Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Laurence Olivier in memoriam Sviðsleikur Sir Laurence Olivier skyggði nokkuð á einstakan kvikmyndaferil eins merkasta leikara sögunnar í vikunni féll frá einhver merk- asti leikari sögunnar, Sir Laurence Olivier, 82 ára að aldri. Olivier var einhver viðurkennd- asti sviðsleikari aldarinnar en auk þess lék hann í um 60 kvik- myndum sem sumar hverjar telj- ast til þess besta sem kvikmynd- aiðnaðurinn hefur alið. Þótt túlkun Oliviers á frægustu persónum Shakespeares sé það rómaðasta sem eftir hann liggur gilti einu hvaða hlutverk hann tókst á við, hann skilaði því ávallt með sóma. Varla hefur nokkur leikari unnið eins marga sigra bæði á sviði sem hvíta tjaldinu og er óvíst hvort hans líkir muni skjóta upp kollinum í nánustu framtíð. Lord Olivier var einfald- lega leikari af guðs náð. Ástæða er til að rekja kvikmyndaferil hans en ferill hans á sviðinu skal hér að mestu látinn ósnortinn. Að öðru leyti vísa ég á grein í Þjóðviljanum þann 12. þm., dag- inn eftir andlát hans. Laurence Kerr Olivier fæddist í Dorking í Surrey 22. maí árið 1907. Leiklistin greip snemma huga hans og lærði hann leikræna tjáningu og leikhúsfræði í Oxford og London. 17 ára gamall steig hann á fjalirnar og tveimur árum síðar var leiklistin orðin að at- vinnu hans. Til að byrja með átti leikhúsið hug hans allan en árið 1930 lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, Too Many Crooks. Hún þótti ekki ýkja merkileg frekar en þær sem fylgdu í kjölfarið enda leit Olivier á kvikmyndirnar sem aukabúgrein á milli sviðsverka. Hann hafði aldrei hugsað sér að gerast kvikmyndaleikari og taldi sig varla vera rétta manngerðin í slíkt. Eftir nokkrar gleymdar gamanmyndir stóð til að hann léki í einni frægustu kvikmynd Gretu Garbo, Oueen Christina árið 1933, en Garbo kærði sig ekki um Olivier sem mótleikara og fékk því breytt. Fyrir vikið varð Olivier enn sannfærðari en áður að kvikmyndaleikur lægi ekki fyrir honum. Eftir að talmyndirnar festu sig í sessi myndaðist meiri þörf fyrir leikara sem kunnu vel að fara með talað mál og þar var Olivier á heimavelli. Hann lék í sinni fyrstu Shakespeare-kvikmynd árið 1936 sem var gamanleikur- inn As You Like It í leikstjórn Paul Czinners. En Olivier var ekki ánægður og má segja að fjórði áratugurinn hafi ekki verið árangursríkur kvikmyndaleikar- anum Laurence Olivier. Það var ekki fyrr en hann komst í kynni við einn af meistur- um kvikmyndanna, William Wyl- er, að Olivier tók að njóta sín á tjaldinu og þakkaði Olivier hon- um ávallt fyrir að kenna sér grundvallaratriði kvikmynda- leiks. Verkefnið var einhver róm- aðasta ástarsaga allra tíma um þau Heathcliff og Cathy, Fýkur yfir hæðir (Wuthering Heights). Olivier fékk lof fyrir leik sinn og hlaut ma. sína fyrstu tilnefningu til óskarsverðlauna en hann átti eftir að verða tilnefndur níu sinn- um til viðbótar á ferlinum. Um þessa kvikmynd sagði Oli- vier ma.: „Með Fýkur yfir hæðir tókst mér að sjá að kvikmyndin er allt annar miðill en sviðsleikrit og með því að nota hann rétt með opnum huga er hægt að komast upp á lagið með að gera góða hluti þar. Það var Wyler sem gaf mér góð heillráð: „Gerir þú þetta rétt ertu fær í hvað sem er“. Ef hann hefði ekki komið mér í skilning um það hefði ég aldrei gertHinrikV fimm árum síðar." Ári síðar, eða árið 1940, lék Olivier í einni bestu kvikmynd Alfreds Hitchcocks, Rebecca. Þetta var fyrsta mynd Hitchcocks í Bandaríkjunum og sú eina sem hlaut náð fyrir augum Kvikmynd- aakademíunnar. Hún hirti óskarinn sem besta