Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Tollafgreiðsla r u Vilja umskráningu, fá ekki Reykvíkingar tregir til að umskrá tollvöru til Hafnarfjarðar. Friðjón Margeirsson, yfirtollvörður: Óhagræðifyrir innflytjendur. Már Pét- ursson, bœjarfógeti: Könnumst við kvartanir. Alfarið máltollstjóra- embættisins í Reykjavík Brögð eru að því að innflytj- endur Kópavogi og Hafnar- firði hafi lent í stifu við tollstjóra- embættið í Reykjavík út af um- skráningu tollvöru frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og það þótt stíft hafi verið eftir sóst. Ástæðurnar fyrir því að menn vilja fá vöruna umskráða yfir til Hafnarfjarðar hafi henni verið skipað upp í Reykjavík eru þær helstar að af- greiðslutimi út tolli er mun skemmri í Hafnarfirði. - Það eru allavega margir sem vilja fá vöru tollafgreidda í Hafn- arfirði en fá ekki umskráð vegna þess að tollurinn í Reykjavík lítur svo á að það sé ekkert eðlilegra fyrir til að mynda fyrirtæki í Kóp- avogi að varan sé flutt frá Reykjavík yfir til Hafnarfjarðar og þar leyst út og síðan flutt yfir í Kópavog, sagði Friðjón Mar- geirsson, yfirtollvörður í Hafnar- firði. Friðjón sagði að þeir hjá tollin- um í Hafnarfirði litu svo á að menn gætu fengið vöru tollaf- greidda þar sem þeir kysu sjálfir, svo fremi lögboðnar geymslur væru á staðnum fyrir tollskyldan varning á vegum skipafélaganna og þau væru tilbúin að flytja vöruna á milli. - Það hefur ekki staðið á því hjá okkur að við um- skráum vöru ef um er beðið, sagði Friðjón. Már Pétursson, bæjarfógeti í, Hafnarfirði, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að það væri rétt að embættinu hefðu borist óformlegar kvartanir frá innflytj- endum en ekki beinar kærur. - Við höfum ávallt vísað til þess að þetta heyrði alfarið undir annað tollstjóraembætti. Við höfum ekki hugsað okkur að troða illsakir við þá í Reykjavík út af þessu, sagði Már. Friðjón sagði að margir inn- flytjendur vildu fyrir alla muni fá vöruna tollafgreidda í Hafnar- firði, enda væri afgreiðslufrestur þar mun styttri en í Reykjavík. - Þess vegna finnst mönnum vera nokkuð áhagræði að því að fá ekki þá vöru sem lendir til Reykjavíkur umskráða og tollaf- greidda í Hafnarfirði. Þjóðviljanum tókst ekki í gær að ná í þann starfsmann hjá toll- stjóraembættinu í Reykjavík sem hefur með að gera yfirumsjón með umskráningu tollvöru. -rk Leigumarkaðurinn Grenimelur fyrir dóm Barði Pórhallssonlögfrœðingur: Veit afþremur semviljaúrskurð dómstóla í sínum málum Barði Þórhallsson lögfræðing- ur fyrrverandi leigjanda á Gren- imel 9 ætlar með mál skjólstæð- ings síns fyrir dómstóla. Hann segist vita af tveimur öðrum sem íhugi málsókn gegn leigusala- Eins og áður hefur verið greint frá í Þjóðviljanum, neitar leigu- sali á Grenimel 9, að endurgreiða fyrrverandi leigjanda trygging- arfé og rukkar leigjandann um húsaleigu fram að fardaga. Að sögn Barða telur leigusalinn sig vera að leigja út íbúðarhúsnæði, þó einungis sé um herbergi að ræða. Úr því verði að fá skorið fyrir dómstólum hvort fardagar gildi í þessu tilviki, en samkvæmt Kafbátsbruninn Sovésk stjómvöld enn krafin upplýsinga Utanríkisráðuncytið lýsir undrun og óánægju yfír skorti á upplýsingum frá sovéskum stjórnvöldum um tíðar bilanir í sovéskum kafbátum sem gefí ein- dregið til kynna að öryggisbúnaði kafbátanna sé áfátt. Þessum skilaboðum var komið á framfæri við sovéska sendiráðið í Reykja- vík í gær í tilefni frétta um