Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 21
I stíl og ekki í stíl Ólafur Þ. Harðarson stjórn- málafræðingur var spurður ein- mitt um þetta í samantekt í Al- þýðublaðinu ekki alls fyrir löngu. Hann varaði við því að menn drægju sterkar ályktanir út frá þátttöku í slíkum mótmælum og sagði þá á þessa leið: „Þátttakan var vissulega ekki mikil, en það er breytilegt frá ein- um tíma til annars hvort menn eru tilbúnir til að taka þátt í slík- um mótmælaaðgerðum. Þannig má vera að nú sé ríkjandi allt ann- ar pólitískur stíll en á síðasta ára- tug.“ Því miður er alltof mikið til í þessu. Menn eru alltof háðir því sem talið er við hæfi („pólitískur stfll“) á hverjum tíma. Menn átta sig t.d. ekki nógsamlega á því, hve mjög bandarískar fyrirmynd- ir virka - einnig á þessu sviði. Þegar mótmæli gegn Vietnam- stríði voru fjöldafyrirbæri í Bandaríkjunum (og víðar) nutu Keflavíkurgöngur hér á fslandi góðs af - sem og pólitískar uppá- komur sem vel gátu endað í smáýfingum við lögreglu. Allir eru í þessu og ég líka! En ýmsir þeir sem hresstu upp á sálartetrið með því að ganga með á þeim tíma, þeir brosa nú með vorkunn- semi að handtöku Birnu Þórðar- dóttur í Rockville í dögunum: þetta er ekki lengur stfllinn, segja þeir (eða hugsa) þetta er út í hött, þetta er að lemja hausnum við steininn. Svoleiðis gerir maður ekki. Það er nú svo. Mér finnst satt að segja, að menn ættu að sýna sínum ágætu minningum úr Göngunni miklu þann lágmarks- sóma, að virða þá sem marséra áfram, hvað sem tískunni líður. Og hvað sem líður bráðskemmti- •egri úttekt Tékkans Milans Kundera á Göngunni miklu í skáldsögunni um Léttleika tilver- unnar. Samtök herstöðva- andstæðinga Mig langar til að bæta ögn við þetta. Það hefur margt drifið á daga Samtaka herstöðvaandstæðinga. Þau fóru af stað með bjartsýni og eldmóði þeirra, sem vissu vel að andstaðan gegn herstöðvum var sterk og lifandi. Síðan hefur ótal margt orðið til að þreyta þau, þótt þau öðru hvoru sæktu í sig nýjan kraft: Málamiðlanir her- stöðvaandstæðinga í ríkisstjórn- um, deilur kreddumanna um „réttar“ forsendur herstöðva- andstöðu, slappleiki sem fylgir því að óbreytt ástand helst lengi. Og síðast en ekki síst kemur svo til sú allsherjarvanmáttarkennd, sem hefur verið að grafa um sig á næstliðnum árum. Fyrir tuttugu árum hrópaði ungt fólk: Verum raunsæ, krefjumst þess ómögu- lega!. Nú vola menn hver í sínu horni: Hvað má ég, vesalingur minn? Andlegt heilsufar Ég segi fyrir sjálfan mig: ég er latur maður í féíögum, en aldrei hefur hvarflað að mér að efast um að starf herstöðvaandstæðinga væri mikil nauðsyn. Hvort sem menn nú í það og það skiptið töluðu viturlega eða barnalega í þeirra nafni. Og svo ég segi alveg eins og er: sú afstaða er ekki bundin því fyrst og fremst, hvort mér þyki eða þætti líklegt að Samtökunum tækist að magna upp þá hreyfingu sem kæmi hern- um úr landinu. Stundum gat sú niðurstaða verið í sjónmáli, oftar þó var sem með slíkum vonum væri maður að „krefjast þess ómögulega". En hitt var víst: andófið var nauðsynlegt til að viðhalda and- legu heilsufari, kannski mátti jafnvel bæta það hjá einhverjum. Heilsa þessi hjarði nefnilega í skugga þess háska sem snemma var kallaður „hernám hugarfars- ins“. Hann lýsti sér í mörgu: í vaxandi afskiptaleysi um hin stærri mál. í hægfara en þungri framsókn einskonar sníkjulífs- hugarfars, sem ekki vildi barasta græða á Kananum eins þeir hjá Islenskum aðalverktökum, held- ur vildi með öllum ráðum „gera út“ á Kanann, hafa hann sem aukaloðnustofn þegar annað brást. Hauk í horni til að „redda hlutunum" þegar hvessti á al- þjóðasjónum. Háskinn kom fram í vaxandi vanmáttarkennd og vantrú á að íslendingar hefðu dug til að stjórna sínum málum, ráða fram úr sínum vanda. Það er þetta sérstæða hernám (sem meira að segja Morgunblaðið kemur stundum auga á) sem nú síðast kemur fram í því, að al- menningur virðist furðu fús til að hlaupa inn í Evrópubandalag, án þess að gera sér grein fyrir því hvað á þeirri spýtu hangir: Menn vona víst hið innra með sér