Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 3
Félagslegar íbúðir Flestar á Vestfjörðum Húsnæðisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir fjölda fé- lagslcgra íbúða í landinu. í ljós kemur að Vestfirðingar hafa flestar félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, eða 34,8. Norður- land vestra kemur þar á eftir með 29,4 íbúðir og Reykjavík er i þriðja sæti með 28,1 íbúð á hverja þúsund íbúa. Á Austurlandi eru 27,1 íbúð, Norðurlandi eystra 20,4, Vestur- landi 15,2, Reykjanesi 10 og fæst- ar eru félagslegar íbúðir á Suður- landi, 9,9 á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra íbúða af heildaríbúðafjölda er skoðað, eru Vestfirðingar enn hæstir með 9,6%. Á eftir koma Norðurland vestra og Austurland með um 8% íbúða í félagslega kerfinu. Reykjavík er með 7,3%, Norður- land eystra 6,2%, Vesturland 4,3%, Reykjanes 3,1% og Suð- urland er með 2,9% íbúða í fé- lagslega kerfinu. Þetta eru þær íbúðir sem eru á skrá Húsnæðisstofnunar. En þar fyrir utan eru 1.100-1.200 félags- legar íbúðir í smíðum í landinu, fyrir utan þær tæplega 800 íbúðir sem ákveðið var að lána til á dög- unum. -hmp Lífeyrissjóður Vesturlands Fær stjómin „yfirfrakka“? Innan fiármálaráðuneytisins eru uppi nugmyndir um að fá hlutlausan aðila, löggiltan endur- skoðanda eða tryggingarsérfræð- ing, sem fengi það verkefni að fylgjast sjálfstætt með framvindu mála hjá Lífeyrissjóði Vestur- lands eftir að ráðuneytið hefur lokið rannsókn sinni á starfsemi hans sem gerð er að ósk nokkurra verkalýðsfélaga á Vesturlandi. Að sögn Ara Edwalds lögfræð- ings í fjármálaráðuneytinu er þetta enn sem komið er einungis hugmynd sem varpað hefur verið fram. Engin formleg afstaða hef- ur enn sem komið er verið tekin til hennar og ennfremur á eftir að koma í ljós hvort samstaða næst um einhvern til að taka þetta verk að sér. Málefni lífeyrissjóðsins hafa nú verið til rannsóknar í fjár- málaráðuneytinu frá því í júní- byrjun. Þá var búist við að henni lyki eftir eina til tvær vikur. Að sögn Ara Edwalds hefur málið verið umfangsmeira en talið var í fyrstu, enda hefur þurft að ná saman afstöðu margra aðila sem hlut eiga að starfsemi lífeyris- sjóðsins. Ari sagði að úr þessu mættu menn eiga von á að málin skýrðust í þessari viku. -grh Sakadómur Uppsöfnuð þreyta sakarefni Pétur Einarsson: Ekki gerðar strangari kröfur tilflugumferðarstjóra en annarra opinberra starfsmanna. Arni Þorgrímsson: Einsdæmi að svona mál fari fyrir dómstóla Eg lít svo á að þessi dámur taki af vafa um það að um flugum- ferðarstjóra gilda ekki aðrar og strangari reglur en um aðra opin- bera starfsmenn í störfum sínum og er það í sjálfu sér gott að rétt- arstaða þeirra sé skýrð af dóm- stólum, sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri varðandi dóm þann sem féll í sakadómi á mið- vikudaginn á hendur flugum- ferðarstjóra og flugstjóra en mis- tök þcirra sköpuðu hættu á að tvær flugvélar með 403 manns innanborðs rækjust saman. Flugstjórinn og flugumferðar- stjóri fengu báðir 7 mánaða varð- haldsdóm sem er skilorðsbund- inn í 5 ár auk þess sem þeir voru dæmdir til að greiða málsvarnar- laun, 150 þúsund krónur. Þeir voru hins vegar sýknaðir af kröf- um um sviptingu starfsréttinda. Flugstjórinn hefur afráðið að á- frýja dómnum til Hæstaréttar. I dómi sakadóms segir m.a. að líklega hafi uppsöfnuð þreyta ráðið einhverju um viðbrögð flugumferðarstjórans. Að sögn Péturs hefur skipulagi flugum- ferðarstjórnar nú verið breytt og vaktakerfi flugumferðastjóra lag- fært og yfirvinna takmörkuð þannig að nú ætti ekki að koma fyrir að menn