að eldur væri laus í sovéskum kaf- báti í norðurhöfum í þriðja sinnið á skömmum tíma. Sendiráðið hafði í gær engar haldbærar upp- lýsingar um málið. í fréttatilkynningu utanríkis- ráðuneytisins segir að kafbátur- inn sem eldur varð laus í, sé af sk. ALFA-gerð og sé hann kjarn- orkuknúinn og geti borið kjarn- orkuvopn. Ekki er ljóst hvort slíkur vopnabúnaður hafi verið um borð þegar atburðurinn átti sér stað. _ lögum ná þeir aðeins yfir húsnæði þar sem fjölskylda getur búið út af fyrir sig. Barði sagðist reikna með að stefna leigusalanum fyrir borgar- dóm fljótlega. Hann sagðist ekki vita hvernig dómstólar muni líta á kröfu leigusalans um innheimtu leigu fram að fardaga, en leigu- salinn hefði sjálfur viðurkennt mánaðar uppsagnarfrest áður, og þess vegna sjálfur sýnt fordæmi í þá átt. Leigusalinn sakaði leigjand- ann um að hafa valdið skemmd- um á húsnæðinu, eftir að hann var fluttur út. Barði sagði slíkar kröfur hafa ákveðinn firningar- frest og hann hefði verið runninn út í þessu tilviki. -hmp Hagvirki Kærir úr- skurðinn - Lögmanni Hagvirkis hefur verið falið að undirbúa kæru úr- skurðarins en af okkar hálfu kemur líka til greina að semja við fjármálaráðuneytið um lausn á þessari deilu, sagði Jóhann Berg- þórsson forstjóri Hagvirkis að- spurður um aðgerðir nú eftir að niðurstaða ríkisskattanefndar er fengin í söluskattsmáli fyrirtæk- ikisins. Samkvæmt úrskurði ríkisskatt- anefndar sem barst lögmanni fyrirtækisins á föstudaginn er Hagvirki gert að greiða samtals 108,2 milljónir í vangoldinn sölu- skatt en krafa skattstjóra hljóð- aði upp á 153,5 milljónir. Álagn- ing fyrir árin 1982 og 1985 var felld niður og Iækkuð fyrir árin 1983 og 1984. Álagningargrunn- urinn er því 31 milljón og ofan á það bætist 6,2 milljón króna álag og dráttarvextir að upphæð 71 milljón. Kjartan Þorkelsson fulltrúi hjá sýslumanni Rangárvallasýslu sagði að hafist yrði handa við að innheimta söluskattsskuld Hag- virkis mjög fljótlega. Þeir fá þó einhvern frest og verður tilkynnt um hann bréflega innan skamms. Samkvæmt riýlegri reglugerð sem gerðar voru breytingar á í síðustu viku gæti þó reynst nægi- legt að fyrirtækið leggði fram tryggingu fyrir greiðslu skuldar- innar á meðan á dómsmeðferð stendur og sagði Kjartan að ekk- ert væri því til fyrirstöðu að greiðslufrestur yrði veittur ef við- eigandi bankatrygging væri Iögð fram. - Þetta mál allt hefur skaðað fyrirtækið mikið og það er spurn- ing hvort það borgar sig að fara í dómsmál. Það væri erfitt að starf- rækja fyrirtæki sem hefði þungan dóm yfir höfði sér og mögur sátt getur verið vænlegri kostur í þessu tilfelli, sagði Jóhann. —iþ T Óæskileg lagavernd Stjórn Blaðamannafélags ís- lands áréttar að stjórnin hefur í tvígang mótmælt harðlega að ríkissaksóknari höfði opinbert sakamál á hendur einstaklingum vegna skrifa þeirra um þriðja að- ila á grundvelli 108. lagagreinar hegningarlaga, sem stjórnin telur löngu úrelta. Stjórnin telur óeðli- legt að opinberir starfsmenn njóti sérstakrar lagaverndar á grund- velli þessarar lagagreinar og séu þannig skör hærra settir en aðrir þjóðfélagsþegnar. „Þessi laga- grein er vísasti vegurinn til að hefta opinbera umfjöllun um öll gagnrýnisverð mál í íslenskri stjórnsýslu.