að þar séu einhverjir galopnir sjóðir til að vaða í, að úti í Briissel finnist lausnir á íslenskum efnahags- vanda, sem enginn hafi kjark og dug til að leysa hér heima. Þrjóska Ég var einhverju sinni að rífast við amrískan karl mjög her- fróðan, sem reyndi að skáka mér fram og aftur um Atlantshafið með vígbúnaðartölum. Mér leiddist þetta þóf og sagði við manninn: Jafnvel þótt svo færi, að þú gætir eftir langa mæðu þvælt mér út í að viðurkenna „illa nauðsyn“ herstöðvar hér vegna þessa fræga hernaðarjafnvægis ykkar, þá mundi ég áfram ætla mér þá þrjósku að halda með herstöðva- andstæðingum. Vegna þess hve mikilvægt það er fyrir smáþjóð að gefast ekki upp fyrir aðstæðum, að síga ekki í það far að beinlínis vilja hafa hér erlendan her, gera ráð fyrir hounm í sínum búskap. Verða svo her-tekin, að íslend- ingar hefðu ekki einu sinni mátt til að fagna þeirri afvopnun hjá risaveldum sem einhverntíma í framtíðinni tæki upp á því að lýsa herstöðvakerfin úrelt. Þú segir nokkuð, sagði hann. Sjónvarpsmynd um frönsku byltinguna ÁRNI BERGMANN Lúövík var feitur og getulaus Nú setja menn saman bækur og leikrit og sjónvarpsþætti um frönsku byltinguna, eins og von- legt er. Einn slíkur, breskur reyndar, er í gangi í Sjónvarpinu - þessi glápari sá þann kafla hans sem kom á skjáinn á þriðju- daginn var. Hann fjallaði um Lúð- vík sextánda og konu hans. Kannski eru aðrir partar þessa myndaflokks betri, en þessi hér var til þess fallinn að vekja upp efasemdir um ýmsar aðferðir sem sjónvarpið sem miðill beitir í meðhöndlun sinni á sögunni. í fyrsta lagi er myndefnið undarleg blanda af öllum skrattanum: við- tölum við sagnfræðinga og franska konungssinna samtím- ans, eilífri sálumessu yfir Lúðvíki kóngi í St. Denis, veiðiskap, lás- um og lyklum, litahrærum ýmis- konar. Þessi póstmóderníski hrærigrautur er kannski til ein- hvers brúklegur - en líkast til af- leitur fyrir alla þá, sem muna frekar fátt um frönsku byltinguna og ætla sér að rifja upp eða verða sér úti um fróðleik. Nefnum fleira til. Nú er sagt, að við mat á frönsku byltingunni séu á undanhaldi „marxískar" skilgreiningar á henni, með fróð- legum greiningum á stéttum og hagsmunum. Ef sjónvarpsmynd- in er dæmi um það sem í staðinn kemur, þá eru það vond kaup. Settar voru á langar tölur um per- sónulega eiginleika Lúðvíks kóngs og Maríu Antoinette, velt sálrænum vöngum yfir duldum þeim kynferðislegum sem brutust fram í matgræðgi hans og ást á lásasmíði. Þetta var eins og að vera kominn langt aftur í tímann, þegar höfðingjar voru einu per- sónur og gerendur sögunnar. Að viðbættum þeim ófrjóu vanga- veltum sem bíða á næsta horni: Hvað hefði nú gerst ef Lúðvík sextándi hefði ekki verið sjúklega feiminn og getulítill í bólinu? Árni Bergmann Föstudagur 14. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 Þverhaus vil ég vera Herinn á Miðnesheiði er skrýt- inn gestur (eða leigjandi svo við minnum á fræga líkingu Svövu Jakobsdóttur) hjá þjóðarsálinni. Á með og á móti Gerðar hafa verið rannsóknir á afstöðu íslendinga til herstöðvar i Keflavík. Og það kemur á dag- inn, að á árunum 1983 til 1987 fækkar þeim sem eru hlynntir eða frekar hlynntir því að herstöðin standi úr 54% í 41% Ákveðnum andstæðingum hennar fjölgar úr 30% í 33% En miklu mest fjölgar þeim sem finnst herstöðin ekki skipta sig neinu máli - eða úr 15% í 26%. Þegar svo spurt var að því fyrir skömmu, hvort menn væru and- vígir eða hlynntir heræfingunum sem haldnar voru hér á landi í júnímánuði, þá reyndust þeir helmingi fleiri sem sveiuðu því stússi en þeir voru sem töldu það eðlilegt. En svo benda menn á annað: þeir sem svo mæta á fund við bandaríska sendiráðið til að mót- mæla heræfingunum og taka þátt í aðgerðum herstöðvaandstæð- inga á æfingavettvangi, þeir eru fáir og miklu færri en tekið hafa þátt í slikum aðgerðum áður - að maður ekki tali um þann fjölda sem tók þátt í Keflavíkur- göngum. Hvurslags þverstæða er þetta eiginlega? Punktar um herstöðvar og andóf gegn þeim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.