarmið hafi þar ráðið ferðinni. Það fer tvennum sögum af ástandi markaðarins sem stend- ur, sumir segjast ekki kannast við neina kreppu og allt seljist þetta alveg óskaplega vel; aðrir tala um kreppu sem komi niður á ungum listamönnum. Eitthvað meira mun vera í umferð af verkum eldri meistaranna en venja hefur verið, þá oft á tíðum á leið úr einkaeign til stofnana. Þeir sem selja geta bæði verið fólk sem hefur erft málverk og vill koma þeim í peninga, og eins þeir sem ef til vill eru að selja vegna fjár- þarfar, þótt slíkt sé nokkuð sem erfitt er að henda reiður á. Það liggur þó í augum uppi að það getur verið hagstætt að selja svo sem einn Jón Stefánsson eða Ás- grím á eina til eina og hálfa milj- ón, því söluverð myndar er ekki skattskylt og kemur hvergi fram í opinberum skjölum, auk þess sem það getur bjargað fjárhagn- um. Þeir sem aðallega fjárfesta í myndlist sem stendur eru, auk safnaranna, stofnanir og fyrir- tæki, og þar gildir sú regla að menn vilja fjárfesta í einhverju sem er öruggt. Fáir treysta sér til að taka áhættu með verk sem þeir gætu þurft að bíða í áratugi eftir að yrði „einhvers virði“, séu þeir á annað borð að velta slíku fyrir sér. Kreppan virðist því mest koma niður á þeim sem yngri eru. Sú hefð, sem þekkist erlendis frá, að fyrirtæki kaupi reglulega verk ungra, óþekktra listamanna og komi sér þannig smám saman upp listasöfnum, sýnist ekki eiga neinu fylgi að fagna hér á landi. Við þetta má svo bæta að versl- un með listaverk fer að miklum hluta til fram í heimahúsum. Fólk fer gjarnan í heimsókn til lista- mannsins, lítur á verk hans og skeggræðir um verðið. Þótt ein- hver tími sé liðinn síðan fyrst fór að bera á sölugalleríum og um- boðsmönnum hér á landi hafa þeir aðilar engan veginn lagt undir sig markaðinn. En hvort það er enn eitt séríslenska fyrir- brigðið í þessu máli skal ósagt látið. LG 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.