“ segir í ályktun stjórnar BI. Vátryggingafélagið tekið til starfa Vátryggingafélag íslands tók til starfa í gærmorgun, en fyrir- tækið varð til við samruna Bruna- bótafélags íslands og Samvinn- utrygginga. Markaðshlutdeild hins nýja félags er um 37% og hefur félagið um 86 þúsund manns í sínum viðskiptamanna- hópi. Til samanburðar má geta þess að markaðshlutdeild Al- mennra trygginga og Sjóvá sem nýlega gengu saman í eina sæng er um 32%. Vátryggingafélagið hefur aðalskrifstofur í fyrrum húsi Samvinnutrygginga við Suð- urlandsbraut. Breiðvangur seldur Um helgina var undirritaður með fyrirvara samningur um kaup Reykjavíkurborgar á sam- komuhúsinu Broadway. Kaup- verð hússins hefur ekki verið gef- ið upp. Hugmynd borgaryfir- valda er sú að í húsinu verði skemmtistaður fyrir unglinga. Samningurinn verður til umræðu á fundi borgarráðs í dag. Þoka hamlar flugi Sökum þoku á Keflavíkurflug- velli og Reykjavíkurflugvelli um helgina gekk millilandaflug ís- lensku flugfélaganna úr skorðum. Tvær vélar frá Flug- leiðum og ein frá Arnarflugi urðu af þessum sökum að lenda á Ak- ureyrarflugvelli. Grípa varð til þess ráðs að selflytja þann hluta farþeganna landleiðina til Reykjavíkur sem ekki var hægt að koma fyrir í gistirými á Akur- eyri og í nágrenni' Námsstefna um íslenskt mál f gær var sett alþjóðlegt sumar- Sveinar í málmiðnum Nýlega útskrifuðust 30 sveinar í málmiðnaðargreinum í Reykjavík og Hafnarfirði. Sveinarnir voru útskrifaðir í vélsmíði, stálsmíði, renni- smíði og rafsuðu. Síðustu misseri hefur aðsókn aukist í hinar ýmsu greinar málmiðnaðar, enda ýmsar tækninýjungar komið til skjalanna sem hafa gert störf á þessum vettvangi fjölbreyttari og þriflegri. Þá hefur undanfarið verið unnið í auknum mæli að endurmenntun málm- iðnaðarmanna og þannig komið til móts við síbreytilegar þarfir stöðugt tæknivæddari iðngreinar. namskeið um íslenskt mál og menningu á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals og Heimspeki- deildar Háskóla íslands. Nám- skeiðið sitja 35 manns frá 13 löndum og komust færri að en hug höfðu. Flestir koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi, en einnig eru nemar frá Kanada, Japan og Nýja Sjá- landi. Á námskeiðinu, sem stendur til 17. ágúst, verða kennd nokkur meginatriði íslensks máls og fluttir fyrirlestrar um íslenskt þjóðfélag, sögu, bókmenntir og listir.. Ný happaþrenna Nýr skafmiði hefur bæst í skafmiðaflota Happadrættis Há- skóla íslands - happaþrenna með einnar miljón króna hæsta vinn- ing. Miðinn kostar 100 krónur og vinningar eru tvöfalt hærri en í gömlu 50 króna happaþrennunni sem verður seld áfram. Frá því að Happdrætti Háskólans byrjaði með happaþrennurnar í mars 1987 hafa verið seldir meira en 25 miljónir miða og nemur útgreidd vinningsupphæð nú um 630 milj- ónum króna. Heildarfjöldi vinn- inga er yfir 4 miljónir og yfir 200 manns hafa hreppt þann stóra - hálfrar miljónar króna vinning hver. Sölustaðir happaþrennunn- ar eru núna um 500 talsins og eru út um allt land. Konur og atvinnuleysið „Konur hafa ekki farið var- hluta af erfiðleikum atvinnulífs- ins að undanförnu og búa víða við ótrygga afkomu. Opinberar tölur sýna að konur hafa undanfarna mánuði verið fleiri en karlar á atvinnuleysisskrá, auk þess sem dulið atvinnuleysi er meðal kvenna,“ segir í ályktun fundar Kvennalistans á Ákureyri 30. júní sl. J afnframt varar fundurinn við öllum stóriðjudraumum við Eyjafjörð og hvetur íbúa svæðis- ins til að leita nýrra leiða sem boðið gætu konum jafnt sem körlum upp á ný og góð starfs- tækifæri sem ekki leiði til urn- hverfisspjalla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.