Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 26
Alþýðubankinn, Akureyri, Jónas Vioar Sveinsson sýnir málverk, opið áafgreiðslutíma. Árnagarður v/Suðurgötu, handrita- sýning þri. fimm. lau. 14-16 til 1.9. Byggða- og listasaf n Árnesinga, Selfossi, sumarsýning á málverkum e/ Gísla Jónsson og Matthías Sigfús- son í Halldórssal. 14-17 virka daga, 14-16 helgar, til ágústloka. FÍM-salurinn, sumarsýning FÍM á verkum eftir félagsmenn. Til 15.8., 13-18virkadaga, 14-18helgar. Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30-16. Ferstikla, Hvalfirði, Rúna Gísladóttir sýnir. Gallerí Madeira, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Pétur P. Johnson sýnir Ijósmyndir. 8-18 virka daga til 16.7. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Á tólf- æringi, 14-19 alla daga nema þrið. til 7.8. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11-18. Sumarsýning á verkum Kjan/als, daglega 11 -18, til 20.8. Sýning á verkum Yousuf Karsh, til 30.7. Mokka, sumarsýn. á smámyndum T ryggva Ólafssonar. Norræna húsið anddyri: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjar og hamfarirnar í Heimaey. 9-19 nema su. 12-19, til 24.8. Kjallari: Sumarsýning á verkum Jóhanns Briem, daglega 14-19 til 24.8. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatil 1 sept. Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir Ijósmyndir af Jóhannesi Páli II páfa eftir Adam Bujak. Opið alia daga 11 - Listasafn Sigurjóns, opið ld.,sd. 14- í 7. Mán, miðv.fim. 20-22. Tónleikar þrið. 20.30. Fd:lokað. Kaffistofan opin á sama tíma. Tekið á móti hóp- umeftirsamkomul. Safn Ásgríms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16 alladaganema mán. Til septemberloka. Slunkaríki, ísafirði, HalldórÁsgeirs- son sýnir. 16-18, fi-sunnud. til 20.7. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. FundurAmeríku, ísumaralla daganemamán. 14-18. Þjóðminjasafn opiðalladaganema mán. 11-16. Fjaðraskúfarog fiski- klær, sýning um menningu inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni að 10 ára afm. heimastjórnaráGrænlandi.Til ágústloka. Þrastalundur v/ Sog, olíumálverk eftir Þórhall Filipusson. Til 16.7. Opnum sýningu á listaverkum jarðar- gróðans með vorinu. Aðgangur ókeypis sé góðri umgengni heitið, annars ergoldiðmeðhiminháum upphæðum vanvirðingar. Folda. TÓNLIST Djúpið, sumardjass kl. 21:30-24, í kvöld og dagana 17.-21.7. Sigurður Flosason saxófónl. Hilmar Jensson gítarl. Tómas R. Einarsson bassal. trommuleikuríkvöld, Matthias Hem- stock. Sumartónleikar í Skálholti, Tónverk eftir J.S. Bach leikin á upprunaleg hljóðfæri, Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari, Ann Wallström og Lilja Hjalta- dóttir fiðluleikarar, Ólöf S. Óskars- dóttir leikur á gömbu og Helga Ing- ólfsdóttir á sembal. Lau. kl. 15 Tóna- fórnin, kl. 17sónöturfyrirfiðluog sembal. Su. kl. 15Tónafórnin. Þættir úr tónleikarskrám við messu kl. 17. LEIKLIST Litla leikhúsið, Regnbogastrákur- inn, sýndur í félagsheimilum, á Hell- issandi í kvöld kl. 20:30, Stykkishólmi á morgun kl. 15, Búðardal su. kl. 15, Hvammstanga mán. kl. 20:30. Light nights, Tjarnarbíói, fimm. fö. Iau.su. kl. 21, til 3.9. Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Iðnó, aukasýning su. kl. 20:30. HITT OG ÞETTA Sápa í Geysi. Sápa verður sett í Geysi á morgun kl. 15 í tilefni 25 ára afm. Ferðamálaráðs. Gert ráðfyrir gosi nokkru síðar, verði veðurskyl. hagstæð. Félag eldri borgara Rvík og ná- grenni, Göngu-Hrólfur, gönguferð laugardaga frá Nóatúni 17 kl. 10. Sumarhátíð á Kópavogshæli, hefst su. kl. 16, Hornaflokkur Kópavogs leikur. 14:30 Látúnsbarkarnir, 15 Björn Thoroddsen flýguryfirvogin- um, 16fyrstafrumsýning leikfél. Loka, Árstiðirnar. 