ynnu lengur en þeir hefðu úthald til. - En það er alveg rétt að eins og kerfið var áður gátu menn unnið endalausar aukavaktir ofan á fastar 12 tíma vaktir og eflaust hefur það komið niður á starfshæfni þeirra, sagði Pétur. - Það er eflaust einsdæmi í heiminum að svona mál fari fyrir sakadóm. Víðast hvar annar staðar eru mál af þessu tagi rannsökuð og afgreidd af nefnd sérfræðinga, sagði Árni Þorfinns- son flugumferðarstjóri. Hann sagði að mál þetta hefði verið rannsakað af flugslysanefnd og hún hefði lagt til ákveðnar um- bætur og af þeirri ástæðu hefði Varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins líklega lagt til að málið yrði látið niður falla, en undir þá skrifstofu heyra öll mál á Keflavíkurflugvelli. -iþ Þar hitti skrattinn... Brotthvarf cins embættismanns úr utanríkisráðuneytinu, og aðdragandi þess, hefur verið í Ijósi fjölmiðlanna að undan- förnu. Dr. Hannes Jónsson sagði af sér sem heimasendiherra eftir að hafa lent í útistöðum við utan- ríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. Allt þetta sjónar- spil var nokkuð farsakennt með tilheyrandi ruglingi. Flokksbróð- ir utanrflrisráðherrans, Benedikt Gröndal, fer í fúlt skap út af tak- mörkuðum áhuga ráðuneytisins á að senda hann í ferðalög og því að fá ekki, að eigin sögn, að ræða við ráðherra. Inn á völlinn geysist Hannes og tekur upp hanskann fyrir Benedikt og kvartar einnig yfir því að fá ekki að ferðast. Þannig leit staðan út eftir lok fyrsta þáttar. Jón Baldvin lýsir því síðan yfir að hann vilji leggja niður embætti heimasendiherra, en það embætti var stofnað 1976. Hér í Þjóðviljanum sagðist ráðherrann ætla að Ieggja Hann- es niður í heilu lagi, en áður hafði Hannes neitað að biðjast afsök- unar á því að kalla ráðgjafa ráð- herrans fúskara. Deila embættismannsins og ráðherrans átti að fjalla um áætl- anir Jóns Baldvins um breytingar innan ráðuneytisins. Það fór hins vegar lítið fyrir þessum mikil- væga þætti deilunnar. Hún snér- ist meira um þann munnsöfnuð sem átti sér stað á báðum víg- stöðvum. Jón Baldvin hafði gefið embættismanninum Hannesi færi á að tjá sig um tillögur sínar með því að senda sér greinargerð. Þetta boð ráðherrans notfærði sér embættismaðurinn dr. Hann- es. Nú skal ósagt látið hvort Hann- es hefur meira vit á því hvernig skipuleggja á utanríkisþjónust- una en utanríkisráðherrann og hvernig ekki, og hvernig má spara sem mesta fjármuni. En það hefur ekki farið fram hjá þeim sem reynt hafa að fylgjast með þessum farsa, að embættis- maðurinn og framsóknarmaður- inn Hannes hefur ekki verið spar á stóru orðin, hvorki í greinar- gerð sinni til ráðherra né í um- mælum í fjölmiðlum. Áttavilltur og spenntur í byrjun greinargerðarinnar kemur strax fram að Hannes er óhress með að þurfa að semja rit- gerð til að koma skoðunum sín- um á framfæri, í stað þess að ráð- herra „boðaði reyndari embættis- menn til fundar um tillögur hans“. Hann segir í greinargerð- inni að „hann hafi komist að þeirri rökrænu niðurstöðu, að til- lögurnar leiði til árangursminni starfsemi að íslenskum hagsmun- um á sviði utanríkismála og aukins kostnaðar“. Síðan er Hannes svo auðmjúkur að benda ráðherranum á að „greinilega vaxi honum formennskan í EFTA um of í augum". fslend- ingar hafi gegnt þessu embætti áður án fjölgunar starfsfólks í fastanefndum EFTA og svo framvegis. Síðan segir Hannes ráðherranum hvernig best sé að hugsa um aðildina að EFTA. Menn megi ekki tapa áttum vegna spennu við að sinna tíma- bundið embættisstörfum í fasta- ráði og ráðherraráði EFTA. Hannes er ekki ósammála ráð- herranum um hámarksaldur