Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 23
DÆGURMÁL HEIMIR PÉTURSSON Andstæðir pólar Roberts Smith Það eru alltaf nokkur tíðindi í rokkheimum þegar The Cure gefur út plötu. Cure á að baki litríkan feril sem endurspeglast í 10 hljómplötum, eða 11 með þeirri nýjustu, „Disintegration“. Á vissan hátt kemur Cure manni ekki á óvart, en samt eru plötur Cure aldrei alveg það sem maður átti von á. Plötur Cure eru jafn ólíkar og þær eru margar. Pær eru kannski jafn ólíkar og Robert Smith er frá einu augnabliki til annars. Hann er niðurdreginn aðra mínútuna, fullur lífsþrótti aðra; alvarlegur trúður. Á bak við málað andlitið, varalitinn, tætt hárið, grímuna, er maður þjáningarfullrar gleði. Ef eithvað eitt öðru fremur gerir Cure að því sem hún er, er það söngur Roberts Smith og gít- arleikur. Þessi sterku einkenni eru til staðar á „Disintegration“, sett fram á þann einstaka súr- sæta hátt sem gerir Cure sér- staka. í Robert Smith takast stöðugt á neikvæðir og jákvæðir pólar, tónlistarlega og í persónu- lega lífinu. Hánn segir gjarnan eftir hverja plötu, að hún sé síð- asta plata Cure, gersamlega út- taugaður að verki loknu. En Cure rís samt alltaf upp á aftur- lappirnar, og Robert Smith kem- ur fram með enn eina víddina úr hyldjúpum Cure. „Disintegration" er enn einn vitnisburðurinn um þennan eiginleika. Og enn og aftur segir Robert Smith að Cure hafi loks sungið sinn svanasöng. Að þessu sinni trúa honum fáir. Hver og ein plata Cure er nýr kafli í þroskasögu Roberts Smith. Eftirminnilegur áfangi á þeirri braut, að mínu mati, er „Faith“. Plata sem þráaðist við að fara af fóninum mánuðum saman. Fyrir margar sakir auðtekin plata, sem náði að koma manni á óvart við hverja hlustun. Á „Faith“ kom sá kristaltæri gítarleikur, sem eyrnamerkti Cure öðru fremur, fram í sinni hreinustu og fáguð- ustu mynd. Gítarleikur sem hefur haft áhrif víða í rokkheimum, m.a. á hinn ágæta gítarleikara Grafíkur, Rúnar Þórisson. „Pornography“ var síðan plata þar sem Robert Smith kannaði nánar ýmsa afkima „Faith“. Fyrir bragðið var „Pornography" ekki eins heilsteypt plata og „Faith". „Kiss me, Kiss me, Kiss me“ var að mörgu leyti ágæt, en kald- ari og óyfirvegaðri en maður átti að venjast hjá Cure. „Kossinn" var þó sú plata sem jók veg og virðingu Cure í Kanalandi. Ég entist illa yfir „Kiss me... “, og hef eiginlega beðið í voninni eftir ein- hverju bitastæðu frá Cure síðan. „Disintegration" var þess virði að bíða. Hún hefur strax við fyrstu hlustun sterk áhrif. En hjá mér er það merki um góðan grip, ef fyrstu hlustun fylgir seiðmögn- un, án þess endilega að hægt sé að skilgreina af hvaða rótum hún er sprottin. Það er orðið svo þreytt að segja að plata vinni á. Þannig er það nú samt með plötur, þær annað hvort vinna á, eða hníga í áliti með endurteknum hlustun- um. Maður ákveður ekki meðvit- að að setja aftur á fóninn góða plötu, hún fer þangað sjálf, hún bankar upp á. Vondar plötur vitja manns hins vegar ekki nema einu sinni. Meltingu „Disintegration" er ekki lokið í mínum húsum og ég hugsa hún endist eitthvað fram á næsta ár. „í þetta skipti vildi ég gera eitthvað sem næði fullkomnum tökum á mér og ég gæti orðið stoltur af. Fyrst fannst mér að ég Róbert Smith, hótar enn að hætta. ætti að gera þetta einn. En að hafa hina með gaf verkinu aðra vídd,“ segir Robert Smith. Það er með Cure, eins og margar aðrar breskar hljómsveitir, hún stend- ur og fellur með einum manni. Upprunalega Cure voru þrír menn: Robert Smith, söngvari og gítarleikari, Michael Dempsy bassaleikari og Lawrence Lol Tollhurst á trommur. Dempsy yfirgaf skútuna fyrir nokkrum árum og eftir upptökur „Desinte- gration" ákvað Robert Smith að láta æskuvin sinn, Tollhurst, fá reisupassann. Ástæðan? Léleg frammistaða. Þá er Robert Smith einn eftir úr kjarnanum. Þannig að e.t.v. ættu menn að taka hótun hans um „síðustu plötu Cure“ alvarlega í þetta sinn. Næsta plata verður kannski sólóplata Roberts Smith? Slíkar pælingar skipta ekki öllu máli. Mörkin á milli Ro- berts Smith og Cure eru ekki og hafa ekki verið það skýr. -hmp „Guð er Barry Manilow“ Public Image LTD, hljómsveit John Lydon, hefur sent frá sér sína níundu plötu og heitir skífan „9“. Fyrsta plata PIL kom út 1978 og sýndi ásamt næstu plötu þar á eftir, að fleiri þræðir lágu í John Lydon (áður Rotten), en hann þræddi með Sex Pistols. Þessi samnefnari