16:30 heimakórinn, fjöldasöngur, sprell frá Starfs- mannafélaginu, 17 harmonikuball. Þjóðháttamót Þjóðdansafél. Rvík- ur: Setningarathöfn að Kjarvalsstöð- um á morgun. Su kl. 14:30, skrúð- ganga frá Hagatorgi og dansað í mið- bænum, sýnt á vistheimilum að því loknu. Kvöld 15. og 16. dansað í Hagaskóla, allir áhugasamir dansar- arvelkomnir. Samkvæmisdansar á Hótel Borg sunnudagskvöld, jive, cha cha, sam- ba, rúmba, enskur vals, tango og vín- arvalsar. Matargestir fá frítt inn á ball- ið. Aldarafmæli Narfeyrarkirkju, hátíð- armessa su. kl. 14, Ólafur Skúlason messar. Samvera með veitingum í Hóteli Stykkishólms á eftir, sagt frá Narfeyri sem kirkjustað, ávörp flutt. Norræna húsið, Borgþór Kjærne- sted heldur fyrirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. Félag eldri borgara í Kópavogi, fé- lagsvist í Félagsheimili Kópavogs 2. hæð í kvöld kl. 20, húsið opnað 19:30. Góð spilaverðlaun. Húnvetningafélagið, sumarferð 15. og 16.7. Gist í Þórsmörk. Ferðafélagið, dagsferðir: Su kl. 8, Hveravellir. 8, Þórsmörk dagsferð og sumarleyfisfarþ. 10, Háifoss-Stöng- Þjórsárdalur, 13Kambabrún- Núpafjall. Helgarferðir 14.-16.7, Snæfellsnes-Elliðahamar- Berserkjahraun. Þórsmörk. Land- mannalaugar. Laugavegurinn genginn 14.-19.7. Útivist, dagsferðir sunnudag: Kl. 8, Hekla, 13Tóarstígur. Helgarferðir 14.-16.7. Þórsmörk-Goðaland. Skógar-Fimmvörðuháls-Básar. FJÖLMIÐLAR GUNNAR GUNNARSSON Við lifum fyrir afgangslager iðnríkjanna í svonefndu markaðsþjóðfé- lagi nútímans gerir fólk, almenn- ingur og ríkisvald, í vaxandi mæli kröfu um að öll þau fyrirtæki sem samfélagið heldur úti beri sig. Menn rembast við að reikna út arðsemi, arðsemi af skólum, sjúkrastofnunum, bókasöfnum, sundlaugum o.s.frv. Og svo langt er gengið í þessa átt að því er haidið fram að skili ekki einhver stofnun hagnaði, eða takist ekki að reka hana á plús mínus núlli skuli hún teljast óþörf; eða að gera þurfi gangskör að því að endurskipuleggja starfsemi hennar, reka „kallinn í brúnni“ og byrja upp á nýtt. í umræðu um fjárhags- og rek- strarvanda Þjóðíeikhússins (og reyndar Ríkisútvarpsins gegnum tíðina) er aldrei komið að kjarna málsins: ef við viljum hafa Þjóð- leikhús þarf það að ná til flestra, jafnt þeirra sem afskekkt búa sem annarra; færa þeim vandaða list í flutningi hinna færustu lista- manna - og að svona starfsemi kostar peninga. Á okkar tíð, þegar þjóðfélagið í senn að mótast fyrir eigin tilver- knað og vegna gífurlega sterkra utanaðkomandi afla, er okkur nauðsyn að fylgjast með því sem á seyði er í umhverfi okkar, sálar- lífi og menningu. Og það gerum við með engu móti betur en að efla íslenskt leikhús, jafnt á sviði sem sjónvarpsskjá, og stuðla að viðgangi kvikmyndagerðar sem byggir á íslenskum veruleika, ís- lenskum forsendum. Okkur bráðliggur á að gera okkur grein fyrir því að íslensk hugsun er nán- ast horfin, sköpun út frá íslensk- um veruleika er nánast ekki til: við höfum svo lengi verið þig- gjendur, hinir sjálfumglöðu innf- lytjendur; við flytjum ekki aðeins inn svotil alla okícar neysluvöru, næstum allt okkar sjónvarp, heldur líka hugmyndir okkar um menningu og þjóðfélag. Bráðum mun trúlega það sama giida um íslendinga og ýmsar aðrar smá- þjóðir að í menningarlegu tilliti er það nánast tildurmál hvort við köllum okkur sjálfstætt lýðveldi eða eitthvað annað. Það hlýtur að vera verkefni íslensks sjónvarps og leikhúss á næstunni að komast eftir því hvort við erum enn sérstök þjóð - og hvort við kærum okkur um að vera það. Við höfum um langa hríð verið upptekin í lífsgæða- kapphlaupinu svonefnda, sem er reyndar ekki lífsgæðakapphlaup, heldur ásókn í varning sem fellur til af afgangslager iðnríkjanna. Sjálf eigum við alveg eftir að skapa okkar eigin lífsgæði, sjálf eigum við alveg eftir að leggja eitthvað til málanna: við sitjum á fornsögustaflanum og störum á útlendan sjónvarpsskjáinn, rembumst við að tileinka okkur þá hugsun og þann smekk sem þar ræður ríkjum, og ef upp sprettur innlend hugsun, íslenskt viðhorf, fer það óendanlega mikið í taugarnar á okkur - enda verður það bráðum orðið óskiljanlegt fyrirbrigði. -GG 26 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júlí1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.