sendiherra við 65 ár. Hann vill hins vegar ekki að ráðherrann „hlaupi í framkvæmdina á þessu með offorsi“. Nú er Jón Baldvin ekki þekktur fyrir að finna til te- vatnsins þegar stór orð eru ann- ars vegar. Og þó Hannes hafi látið stór orð fjúka til yfirmanns síns, er ólíklegt að vindhviða orð- anna hafi feykt Hannesi út úr ráðuneytinu. Hann segist hins vegar sjálfur hafa yfirgefið ráðu- neytið til að njóta takmarkalauss málfrelsis og tjáningarfrelsis. Hann segist heldur ekki vilja taka þátt í þeirri „skemmdarverka- starfsemi" sem ráðherra sé að reyna að vinna á íslenskri utan- ríkisþjónustu. Þegar áhorfendum hefur verið hleypt fram í hléi á farsanum og íhuga stöðu mála, verða nokkrar spurningar áleitnar. Getur verið að embættismaðurinn með fram- í BRENNIDEPLI Getur verið að emb- œttismaðurinn með framsóknarbak- grunninn hafi verið svekktur vegna þess, að niðurskurður ráðuneytisins kemur niður á beinum og óbeinum tekjum hans og áhrifum? sóknarbakgrunninn hafi verið svekktur vegna þess, að niður- skurður ráðuneytisins kemur nið- ur á beinum og óbeinum tekjum hans og áhrifum? Er þessi deila dæmi um embættismanninn sem rís upp þegar Don Kíkóti birtist á Rósinante og vill breyta til í þess- ari einni af íhaldssömustu stofn- unum landsins? Það sem sendi- herrarnir Benedikt og Hannes kvörtuðu sárast yfir var að fá ekki að fara í ferðalög. Hannes hafði að eigin sögn ekkert fengið að ferðast allt þetta ár. Ferðalög kosta peninga og þó ferðir séu farnar fyrir hönd ríkis- ins, þarf ekki nauðsynlega að vera um leiðinlegar ferðir að ræða. Jón Baldvin vildi leggja heimasendiráðið niður, það er sjálft embætti Hannesar. Kom gamaldags flokkadráttarskjálfti í Hannes vegna þessara hugmynda ráðherrans? Uppgötvaði Hannes að sá sem nú sat við skákborðið í utanríkisráðuneytinu, ætlaði kannski eitthvað að hreyfa við þægilegri biðstöðunni? Er skjálfti í fleiri framsóknar- og sjálfstæð- ispeðum á skákborðinu niðri á Hverfisgötu? En það mátti skilja á Hannesi á blaðamannafundi á föstudag, að mikillar óánægju gætti hjá fleiri starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. Einn og einn lýðskrumari í íhaldssömum stofnunum skipta hefðir miklu máli. Gæti verið, þrátt fyrir að Hannes hafi málgleðina fram yfir Benedikt, að meðferðin á Benedikt hafi verið önnur en á Hannesi, vegna hefðanna? Benedikt er fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksins og einhverntíma kemur að því að Jón Baldvin verður einnig fyrr- verandi formaður. Þá sækja kannski að honum spurningar eins og, hvernig á að fara með gamla formenn? En svona eru vandaðir farsar, þeir vekja fjöldann allan af spurningum hjá áhorfendum. Góðum försum lýkur líka þannig að áhorfendurnir eru vissir um að allt hafi fallið í ljúfa löð, allt sé eins og áður, allt eins og það á að vera. Eftir að Hannes endur- heimti tjáningarfrelsið, hefur hann gefið yfirlýsingar. Hann vitnar í George Bernard Shaw um eðii lýðræðisins og kosti þess. Síðan bætir hann við:„ Og þótt sú hætta vofi alltaf yfir í lýðræðis- ríki, að einn og einn þrjótur og lýðskrumari geti flotið með til valda þá sjái kjósendur fljótlega við honum, leiðrétti mistökin og losi sig við hann.“ Kjósendur geta að sjálfsögðu komið mönnum til valda og stundum lukkast þeim að koma sömu mönnum aftur frá. En spurningin ætti að vera til hvers kjósendur kjósa menn til valda. Það er eins og mig minni að Jón hafi verið kosinn til að ræsta eitthvert fjósið. Þegar þeir hittust Hannes og Jón má segja að skrattinn hafi hitt... -hmp Þriðjudagur 18. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.