pönksins er einn sárafárra sem náði að lifa af, tónlistarlega og bókstaflega. Þó andúð hans á kerfinu, fylgifiskum þess og gervitunglum, lifi góðu lífi í textum Lyndons og yfirlýs- ingum, hræðast fáir þennan stór- kjaft sem hrækti yfir allt og alla, skreyttur öryggisnælum og öðr- um skartgripum. Meira að segja í aðalstöðvum heimslögreglunnar, Bandaríkjunum, fá menn ekki lengur í „lange baner“ hland fyrir hjartað þegar Jón rotni stígur fæti á bandaríska grund. Honum og hljómsveit hans er nú tekið fagn- andi fyrir vestan oss, ásamt hljómsveitunum New Order og Sugarcubes. Hamborgaraæturn- ar hópast á tónleika þríeykisins um þessar mundir. John Lydon segist lifa í nútíð- inni og bíða eftir framtíðinni. Fortfðin hefur ekkert að segja, að hans sögn. Hann hlær að Rolling Stone tímaritinu, sem nú hefur Sex Pistols upp til skýjanna. En sama blað náði ekki upp í nefið á sér af hneykslan þegar hljóm- sveitin var og hét. Þó Lydon bíði spenntur eftir framtíðinni og voni að hann drepist aldrei, segir hann öll vísindaleg rök benda til þess, að jörðin verði orðin dauður drullupollur eftir 25 ár, verði ekkert að gert. Þess vegna leggur hann Grænfriðungum lið. Allt þar til veröldin og, eða hann farast, ætlar Lydon að semja tónlist. Hann segist gera miklar kröfur til gæða. Markmið- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 ið með „9“ hafi verið að skila frá sér góðri tónlist. Allt of margir tónlistarmenn noti tölvur til að semja og fremja tónlist, einfald- lega vegna þess að þeir séu hæfi- leikasnauðir, geti hvorki samið tónlist né spilað. Sjálfur kjósi hann lifandi hljóðfæraleikara en ekki tölvur. „9“ er vönduð, vel unnin plata. Lydon og félagar standa vel undir stóryrtum yfirlýsingum Lydons. Platan er jöfn í gegn og hvergi kemur áberandi hnykkur á línuna sem er sett strax í upphafi með fyrstu tveimur lögunum á plöt- unni.: „Happy?“ og „Disappo- inted“. Mjög góð byrjun. Aðals- merki „9“, eins og á fyrri plötum PIL, er söngur Lydons. Hann er með alskemmtilegustu röddum rokksins og hefur farið mikið fram síðan á „æluárunum" með Sex Pistols. Það sama má segja um tónlistina og sönginn, hvort tveggja hefur fágast og slípast í áranna rás; meiru er kostað til tónlistarlega séð og meira pælt. Ég kunni aldrei sérstaklega vel við óstjórnlegt, óheflað og lítt- pælt „öskur“ Sex Pistols. Pil hef- ur hins vegar vaxið í áliti með hverri plötu. „9“ er enn ein ör- yggisnælan í nef Lydons. Að lokum, Lydon er að skrifa bók, þar sem „sannleikurinn" um Sex Pistols á að koma fram. Hann er svekktur út í meðferð Alex Cox á fyrrum félaga sínum í myndinni „Sid and Nancy", telur Cox jafnvel hafa göfgað heróín- neyslu með tiltæki sínu. Lydon segist ekki hafa gaman af því að sjá fólk fara í hundana með þeim hætti sem Sid gerði. „Það eina sem við eigum er lífið. Bíðið eins lengi og hægt er eftir því sem tekur við að lokum. Ég hef ekki séð neina sönnun fyrir tilvist guðs, hvergi. Hafið þið gert það?... Guð er að öllum líkindum Barry Manilow." -hmp John Lydon, ferskur en ekki rotinn. Undir berum himni Laugardaginn 19. ágúst verður haldin rokkveisla í Breiðholti. Fellahellir verður 15 ára í ár og þótti Benóný Ægissyni og öðrum velunurum rokksins tilvalið að rokka undir berum hintni í tilefni afmælisins. Rikkrokk heitir hátíðin, og verður þetta í þriðja skipti sem hún er haldin. Þekkt nöfn úr rokkheimum iklakans troða upp og óþekkt nöfn eru skoruð á svið. Þegar er fastákveðið að Sykurmolarnir, Langi Seli og skuggarnir og Júpiter komi fram. Þá munu þrjár hljómsveitir úr síðustu Músíktilraunum fremja rokkverk sín; Laglausir, Bróðir Darwins og Bootlegs. Benóný sagði í samtali við Dægurmálasíðuna, að það væri skemmtilegt að Sykurmolarnir kæmu fram á Rikkrokki, þar sem molarnir hefðu fyrst komið fram opinberlega á Rikkrokki fyrir tveimur árum. Benóný auglýsir einnig eftir rokkkröftum. Meiningin er að bæta við 10 hljómsveitum öðrum og eiga þeir sem áhuga hafa, að melda sig inn í Fellahelli, helst fyrir lok næstu viku. Hlustað verður á allar hljóm- sveitirnar áður en ákvörðun um þátttöku er tekin. Að sögn Benónýs er æskilegast að hljómsveitir séu með frumsamið efni og texta á íslensku. Það er þó ekki skilyröi. Hljómsveitir sem flytja númer annarra sómasamlega eiga von. Rikkrokk hefst um miðjan dag og stendur fram til miðnættis. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.