kvikmynd ársins en Olivier hlaut aðeins til- nefningu. í kjölfarið komu Pride and Prejudice og That Hamilton Woman! og framtíðin blasti við Olivier sem kvikmyndastjörnu í Hollywood. Sagt var að hans biði framtíð sem rómantískur, enskur sjarmör hvíta tjaldsins, líkt og Cary Grant. En Olivier kærði sig ekki um það. Hann hafði aldrei sagt skilið við leikhúsið og hafði metnað til að festa ódauðleg sviðsverk á filmu. „Ég hef ekki áhuga á að verða kvikmyndastjarna líkt og Cary,“ sagði hann. Árið 1945 kom síðan frumraun hans sem leikstjóri og framleiðandi kvik- myndar. Hinrik V varð fyrir val- inu og lék Laurence Olivier vit- anlega titilhlutverkið. Myndin hlaut frábærar viðtökur og hvatti það Olivier til að halda áfram á sömu braut. Laurence Olivier kvæntist þrí- vegis. Fyrst leikkonunni Jill Es- mond árið 1930 en þau skildu tíu árum síðar eftir að hafa eignast einn son. Þá gekk hann að eiga aðra leikkonu, Vivien Leigh, og er það þekktasta hjónaband hans. Leigh var þá á hátindi ferils síns en henni hafði ári áður skotið upp á stjörnuhimininn sem Scarlett O'Hara í Á hverfanda hveli. Þótt undarlegt megi virðast er Leigh bresk, rétt eins og Olivier, og þótti fara einkar vel með hlutverk Suðurríkjastelpunnar í þessari frægu kvikmynd. Hún hafði leikið á móti Olivier í Fire Over England árið 1937 og síðan aftur í That Hamilton Woman! árið 1941. Olivier vildi tefla henni fram í eigin kvikmyndum en hún var samningsbundin MGM og David O. Selznick kærði sig ekki um að hún léki í „minniháttar hlutverkum" eins og í Shakespe- are! Leiðir þeirra hjóna lágu því ekki saman á ný á tjaldinu og skildu þau síðan árið 1960. Árið 1961 kvæntist hann einni leikkonunni enn, Joan Plow- right, og lifir hún mann sinn. Þau áttu saman einn son og tvær dæt- ur. Laurence Olivier ásamt Michael Caine í hinni margslungnu Sleuth. Eftir Hinrik V tók Olivier sér hvfld frá öðrum kvikmyndum og einbeitti sér að næsta Shakespe- are verki sínu. Nú tók hann til við sjálfan Hamlet og var allt í öllu við gerð myndarinnar. Auk þess að leikstýra, framleiða og leika eftirlætis persónu flestra sviðs- leikara skrifaði Olivier einnig handritið fyrir myndina. Hamlet fékk enn betri viðtökur en Hinrik V, sérstaklega í Bandaríkjunum þarsem hún hlaut fern óskars- verðlaun þám. sem besta mynd ársins og Olivier var valinn besti leikarinn. Þetta reyndust einu óskarsverðlaun Oliviers þótt hann hefði alls 10 sinnum hlotið tilnefningu en Óskar frændi hefur aldrei verið hrifinn af útlending- um. Þriðja og síðasta stórverkefni Oliviers eftir sígildum bók- menntum Shakespeares var Rík- harður III, gerð árið 1956. Að þessu sinni fékk Olivier til liðs við sig þá tvo leikara sem þóttu að mörgu leyti sambærilegir honum sjálfum, þe. jafnvígir á sviðsleik og kvikmyndaleik. Það voru John Gielgud og Ralph Richard- son en þessir þrír leikarar voru allir slegnir til riddara fyrir fram- lag sitt til leiklistarinnar. Ári eftir Ríkarð III gerði Oli- vier The Price and the Showgirl þarsem hann lék á móti Marilyn Monroe. Eftir það hætti hann að gera sínar eigin kvikmyndir en áfram lék hann eftirminnilegar persónur. Árið 1960 Iék hann í The Entertainer og Spartacus, hann lék Óþello árið 1965 og árið 1972 lék hann á móti Michael Ca- ine í í hinni útsmognu mynd Jos- eph Mankiewicz, Sleuth, eftir samnefndu leikriti Anthony Shaffer. Caine sagði eftir mynd- ina að það að leika á móti Olivier væri einsog að leika á móti guði. Eftir það lék Olivier nær ein- göngu aukahlutverk í misgóðum kvikmyndum. Eftirminnilegust þeirra eru úr Marathon Man og The Boys from Brazil en í bæði skiptin leikur hann með þýskum hreim. í hinni fyrrnefndu leikur hann sadískan nasista en þeirri síðarnefndu eltir hann stríðs- glæpamenn í hlutverki Simon Wi- esenthal. Árið 1980 lék Olivier í lélegri endurgerð á fyrstu talmyndinni, The Jazz Singer, og þótt þetta sér ekki rétti vettvangurinn til að agnúast út í aðra fjölmiðla þykir mér furðulegt þegar sú kvikmynd er sögð vera hans merkasta kvik- mynd ásamt Marathon Man. Það er nú önnur saga. Með láti Laurence Olivier er fallinn frá einn merkasti leikari allra tíma. Hann hefur þótt mesti sviðsleikari aldarinnar og hefur árangur hans á sviðinu skyggt ei- lítið á kvikmyndaleik hans. Engu að síður standa honum fáir á sporði hvað varðar kvikmynda- leik og er óvíst hver framvinda kvikmyndasögunnar hefði orðið ef hans hefði ekki notið við. Regnboginn Married to the Mob ★★ (Glft mafíunni) Jonathan Demme hefur oftast hitt betur í mark þótt einvalaleikaralið sé nú með í för. Oft góðar útfærslur en líður að lokum út I furðulegt sambland af frásagnarmáta teiknimynda og leikinna. Tónlist David Byrne er smellin og skemmtileg. Platoon Leader 0 (Sveitarforinginn) Gerilsneydd striðsmynd sem hverfur úr huga manns skömmu eftir sýningu. Nafnið segir í raun allt sem þarf. Dancers ★ (Dansmeistarinn) Mynd tyrir fanatíska ballettaðdáendur en ekki marga aðra. Herbert Ross tekst alls ekki að endurtaka The Turning Point en góðar ballettsenur halda myndinni á floti. Baryshnikov verður seint talinn til betri leikara en hann kann að dansa. The Presidio ★★ (Presidio-herstöðin) Buddy-hasar-ástar-mynd með vel film- uðum eltingarleikjum á götum San Fran- sisco borgar. Connery og Harmon eru hörkutól af ólíkum uppruna en standa sam- an í „týpísku" og leiðinlegu lokaatriði. The Naked Gun ★★ (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothríð f tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt í mark en líka er skotið bæði yfirog framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- plane! en það má hlæja að vitleysunni. Babette's gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Pessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan í lokin er ógleymanleg. Skugginn hennar Emmu ★★★ Besta barnamyndin I bænum er ekki síður fyrir hina fullorðnu. Skemmtileg og vel gerð mynd á mörkum fantasíu og raun- veruleika. Laugarásbíó Torch Song Trilogy ★★★ (Arnold) Snjöll og einlæg mynd sem segir frá heimi hómósexúals fólks. Vel skrifuð og leikin og tekst að slá bæði á létta og hríf- andi strengi án þess að falla í gryfju væmninnar. Sagan af hommanum Amold er eitt vitsmunalegasta og besta sem bíóin bjóða upp á um þessar mundir. Split Decisions ★ (Hörkukarlar) Hvað höfum við eiginlega séð þessa mynd oft áður og hver hefur áhuga á að sjá þetta einu sinni enn? Þessi boxaramynd gæti allt eins heitið Rocky V eða X og þá mætti Gene Hackman gjarnan vera vand- látari á hlutverk. Fletch Lives ★★ (Fletch iifir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeim sem ekki líkar kappinn ættu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Bíóhöllin Her Alibi ★★ (Með allt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant hér á árum áður. Vel er flóttað á milli hinnar raunverulegu sögu og skáldskapar rithöf- undarins en atriðin með Rúmenum og þar með taliö lokaatriðið heldur hugmynda- snauð. Poiice Academy 6 0 (Lögregluskólinn 6) Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk hlægi að sömu fúlu bröndurunum ár eftir ár? Þessi sjötta mynd í röðinni um lögreglu- skólann er slakari en þær síðustu þar á undan og er þá mikið sagt. Cocoon, the Return ★ (Undrasteinninn 2) Afskaplega ómerkilegt og misheppnað framhald sem gerir ekkert nema að skemma fyrir fyrri myndinni. Reynir að vera enn fjörugri og enn tilfinningaríkari en sú fyrri en er bara tilgerðarleg og væmin. Frá- sagnaraðferðin fer öll út um þúfur og fyrir vikið eru sömu leikarar og í frummyndinni ekki með á nótunum. Three Fugitives ★★ (Þrjú á flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið virkar en dettur niður þess á milli. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna í allt of stórum frakka. Young Guns ★★★ (Ungu byssubófarnir) Vestrar eru komnir úr tísku en þessi gæti aukið hróður slikra mynda. Hér höfum við allt sem þarf, átök og tragedíu, hetjudáð og kómidíu, fólsku og jafnvel rómantik. Estev- ez skemmtilegur sem Billi barnungi. A Fish Called Wanda ★★★ (Fiskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfinn húmor í skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt aö gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. Bíóborgin Spellbinder ★ (A hættuslóðum) Ekki alvond hryllingsmynd en byggir um of á sömu atriðum og sambærilegar B- myndir. Allt vel þekkt og ofnotað: djöflatrú og yfimáttúrulegir hlutir með tilheyrandi tæknibrellum og óvæntum endalokum. Crossing Delancey ★★ (í karlaleit) Þarna rekast á menntasnobb og fordóm- ar, karlremba og heiðarleiki í snoturri lýs- ingu á llfi ólíkra gyðinga í New York. Heiðarleg og einlæg mynd, en þó engar stórfróttir. The Big Blue ★★★★ (Hið bláa volduga) Undurfagurt listaverk Bessons er óður til hafsins bláa og allra þeirra sem þvi unna. Ástarsaga og uppgjör persóna, sem stund- um eru á mörkum þess mannlega, við sjálfa sig og fortíðina. Glæsilegar viðlinsu- tökur á breiðtjaldi, bláminn yfir myndinni er stórkostlegur og tónlistin tellur vel að. Hið bláa volduga er upplifun. Þór líður vel á henni. Dangerous Liaisons ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi tragi- kómidía þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástóttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en endirinn er í hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsástandið á þessum tíma. Rain Man ★★★ (Regnmaðurinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjórn fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Háskólabíó Dirty Rotten Scoundrels ★★ (Svik- ahrappar) Bráð smellin og fyndin mynd um tvo for- herta svikahrappa og samskipti þeirra við kvenkynið. Dulítið gamaldags húmor sem byggir talsvert á góðri frammistöðu aðal- leikaranna. Hverjum öðrum en Steve Mart- in myndi leyfast að ofleika svona líka rosa- lega án þess að það komi að sök? Stjörnubíó My Stepmother is an Alien ★★ (Stjúpa mín geimveran) Enn ein útfærslan af E.T. þarsem geimvera í kvenmannsmynd kemur til jarð- ar í ákveðnum tilgangi. Slær á létta strengi með mörgum smellnum atriðum en verður að lokum mjög hugmyndasnauð, eins og flestar vísindaskáldsögur nútímans, því miður. Ágætlega leikin og Aykroyd og Ba- singer mynda skondið par. Who‘s Harry Chumb? ★ (Harry...hvað?) Billeg gamanmynd með nokkrum aula- bröndurum. John Candy bjargar því sem bjargaö verður en hann er enginn Peter Sellers þó hann skipti ört um gervi sem spæjarinn Harry. Kristnihald undir Jökli ★★★ Góð og athyglisverð mynd á islenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber fullmikla virðingu fyrir texta Nóbelskáldsins. Föstudagur 14. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SIÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.